Þjóðviljinn - 11.01.1955, Page 3

Þjóðviljinn - 11.01.1955, Page 3
Þriðjudagur ll.'janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Sogsvlrkjun hækkar orkuveri um 50% Gefur i skyn að enn frekari hœkkun geti orð/ð á nœstunni Eins og kunnugt er hækkaði íhaldsmeirihlutinn í Reykjavík rafmagnið mjög stórlega s.I. haust. Meirihluti sósíalista og Alþýðuflokksmanna í Hafnarfirði neitaði hins vegar að framkvæma hliðstæða hækkun, þar sem ekki hefðu verið færðar fram forsendur fyrir henni. Nú hefur Hafnarfjarðarbæ hins vegar borizt bréf frá Sogs- virkjuninni, þar sem tilkynnt er að greiðslur á rafmagni til Sogsvirkjunarinnar verði að hækka um 50%. Bréf Sogsvirkjunarinnar er dagsett 7. des. og er svohljóð- andi: „Undanfarið hefur farið fram athugun á framleiðslukostnaði Sogvirkjunarinnar, með tilliti til þess, að lánsfé hefur ekki fengizt svo sem til var ætl- azt, er fjárhagsáætlun ársins 1954 var gerð og afborganir verða því óhjákvæmilega meiri en áætlað var. Athugun hefur leitt í ljós, að orkuverð 1954 mun verða um kr. 600 árskílóvattið, og má þá áætla orkugjald Hafnar- fjarðar 2 millj. og 500.000. Þessi áætlun er miðuð við það að samningar fáist um Hver fékk bílinn? Dróttur í bílhappdrætti BÆR fór fram 22 desember s. 1. og kom upp númer 17676. Vinn- ingsins, sem er hvorki meira né minna en Fiat-bifreið, hefur enn ekki verið vitjað. En það er vitað að þetta númer seldist að kvöldi 21. desember í Banka- stræti. Hirðir þessi pamfíll lukkunnar ekki um happ sitt? lega skömmum tíma hinar kostnaðarmiklu framkvæmdir. Þessi nýju viðhorf verða tek- in til umræðu á bæjarstjórnar- fundi í Hafnarfirði í dag, og verður að sjálfsögðu ekki und- an því komizt að greiða það verð sem Sogsvirkjunin setur upp. greiðslu lausaskulda á nokkr- um árum og yrði orkuverðið þá framvegis ekki lægra a.m.k en að framan segir. Ef hins vegar ekki fást slíkir samning- ar um lausaskuldimar, má bú- ast við að krefja þurfi um hærra orkugjald á árinu 1954 og 55. F.h. Sogsvirkjunarinnar Steingrímur Jónsson“. Til samanburðar skal þess getið að orkuverðið 1953 var kr. 408,68, þannig að hækkun- in nemur sem næst 50%. Það er athyglisvert að þessi stórfellda hækkun er rökstudd með því að lánsfé hafi ekki fengizt og er þetta enn eitt dæmi um það hvernig ríkis- stjórnin féflettir almenning með hinum skipulagða láns- fjárskorti sínum. Og ekki er það efnilegt að Sogsvirkjunin slær þann vamagla að orku- verðið kunni enn að þurfa að hækka, ef ekki fást samningar um lausaskuldir. Enda mun staðreyndin vera sú að vextir og afborganir munu nema tals- verðum meirihluta af árlegum rekstrarkostnaði Sogsvirkjunar- innar, og almenningur er þann- ig látinn greiða upp á tiltölu- Buðu í út- gófuréttinn Seint í vetur eða í vor er von á nýrri skáldsögu eftir Indriða G. Þorsteinsson. Sögu þessa skrifaði Indriði á Altur- eyri í sumar sem leið og á hún að heita Sjötíu og níu af stöðinni. I fyrstu mun Valdi- mar Jóhannsson hafa boðið á- kveðna upphæð fyrir útgáfu- réttinn, en síðar fékk Ragnar Jónsson handritið til lesturs og bauð fjTÍr það 20 þús. krón- ur. Þegar Valdimar frétti það bauð hann nokkmm þús. krón- um hærra og mun hann gefa bókina út. Er þegar byrjað að setja hana. AILT FYRIR KJÖTVERZLAHtR þ'Sw HTeiliJOn Grettiogotu 3, t'tú 60360. Islenzkir aðalverktakar undírrituðu sinn fyrsta samning í gær '.h- um hernaðarframkvænidir á Keflavík- urflugvelli fyrir 36?6 niill|. kr. í gær gerðist sá atburður á Keflavikurflugvelli aö ís- lenzkir aðalverktakar undirrituðu sinn fyrst-a samning um hernámsframkvæmdir sem sjálfstæðir aðilar. Samningur þessi hljóðar uppá 36.6 millj. kr. Tveir meglarar dæmdir Við þetta tækifæri fórust tals- manni íslenzkra aðalverktaka svo orð: ,,í dag er í fyrsta sinn undir- ritaður verksamningur milli ís- lenzkra verktaka og verkfræð- ingadeildar varnarliðsins án -milligöngu erlends verktaka. Þegar varnarliðsframkvæmdir hófust vorið 1951 voru verkin unnin af bandarískum verktök- um og að mestu með innfluttu vinnuafli, þó atvinna væri af skornum skammti í landinu sjálfu. Smátt og smátt jókst þó þátt- ur íslenzkra verktaka í fram- kvæmdunum, en öll verk, sem þeir framkvæmdu, voru þó unn- in fyrir erlendan verktaka, sem gerði samningana við varnarlið- ið, bar ábyrgð á verkunum og hafði umsjón með þeim og út- vegaði til þeirra mest allt efni. Þetta ástand var að sjálfsögðu mjög ófullnægjandi fyrir íslend- inga, sem voru þess fullvissir, að þeir væru fyllilega færir um að taka við þessu hlutverki. f byrjun síðastliðins árs, hófst utanríkisráðherra því handa um að leiðrétta þessi mál, jafnframt því sem ýmsar aðrar leiðrétting- ar voru gerðar á varnarsamn- ingunum. Náðist á s. 1. vori sam- komulag, sem steíndi að þvi, að íslenzkir verktakar skyldu sjá einir um öll verk. Jafnframt var ákveðið, að hinn erlendi verktaki skyldi ljúka eigin framkvæmdum um nýliðin áramót. Skyldu þá erlendir vinnuflokkar hans hverfa úr landi, en önnur störf hans, svo sem ýms þjónusta við varnar- liðið skyldi hætta smátt og smátt, eftír því sem íslenzkir að- ilar væru reiðubiinir að taka við þeim störfum. Um framkvæmd þessa samkomulags er öllum kunnugt af nýlegum frásögnum blaðanna. í þeim tilgangi að leysa hina erlendu verktaka af hólmi, voru íslenzkir aðalverktakar s. f. stQfnaðir fyrir forgöngu utanrík- isráðherra. Samningum um fyrstu fram- kvæmdir félagsins lauk í byrjun nóvember og hófust framkvæmd- ir þá þegar. Formleg samnings- skjöl voru síðan útbúin og und- irskrifuð í dag. Samningur þessi nær til byggingar íbúða fyrir varnarliðsmenn, og er að upp- hæð 36.6 milljónir króna. Verk- unum skal vera lokið fyrir 31. desember 1955, og mun þá verða mikil úrbót á húsnæðismálum varnarliðsmanna. Allar byggingar eru úr járn- bentri steinsteypu, og gerð þeirra og fyrirkomulag allt hef- ur verið samþykkt af íslenzkum byggingaryfirvöldum, og íslenzkt byggingarefni verður notað eins og frekast er kostur. Samningar um fjqlmörg önnur verk standa nú yfir eða eru að hefjast, og er þeim lýkur, mun framkvæmd þeirra hefjast þeg- ar í stað“. Framhald af 12. síðu. þar sem hermenn og nafn- greindar stúlkur væru og á- fengi væri haft um hönd. Hafi hann fengið 150 eða 300 krón- ur hjá hermönnunum fyrir „partýin", en annars færi upp- hæðin eítir því hve mikla pen- inga hermennirnir gætu látið af hendi. Þá hafi Ingvar Dið- rik a.m.k. einu sinni skýrt frá því, að stúlkurnar hafi haft samfarir við hermenn í „part- ýi“ hjá honum. Tíu 16—21 árs gamlar stúlkur Tíu stúikur á aldrinu 16— 21 árs báru það í málinu, að þær hefðu koinið í „partý“ eða í heimsókn til Ingvars Diðriks og Hauks á Leifs- götu 4 seinni hluta ársins 1952. Koinu sumar tvisvar til þrisvar en aðrar oft á tímabilinu frá ágúst til okt. þ.á. Voru þær oftast tvær eða fleiri saman og í fylgd með hermöimum og þeim Ingvari Diðriki og Hauki, öðrum eða báðum, en stund- um komu þær þangað ein- ar og voru þá hermenn þar fyrir. Einnig kom fyrir að erlendir sjómenn væru þarna mættir. Hermennirnir voru alltaf nýir og nýir. Áfengi var alla jafna veitt og út- veguðu herniennirnir það og varð oft úr ölvun. Þrjár þessara stúlkna viður- kenndu að hafa haft samfarir við hermenn nokkrum sinnum í mnræddu herbergi á Leifs- götu 4. Einnig kváðust tvær þeirra hafa haft herbergið á leigu i sept. og okt. 1952 fyrir 300 krónur á mánuði. Hafi þær þá verið með hermönnum, sem hafi fengið þær til að taka herbergið á leigu, og hafi þeir greitt leiguna beint til Ingvars Diðriks. Hermennirnir hafi iðu- lega verið hjá stúlkunum í her- berginu og haft oft samfarir við þær. „I know where you can get á piece of ash for 10 krónur“. Tveir hermenn á Keflavíkur- flugvelli báru vitni í málinu. Amiar þeirra, Robert Carrol Smith, 21 árs, kvaðst nokkr- um sinnum hafa komið í „partý“ til Ingvars Diðriks. Einu sinni eftir eitt „partýið" hafi hann haft samfarir við stúlku, sem Ingvar hafi kynnt hann fyrir. Ekki kvaðst her- maðurinn hafa látið Ingvar fá peninga nema fyrir áfengi og vindlingum. Þá skýrði þessi sami hermaður frá því, að einu sinni hafi Ingvar Diðrik kom- ið til sín þar sem hann stóð við Reykjavíkurapótek. Hafi Ingvar þá spurt einn sjóliða, sem þar var: „You want to fuck“? Sjóliðinn hafi þá svar- að: „No, why?“. Þá hafi Ingv- ar Diðrik sagt: „I know where you can get á piece of ash for 10 krónur1'. Ekki hafi sjólið- inn farið með Ingvari. Nokkr- um sinnum eftir þetta kvaðst hann hafa heyrt Ingvar Dið- rik spyrja hermenn sömu spurningar og áður var greint og hafi þá nokkrir þeirra far- ið með honum í hvert skipti. John Stepen Cole, 22 ára, bar fyrir réttinum, að hann hefði nokkrum sinnum komið í „partý“ í herbergi Ingvars Diðriks, en ekki haft þar sam« farir. t \ Framburður Hauks og Ingvars Haukur Sigurjónsson skýrði svo frá við réttarhöldin, að hann hefði leyft Ingvari Dið- riki, kunningja sínum, að sofa i herberginu sem hann hafði á leigu á Leifsgötu 4. Hann hafi verið háseti á togara á árinu 1952, og því oft fjarverandi, en - þá hafi Ingvar Diðrik einn haft afnot og umsjón með herberg- inu. Þeir félagar hafi oft haldið „hermannapartý“ í herberginu, fyrst og fremst til að geta fengið ókeypis áfengi og skemmtun. Ingvar Diðrik kvaðst hafa langað til að læra ensku. Þeir hafi útvegað stúlk- ur í „partýin" og þekktu þeir þær flestar, en síðar hafi sum- ar þeirra komið sjálfkrafa. Báðir neituðu þeir Haukur og Ingvar Diðrik að hafa þegið peninga hjá hermönnunurn fyrir þessi „partý“, en her- mennirnir hafi lagt til áfengi„ gosdrykki og vindlinga. Enn- fremur hafi hermennirnir greitt bifreiðakostnað í sambandi við „partýin". 1 fyrstunni staðhæfðu þeir Haukur og Ingvar Diðrik að hermenn og stúlkur hefðu alls ekki haft samfarir í „partýun- um“ eða eftir þau í herberg- inu. En síðar breyttu þeir þess- urn framburði og viðurkenndu að kynferðisleg mök hefðu oft átt sér stað. Ingvar Diðrilc hélt því fram fyrir réttinum, að hann kynni svo lítið í enskus að hann gæti varla átt í orð- ræðum við hermenn, og kann- aðist því ekki við að hafa spurt hermann að því, hvort hann hefði hugsað sér eða ætlað sér að hafa samfarir við stúlku í herberginu. Á sama hátt neit- aði Haukur Sigurjónsson að hafa nokkru sinni viðhaft þau ummæli, sem eitt vitnanna bar og rakin eru hér að framan. Héraðsdómur staðfestur í Hæstarétti I sakadómi Reykjavíkur þótti sannað, af þeim málavöxtum sem nú hafa verið raktir, að þeir Haukur Sigurjónsson og Ingvar Diðrik Júníusson hafí stuðlað oft að því sem milli- göngumenn, að hermenn og er- lendir sjómenn kæmust í sam- band við íslenzkar stúlkur til lauslætis og drykkjuskapar og látið þeim í té herbergi í þessu skyni. Ennfremur segir í hér- aðsdóminum: „Er sannað, að ákærðu fengu ókeypis áfengi og vindlinga fyrir þátt sinn í þessu svalli og virðist vonin um þenna ávinning auk ánægju þeirra sjálfra af þátttöku í svallinu, hafa verið aðaltilgang- ur þeirra með áðurnefndri milligöngu. Hafa þeir þairnig gerzt brotlegir gegn 206. gr. 1. mgr. almennra hegningar* laga nr. 19, 12. febr. 1940“. Var Haukur Sigurjónsson dæmdur í 3 mánaða fangelsi en Ingvar Diðrik Júníusson í 4 mánaða fangelsi, en sá síðar- nefndi hafði einnig gerzt sek- ur um fjárdrátt. Hæstiréttuc staðfesti þennan dóm alger* lega, eins og áður var sagt. |

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.