Þjóðviljinn - 22.12.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1954, Blaðsíða 4
4) __ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 22. desember 1954 Því nœr sem dregur jólum, því lieira er það, sem truflar og því slitróttara er hlustað á útvaipið, og mætti því vera, að i:;m hjá færu merk atriði -og u .dalsverð. Fyrsti og síðasti dagui viku.nnar voru enn, sem ofta;- mjög ánægjulegir. Leik- -rit Þjóðleikhússins, „Topaz“, v.-i . lutt á sunnudagskvöldið, og beir, sem kynntust þessum leik nú í fyrsta sinn, skilja mæia vel, hve margar eru orðn- ar sýningarnar, og er þó sizt að efa, að mikils er misst við það að hafa ekki fyrir augum sér hina ágætu leikara sem flytja verkið. Þótt hér sé um útlent skáldrit að ræða og upp- run þess leyni sér á engan hátt þá er ádeila þess svo alþjóðleg í eðli sínu, að íslendingar geta fulk^-rlega notið hennar sem stæ’-1'"ðrar myndar úr eigin þjóðlífi. Á ..ógum hins mikla bóka- flóðs á jólamarkaðinn hefur útvarpið mikið og fjölbreytt nýmeti fram að færa. Maður hefur heyrt mikið látið af upp- lestri á ljóðum ungra skálda á fimmtudagskvöldið. Að bví er virðist er þar um eitthvað ann- að að ræða en það, er hin prentaða dagskrá vikunnar ger- ir ráð fvrir. Eftir hádegi á sunnudaginn var enginn upp- lestur nýrra bókmennta, svo sem verið hafði undanfarna sunnudaga, bví að þá- skipaði það rúm hin hátíðlega minning fimmtíu ára afmælis rafmagns- ins á íslandi. Sú fimmtiu ára saga rafmagnsins, sem rakin var í dagskrá afmælisins, er hin gagnmerkasta frá upphafi til þessa dags og einn glæsileg- asti þátturinn í sögu landsins. Er.í því sambandi vart hægt að dá eitt öðru meir: áræði og framsýni brautryðjandans, end- urminningar gamla gæzlu- mannsíns, hinar fáorðu, skýru og stórhuga framtíðaróætlanlr raforkumálastjóra. En nýju bókmenntimar feng- um við á laugardagskvöldið. Vilhjálmur Þ. Gíslason las upp úr safni íslenzkra ræðna með fagurlegasta og áhrifaríkasta hátíðleika, sem hann hefur til að bera, og er þá mikið sagt. Þegar ræður okkar djúpúðgustu og kjarnyrtustu forfeðra eru fluttar af hátíðleika Vilhjálms, þá skyldi engan undra, þótt sviplítil virðist verk kornungra manna, er á eftir koma. — En upplestur ungu höfundanna var hinn ánægjulegasti og ekki SIND fiá Söngfélagi veihalýðsfélagamra í Heykjavík Söngfélag verkalýðsfélaganna í Reykjavík hef- ur ákveðið að fjölga allmikið söngfólki í tilefni af 5 ára afmæli kórsins síðari hlutal vetrar. Heitir því stjórn félagsins á sönghneigt alþýðufólk, sem áhuga hefur fyrir starfi þess, að gefa sig fram við söngstjórann, Sigursvein D. Kristinsson, Grettis- götu 64 (sími 82246), fyrir næstu áramót. FUNI MARGSKONAR KERAMIK Heildsrila Silfurteig 4 f Ljösvallagötu 32 Áðajútsölur | Reykj'avík: f \ Blómaverzlunin Flóra ^Baðstola Ferðaskrifstofunnar Hainarfiö^ðurj Blojjnaveralunin Sóley á verksmiðjuverði M ý/' «*•*£ • •L-. fý;. Vegglampar Borðlampar Ljósakrónur o.m.íl. Údýrai jólagjafii — nvisamai jólagiafii Málmiðjan h.f. Bankastræti 7, sími 7777. mundi svo stór hópiir ungra manna hafa komið rösklegar fram á mínum ungdómsárum, og margt er líkt og var i þá daga: innhverf æska, angur- vært draumlyndi. íþróttaregl- urnar eru ekki eins strangar og fyrrum og auðveldara að forð- ast lýti í formi, og i fyrri daga mundi meira hafa komið fram í og með af viðleitni til kjarna- hugsana, sem hefðu þá ef til vill ruðzt fram á kostnað Ijóð- rænna krafa. Af höfundum þeim, er fram komu, vakti Ásta Sigurðardóttir mest at- hygli mína. Eg held það hafi ekki verið fyrir þá sök eina, að áður hafði ég lesið ágæta smásögu eftir hana: í hvaða vagni? Hér virðist vera skáld, sem býr yfir djúpum tilfinning- um með glóandi skáldneista í barrni. Erindi vikunnar voru að hætti og sízt fyrir neðan með- allag. Einar Ól. Sveinsson er samur og jafn með Njálu, og það er ekkert annað en eðli- legur gangur málsins að eftir því sem meira er um það á- gæta listaverk rætt, því færri verði nýmælin. — Björn Th. Björnsson er samur við sig um fjölbreytni, og þá þykir sumum hann vera kostaríkastur, þegar hann fjallar um hin fornu verk okkar þjóðar í listum, sem okkur hafði sézt yfir að til hefðu ver- ið, af þvi að þær voru í svo innilegum tengslum við daglegt líf, sem að öðru leyti var svo átakanlega fátæklegt. Erindi Óskars Magnúsonar um áhrif fljótanna á heims- menninguna hafa verið fræð- ■andi í bezta lagi og gagnmennt- andi í sagnfræðilegum efnum. íslenzkt mál og Náttúrlegir hlutir eru þeir þættir, sem næst eru öruggleika um að bregðast ekki og fjærst var það að þessu sinni í meðförum Bjama Vil- hjálmsonar og Geirs Gígju. En merkast alls sem vikan færði til sálfræðilegra íhugana var þátturinn um daginn og veginn, enda var hann fluttur að þeim sálfræðingi þjóðarinn- ar, sem nafnkunnastur er og ræmdastur frá hljóðnema út- varpsins. Erindi hans var vel samið og skýrlega flutt. En merkast var frásaga hans af Austur-Skaftfellingnum, sem barmaði sér sáran yfir því, að nú ræddu menn ekki eins frjálslega og áður um skoðanir sínar, svo sem væru þeir hræddir við að láta þær í ljós. Þetta þótti sálfræðingnum skilj- anlega mjög alvarlegt mál, en það þótti mér furðulegast, að svo var sem honum kæmi þetta fyrirbæri mjög á óvart, og bendir það til þess, að sálfræð- ingur þessi eigi enn eftir að kanna ekki ómerkilega kima í sálarlífi sinnar þjóðar. Eftir lýsingu þesa fyrirbæris gat manni dottið í hug, að sjúkdóm- ur þessi mundi vera runninn frá Rússum og hefði þá fyrst numið land á sunnanverðum Austfjörðum. En ekki var sál- fræðingurinn með neinar slíkar getsakir, enda væri það ekki líklega til getið, þegar nánar er athugað, þar sem þessi hluti landsins er einn þeirra, sem ör- ugglegast er varinn af her- skörum hins vestræna frelsis. Jólablærinn og jólaannirnar gera það erfitt að sökkva sér niður í þetta alvarlega fyrir- bæri svo rækilega sem vert væri. En gjarnan vildi ég leggja eitthvað lítilsháttar af mörkum til að hjálpa sálfræðingnum til rannsóknar á því, og ekki held ég, að við þyrftum að fara alla leið til okkar ástkæru bernskustöðva til þeirra rann- sókna, heldur séu sömu fyrir- bæri á ekki lægra þróunarstigi að finna hvar sem er. Ef okk- ur væri kærkomnara að rann- saka okkar ágætu sveitunga en aðra, þá getum við fundið þá í Reykjavík, t. d. Rannveigu Þorsteinsdóttur, sem talaði líka í síðastliðinni viku og á þá leið sem væri rannsóknarvert í sam- bandi við nefnt fyrirbæri. G. Ben. Tjarnarcafé opnar aftur (yrir almenning eftir breytinguna á sölunum með á annan dag jóla. ★ Tvær hljómsveitir og söngvarar skemmta frá klukkan 9. - MATUB verður framreiddur frá kl. 6 til 9 fyrir þá, sem þess óska. MIÐAR afhentir í skiifstofunni 22. og 23. þessa mán- aðar kl. 2 til 4. Tjarnarcafé Austin bifreiðin Model 1955 ei komin, verður til sýnis næstn daga Garðar Gíslason h.f. ■••■••aMM«aMaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaBaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaBBBaaaaaBaaaaaaaaa PERMOPLAST MODEIING CUY Tilvalin jólagjöf fyrir börn og unglinga! LEIR í faUegum kössum með myndum og mótum til að móta eftirs Leikfang, sem þroskar og eykur ánægju hvers barns. LITASETT sem gerir öUum kleift að mála mynd. Myndin er teiknuð og litir tölusettir á léreftið. Þetta er dægradvöl, sem breiözt hefur um allan heim á pessu ári. Komið og skoðið áður en þér festið kaup á öðru MÁLARINN SÍMAR 1496 — 1498. miHMUIWMII

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.