Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 12
SigurSur Gu&geirsson leggur til: Skipulagt verði hverfi sambygginga þur sem séð verði fyrir sameigin- ‘ legum þörfum íbúanna Á bæjarstjórnarfnndi í gær flutti Sigurður Guðgeirsson svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn íelur borgarstjóra og bæjarráði að athuga möguleika á að skipulagt verði sérstakt hverfi sambygginga á hentugum stað, með það fyrir augum að úthluta þar á komandi vori lóðum til byggingasamtaka og starfshópa sem kunna að vilja reisa slíkar íbúðir í félagi til eigin afnota. Bæjarstjórn leggur áherzlu á að í hverfinu yrði séð fyrir sameiginlegum þörfum íbúanna, svo sem með sameiginlegri kyndistöð, barnaskóla, leikvelli, dagheimili fyrir börn, verzlunarmiðstöð o.fl." í framsöguræðu ræddi Sig- urður nokkuð hina miklu þörf Reykvíkinga fyrir nýjar íbúða- byggingar. Hjá bæjarstjórn Jægju nú umsóknir um lóðir svo hundruðum skipti, bæði undir einbýlishús og sambygg- ingar. Hann kvað tillögu sina um að skipuleggja hverfi fyrir stórar sambyggingar flutta með tilliti til þess að vart yrði Þýzka sýningin í gær var opnuð sýning á þýzkum listiðnaði í Listamanna- skálanum. Við opnunina flutti Dr. Kurt Oppler, sendiherra Vestur-Þýzkalands, óvarp og af- henti jafnframt að gjöf tvær ljósmyndafilmur sem teknar hafa verið af skjölum varðandi ísland frá Hansatímabilinu og geymd eru í Hamborg, Bremen, Liibeck og víðar. Menntamála- ráðherra tók við gjöf þessari. t>á afhenti Oppler forseta Rauða Kross íslands þakkarbréf frá Heuss forseta V-Þýzkalands. Fyrr um daginn hafði sendi- herrann afhent höggmynd sem gjöf til íslenzku þjóðarinnar frá Sambandslýðveldi Þýzkalands. Veitti forseti íslands gjöfinni viðtöku og þakkaði með ræðu. Halldór Laxness Framhald af 1. síðu. Þá skýrði hann frá því, að fyrsta upplagið af Gerplu (4000 eintök) sem út kom í Svíþjóð í haust, hefði fljótlega selzt upp og hefði þegar verið prent- að annað eins. Æfingar standa nú yfir á Silfurtúnglinu á leikhúsum í Osló, Helsingfors og Moskva, og má búast við að sýningar hefjist á þvi í þessum borgum áður en langt líður. Skáldsaga eða leikrit Halldór dvelst nú á gistihúsi í Fredensborg, litlu þorpi á Norður-Sjálandi, ekki ýkja langt frá Kaupmannahöfn. Þar er sagt að hann hafi skrifað fyrstu þrjá kapítula Gerplu og hann segist vona að hann fái þar frið til að vinna að meiri háttar skáldverki: — Ég er að ná tökum á því í huganum, en hvort það verður skáldsaga eða leikrit get ég enn ekki sagt. sívaxandi áhuga manna fyrir slíkum byggingum, í stað þess að áður hefðu flestir viljað fá einbýlislóðir. Kvaðst hann von- ast til þess að allir bæjarfull- trúar gætu orðið sammála um tillögu þá er hann flytti. Jóhann Hafstein brá við fast og kvaðst lítið sjá unnið við slíka tillögu því víðsvegar um bæinn væru ætlaðar lóðir undir stórar sambyggingar, og væru nokkrar slíkar þegar i smíðum. Væri ekkert aðalatriði, síður en svo, að skipuleggja sambygg- ingar í hverfum. Virtist hann umfram allt viija koma í veg fyrir ’að slík tillaga væri sam- þykkt. Bendir það óneitanlega til þess að Ihaldið sé orðið þreytt á stefnu sinni um enda- lausa útþenslu bæjarins, og mun íhaldið ætla að stinga til- lögu þessari undir stól, máske aðeins í einn mánuð eða svo og flytja hana svo sem sína tillögu!! Lagði Jóhann til að tillögunni yrði vísað til bæjar- ráðs. Var það samþykkt með 8 atkv. íhaldsins gegn 5 atkv. sósíalista og hinna flokkanna. þlÓÐVlLIINN Laugardagur 4. desember 1954 — 19. árg. 277. tölublað Ollenhauer hvetur enn til somninga Segir viðhozfið hafa breytzt eftiz Moskvaráðstefnuna Ollenhauer, leiðtogi vesturþýzkra sósíaldemokrata, í- trekaði í gær kröfu sína um að tafarlaust verði hafnir samningar við sovétstjórnina um framtíð Þýzkalands. Þetta gerði hann í ræðu, sem hann flutti á flokksfundi sósíal- demókrata í Vestur-Berlín. Hann sagði að sjálf framtið þýzku þjóðarinnar væri í húfi, ef samningar tækjust ekki milli stórveldanna um friðsamlega sameiningu þýzku landshlutanna. Hann kvaðst álíta, að Parísar- samningarnir ■ um hervæðingu Vestur-Þýzkalands myndu koma í veg fyrir sameiningu landsins um ófyrirsjáanlega framtíð, ef þeir yrðu fullgiltir, og hann Démsforsetmn var í miklum metum hjá nazistum Réttarhöldín gegn Kommúmstaflokki Þýzkalands hafin i Karlsruhe Einn verjandinn í málinu, sem Bonnstjómin hefur höfð- að fyrir stjórnlagadómstólum í KarlsVuhe gegn Kommún- istaflokki Vestur-Þýzkalands, dr. Kaul, krafðist þess í upphafi réttarhaldanna að dómsforseti viki úr sæti sínu, þar sem hann væri ekki óvilhallur. Dr. Kaul ljóstraði þvi upp, að dómsforsetinn, dr. Joseph Wintrich, hefði verið þægur nazistum á sínum tíma og því væri ástæða til að efast um að hann myndi vera óvilhallur í þessu máli. „Enginn vafi um naz- isma hans.“ Dr. Kaul sýndi fram á, að árið 1940 hefði dómsmálaráðu- neyti Hitlers mælt með því að Joseph Wintrich yrði hækk- aður í tign þar sem ,, engin á- stæða væri til að efast um naz- íska stjórnmálaafstöðu hans og héraðsstjórn nazistaflokksins í Bæjaralandi væri ekki í nokkr- um efa um að í stjórnmálum megi reiða sig á hann.“ Þessari kröfu verjandanna var hafnað og rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að ástæðu laust væri að efast um óhlut- drægni Wintrichs ,,þar sem hann teldi sjálfur að hann hefði enga ósanngjarna for- dóma í garð kommúnista". Verjandi Dimitroffs í Karlsrulie Verjendur kommúnistaflokks- ins hafa boðið nokkrum er- lendum lögmönnum að vera viðstaddir réttarhöldin. Meðal þeirra eru hollerizki lögfræðing- urinn Proper van Haarlem og hinn frægi franski lögmaður Marcel Willard, sem verið hefur skrifstofustjóri franska dóms- málaráðuneytisins. Willard var einn af verjend- um Dimitroffs í réttarhöldun- um í Leipzig árið 1933. í gœr barst sú jrétt frá Karlsruhe að stjórnlagadóm- stóllinn hefði vísað 'frá máli því, sem höfðað var gegn Werner Naumann og fleiri nazistum. Sjá 9. síðu. sagðist vara eindregið við þeirri skoðun, er talsmenn Bonnstjórn- arinnar hafa látið í ljós, að ekk- ert það hafi gerzt á ráðstefnu Austur-Evrópuríkjanna i Moskva sem réttlæti að þetta mál yrði tekið til nýrrar athugunar. Moskvaráðstefnan hefði þvert á móti sýnt og sannað, að full- gilding Parísarsamninganna myndi torvelda samkomulag um þýzka vandamálið og verða þann- ig til að auka mjög stríðshætt- una. Báta saknað Fimm frönsk fiskiskip, sem voru að veiðum undan suðvest- urströnd Englands, þegar óveðr- ið mikla skall á í síðustu viku, eru enn ekki komin fram og hollenzks smáskips sem var á sömu slóðum er einnig saknað. Er óttazt að skipin hafi farizt, en þeirra er þó leitað enn. Páfa líður skár Tilkynnt var í Páfagarði í gær, að líðan Píusar páfa tólfta hefði heldur skánað, en ekki er hann úr állri hættu. Beðið er fyrir lífi hans í gervallri ka- þólsku. Heiftarleg árás á frönsku stjómina útaf Didesmálinu Einn af þingmönnum gaullista kallar innanrlkisráSherrann landráSamann Allt komst í uppnám á franska þinginu í gær, þegar einn af þingmönnum gaullista veittist að Mendes-France og Mitterrand innanríkisráðherra og kallaði þann síðar nefnda landráðamann. Þingið hóf í gær að ræða njósnamálið, sem kennt er við Dides lögregluíoringja og var einn af þingmönnum óháðra gaullista fyrsti ræðumaður. Heiftarleg árás á Mendes-France Hann hóf ræðu sina með heift- arlegri árás á Mendes-France og sagði m. a. að svikarar heima fyrir bæru ábyrgð á óförum franska hersins i Indó Kina, og hvíldi mesta ábyrgðin á herðum Mendes-France. Þá sagði hann, að Mitterr- and núverandi innanrikisráð- herra hefði sagt sig úr st.iórn Laniels á sínurn tíma, vegna þess að Auriol þáverandi for- seti hefði sagt á ríkisráðsfundi sköinmu áður, að svikari væri i hópi þeirra sem fund- inn sætu. ý- ; s- : " D’ules lögreghiforingi Við þessi ummæli varð mikið uppnám í þingsalnum og heyrð- ist ekki mannsins mál. Var gert fundarhlé um stund, en að þvi loknu reis Bidault úr sæti sínu og varði Mitterrand; sagði • að ágreiningur um stefnu stjómar Laniels í málum Norður-Afríku hefði verið orsök þess að Mitt- errand sagði af sér. Dides blekkti stjórnina Mitterrand talaði síðan sjálfur og gaf hann þinginu skýrshi um Didesmálið. í gærkvöld höfðu ekki enn borizt nákvæmar frétt- ir af þessari skýrslu, en Mitterr- and skýrði þinginu m. a. frá því, að Dides lögregluforingi hefði gefið stjórninni alrangar upplýsingar i upphafi rannsókn- ar málsins. Skrifstofa ÆFlt er opin í dag frá kl. 1—10 e. h. og á morgun frá kl. 1—12 á mið- nætti. Félagar og aðrir eru beðnir að geva skil fyrir Þjóð- viljahappdrættið. 18 vinningar í happdrœffinu eru heimilisvélar fró Véla- oq raffœkiaverzl uninni í Bankasfrœfi - Verðmœti kr. 3o.ooo.oo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.