Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 12
Hæstiréltur dæmir tvo meglesra á 3 og 4 mánczðcs iangelsisvist Komu islenzkum sfúlkum í kynni við her- námsmenn og erlenda sjómenn Nýlega var í Hæstarétti kveöinn upp dómur í máli tveggja ungra íslendinga, Ingvars Diðriks Júníussonar og Hauks Sigurjónssonar, sem voru ákæröir og dæmdir fyrir að koma karlmönnum, aðallega erlendum hermönnum og sjómönnum, í kynni við stúlkur og láta þeim í té húsnæði til holdlegs samræðis og annarra kynferðismaka gegn þóknun í peningum, áfengi, tóbaki o. fl. Var Ingvar Diðrik (21 árs) dæmdur í 4 mánaða fangelsi, en Haukur (23 ára) í 3 mánaöa fangelsi. Báðir voru þeir sviptir kosningarétti og kjörgengi og dæmdir til aö greiða sak- arkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Málavextir eru raktir mjög ýtarlega í héraðsdómi og er frá- sögn, sem hér fer á eftir, byggð á honum. Kvartaði yfir hávaða og ónæði í júlí eða ágústmánuði 1952 tók Haukur Sigurjónsson eitt herbergi á leigu í bakhúsi á Leifsgötu 4 hér í bæ, en Gunn- laugur Þorvaldur Sigurðsson foókbindari hefur séð um hús- eign þessa og leigt út nokkur lierbergi. Greiddi Háukur 300 kr. í húsaleigu á mánuði fram til áramóta 1952/53. Stúlka nokkur, sem bjó í næsta her- bergi við Hauk, kvartaði und- an því við Gunnlaug Þorvald að Haukur drægi til sín í her- bergi sitt hermenn og stúlkur og hefði hávaði og óþægindi orðið af því. Talaði Gunnlaug- ur Þorvaidur við Hauk um þetta og lofaði hann að fara úr herberginu 1. des. 1952. Drykkjusvall um helgar og á miðvilíudagskvöldum Við yfirheyrslu skýrði stúlka sú, er áður var greint frá, svo frá að hún hefði búið í umræddu bakhúsi síðan í júlí 1952. Kvað hún allsukksamt hafa verið í herbergi Hauks Sigurjónssonar þá um haust- ið, einkum um helgar og á miðvikudagskvöldum, en þá hafi komið þangað margar ís- lenzkar stúlkur og hópur af hermönnum. Stúlkan kvaðst aldrei hafa komið inn í, herbergi Hauks, er hinsvegar orðið sjónarvottur að faðmlögum stúlkna og hermanna í skotum i gangi hússins. Á kvöldin og næturnar hafi hún ekki komizt hjá því að heyra sitt af hverju af samtali þessa fólks. Hafi henni skilizt á samtölunum, að þeir Haukur og Ingvar Diðrik Júníusson næðu í stúlkur handa hermönnunum, sem greiddu peninga fyrir ntvegun- ina, Aidrei hafi hún þó heyrt ákveðnar fjárhæðir nefndar. Hermennirnir hafi lagt til á- fcngi og peninga fyrir því og hafi þeir svo og stúlkurnar og þeir félagar Haukur og Ingvar Diðrik neytt þess í herberginu og oft orðið ölvuð. Samtöl í herberginu og á ganginum Stúlkan kvaðst einu sinni hafa heyrt hermann segja við annanhvorn hinn dómsfelldu, líklega Hauk, að hann (her- maðurinn) væri búinn að greiða honum peninga og mætti Hauk- ur ekki svíkja hann heldur út- vega honum tvær stúlkur, og ef honum líkaði þær ekki, þá að fá þá þriðju, sem hann máski vildi nota („use the girl“). Hafi sér skilizt að hér væri átt við samfarir við stúlkuna. Einnig kvaðst stúlkan oft hafa heyrt úr herbergi sínu þá Ingvar og Hauk spyrja her- menn í ganginum að því, hvort þeir hugsuðu sér eða ætluðu að hafa samfarir við stúlkur, sem væru í herbergi þeirra. Hafi þeir félagar notað orða- lagið: „Are you going to fuck her“. Þá hafi hermenn haft orð á því við Ingvar og Hauk, að þeir væru búnir að hafa sam- farir við stúlkur í herberginu og hafi hermennirnir þá látið i ljósi hvernig þeim hafi líkað við stúlkurnar til samfara. Hafi samtöl hermannanna og þeirra tveggja félaga á ganginum snúizt fyrst og fremst um samfarir hermanna og stúlkna í herberginu. Allur þessi ólifn- aður og hávaði og vökur hans vegna hafi knúið sig til að kvarta við húsráðandann. Sú þriðja getur verið „extra“. Tvær aðrar stúlkur, sem bjuggu um skeið í fyrrnefndu bakhúsi við Leifsgötu, báru vitni í málinu og var fram- burður þeirra mjög á sömu lund og stúlkunnar sem áður er getið. Önnur þessara stúlkna skýrði m.a. svo frá að eitt sinn hafi hún heyrt hermann segja við Hauk, að hann (hermaður- inn) væri búinn að greiða hon- um peninga fyrir að útvega honum tvær stúlkur og sú þriðja gæti verið ,,extra“. Hafi hermaðurinn sagzt skyldu drepa hann, ef hann gérði það ekki. Haukur hafi þá farið út Nýársfagnaður og komið með tvær stúlkur að minnsta kosti. Þá hafi hún heyrt þá Ingvar Diðrik og Hauk segja við hermenn, að þeir gætu útvegað hermönnum stúlkur hvenær sem þeir vildu, og ef hermennirnir væru ekki ánægðir með þær, sem þeir hefðu, gætu þeir fengið aðrar, en ekki hafi þeir útskýrt þetta frekar. Hermennirnir hafi tek- ið boðum þessum vel. Á veitingastofu í Aausturstræti Tvær afgreiðslustúlkur í veit- ingastofunni Austurstræti 14 liér í bænum komu einnig fyrir rétt og báru það, að Ingvar Diðrik liafi komið nær daglega í fyrrgreinda veitingastofu og þá hitt oft hermenn og stúlk- ur þar inni eða verið í fylgd með þeim. Þá hafi Ingvar skýrt þeim nokkrum sinnum frá „partýum'1 heima hjá honum, Framhald á 3. síðu. Stjórn Bjarma endurkjörin Aðalfundur verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarini var haldinn sl. sunnudag. Stjórn fé- Iagsins var öll endurkosin, en hana skipa: Björgvin Sigurðsson formað- ur, Helgi Sigurðsson varafor- maður, Guðmundur Ingjalds- son ritari, Frímann Sigurðsson gjaldkeri, Gísli Gíslason með- stjórnandi. Sjóðseignir félagsins námu um sl. áramót rúmlega 90 þúsund krónum. Árgjöld félagsmanna fyrir árið 1955 voru ákveðin á fund- inum: kr. 235.00 fyrir karl- menn og kr. 168.00 Fyrir konur. Fundurinn var mjög fjölmennur. Tveir liilar rekast á t ÆFR efnir til nýársfagnaðar í Skátaheimilinu við Hringbraut n. k. sunnudagskvöld, fyrir fé- j iaga sina og gesti þeirra. Dag-j skrá verður í höfuðatriðum1 þessi: Bjarni Benediktsson fiytur, frásögn frá Austurþýzkalandi.1 Hendrik Ottósson flytur erindi er hann nefnir Hervæðing yfir- stéttarinnar og fjallar um bar- dagann um rússneska drenginn hans Ólafs Friðrikssonar. Jó- hannes Jónsson fiytur gaman- þátt. Þá koma ennfremur fram Karl Guðmundsson leikari, og Öskubuskur. Munu þær syngja nokkur iög á dansieiknum, sem fagnaðinum lýkur með. Samkoman hefst kl. 8.30. Nán- ar síðar. HJÓÐVIUINN Þriðjudagur 11. janúar 1955 — 20. árgangur — 7. tölublað Viðsjár í Hið-Amerlku CosSa Rica kærir Nicaragua íyrir að uudirbúa árás Stjórn Costa Rica í Mið-Ameríku hefur kært stjórn nágrannaríkisins Nicaragua fyrir aö undirbúa árás á land sitt. Kæran er borin fram við Sam- I bandaríska auðfélagsins United Aðfaranótt sunnudagsins rák- ust tvær fólksbifreiðar á ná- lægt vegamótum Reykjanes- brautar og Sléttuvegar í Foss- vogi. Bílstjórinn í 4ra manna' hann °§ einræðisherra Hondur- band Ameríkurikja, sem hefur aðsetur í Washington. i Liðsamdráttur Á fundi í gær gerði sendiherra Costa Rica í Bandaríkjunum grein fvrir kærunni. Kvað hann það lengi hafa verið vitað, að ævintýramenn og valdabraskar- ar frá Costa Rica hefðu fengið griðland í Nicaragua og aðstöðu og fé til að afla sér vopna og þjálfa lið til að ráðast inn í landið, steypa þjóðkjörinni stjórn José Figueres forseta frá völd- um og hrifsa þau sjálfir. Nú er þessi viðbúnaður kom- inn á það stig, sagði sendiherr- ann, að taka verður skjótt í taumana ef ekki á verra af að hljótast. Mikið lið hefur verið dregið saman í Nicaragua rétt við landamæri Costa Rica. Stjórn Nicaragua, sem hafði þegar öfl- ugasta flugher í Mið-Ameríku, hefur fest kaup á 25 Mustang orustuflugvélum í Svíþjóð. Krefst ráðstefnu Sendiherrann gerði þá kröfu fyrjr hönd stjórnar sinnar, að utanríki: ráðherrar Ameríkjuríkj- anna ko.ni saman á ráðstefnu þegar í stað til að ákveða að- gerðir til !>ess að friður haldist í Mið-Amei íku. Sendiheri > Nicaragua í Banda- ríkjunum kvað sakirnar sem á stjórn sína væru bornar álygar einar. Að beiðni hans var um- ræðum um kæruna frestað þang- að til. í dag. ELnar lýðræðisstjórnin Stjórn Figueres í Costa Rica er eina lýðræðislega kjörna stjórnin í Mið-Ameríku síðan stjórninni í Guatemala var steypt af stóli með innrás frá einræðisríkjunum Honduras og Nicaragua í sumar. Somoza for- seti Nicaragua, sem hefur stjórn- að þar með einræðisvaldi í rúma tvo áratugi, er í miklu afhaldi hjá Bandaríkjastjóm. Rétt fyrir innrásina í Guatemala gerðu bílnum lilaut skurð á andlit, og tönn brotnaði í munni hans; og stúlka sem hjá honum sat skarst í andliti og liggur nú í sjúkrahúsi. Hinn bílstjórann sakaði ekki, og var hann einn í sínum bíl. Orsök árekstursins mun hafa verið sú að bílstjórinn á stærri bíinum fékk aðsvif sem snöggv- ast, og rann þá bíll hans í veg fvrir liinn. as hernaðarbandalag við Banda- ríkin og samtímis hófust þangað miklir vopnaflutningar með flutningavélum bandaríska flug- hersins. United Fruit Co. Ein meginástæðan til þess að Bandaríkjastjórn studdi innrás- ina í Guatemala var að þjóð- kjörin stjórn landsins hafði gert upptækt nokkuð af jarðeignum Kosnmgin í Sjómannafélaginu Kjósið B-Iista, lista starfandi sjómanna. Kosning fer fram daglega í skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur frá klukkan 10 til 12 og 3 til 6. Fruit Co„ sem hefur mikil ítök í öllum ríkjum Mið-Ameríku. Svo vill til að Figueres forseti í Costa Rica hefur einnig átt í útistöðum við United Fruit upp á síðkastið. Því verður þó ekki trúað að óreyndu að Bandaríkja- stjórn varpi sér út í nýtt Guate- malaævintýri, slík áhrif sem það hafði á almenningarálitið um alla rómönsku Ameríku. halda skemmtíin Næstkomandi fimmtudags- kvöld 13. janúar er skeinmti- kvöld í Skátaheimilinu, sem lúðrasveitir bæjarlns og Lúðra- svelt Hafnarfjarðar standa fyr- ir. Verður þar spiluð félagsvist og dansað og einnig verða önn- ur skemmtiatriði. Lúðrasveitirnar hafa ákveðið að halda slík skemmtikvöld einu sinni í mánuði það sem eftir er vetrar, og skiptast þær á um að sjá um skemmtiatriði fyrir hverja skemmtun. Skemmtikvöld þessi, sem eru að frumkvæði Lúðrasveitar Reykjavíkur, eru ætluð til að efla starfsemi lúðrasveitanna og auka kynni félaganna, en eins og allir vita er starfsemi lúðrasveita ekki mikil um vetr- armánuðina og vantar þær oft- ast verkefni til að starfa að. Þama gefst aðdáendum lúðra- sveita einnig gott tækifæri til að hlusta á skemmtilegan lúðrasveitarleik. Kína og Júgóslavía skiptast á sendi- herrum Tilkynnt var í gær í Peking, að Kína ög Júgóslavía hefðu oi'ðið ásátt um að taka upp stjórnmála3amband og skipt- ast á sendiherrum. Sendiherrar ríkjanna í Moskva önnuðust viðræðurnar, sem leitt liafa til þessa samkomulags. Júgóslavía viðurkenndi alþýðustjórn Kína strax og hún var mynduð 1949 en tilkynningunni um það var ekki svarað fyrr en í haust. í dag kemur Mendés-France, forsætisráðherra Frakklands, til Rómaborgar til bess að ræða við Scelba, forsætisráðherra Ítalíu. Ætlar Mendés að reyna að fá hinn ítalska starfsbróður sinn til að styðja frönsku tillöguna um að sett verði á laggirnar .stofn- un, sem fái i hendur yfirstjórn allrar vopnaframleiðslu í Vestur- Evrópu. Stjórnir Bandaríkjanna, Bretlands og Vestur-Þýzkalands finna tillögunni allt til foráttu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.