Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 4. desember 1954 Framvarp um Gagnfræðaskóla verkalýðssamtakanna á þlngi Hsnnibal Valdimarsson flytur á Alþingi frumvarp um aðeins ein leið fær: Bætt lífs- GagnfræSaskóla verkalýðssamtakanna, og er því ætlaö aö verða nýr kafli í lögunum um gagnfræSaskólanám. Er iagt til að einn af skólum þessa fræðslustigs verði Gagn- fræðaskóli verkalýðssamtakanna. Skal hann starfa sex mánuði að velrinum, frá 1. nóv. til 1. maí ár hvert. Á sumrin getur skólinn haft styttri eða lengri námskeið til hvatningar og fræðslu og fer kennslan þá aðallega fram í fyr- irlestrum og frjálslegu náms- hópastarfi. Aðalnámsgreinar vetrarskólans eru íslenzk tunga, íslenzkar bók- menntir, fslandssaga, einkum saga og þróun atvinnuveganna, þjóðfélagsfræði, hagfræði, al- þjóðamálið esperanto, enska og eitt Norðurlandamál. Auk þessara aðalnámsgreina skal Gagnfræðaskóli verkalýðs- samtakanna veita ýtarlega fræðslu um sögu, stjórn og starf verkalýðsfélaga, samvinnufélaga og samtaka atvinnurekenda. Einnig skal skólinn kynna nem- endum rækilega meginatriði ís- lenzkrar félagsmálalöggjafar, sérstaklega vinnulöggjöfina. Þá skal í öllu starfi skólans brýna ræki,lega fyrir nemendum skyldr ur þegnanna og réttindi í lýð- ræðisþjóðfélagi. Kenna skal fundarreglur og fundarstjórn og leiðbeina nem- endum í að setja fram skipulega hugsanir sínar í ræðuformi. Kennslan fari að nokkru fram í fyrirlestrum. Söngur skal iðkað- ur daglega í nánum tengslum við alla kennslu og starfsemi skólans, Yfirstjórn skólans skipar fimm manna nefnd er stjórn Alþýðu- sambands fslands kýs. Ræður hún skólastjóra og kennara. í greinargerð segir flutnings- maður m. a.: ,,Hugmyndin um sérskóla fvrir verkalýðshreyfinguna mun vafalaust. koma einhverj- um ókunnug’efra fvrir í fyrstu. Ef til vill kann sumum að finnast slíkt vera blátt áfram f jarstæðukennd huggnynd. En ef svo fer, er- því aðeins um að kenna, að við höfum í þessu efni dregizt lav,'Tt aftur úr öðr- um menninaarhjóðum. Dönsk verkalýðshreyfing hefur t. d. alliengi átt aðgang að tveim- ur s'íkum skólum, sem að ejálfsögðu em kostaðir af rík- inu eins og aðrir skólar. Þetta eru lýðháskóiarnir í Hróars- keldu og Esbjerg. Hliðstæðir skóiar eru einni'g í Noregi og Sviþjóð. Em heir ávallt yfir- fullir og þvk.ia vera hinar gagnlegustu menningarstofnan- ir fvrir félagsfólk verkalýðs- samtakanna og sérstaklega fyr- ir trúnaðarmenn þeirra og for- ustuménn. 1 þessum löndum er löngu viðurkennt, að slíkt skólahald sé ekkert sérmál verkalýðs- stéttarinnar út af fyrir sig, heldur sé slík fræðslustarfsemi eðlilegur og þýðingarmikill þáttur í skólakerfi þjóðarinnar. Nú mæla öll rök með því, að ríkið sjálft viðurkenni og kosti kjör, aukið öryggi og víðtæk þekking alþýðustéttanna á þjóðfélagsmálum. Eins og skýrt kemur fram er skólanum ætlað að haga námsgreinavali og kennslutil- skóla verkalýðssamtakanna á högun með svipuðum hætti og sama hátt og bændaskólar, hús- mæðraskólar og aðrir skólar fá- mennari vinnustétta (matsvein- ar, vélstjórar o. s. frv.) eru að meira eða minna leyti kostaðir af ríkisfé. Eða hvers ætti fjöl- mennasta stétt þjóðfélagsiiis að gjalda, ef það teldist goðgá að halda uppi myndarlegum skóla henni til fræðslu og menntun- ar? Sú skoðun ryðúr sér æ meir til rúms í heiminum, að lýð- ræðið eigi allt sitt undir al-. mennri þekkingu og menntun þegnanna, einkanlega staðgóðri þekkingu í þjóðfélagsmálum. Vitrustu menn hafa þegar gef- ið upp vonina um, að ofstæki og einræði verði nokkurn tíma útrýmt með þvingunarlöggjöf eða fangelsunum. Til þess sé gefiö hefur góða raun í sams konar skólum verkalýðssam- takarma á ' Norðurlöndum. Er allt við það miðað, að trúnað- armenn verkalýðsfélaganna á vinnustöðvum og forustumenn félaganna eigi þess kost að afla sér þar praktískrar þekkingar á félagsstörfum. Þess vegna er áherzlan lögð á íslenzku, sögii, hagfræði, félagsfræði og hag- nýtt tungumálanám. Skiptir það þjóðfélagið miklu, að starfsmenn verkalýðssam- takanna séu sem allra bezt und- ir þann trúnað búnir, sem þeim er falinn í fjölmennustu og voldugustu samtökum þjóð- félagsins. Þess vegna ber að leysa" skólamál verkalýðssam- takanna með almennri laga- setningu.“ Þegar „dellur" leysast úr læðingi — Draumur upp á stærsta vinninginn — „Barnakarl'' um hljóm- plötur SENNILEGA búa allir í hjarta sínu yfir smádellu. Stundum fær enginn nokkurn tíma að vita hver sú della er, hún bíður síns tíma og fær ef til vill aldrei tækifæri til að komast upp á yfirborðið. En svo gerist eitthvað sem leysir delluna úr iæðingi og maður getur ekki leynt henni lengur. Og svona hefur það verið með mína dellu. Hún er nú komin upp á yfirborðið og tilgangslaust fyr- ir mig að sverja hana af mér. Það afræðst í kvöld hvort hún leggst í dvala að nýju eða fær byr undir báða vængi. Því að ykkur að segja er ég með dá- litla happdrættisdellu. Síðon ég fékk forláta rottugildru í tombóluhappdrætti fyrir mörg- um árum, hef ég haft lúmskan grun um að ég ætti einhvern tíma eftir að fá stóra vinning- inn. Og í heilan mánuð hefur dularfull rödd hvíslað að mér í tíma og ótima að ég mundi fá stærsta vinninginn í happdrætti Þjóðviljans, sem sé 20 þúsund króna húsgagnavinning. — En fyrir nokkrúm dögum hitti ég mann sem var jafnviss um að hann ætti að fá þennan vinn- ing, hafði meira að segja draum upp á það. En ég hafði engan draum, aðeins gömlu delluna mína og nú mun næsti sólar- hringur leiða úrslitin í ljós. En þótt stærsti vinningurinn falli í annars hendur eru samt eftir 99 vinningar sem hver um sig eru miklu meira virði en rottu- gildran sem kom dellunni af stað í upphafi. Síðustu póstferðir fyrir jól Jólin nálgast og jólapósturinn því kominn á dagskrá, en til þess að geta treyst því að jólapósturinn komist á ákvöröunarstað á réttum tíma þurfa menn að koma hon- um til flutnings í tæka tíð. SVO KEMUR HÉR bréf frá á- hyggjulausum „Barnakarli": Þegar ég las grein „X“ í bæj- arpóstinum á sunnudag var öll- um mínum jólagjafaáhyggjum aflétt. Ég afréð þegar að kaupa grammófónplötur handa krökk- unum. Það er að vísu nokkuð erfitt verk að velja sígildar plötur handa æskufólki nú á tímum, áhugi þess virðist takmarkaður við jass. Þetta æskufólk athug ar ekki að mörg dægurlög og jasslög eru stolin úr sígildum verkum. Ég valdi samt nokkrar plötur hjá Máli og menningu, ,sem ég held að hljóti að falla æsku- fólki vel í geð. Ég valdi fyrst og fremst þær plötur, sem eru fjörugar og taktfastar t. d. Polonaise eftir Chopin, leikið af Gílels, Ungversk Rapsodia nr. 2 eftir Liszt, leikin af Sinfóníu- hljómsveit Moskvaútvarpsins, Fantasia við tema úr „Carmen“ (Bizet-Sarasate) leikið á fiðlu af Leonid Kogan með Sinfóníu- hljómsveit Moskvaútvarpsins. „Hér á eftir fer yfirlit, hve- nær síðustu ferðir fyrir jól verða frá Reykjavík til útlanda og út um land, eftir því sem bezt verður vitað, en þess ber að gæta, að margar ferðir, þótt áætlaðar séu (einkum ferðir sérleyfisbifreiða og áætlaðar flugferðir), geta fallið niður, eða þeim seinkað, vegna ófærð- ar og stirðrar verðáttu. Þess vegna er áríðandi, að jólapósti út um land sé skilað tímalega til flutnings, svo hann nái eins og til er ætlazt. I. Póstferðir til útlanda Skipaferðir: 6. des. Katla til Kaupmanna- hafnar; 10. des. Brúarfoss til Hull og Hamborgar; 16. des. Dr. Alexandrine til Kaup- mannahafnar. Til Ameríku er síðasta ferð Hljómleikar og listdans í Þjóð- leikhúsinu Hljómsveit hernámsliðsins efnir á mánudag til hljómleika í Þjóðleikhúsinu til styrktar barnaspítalasjóði Hrihgsins. Verða þetta síðustu hljómleik- ar hljómsveitarinnar. Að þessu sinni leikur hljóm- sveitin ekki jasslög, heldur létta nútímatónlist. Eitt veigamesta viðfangsefnið verður samt úr hinni klassísku tónlist, konsert fyrir slíðurhorn og hljómsveit, eftir Rimsky-Korsakoff. Baritónsöngvari, John Peck, Jr., að nafni, kemur að þessu sinni fram og syngur einsöngs- lög úr þekktum nútímasöngleikj- um, en píanóleikari hljómsveit- arinnar, Richard Jensen, leikur einleik á píanó. Á milli atriðanna sýna ein- dansarar Þjóðleikhússins Erik Bidsted ballettmeistari, frú Lisa Kæregaard, kona hans, og Paul von Brockdorff, ballettatriði, sem Bidsted hefur samið um tón- list úr óperunni „La Gioconda“ eftir Amilcare Ponchielli. Lenio Kogan hlaut 1. verðlaun fyrir fiðluleik í alþjóðakeppni í Brussel í hitteðfyrra. Þá eru einnig Campanella eftir Paga- nini leikið á fiðlu af Sitkovet- sky og Adagio og Sverðdans úr ballettinum- Gayane eftir Kat- sjaturian, leikið af Leoníd Kogan. Auk þessa gaf ég sjálfum mér Sinfoníu nr. 1 eftir Shosta- kovitch og Sinfóníu nr. 3 (Ero- ica) og Sinfóníu nr. 5 eftir Beethoven. Ég held að öll fjölskyldan verði ánægð með þessar plötur á jólunum. Ég þakka Máli og menningu framtakið og.vona að það takist að búa plötudeildinni betri aðstæður síðar. Barnakari. fyrir jól 10. des. með Trölla- fossi. Síðustu flugpóstferðir til útlanda: .Frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar 18. des.; Til Prestwick, London 20. des.; Til Stavanger 19. des.; til New York 19. des. Frá Keflavík; Til Prestwick, Oslo, Stock- hólm, Helsinki 18. des.; Til New York 19. des. Athygli póstsendanda, sem ætla að senda jólaböggla til útlanda, skal vakin á því, að útflutningsleyfi þarf fyrir öll- um varningi, sem sendur er, nema bókum og blöðum. Um útflutningsleyfi ber að sækja til innflutningsskrifstofunnar, Skólavörðustíg 12, sími 7720, og eru þau afgreidd daglega kl. 10—12 og 13—15, nema laugardaga 10—12. II. Póstferðir innanlands. Skipaferðir: 11. des. Skjaldbreið til Breiðafjarðarhafna. 13. des. Reykjafoss vestur um til Ak- ureyrar.. 15. des. Herðubreið austur um land til Bakkafjarð- ar. 15. des. Hekla austur um til Akureyrar. 16. des. Skjald- breið vestur um til Akureyrar. 17. des. Skaftfellingur til Vest- mannaeyja. 18. des. Esja til Akureyrar. 20. des. Gullfoss til Akureyrar. Sérleyfisferðir: Síðustu ferðir með sérleyf- isbifreiðum fyrir jól, sem hægt verður að senda jólapóst með til dreifingar um héruðin og í kauptúnin, eru sem hér segir: 1. Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyj- arsýslur: Síðustu ferðir út um héruðin verða 14. og 21. des. frá Reykjavík. Hvammstangi, Blönduós. Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Húsavík: Síðasta ferð frá Reykjavík 21. desember. 2. Dalasýsla og Austur-Barða- strandarsýsla: Síðasta ferð frá Reykjavík 21. desember . 3. Strandasýsla: Síðustu ferð- ir frá Reykjavík 14. og 21. desember. 4. Snæfellness- og Hnappa- dalssýsla: Síðustu ferðir út um héraðið 17. og 21. des. frá Reykjavík. Stykkishólmur og Ólafsvík: Síðasta ferð frá Reykjavík 21. desember. 5. Vestur-Barðastrandarsýsla: Síðasta ferð frá Reykjavík 17. desember. 6. Mýra- og Borgarfjarðar- sýsla: Síðasta ferð út um hér- aðið fer frá Reykjavík 22. des- ember. 7. Akranes og nærsveitir: Síð- asta ferð frá Reykjavík 22. desember. 8. Vestur-Skaftafellssýsla: Síð- asta ferð til Víkur 22. desem- ber. Síðasta ferð til Kirkju- ibæjarklausturs 21. desember. Þai enx 100 vinnixtgar í hoppdrætti Þjóðvilfans DREGIÐ í KVÖLD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.