Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 6
%) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. desember 1954 þióoyiuiNN Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþyftu — Sósíalistafloklturlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (úb.) FVéttastjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Bjarnl Benediktsson, GuB- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðusti* 19. — Simi 7600 (3 línur). Áskrlftarverð kr. 20 ú mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landlnu. — Lausasöluverð 1 kr. elntakið. Prentsmiðja Þjóðviijans h.f. Sósíalistaflokkurinn hefur ætíð stutt málefni landbúnaðarins ' Á flokksstjórnarfundi Sósíalistaflokksins, sem nýlega var haldinn í hinu nýja húsi flokksins Tjarnargötu 20, var samþykkt ýtarleg ályktun um landbúnaðarmálin og stéttarlega aöstöðu bændanna í þjóöfélaginu. Hefur hún nýlega verið birt hér í blaöinu. Ályktun þessi er hvorttveggja í senn, vitnisburöur um starf og stefnu flokksins í landbúnaöarmálum allt frá stofnun hans, og enn fremur vottur þess að hann mun íylgja eftir framvegis þeirri stefnu sem landbúnaöinum, bændastéttinni og þjóðinni allri mun reynast til mestra 'heilla. Öll þau ár, sem liðin eru síðan áhrifa hans fór aö gæta í íslenzkum stjórnmálum, hefur hann stutt mál- efni landbúnaöarins á allan þann hátt, sem unnt var. Áreiðanlega má fullyrða aö án stuðnings Sósíalistaflokks- ins heföi sexmannanefndarsamkomulagið aldrei orðið eö veruleika. En með því var, sem kunnugt er, bændum tryggt jafnrétti viö aðrar vinnandi stéttir þjógarinnar og var það gert fyllilega í trássi viö þá flokka, sem nú fara með völdin. Þetta jafnrétti var tryggt með samningum milli stéttanna eða kjörinna fulltrúa þeirra. En í því sáu hinir pólitísku flokksleiðtogar borgaraflokkanna, sem vilja halda vinnustéttunum ósamþykkum innbyröis, hættu fyrir sig og völd sín. Þess vegna stóðu þeir á móti því samkomulagi svo lengi sem stætt var, og töfðu með hverskonar vífilengjum og flækjum. Annað stórmál sem Sósíalistaflokkurinn hefur barizt fyrir vegna landbúnaðarins, eru lögin um landnám, ný- byggðir og endurbyggingar í sveitum. Þaö mál var ut- kljáö á Alþingi, og auðvitað með atkvæðum fleiri þing- manna en sósíalista, en þeir sem kunnugir voru meöferð þessa máls vissu vel, að þar naut fyrst og fremst viö haröfylgis Sósíalistaflokksins, og þess aö þá var hann í stjórnaraðstöðu og var því ekki hægt að sniðganga til- lögur hans. Síöan hefur það skeö, að úr gildi þessarar merku löggjafar hefur verið dregið stórlega meö hvers- konar opinberum stjórnarráðstöfunum, s.s. gengislækkun og öörum slíkum, er stórkostlega hafa aukið kostnaö við framkvæmdir allar, án þess á nokkurn hátt væri séö fýrir því aö auka fjái’magnið að sama skapi. : Þá hefur Sósíalistaflokkurinn ætíð staðið sem einn xhaður á Alþingi með hverju því máli, er til hagsbóta hef- 'uir horft fyrir landbúnaöinn þau ár sem liðin eru síðan hann fór úr ríkisstjóm. Er það einkum um að ræða út- vegun lánsfjár o. fl. Er þess skemmst að minnast, að lögin um að breyta nokkrum tilteknum lánum til Bún- öðarbankans, sem samþykkt vom á þinginu 1952, í fast framlag, voru fyrst flutt í frumvarpsformi af einum jiingmanni Sósíalistaflokksins. Á eftir reyndu svo báðir stjómarflokkarnir aö eigna sér hugmyndina. í ályktun þeirri, sem fyrr getur, heitir aðalfundur fiokksstjómar Sósíalistaflokksins á bændastéttina aö fylkja liði með öörum vinnandi stéttum þjóðarinnar, gegn hemámi Bandaríkjanna og þeim klíkum íslenzkra fjárgróðamanna, er nú gera sér hernámið að féþúfu, og beil^a síðan illa fengnu fjármagni til áhrifa á ríkisvaldið. Þarf engum aö blandast hugur um, að eðli sínu sam- kvæmt á bændastéttin fyrst og fremst heima innan Slíkrar samfylkingar. Jafnframt leggur flokkurinn mikla áherzlu á lausn þeirra vandamála, er nú kalla brýnast aö Vegna landbúnaöarins. Og er þar fyrst að nefna aukiö lánsfé svo koma megi ræktun landsíns sem allra fyrst í það horf að vélaaflið nýtist sem bezt til framleiöslu- aukningar, og ennfremur að tryggja nægilega snemma érlendan markað fyrir þann hluta framleiðslunnar, sem innlendi markaöurinn ekki tekur á móti þegar fram- leiðslan vex. $n þess verður áreiðanlega ekki langt aö bíða. : Sósíalistaflokkurmn mun halda áfram sem hingað til áð vinna að málefnum landbúnaðarins á hvern þann hátt er orðið getur bændastéttinni og þjóðinni til sem jnestra heilla. Fjármálaspílling og fylgispekt við Bandaríkin eru að fella Japansstjórn Nýr borgaraflokkur krefsf stjórnmálasam- bands og viSskipta við Kina og Sovéfrikin Kreppan í atvinmdífi Japans hefur valdið hörðum vinnu- deilum á undanförnum mánuðum. Myndin sýnir jap- anska verkamenn á verkfallsfundi. egar Shigeru Joshida, forsaet- isráðherra Japans, sneri heim til Tokyo í síðustu viku eftir tveggja mánaða ferðalag til Bandaríkjanna, KandÖa og helztu höfuðborga Vestur-Ev- rópu, var aðkoman heldur ó- skemmtileg. Flokkur hans, sem er ihaldssamasti flokkur lands- ins en kallar sig FrjálsJynda flokkinn, er í upplausn. Jos- hida var ekki fyrr kominn heim en hann varð að segja af sér formennsku i flokknum til þess að hindra að hann liði með öllu undir lok. En fylkingar á þingi hafa riðlast svo að >allar horfur eru á að sex ára óslitn- um stjórnmálaferli Joshida Ijúki einhvern næstu daga, þeg- ar þingmenn greiða atkvæði um tillögu um vantraust á stjórn hans. Rætur þessa uppreists í jap- önskum.stjórnmálum liggja djúpt og víða, eins og síðar verður að vikið, en tilefni klofningsins í frjálslynda flokknum og vantraustsins á stjórnina er á yfirborðinu slór- felld spilling í opinberu lífi og mútuþægni ráðherra og ann- arra nánustu samstarfsmanna Joshida. Komið er á annað ár síðan það kom á daginn, að japönsk skipafélög og önnur stórfyrirtæki hafa greitt stór- ar fjárfúlgúr í kosningasjóði eða beint í vasa stjórnarþing- manna. í staðinn höfðu eigend- ur fyrirtækjanna hlotið ómælda ríkisstyrki og stórlán til at- vinnurekstrar síns. Mál þetta hefur ekki enn komið til dóm- stólanna, þingnefnd hefur haft það til rannsóknar og sífellt fundið nýja og nýja gullþræði milli fésýslumanna Japans og ýmissa áhrifamestu manna Frjálslynda flokksins. Enginn botn hefur þó fengist í málin, einkum vegna þess að Joshida hefur virt að vettugi allar stefnur um að mæta fyrir rann- sóknarnefndinni til yfirheyrslu um misgerðir samstarfsmanna sinna. Skömmu áður en Joshida lagði af stað í ferðina í kring- um hnöttinn i haust hótaði nefndin að beita við hann valdi sínu til að varpa þeim í fang- elsi, sem þverskallást við að hlýða stefnum hennar. Forsæt- isráðherrann hafði þessa hótun að engu og þegar hann kom heim var fyrsta verk hans að vísa á bug enn einni stefnu út af múturannsókninni. En þá var mælirinn fullúr. Hinir smærri borgaraflokkar Japans, sem verið hafa í stjórnaránd- stöðu, sameinuðust í einn flokk, sem nefnist Lýðræðisflokkur- inn, undir stjórn Itsjiro Hato- jama, svarins óvinar Joshida og keppinauts hans um völdin. Þrjátíu og fimm þingmenn úr Frjálslynda flokknum gengu í nýja flokkinn og við það missti stjórn Joshida meirihluta á þingi. Eftir eru í Frjálslynda flokknum 185 þingmenn, 121 styður Lýðfæðisflokkinn, vinstr} sósialdemokratar eru 71 og hægri sósíaldemokratar 64. Báðir sósíaldemokrataflokkarn- ir ög Lýðræðisflokkurinn semja nú um sameiginlega atlögu til að fella Joshida, IIMútuhneykslið er haft á odd- inurp í stjórnmálaátökun- um, en undirrót klofningsins í röðum japanskra ihaldsmanna og atvinnurekenda, sem standa Erlend tíðindi —~-- ■■ .--a bæði að Frjálslynda flokknum og Lýðræðisflokknum, eru átök um utanríkisstefnu Japans, einkum afstöðuna til négranna- ríkjanna á meginlandi Asíu, Kína og Sovétríkjanna. Joshida samdi sérfrið við Bandaríkin og fylgiríki þeirra þvert ofan í mótmæli Kína og Sovétríkj- anna. Síðan gerði hann við Bandaríkin samning um hern- aðarbandalag, leyfði þeim her- setu í Japan og afnot af flug- og flotastöðvum. Sósíaldemo- krataflokkarnir báðir og hinn bannaði Kommúnistaflokkur Japans snerust gegn hernaðar- bandalaginu við Bandaríkin. Japanskir kaupsýslumenn létu sér það hinsvegar vel líka með- an Kóreustríðið stóð og varð þess valdandi að dollarar streymdu inn í landið (frá bandarísku herstjórninni og baridarískum hermönnum í leyfi frá Kóreu. Nú er tekið fyrir þessa fjár- uppsprettu. Japan v'erður að lifa á útflutriingi sínum í harðri samkeppni við aðra framleiðendur, eittkum brezka og bandaríska. Mikill halli er á utanríkísverzluninni og eru þvi japanskir framleiðendur farn- ir að renna hýru auga til við- skipta við Sovétríkin og Kína. Þar er að finna kornmeti og ýms hráefni, sem Japani van- hagar um og mikill markaður fyrir japanskan iðnaðarvarn- ing er í Kína. En utanríkis- stefna Joshida stendur í vegi fyrir auknum viðskiptum í þessa átt. Leiðarstjarna hans hefur frá upphafi verið alger fylgisspekt við Bandaríkja- stjórn og skilyrðislaus hlýðni við bann hennar á viðskiptum við Kína og Sovétríkin. Joshida hefur gert sér vonir um, að hann myndi fá ríflega doilara- styrki að launum fyrir þægð sina. Þær vonir brugðust þegar hann heimsótti Washington um daginn. Það eina sem hann gat herjað út úr Bandaríkjastjóm var loforð um 110 milljóna dollara virði af varningi a£ of- framleiðslubirgðum hennar. Japan getur ekki byggt upp framtíð sina á svo rýrri öl- musu. Þess vegna brauzt út uppreisn gegn Joshida og utan- ríkisstefnu hans í hans eigin flokki. Helzta stefnumái hins nýja borgaraflokks, Lýðræðis- flokksins, er að sögn ílokksfor- ingjans, Hatojarna, að „taka upp sjálfstæða og raunsæja utanríkisstefnu . . . Hatojama sagði að Joshida hefði stjórnað utanríkismálum Japans illa. Einkum benti hann á að ríkis- stjórnin hefði látið undir höfuð Framhaid á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.