Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 7
Ásmundur Sigurðsson: Vinstri samvinnan á Alþýðnsambandsþingi muii valda straumlivörfuin í fslenzkum stjórnmálum Yfirgnæfandi meiri hluti verbalýðsins skilur nauðsyn vinstri samvinnu. Fátt hefur verið meira rætt s. 1. vikur, en samfylkíng sú, er tókst á síðasta Alþýðu- sambandsþingi, þegar algjör eining tókst á milli Sósíalista- flokksins og vinstri arms Al- þýðuflokksins, um samvinnu á þinginu og kosningu sam- bandsstjórnar. Fullkunnugt var það þá, að samvinna þessi hafði um nokkurn tíma verið undirbúin í verkalýðsfélögun- um víðsvegar um landið. Höfðu ýms stærstu félög- in gert ákveðnar samþykktir í þessa átt og falið fulltrú- um sínum að starfa ákveðið í samræmi við þær. Aftur á móti gengu pólitískir erind- rekar borgaraflokkanna allra, berserksgang til þess að fá fulltrúa verkalýðsins til að bregðast trúnaði við stéttar- samtök sín, og svíkja þau loforð^ sem i þeir höfðu gefið umbjóðendum sínum um að styðja vinstri samvinnuna. Svo langt gengu þessi af- skipti, að framkvæmdastjór- ar stjómarflokkanna beggja, sem aldrei hafa nálægt verka- lýðsmálum komið, gengu um á þinginu eins og gráir kettir, til að ógna fulltrúum og hræða þá frá því að fylgja eftir samþykktum félaga sinna. Þrátt fyrir þetta allt saman reyndust þeir nægilega margir, sem skildu hve mikla þörf þjóðin hefur fyrir vinstri samvinnu einmitt nú, og létu engan hlut aftra sér frá að fylgja sannfæringu sinni eftir. Sósíalistaflokkurinn einn með hreinan skjöld í höfuð- máli þjóðarinnar. Hvað er það, sem því veld- ur, að slik vinstri samvinna gat tekizt mi fremur enáður? Við þá spurningu er vert að staldra lítið eitt. Ekki er það vegna þess, að hún hafi ekki verið á dagskrá fyrr. Sósíal- istaflokkurinn hefur barizt fyrir henni meira en áratug, jafnframt því sem hann hef- ur varað við þeirri geigvæn- legu hættu, sem þjóðinni staf- ar af þróun þeirri, er nú fer fram. Þeirri þróun, að inn- lenda fjármagnið tengist æ sterkari böndum við ameríska hervaldið, svo hvorttveggja í sameiningu nær meiri og meiri tökum á framkvæmda- og menningarlífi þjóðarinnar. En öllum viðvörunum Sósíalista- flokksins hefur verið mætt af stjóniarvöldunum og Alþýðu- flokknum með einum samæfð- um öskurkór, Rússagaldri, sem galinn hefur verið í tíma og ótíma, galinn í sífellu til að breiða yfir þeirra eigin ó- happaverk, til þess að beina huga þjóðarinnar frá þeim verkum og því sem gerist með henni sjálfri, galinn í því hærri tóntegund, sem óhappa- verkin voru stærri, örlaga- ríkari og hættulegri, svo sem beiðnin um hernám íslands vorið 1951. Og því miður hef- ur þessi galdur haft sín áhrif, því í skjóli hans eins hefur tekizt að fremja slík verk, og sætta nokkurn hluta þjóðarinnar við þau. En það sem gerzt hefur á síðustu tímum er það, að þjóð- in hefur í verulegum mæli losað sig undan áhrifum þessa galdurs. Sívaxandi hluti henn- ar sér hver tilgangur hans var og er. Sívaxandi hluti hennar sér nú hvílík klækis- verk hafa verið framin í skjóli hans. Og sívaxandi hluti henn ar sér þá jafnframt að Sósí- alistaflokkurinn er sá eini af stjómmálaflokkunum, sem hreinan skjöld hefur í þess- um málum. En afleiðing þessa getur engin önnur orðið en sú, að allt það hejðarléga alþýðufólk í öðrum flokkum sem sér að það hefur verið blekkt á þennan hátt, krefst nú vinstri samvinnu við Sósi- alistaflokkinn, til þess að forða þjóðinni frá allri þeirri hættu, sem síðari ára þróun hefur skapað. Þessi viiji befur brotizt fram í síðustu kosn- ingum tíl Alþýðusambands- þingsins og félagasamþykkt- um þeim, er fyrr getur. Milljónamæringarnir í stjórnarflokkunum nota ríkisvaldið i eigin þágu. Hver er þessi hætta? spyrja þeir, sem ekkert skilja eða vilja skilja af þjóðlífs- þróun okkar hin síðari ár. Hinir vita að hún er tvenns- konar. Annar þátturinn er sá sem veit að efnahagsafkomu alls almennings í landinu. Þar kemur fyrst og fremst til greina eigna- og tekjuskipt- ingin í þjóðarbúinu, og áhrif hennar á afkomu einstaklings- ins. Það er síður en svo leynd- armál að s.l. hálfan annan áratug hefur auður safnazt hér á fárra hendur svo slíks eru engin dæmi fyrr í sögu þjóðar vorrar. Milljónamær- ingar eru hér fleiri en í nokkru öðru landi veraldar miðað við fólksfjölda og þjóð- arauð. Nokkrir hinna auðug- ustu halda uppi heilum st jórn- málaflokki sem þeir kalla Sjálfstæðisflokk, ráða stefnu hans og starfsemi. Á síðustu árum hefur starf þessa flokks færst meira og meira i það horf, að vernda hagsmuni brasksins og kaupmennskunn- ar á kostnað framleiðslunnar. Annar hópur þessara auð- manna hefur hreiðrað um sig innan Framsóknarflokksins, sem í eðli sínu ætti þó að vera flokkur heilbrigðrar sam- vinnustefnu. Úr því hreiðri ÁSMUNDUR SIGURÐSSON 'U . .. - - ' háfa þeir hafið kapphlaup við aviðkónga Sjálfstæðisflokksins, m. a. um gróðann af hernámi Bandaríkjanna á Islandi, og þar með dregið hugsjón sam- vinnustefnunnar með sér nið- ur í svaðið. Báðir ráða ríkis- stjóm og nota ríkisvaldið til að tryggja sína hagsmuni, og er þar m. a. finnanleg skýr- ingin á því, að meiri hluti ríkisteknanna skuli tekinn með tollum og óbeinum skött- um, sem leggjast á vöruverð í svo gífurlegum mæli, að meðalf jölskylda, sem hefur 40 þús. kr. tekjur greiðir milli 15 og 16 þús. kr. til ríkisins i slíkum tollum. Þegar upp á vinskapinn slettist í þessari samvinnu er það ekki vegna afstöðu til hagsmunamála al- mennings, heldur aðeins út af innbyrðis skiptingu gróðans. Það er þessi þróun, sem skapar öllum vinnandi stétt- um í landinu gífurlega efna- hagslega hættu. Því meiri auð- ur sem safnast á fárra inanna hendur, því sterkara sem bandalag þeirra verður, við hernaðarj-firvöldin, og því fastari sem tök þeirra verða á ríkismldinu, því erfiðara verður fjTÍr hinn vinnaudi mann að sækja réttlætið í hendur þeim. Má þar einu gilda hvort um, er að ræða verkamann, sjómann, iðnaðar- mann, bónda eða smáatvinnu- rekenda er lifir á að vinna við sína eigin framleiðslu. Því fleiri sem milljónamæringarn- ir verða, og þeim f jölgar nú með ári hverju, því meiri hætta fjTÍr efnahagsafkomu hins óbreytta alþýðumanns. ---- Laugardagur 4. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Samsæri herstjórnarinnar og milljónamæringanna gegn þjóðinni. Hin bættan, er stéðjar að þjóðinni sem heild, er sá slappleiki, sem hvarvetna verður vart, gagnvart gildi þeirra verðmæta, er ein geta tryggt tilveru okkar sem sjálfstæðrar menningarþjóð- ar. Það er hættan á því að okkur takist ekki að halda menningarlega velli gegn þeim ómenningar og afsiðun- aráhrifum, er yfir þjóðina og þá ekki sízt æskulj'ðinn er hellt af völdum hernámsins og fylgifiska þess. í því sam- bandi er alvarlegasta liættan fólgin í þeim fjárhagslegu tengslum, sem herstjqrnin hefur náð við fésterkustu innlenda aðila, eins og fyrr getur. Á það hefur verið bent, að þessi tengsli séu snjallasta herbragðið, sem herstjórnin hefur beitt til að hlunnfæra íslenzku þjóðina. Með því hafi tekizt að tryggja fylgi þeirra manna, er mest mega sín vegna fjárhagslegr- ar aðstöðu. Þegar þessir sömu menn beita síðan sinni fjár- hagslegu aðstöðu til að slæva tilfinningar almennings fyrir hættunni, þá tvöfaldast sú ógnun, sem heilbrigðri þjóð- menningu stafar af ástand- inu. Og þeir sem fylgjast með þeirri blaðaútgáfu og bóka, kvikmyndasýningum og öðru slí’ u sem rekið er á Islandi af handhöfum fjárgróðavalds- ins ganga þess ekki duldir að ölhun meðulum er beitt til svæfingar almennum tilfiun- ingum fyrir þessari hættú. Blekking um að hernámið hafi reynzt íslendingimi gróðalind. Þá hefur einnig verið mjög slegið á þá' strengi, áð her- námsvinnan væri nauðsvnleg leið fyrir okkur til gjaldeyris- öflunar og til að bægja frá atvinnuleysi. Þetta er þó hvorttveggja í senn van- traust á landið og möguleika þess og vantraust á þjóðina. Nú nýlega hefur viðskipta- málaráðherra Sjálfstæðis- flokksins orðið til að hrekja þessa ósvífnu fullyrðingu. Það gerði hann- á Alþingi, með því að upplýsa, að þrátt fyrir niðurfall Marshallhjálp- ar og minnkandi gjaldeyris- tekjur af hernámsliðinu myndi verzlunarjöfnuður okkar verða 300 millj. kr. hagstæðarí í ár en hann var s.l. ár. Þetta gerist þrátt fyrir síldarbrest og þrátt fyrir það að um há- sumarið lágu stórvirkustu framleiðslutækin — togararn- ir bundnir í höfn. Þetta sýnir betur en nokkuð annað hví- lík regin blekking er fólgin í þeim fullyrðingum að her- námið hafi verið okkur gróða- lind. Stjórnmálabarátta næstu ára og e. t. v. áratuga mun því í aðaldráttum snúast um þetta tvennt. Hvernig eigum við að tryggja hin þjóðernislegu menninganærðmæti fyrir inn- rás erlendra ómenningarafla, sem hernáminu fylgja, og jafnframt þau lífskjör hins vinnandi fólks, er gerir því kleift að njóta í viðunandi mæli þeirra lífsverðmæta og menningarlinda, er alið geta með hverjum manni heilbrigða þjóðernisvitund. En sem betur fer horíir nú til þeirra strauinhvarfa. sem Alþýðusambandsþingið markaði. Þeirra stratim- hvarfa, að alþj'ðustéttirnar láti ekki Iengur halda sér sundruðum, heldur sameinist í eina fylkingu til að bjarga þjóðinni úr jfirvofandi háska. I Óðum styttist til jólct Allir purfa að vera í hreinum og vél pressuðum fötum á jólunum. Betri er krókur en kelda — komið því með fötin til okkar. Við tryggjum yður beztu fáanlegu hreinsun og pressun ratapressa o Hverfisgötu 78, simi 1098. — Afgreiðsla einnig á Sogaveg 112, Langholtsveg 133 og Kópavogsbraut 48 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtom

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.