Þjóðviljinn - 22.12.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.12.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN —(11 Bréf til Jóns Aðalsteins Framhald af 7. síðu. horfðu til lækningabóka og sjúkrahusa. Það skyldi þó ekki vera, að þarna hilli undir al- fræðinginn, hugsaði ég. Og hvað varð uppi á teningn- um!" Þú h'éfur reynzt merkilegur viðtals, líkt og læknirinn, um stjórnmál, ■ skáldskap og bók- menntir, sömuleiðis um heim- speki, dulræn fyrirbæri og al- þýðufræði, og skarað jafnvel fram úr lækninum í' næmi á spíritisma, ehda er rhér sagt, að þú sért bróðursonur prófess- ors Haralds Níelssonar, og hafð- ir efalaust upplag til mikilla' dulrænna af reka, en sá strengur í þér, sem liggur til Landsins helga mun hafa teygt þig til praktískári viðfangsefna. Máski *er það líka hann, sem hefjir átt nokurn þátt í að gera þig að þeim harðsvíraðasta raunsæismanni, sem ég hef þekkt, að sjálfum mér undan- skildum og kannski Brynjólfi. En það er hinn æðsti aðall í sál- argerð að sameina í sér hina postullegu gáfu og hið glap- lausa .raunsæi. Og þeir eigin- leikar hafa einkennt marga, sem átf hafa taugar austur til Eandsih's helga. Mætti ég nefna Márx-ög Zamenhof. Þetta ráunsæi þitt hefur ekki aðeins ..veitt þér viturlegan skilning á_meginmálum þessa heims, svo sem pólitík, skáld- skap, bókmenntum, heimspeki og. þjóðlífsfræðum, og aldrei hefur -þú haft svo mikið að gera, að þú þættist ekki hafa tíma tjl að hugsa út fyrir þetta litla petti. Það er heil sálubót að rekast á mann, sem ekki er svo upptekinn af að brjóta heil- ánn um eymd heimsins eða að segja skrýtlur á mannamótum, að hann hefur enga stund af- lögu til að renna huganum út fyrir þann sveifluhraða, sem vop sljóu augu sjá og var daufu eyjru heyra, og hefur sannan- lega miklu meiri þýðingu fyr- ir þennan heim og þetta líf en þrönghyggju okkar grunar, En þessi heimur, okkar litla jörð, verður þó að vera númer eitt, á meðan við erum hérna. Þitt miskunnarlausa raunsæi og þin opnun fyrir staðreyndum hefur einnig gefið þér getu til að vega og meta þær staðreynd- ir, sem lifa utan vors daglega heims, hin fáfræðilega kölluðu dulrænu fyrirbæri, og þar hof- um við orðið samferða út úr dimmum dal og dauðans skugga í fylgd með Brynjólfi og Birni Franzsyni, þrátt fyrir það, sem Marx og Engels sögðu um þessi efni á sínum tíma, þegar sál- rænar rannsóknir voru varla vaxnar úr grasi. Það er mér ævinlega mikil gleði að hitta menn, sem skilja xtt, því að þeir eru í sann- eika ;sagt fremur fáir í vorum f .............................. heimi. Ég veit þú skilur þetta og lætur ekki glepjast af þeim rógi Halldórs Stefánssonar, að mér sé ekki verri ógreiði gerð- ur en ef kunningi minn sann- færist um líf eftir líkamsdauð- ann. Og ég þarf víst ekki heldur að vara þig við þeim rökum hans fyrir þessum rógi, að ég hafi gengið vandvirknislega til verks í að reyta innan úr hon- um þá frjóanga til sarmfæring- ar um annað líf, sem þar voru byrjaðir að skjótá úpp kolíl, þegar hann hafði lesið hið mikla rit Fr. W. H. Myers, Den menn- eskelige personlighed, sem kunningi minn Halldór Kilján Laxness vildi ekki taka neitt mark á, af því að nafn Myers fannst ekki í dönsku leksikoni. Ég er alltaf að verða æ sann- færðari um það, að þekking á sambandinu milli okkar heims og annars heims, sem þó eru í raun og veru einn heimur, mundi valda gerbyltingu í lífi okkar hér á jörð, ekki aðeins í siðahugmyndum og breytni, heldur éngu síður á svo köll- uðum hagnýtuni ; sviðum. Ég efast ekki heldur um það, að slíka þekkingu er hægt að öðlast, ef penipgar fengjust til þéirra rannsókriá. Ef örlítið brot þeirra fjármuriá, sém riú er sóað til fyrirhugaðrar eyð- ingar mannkynsins, væri var- ið til leitar að því sem við tek- ur bak við elektrónurnar, þá yrði vissulega öðruvísi um að lit ast hér í heimi eftir nokkra ára- tugi en nú horfir. En ráðamenn þjóðanna og auðæfanna eru loftþétt lok- aðir fyrir slíkum sannindum. Og hvernig væri hægt að hugsa sér, að andlit eins og maður sér á öllum myndum af Aden- auer, Mendés-France, Churchill og Dulles hefðu áhugri á annars- heimsvísindum, hvað þá skugga- verurnar, sem standa á bak við þá og hafa tryggt þeim þokka- legan lífeyri? Þegar slík andlit. lyfta hugum sínum út fyrir þennan heim, hafna þeir ævin- lega í frumstæðum, afkáraleg- um og heimskulegum trúar- ímyndunum, sem eiga að ábyrgj- ast þeim himneskan fagnað eftir frammistöðuna hér í heimi. Slíkar fantasíur eru fyrir norð- an og neðan allar staðreyndir. Það veizt þú reyndar eins vel og ég. Þessir herrar eiga sína sérfræðinga í Vestur-Asíumál- um, Mfð-Asíumálum og Austur- Asíumálum. Ég held þeir hefðu gott af að bæta við sig sérfræð- ingum í „eilífðarmálum“ og þá einhverjum raunsærri þénurum en þekkingarlausum prestum og geðbiluðum heilagsandahoppur- um, áður en þeir leggja út í það ævintýri að afmá mannkynið af jörðinni. Út af þessum hugleiðingum hefði ég gjarnan viljað vikja nokkrum orðum að skyldu máli. Ég á við hinar furðulegu hug- myndir kirkju og vísinda um anda og efni. En til þess vinnst mér enginn tími. Prentsmiðjan bíður brandskuða eftir þessum línum. Ég hef verið að lesa bók Brynjólfs, Forn og ný vandamál. Ég held það sé fyrsta hugsun- arverk, sem ritað hefur verið hér á landi, síðan Brynjólfur frá Minna-Núpi skrifaði: Sögu hugsunar sinnar. Ég vildi að- eins benda þér á.þetta sem ef til vill væntánlegum tilvonandi. Ég sendi þér svo mínar beztu kveðjur ftteð þökkum fyfir liðnri daga og óskum um farsælustu framtíð, sem hugur minn á yfir að ráða. Svo slæ ég utan um seðlinn, sem kannski mætti líta á sem vonarbréf fyrir alfræði- embættinu. Þinn hlýtt til hugsandi: Þórbergur Þórðarson. ■ m i ! Fyrir karlmenn:; ! I Skyrtur Sokkar Bindi álafoss, Þingholtsstræti 2 Heimsþekkt gæðavara KRYSTALL POSTULÍN Handmálað af Svövu Þórhallsdóttur KERAMIK SILFURPLETT ARMBÖND EYRNALOKKAR HÁLSMEN N/ELUR o. fl. p OOC3C1 . Eí BEBBBD Klappars^ur Sími: 3445 Stjórn Norræna félagsins hefur ákveðið aö raöa framkvæmdastjóra til félagsins. Umsóknir sendist fyrir 7. janú- aír 1955 til gjaldkera félagsins, Arnheiðar JónscLóttur, Tjarnargötu 10 C, sími 4768, sem gefur nánari upplýsingar. Stjórnin. Odýru heimilistækln fást hjá okkur: Kæ!iskápart verð írá kr. 1990,00 Strauvéiar, verð kr. 1645,00 Þvottavélar, m.a. sem sjóða, verð írá kr. 1990,00. Straujárn, Vofflujárn, Hringofnar, Hárþurrkur, Rafmagnsofnar og margt fleira. HELGI MAGNÚSSON & CO. Hafnarstrœti 19 — Sími 3184. Hafiðhugann dregur. - Cóð unglingabók ÚTGEFANDI Gleðjið börnin með því að gefa þeim góðar bækur í jólagjöf — Góð barnabók er Leitin czð Ljúðmílu fögru

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.