Þjóðviljinn - 22.12.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.12.1954, Blaðsíða 10
 10) _ ÞJÓÐVILJINN — MiÖvikudagur 22. desember 1954 Erich Maria REMARQUE: Að eiska ... •.. og deyja 12. dagur . ......... ’?.«! Nt - M '* M ;..í* %** V.*- ' ormanna verðum við um aldir hinir gæzkufullu guðir alsnægtanna. Hann sneri sér undan. Það voru þegar of margir dauð- ir. Fyi-st hinir; einkum hinir — en svo fór dauðinn að grípa æ meira inn í raðir þeirra sjálfra. Það varð að ' endurskipuleggja herdeildina hvað eftir annað; fleiri og fleiri af gömlu félögunum höfðu horfið úr sögunni og nú voru aðeins örfáir eftir. Af fyrstu vinum hans var aðeins einn eftir — Fresenburg, foringi í fjórðu ' sveit. Hinir voru dauðir, fluttir anna,ð eða í sjúkrahúsi eða í Þýzkalandi ófærir til herþjónustu, ef heppnin hafði verið með þeim. Áður hafði verið litið á það öðr- xun augum. Og þá hafði þaö líka verið kallað öðru nafni. Hann heyrði fótatak Sauers og sá hann koma í áttina til sín. „Hefur nokkuð komið fyrir?“ spurði hann. „Ekki neitt. Ég þóttist heyra eitthvað áðan. En það voru bara rotturnar í gryfjunni, þar sem dauðu Rúss- arnir liggja.“ ' Sauer leit á hrúguna sem skæruliðamir lágu undir. „Þeir fengu þó gröf a(ð minnsta kosti.“ „Já, en þeir þurftu að grafa hana sjálfir.“ Sauer spýtti. „Það er næstum hægt að skilja þá, skinnin. Þetta er þó þeirra föðurland sem við erum aö eyðileggja.“ Gráber leit á hann. Á næturnar hugsaði maður öðru vísi en á dalginn, en Sauer var gamall hermaður og ekki sérlega tilfinninganæmur. „Hvernig datt þér þetta í hug?“ spurði hann. „Er það vegna þess að við erum á undanhaldi?" „Auðvitað. Hugsaðu þér ef þeir færu eins að við okkur.“ Gráber þagði andartak. Ég er engu betri en hann, hugsáði hann. Ég þaggaði niður hugmyndina eins lengi og ég gat. „Það er skrýtið hvað maöur fer að skilja áðra betur, þegar maður er sjálfur kominn í klípu,“ sagði hann loks. „Meöan allt gengur að óskum hugsar mað- ur ekki um neitt slíkt.“ „Auðvitað ekki. Þaíð vita allir.“ „Já. En þaö ber ekki sálarlífinu fagurt vitni.“ „Sálarlífinu? Hverju máli skiptir sálarlíf, þegar höf- uð manns er í veði?“ Sauer leit á Gráber með blöndu af undrun og gremju í svipnum. „Það sem ykkur menntamönnunum dettur í hug! Við tveir eigum ekki sök á stríðinu og berum enga ábyrgð á því. Við gerum aðeins skyldu okkar. Og skipanir eru skipanir. Ertu ekki sammál^?“ „Jú,“ svaraði Gráber þreytulega. Skotdrunurnar köfnuðu fljótlega í gráum ullarflók- um víðáttumikils himins. Krákurnar á veggjunum flugu ekki einu sinni upp. Þær svöruðu einungis með garg- andi hrópum sem virtust háværari en skotin. Þær voru orðnar ýmsu vanar. Segldúkarnir þrír sukku niður í snjóboltann. Dúk- urinn utanum andlitsláusa manninn hafði verið saum- aður saman. Reicke lá í miðið. Rifna stígvélið með fót- leifunum á hafði verið sett á sinn stað. En meðan verið var að bera hann frá kirkjunni hafði það hnikast til og hékk nú niður. Enginn vildi færa það til. Það var eins og Reicke væri að reyna að grafa sig dýpra niður í snjó- inn 1 ) Þeir mokuðu blautum moldarkögglunum niður í gröf- ina. Þegar hún var full, gekk dálítil moldarhrúga af. Múcke leit á Muller. „Eigum við að þjappá hana niður?“ „Hvað þá?“ „Þjappa hana niður, herra. Gröfina. Þá‘getum við komið allri moldinni niður og sett nokkra steina ofaná hana. Vegna úlfanna og refanna“. „Þeir koma ekki hingað. Gröfin er nógu djúp. Og auk þess —“ Múller gerði ráð fyrir að tófm'nar og úlfamir ' hefðu nóg að éta án þess aö þúrfa að leita ofaní grafir „Þvættirígur“, sagði hánrí. „Hvernig datt þér það í hug?“ „Það hefur komið fyrir“. Múcke starði undrandi á Múller. Einn beinasninn 1 viðbót, hugsaði hann . Alltaf verða rangir menn liðs- foringjar, en réttu mennirnir eru drepnir. Til dæmis Reicke. Múller hristi höfuðið. „Gerið haug úr því sem eftir er“, skipaði hann. „Það er viðeigandi. Og setjið krossinn við endann“. Múller skipaði flokknum að standa rétt og ganga af stað. Hann hrópaði skipanir sínar hærra en nauðsyn- legt var. Hann hafði alltaf hugboð um að eldri mennirn- ir tækju hann ekki alvarlega. Og þeir gerðu þaö ekki heldur. Sauer, Immermann og Gráber mokuðu því sem eftir var af moldinni í haug. „Krossinn stendur ekki lengi“, sagði Sauer. „Jarðvegurinn er of mjúkurí'. „Auðvitað“. OL%MJ OC CAMÞM Þegar Benjamín Franklín var drengur leiddist honum oft hve borðbænir föður hans voru langar. Eitt sinn kom hann þar að sem verið var að salta kjöt til vetrarins niður í tunnu. Um kvöldið sagði hann við föður sinn: Það mundi spara mikinn tima ef þú læsir yfir tunnunni i eitt skipti fyrir öll. Jólatrés- fagnaður Sambands matreiðslu og framreiðslumanna verður haldinn að Hótel Borg mánudaginn 27. des. Aðgöngumiðar verða afhentir að Hótel Borg við suðurgafnginn miðvikudaginn 22. des. og fimmtudaginn 23. des. milli kl. 4 og 6 e.h. gegn framvísun félagsskírteina. Skemmtinefndin Það er sagt að borðbæn Crom- wells gamla hafi verið á þessa leið — og varla þótt of löng: Sumt fólk hefur fæði en enga matarlyst, aðrir hafa næga matarlyst en ekkert fæði. Eg hef hvorttveggja, guði sé lof og þökk. 0=5Sffi=a Mesta bókabrenna fortímans var haldin í Alexandríu í Eg- yptalandi, er 700 þúsund hand ritum í bókasafninu var varp- að á bál. Ómar kalífi studdi ákvörðun sína þessum rök- um: Annaðhvort eru þessi rit í samræmi við kóraninn, og þá er þeirra ekki þörf, eða þau eru í ósamræmi við hann, og þá eru þau skaðleg — látum. oss því brenna þau. f£g£uggat/cét EDWIN ARNASON LINDAROÖTU 25 SÍMI 3743 ,* •. , -ll Novia-skyrtan er vönduð að allri gerð. Ailar verzlanir. sem selja góðar vörur selja Novia-skyrtuna ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■! >■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■>*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■W' Hringið í síma 5055 Við sendum yður bókina heim •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■I Bókabúð Máls og menningar, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 21 — SÍMl 5055.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.