Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 7
---- Þriðjudagur 11. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 :lí rO ... .• x • - T . f, r ', < -• ALA5KA GREENLAND | NORWaV CANADA MOSCOW SWtoEN BRifAIN 'TURKEY' FRANCE SPAIN PORTUGaL EGYPT U.S. SECURITY-AT STAKC IN ICELAND THE AMERICAN BASE AT KEFLAVIK — • Protects Easf Coasf of U. S. against Russian'bombers • Can support long-range aerial attack on Russia • Enables U„S. to ferry short-range jets to Europe • Guards Atlantic shipping against submarines orðnir helztu viðskiptavinir landsmanna, og friðarsókn Sovétríkjanna magnar fjand- skapinn i garð þeirra 5000 bandarísku hermanna og starfsmanna sem dveljast á íslandi. Af þessari ástæðu hafna Bandaríkjamenn ekki þeim möguleika að sú stund kunni að vera skammt undan að þeir verði formlega beðnir að fjarlægja herafla sinn frá e>Tini.“ Síðan er í greininni rætt um hernaðarlega þýðingu ís- lands til skýringar á mynd þeirri sem hér er birt, en því næst segir svo: „íslendingar liafa alls eng- an her. Hið fámenna lög- reglulið er einnig óvopnað að heita má. Kommúnistar eru sterkir, en almenningur lætur sig litlu skipta samsærisverk rauðliða. Þess vegna líta ut- anaðkomandi menn svo á að valdataka kommúnista sé engan veginn óhugsanleg, enda^þótt Islendingar telji hana fjarstæðu. Annar möguleiki er sá að Rússar hremmi landið á fyrstu dögum styrjaldar. Herfræðingar segja, að ef Bandaríkjamenn fara burt,- geti sovézk fiskiskip, sem stunda að jafnaði veiðar um- hverfis Island, sett nægilega marga menn á land til þess að taka landið öllum að ó- vörum. (!) Kommúnistar eru nú að leita stuðnings þjóðarinnar við kröfu um að ríkisstjómin reki burt bandaríska herinn, segi upp varnarsamningi Is- lands og Bandaríkjanna frá 1951 og felli niður þátttöku íslands í Atlanzhafsbandalag- inu. Þeim verður mjög vel á- gengt. Ein skýringin á styrkleika kommúnista hér er sú stað- reynd að langflestir Islending- ar hafna þeirri hugmynd að kommúnismi sé samsærí í því skyni að kollvarpa lýðræðinu. Þess i stað er litið á komm- únisma sem lögmæta . stjórn- málahreyfingu, og beri að snúast við honum eins og öðram stjórnmálaflokkum. Is- lenzku kommúnistunum er lýst sem hugsjónamönnum og góðum þegnum sem vilji bæta kjör vinnandi fólks, vernda menningu Islands og verja sjálfstæði þess. Þeirri hugmynd að komm- únistar lúti boði og banni Moskvu er hafnað. Meira að segja Ólafur Thors forsætis- ráðherra segir: „Leiðtogar kommúnista eru hollir Moskvu, en ekki óbreyttir fylgis- menn.“ Það er sannarlega ekki lit- ið á það sem neina smán að vera kommúnisti í þessu landi. I öllum stéttum, í næstum því hverri fjölskyldu era komm- únistar. Einn háttsettur emb- ættismaður stjórnarinnar, sem er í Sjálfstæðisflokknum, á þrjá bræður og af þeim er einn kommúnisti — „og hann er langríkastur af okkur,“ segir embættismaðurinn og hlær. vist hérlendra hersveita sem hættu fyrir sjálfstæði sitt, tungu og menningu. Þessi tilfinning á rætur sín- ar' að rekja til annarrar heimsstyrjaldarinnar, þegar tugir þúsunda brezkra og bandarískra hermanna sett- ust að á eynni til þess að koma í veg fyrir að hún lenti í höndum Þjóðverja. Þessi reynsla hafði mjög al- varleg áhrif á efnahagsmál Islendinga og þjóðlíf — og því hafa þeir ekki gleymt enn. Roskið fólk óttast að þessir 5000 Bandaríkjamenn sem nú dveljast hér muni spilla þjóðinni, einkum æskulýðnum. Það krefst þess að bandaríski herinn sé algerlega einangr- aður. Örfáir bandarískir her- menn koma til Reykjavíkur, en sú skoðun er ríkjandi að bandarísk áhrif séu hættuleg. T. d. er kvartað undan því að útvarpssendingar frá flug- stöð Bandaríkjanna séu að sýkja íslenzka æsku með jassi og bandarísku málfari. Einnig heyrast kvartanir um það að Bandaríkjamenn séu að trufla efnahagslífið. Um það bil 2.500 Islendingar starfa á herstöðinni. Togara- útgerðarmönnum reynist erf- itt að fá vinnuafl, og kaup- gjaldið hefur verið hækkað. Um þetta er mikið rætt, en fátt um þá almennu velmegun sem Bandaríkjamenn hafa fært Islandi(!). Kommúnistar eru fljótir til að ýkja hvern atburð og hag- Undanfarið hafa margar greinar birzt í bandarískum blöðum um Island og ástand- ið hér. Allar eiga þær það sameiginlegt að þar er látinn í ljós mikill uggur, það er játað að andstaðan gegn her- náminu fari sífellt vaxandi. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá efni nokkurra greina, og hér fara á eftir kaflar úr tímaritinu U.S. News & World Report sem er eitt af helztu málgögnum fésýslumanna í vesturheimi. Timaritið sendi hingað sérstakan fréttamann í haust, og sendi hann héð- an tvær greinar sem birtust 19. og 26. nóv. s.l. Fyrri grein- in fjallaði um girðinguna á Keflavíkurflugvelli, en sú sið- ari var yfirlit um ástandið, og er hún mjög athyglisverð. Fara hér á eftir orðréttir kaflar úr henni: Bandarískur blaða- maður lýsir sívax- andi andstöðu ís- lendinga við hernám landsins ★ Það sem hjálpar rauðliðum. Svo til einhuga andúð á dvöl erlendra herja á íslandi stuðlar einnig að sókn komm- Þessi mynd aj Ólafi Thors birtist me'ö greininni. Undir henni stendur: „Ól- ajur Thors forsœtisráð- herra .. . gerir greinar- mun á kommúnistum.“ únista til þess að grafa und- an aðstöðu Bandaríkjanna hér. íslendingar, sem era tæp- lega 160.000 talsins, líta á „Rússar og kommúnistar era að koma upp sterkum og hættulegum bryggjusporði meðal þessarar fjarlægu ey- þjóðar, þar sem Bandaríkin eru að gera einhverja mikil- vægustu herstöð hins frjálsa heims. Athugun á staðnum sýnir að aðstaða Bandaríkjanna á Islandi — sem aldrei hefur verið verulega traust — er nú að verða ótryggari og ó- tryggari vegna ítaka komm- únista meðal þjóðarinnar. Kommúnistar og annar flokkur sem er andstæður Bandaríkjunum fengu meira en 22 af hundraði atkvæða í síðustu kosningum. Rauðliðar ráða yfir 9 Alþingismönnum af 52. Þeir hafa hreiðrað mjög um sig í opinberam stofnunum og hafa vöidin í helztu verklýðsfélögunum. Sovétrikin njóta hér vax- andi trausts. Rússar era Þetta kort birtist með greininni um ísland í U.S. News & World Report. Undir kort- inu stendur að herstöð Bandaríkjamanna í Kejlavík verndi austurströnd Bandaríkj- anna gegn rússneskum sprengjujlugvélum; geri Bandaríkjunum fœrt að flytja skammjleygar þrýstilojtsjlugvélar til Evrópu; geti stutt langjlugs-árásir á Sovétríkin og verndi skipajerðir á Atlanzhafi gegn kafbátum. kann að vera skammt undan að Banda- ríkjamenn verði formlega beðmr að f jarlægja heraíla sinn“ nýta sér hann. Smávægilegut' viðburður, sem bandarískur hermaður og islenzk stúlka flæktust inn í, var fljótlega blásinn upp i alþjcðar hneyksli —- og senn hafði sá hluti almennings sem ekki fylgir kommúnistum að mál- um einnig tekið hann upp. Það Voru einnig kommúnist- ar sem komu þeirri sögu á kreik að lítil hvolfbygging, sem reist hefur verið á flug- velli fyrir rafeindatæki, sé í rauninni ætluð sem geymsla fyrir kjarnorkusprengjur. —- Stórt flugskýli í Keflavík er kallað „vítisskýlið" eftir að blöð kommúnista skýrðu svo frá að þar ætti að geyma vetnissprengjur (!). Bandarískir atvinnurekend- ur og ýmsir embættismenm hersins eru einnig í vandræð- um út af verklýðsmálum. Ráðherrann sem fjallaði um varnarsamning Bandaríkj- anna og íslands sakar Banda- ríkjamenn um að beita „ein- ræðislegum“ aðferðum. Banda ríkjamenn, segir hann, neita. æ ofan í æ að sætta sig við þá starfshætti sem hér tíðk- ast og svíkjast um að verða við réttmætum kaupkröfum. Fulltrúar Bandarikjanna segja að flést vandamálin séu sprottin af fyrirmælum um verklýðsmál sem komin séu frá íslenzku ríkisstjórninni sjálfri. En sífelldar erjur í verklýðsmálum mata áróðurs- kvörn kommúnista æ meir. Stríðsóttinn: horfinn. ,Friðar‘áróður Rússa styrk- ir enn sókn kommúnista til þess að koma bandaríska hernum út úr landinu. íslend- ingar eru í vaxandi mæli þeirrar skoðunar að ekki sé lengur þörf á bandaríslcum her til öryggis landinu. Og meira að segja er litið á á- framhaldandi vist Bandaríkja- manna hér sem ögrun við Rússland. ‘ Stríðsóttinn, sem olli því að Islendingar skrif- uðu undir varnarsamninginm við Bandaríkin, heyrir til for- tíðinni. Komið hefur verið á lagg- irnar „fjörutíu manna nefnd,“ sem í eru kunnir menn með hinar margbreytileg'ustu stjórnmálaskoðanir — með aðstoð kommúnista að tjalda- baki — til þess að dreifa á- skorun þar sem þess er kraf- izt að bandaríski herinn hverfi tafarlaust af Islandi. Meira að segja íhaldssamir embættismenn í ríkisstjórn- inni eru beggja blands I þessu efni. Einn ráðlierr- anna sagði um varnarsamn- inginn við Bandaríkin: „Við verðum að taka þetta mál til athugunar á nýjan leik með tilliti til hins breytta alþjóða- ástands þannig að hægt sé að breyta til með árs fyrir- vara.“ Andstætt þvi að vinsældir Bandaríkjamanna fara stöð-. ugt rýrnandi fá menn sífelit meira traust á Rússum. Því er haldið fram að Rússar dragi úr alþjóðlegum átökum. Rúss- ar kaupa svo til allan fisk Islendinga, en hann er helzta útflutningsvara eyjarinnar, og láta í staðinn allt sem þjóðira þarf af olíu og benzíni. Rússar styrkja þessa að- stöðu sina með áróðursher- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.