Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 4. desember 1954 Stígamaðurinn Eftlr Giuseppe Berto 69. dagur og aldrei hafði ég verið svona þreyttur fyrr. Fólk var á gangi á götunum. Þokan var þynnrí og það var komin rigning, en fólkið stóð í smáhópum og talaði saman meðan það beið. Það var að bíða eftir fregninni um það, að Michele Rende hefði verið drepinn. Ég vissi hvert ég þurfti að fara. Það var í götuna sem aðeins var opin öðrum megin, vegna þess að hún endaði • í klausturveggnum. Öðrum megin við hana voru hús, hrörleg hús sem fátækt fólk átti heima í, og hinum megin hái, gluggalausi veggurinn. Á götunni voru tveir lögregluþjónar sem gættu að mynni götunnar. Þeir gengu aftur á bak og áfram í rigningunni, en héldu sig á sama staðnum, og það var ómögulegt að komast inn í götuna án þess að til manns sæist. Þarna var þeirra þörf, það skildi ég, vegna þess að þeir urðu að vernda vernda manninn, sem drepið hafði Miliellu. Þeir vissu hver hafði drepið hana og þeir vernduðu hann vegna^ þess að hann hafði komið fram eins og Júdas, selt sál sína. Og ef til vill var eins gott fyrir mig að fara burtu, því að tilgangslaust var að bíða, fyrst lögreglan var þai’na. En ég gat ekki fariö heim. * Ég settist niður í skjól fyrir framan lokaðar húsdyr. Vatnið rann af húsþökunum og niður á gangstéttarnar og það ólgaði í göturæsinu á miðri götunni. Ég sat í hnipri, hélt handleggjunum utanum hnén og samt skalf ég. Ég lokaði augunum og lét tímann líða. Svo sió klukkan í kirkjuturninum og það slokknaöi á götu- ijósunum. Ég vissi að dögun var í nánd; morgunni3M|^| var dimmur og það var rigning. Það var kald^pN áður og það virtist tilgangslaust að halda áfram að' bíða. Ég gat farið heim eða hvert sem var, ef ég vildi. En ég hlustaði á dropana falla af húsþökunum. Og smám saman varð bjartara og lögregluþjónarnir gengu aftur á bak og áfram, stöppuðu fótunum niður í gang- stéttina öðru hverju. Þeim var sennilega kalt líka. En svo kvað allt 1 einu við skothljóð. Skotin komu inn- anúr götunni. Honum hlaut að hafa tekizt að komast framhjá verðinum; og hann var búinn að framfylgja hefndarskyldu sinni. Og ég sat þarna kyrr, titrandi af angist og í huga mínum gerðist ekkert nema ég reyndi af öllum mætti að telja, mjög hægt, meö lokuð augu .. einn .. tveir .. þrír ... Ég var viss um að honum væri borgið ef ég kæmist upp að tíu og hann hefði komizt burt sömu leið og hann komst inn. En lögregluþjónarnir tveir voru þegar farnir að hlaupa í áttina til hússins, þungstígir og hrópandi* Þeir voru ekki komnir langt inn eftir götunni þegar skot- hljóð heyrðist aftur og báðir féllu til jarðar. Þetta var líka hluti af hefndarskyldu hans, því aö þessir menn áttu aö vernda manninn sem drap Miliellu. Og ég byrj- aði með erfiðismunum að telja aftur, einn .. tveir . .• þrír ... Mér fannst það hið eina sem ég gæti fyrir hann gert. En nú var þaö tilgangslaust, hann kæm- ist aldrei þaðan út. Fleiri lögregluþjónar komu hlaup- andi. Einn þeirra gekk ótrauður af stað inn eftir göt- unni, en svo kvað við skothljóð og hann féll. En hann var með lífsmarki, hann reyndi að skreiðast aftur á bak og hélt sér í gangstéttarbrúnina. Og Michele Rende drap hann ekki; ég óskaði þess að hann dræpi hann ekki. Fleiri lögregluþjónar voru komnir og einn þeirra gaf skipanir. Þeir áttu að taka sér stöðu í götunni bak- við húsin og aðrir áttu að fara inn í klaustrið og enn aðrir að klifra upp á þökin. Og fjöldi fólks var þarna á hlaupum, hrópandi og ringlaö, og allt hélt það sér í hæfilegri fjarlægð, því aö það þorði ekki inn í götuna af ótta við Michele Rende. Ef hann átti að deyja, ætlaði hann að deyja eins og ljón. Og fólkið sem vildi sjá hann': deyja kom hlaupandi að úr öllum áttum, hrópandi ogj ringlað, en gætti þess að fara ekki of nærri; en þaðj hrópaði hvatningarorö til lögregluþjónanna um aöj drepa hann fljótt. Og svo varð skyndileg þögn. Maðurj lagði af stað aleinn í áttina til hússins, maður í ein-' kennisbúningi, reikull í spori með vélbyssu í hendinni. Hann var drukkinn. Og þá fór ég að hlaupa en einhver greip um handlegginn á mér og ég streittist á móti en gat ekki slitið mig lausan, og hið eina sem ég gat var að hrópa hástöfum: „Snúðu viö. Snúðu við.“ En Fimiani lögregluþjónn heyrði ekki til mín. Hann hélt áfram göngu sinni; og Michele Rende drap hann ekki. Hann gekk hægt, óreglulegum, drukknum skref- um, gekk framhjá særða lögregluþjóninum sem var aö reyna að skreiðast burt og framhjá hinum tveimur sem láu dauðir á gangstéttinni. Og Michele Rende drap hann ekki. Og enn hélt hann áfram og upp á móts við húsið o g þar nam hann staöar á miöri götunni. Svo bh’tist Michele Rende í dyrunurp og hélt handleggnum þétt aö vélbyssunni. Enginn gat skotið á hann, vegna þess að Fimiani lögregluþjónn var fyrir. Og ekkert gerðist. Og hróp frá Michele Rende rauf þögnina. „Hvað ertu að ~gera?“ hrópaði hann. „Skjóttu.“ „Upp með hendurnar,“ sagði lögregluþjónninn. „Skjóttu,“ hrópaði Michele Rende aftur og úr byss- unni hans stóð eldstraumur sem virtist óendanlegur. Þá skaut lögregluþjónninn líka; það þurfti aðeins örfá skot. Michele Rende riöaði, féll og hreyfði sig ekki framar. Og þá kom allt fólkið hlaupandi til að horfa á. ENDIR OC CAMÞ+ti Ameríkumaður nokkur hafði lengi haft mikinn áhuga fyrir því að hitta rithöfundinn H. G. Wells, sem hann dáðist mjög að. Það var venja Amer- íkumannsins á mannamótum að fara með ýmsa kafla úr verkum Wells og er hann var eitt sinn sem oftar staddur í veizlu, byrjaði hann að þylja úr verkum Wells fyrir sessu- naut sinn og bar jafnframt ákaft lof á skáldið. Eftir veizluna hitti Ameríku- maðurinn vin sinn að máli og vinurinn sagði við hann: — Jæja, þá hefur þú fengið tæki- færi til að spjalla við uppá- haldsrithöfund þinn. — Nú, hvað ertu að segja spurði Ameríkumaðurinn. — Já, mér sýndist þú ekki tala svo lítið við Wells, þarna í veizlunni. En nú datt alveg yfir Amer- íkumanninn og hann stundi upp: — Þú ætlar þó ekki að segja mér að sessunautur minn hafi verið Wells sjálfur, og ég sem fór fyrir hann með kafla úr verkum hans og spurði hvort hann hefði lesið þetta og hann þóttist ekki kannast við neitt! Sportsniðið er ekki horfið Sókao- 4 l>) eru að vísu í tízku, en þröng og slétt pils eru það ekki síð- ur. Slíkt pils er á kjólnum í miðið, sem er eftir nýjustu tízku, þótt látlaus sé. Blússu- hnepping sem nær niðurfyrir beltisstað er mjög í tízku. Það lítur vel út, einkum á grann- vöxnum konum. Þreknar kon- ur ættu að láta sér nægja hneppingu niður i mitti. Blússa og ermar eru sniðið út i eitt. Ermarnar eru hálflangar, enda er erfitt að ná löngum ermum með svona sniði, nema efnið sé því breiðara. Sennilega hefur þessi ermalengd náð slíkum vinsældum þess vegna. Kjóllinn er með fjórum skávösum sem undirstrika skáhöllu axlalíriuna. Á þriðja kjólnum er líka breitt, sítt belti sem nú eru mjög vinsæl. Blússan er rúm- góð og sportleg og er fallegt að nota dálítinn skinntrefil í hálsinn. Þessi kjóll getur að nokkru lejli komið í staðinn fyrir drakt. Húfan er saumuð úr sama éfni og kjóll. Þrönga pilsið er með tvöfaldri fellingu að aftan, svo að þœgilegt er að ganga í því. Flest þrengdu pilsin eru með fellingu aá aft- an. Þótt kjóllinh á myndinni sé úr röndóttu efni má engu síður sauma hann úr einlitu. Þegar talað er um hinar sér- kennilegu, nýju tízkuflíkur, óttast maður fyrirfram að lát- lausa sporttízkan sé að hverfa. En verið óhræddar, sportsniðið er lífseigt það lætur ekki út- rýma sér fyrirhafnarlaust, heldur lagar sig eftir nýju tízkunni. Sjáið bara hvernig hægt er að samræma sportsniðið og ný tízkuatriði. Fyrst kemur kjóll- inn með breiða beltinu sem liggur niður fyrir mittið. Kjóll- inn er með nýtízku stuttum skyrtuermum —en þær ermar sáust fyrst á blússum en virð- ast nú vera að ná vinsældum sem kjólermar líka. Pilsið er efnismikið og í mjúkum föllum og með þægilegum hliðarvösum. Stóri kraginn og hornin eru einn ig tízkufyrirbrigði. Ýmist eru kjólamir alveg háir í hálsinn og kragalausir, eða kragarnir ná yfir alla blússuna. Nýja tízkan er síður en svo einhliða. Víð og efnismikil pils rigduggaf/cá/ EDWIN ARNASON Ll N DARGÖTU 25 SÍMI 5743 1. vinningur í happdrœttinu eru húsgögn eftir eigin vali í Húsgagnaverzl- , un Kristjáns Siggeirssonar að verðmœti kr. 2o.ooo.oo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.