Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 6
»■<&> KVUUÍIVCÍÓW — c&>\ i-.j ,?-r M^ rj;nio: •* 6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 11. janúar 1955 --------— f "f’V '7' «/'•; ... . þlÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistafiokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmimdsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. v___________________________________________ J Aramótaboðskapur stjórnarleiðtoga Það hefur orðið föst venja að leiðtogar stjórnmálaflokkanna Ekrifuðu greinar í blöð þeirra um hver áramót, og gerðu þar grein fyrir viðhorfum sínum og flokkanna, Hæði til þess er liðið cr og a.m.k. næstu úrlausnarefna framtíðarinnar. Að þessu sinni ha blöðin einnig birt slíkar greinar. Og svo sem venja er til h * þær vakið allmikla athygli, því af þeim þykist almenningur s• hverra veðrabrigða muni helzt að vænta í stjómmálum á hinu nýbyrjaða ári. Hvað viðkemur hugleiðingum beggja for- *Tttí ;na stjórnarflokkanna, Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar, þá eru þær mjög með ólíku sniði. Grein Ólafs er óvenjulega stutt og r.nýst nær eingöngu um samstarf stjórnarflokkanna. Einkenn- ist hún mjög af þeim ótta, að nú muni upp úr slitna á næstunni, og ’eggur því formaðurinn sig allan fram til að sanna ágæti þess. Ei :um snýr hann máli sínu til Framsóknarmanna, til að sanna þein hve miklu hagstæðara sé bæði fyrir flokkinn og bænda- stéttina að stjórna landinu með Sjálfstæðisflokknum en snúa sér : aðra átt. í grein Hermanns kveður aftur á móti við allt annan tón. Höfuðeinkenni hennar er hræðsla við núverandi stjórnarsamstarf og greinin þess vegna öll ein viðleitni til að sanna það, hve nauð- Bynlegt sé að mynda aðra stjómarblökk, sem útiloki Sjálfstæðis- floi:kinn. Er honum sýnilega ljós sú hætta að Sjálfstæðisflokk- ur: :a nái hreinum meiri hluta á Alþingi, þótt kjósendafjöldi hans sc innan við 40% af heildarkjósendafjölda þjóðarinnar. I því eambandi þykist hann harma sundrangu vinstri aflanna, og þyk- ist ciga þar við fólk það er fylgir að málum Framsókn, Alþýðu- flo: knum, Þjóðvörn, og bætir þar við nokkrum hluta Sósíalista- flo' ksins, þ.e. þeim", sem ekki séu kommúnistar. Telur hann að alit þetta fólk ætti að geta sameinast í einum flokki sem mynd- a'i gæti vinstri stjórn í landinu. í sambandi við þessar áramótahugleiðingar beggja þessara leiðtoga er rétt að líta tvö ár aftur í tímann. Þá skrifuðu leið- togar stjórnarflokkanna einnig slíkar greinar, en tónninn var aiviar. Þá kröfðust báðir þess að innlendur her yrði settur á laggirnar, í fyrsta lagi til að beita gegn verkalýðshreyfingunni í átökum, og jafnframt til að styðja afturhalds- og hersetupólitík stjórnarflokkanna, gegn hverri frjálslyndri umbótahreyfingu og umbótakröfum fólksins. Þá var ekki verið með vangaveltur um viintri stjórn og ekki verið að minnast á að jafnvel Sósíalista- flokiiurinn væri samstarfshæfur að hálfu leyti. Og þá gætti einskis ótta í grein Ólafs Thors um stjórnarsamstarfið. Síoan þetta var skrifað hefur mikið vatn til sjávar rannið. En jafnframt hafa gerzt mikilsverðir atburðir bæði hér innanlands og á erlendum vettvangi. Á sviði heimsstjórnmálanna hefur það i.d. gerzt að stríðspólitík Bandaríkjanna og nýlendustórvelda Evrópu hefur beðið stóran hnekki með friðarsamningum í Kóreu og Indókína. Það hefur einnig gerzt, að hinar fjölmennu lituðu þjócir Asíu og Afríku hafa tekið höndum saman til verndar f: ••■* íum, og boða nú til ráðstefnu ekki minna en 28 ríkja í þess- un heimsálfum til að skipuleggja það starf. I þessum hópi eru m.a. tvær langfjölmennustu þjóðir veraldar sem samtals telja meira en þriðjung mannkyns. Einnig sýnir það sig, að þjóðir Evrópu losa sig meir og meir úr viðjum Bandaríkjanna bæði stjórnmálalega og fjárhagslega. Jafnframt þessu hefur sú þróun orðið innanlands, að almenn- ingur fær sífellt betri yfirsýn yfir það hvílík óhappastefna hefur V' i ið rekin af stjórnarflokkunum. Stríðsgrýlan verkar ekki leng- ur\ Efnahagsmismunurinn vex og alþýðustéttirnar sjá betur og E itur að sundrung þeirra er aðeins vatn á myllu andstæðing- Einna. Þess vegna hafa gerzt hlutir eins og á síðasta Alþýðusam- fcandsþingi, þegar einangrunarherferðin gegn Sósíalistaflokknum var rofin og verkalýðurinn tók höndum saman. Allt þetta til samans veldur því, að nú finna stjórnarflokkarn- ir hrikta í þeim stoðum sem þeir hugðu sér traustastar. Her- mann Jónasson sér fylgi Framsóknar í stórhættu ef samstarf- iiiu verður haldið áfram við íhaldið. Og Ólafur Thors sér ein- s grunarhættuna, sem Sósíalistaflokkurinn hefur brotið af sér, n lgast Sjálfstæðisflokkinn með óhugnanlegum hraða, ef alþýðu- s' ittimar ná að sameinast. Þess vegna er grein hans neyðar- k; :1 til Framsóknar. En þótt Hermann láti að visu í það skína, að ekki komi til mála að starfa með nema hálfum Sósíalista- fl:/:knum, þá er það svo miklu meiri framför en búast mátti við fyrir tveim árum, að um það má með sannindum segja, ,,að iiatnandi manni er bezt að lifa.“ Sjómenn fá 13~18 aurum lægra á kíló en þeim ber Sigurður Stefánsson, form8 Jötuns í Vestmanna- eyjum, gerir grein fyrir viðhorfum sjomaiúia Eins og kunnugt er hafa sjómenn í Vestmannaeyjum sagt upp samningum sínum við útgerðarmenn og renna peir úr gildi 1. febr. n.k. í grein peirri sem hér er birt — og tekin er úr Eyjablaðinu — skýrir Sigurður Stefáns- son, formaðvr Jötuns, ástæður uppsagnarinnar og sýnir m.a. fram á að sjómenn fá 13—18 aurum lœgra í hlut á hvert fiskkíló en peim ber. Grundvöllur hlutaskiptanna byggist fyrst og fremst á því að sjómennirnir fái sannvirði fyrir aflahlut .sinn. Því var það meginþáttur sjó- mannasamtakanna hér, í hags- munabaráttunni, á árunum fyr- ir stríð, að berjast fyrir hækk- uðu blautfiskverði. Jafnframt var samið um samsöltunarfyr- irkomulag, en það bygðist á þvi, að útgerðarmaður sá um verkun og sölu aflans, en greiddi sjómönnum visst á kíló, sem var mun minna en um- samda fastaverðið, síðan fengu hlutamenn það verð sem endan- lega fékkst fyrir fiskinn, þegar frá hafði verið dreginn verk- unarkostnaður og fyrirfram- greiðsla. Þeir hlutamenn sem notuðu sér ákvæði samninganna um samsöltun höfðu ávallt mun hærri hluti en hinir, sem af- seldu á föstu verði upp úr bát. Á stríðsárunum þegar svo til allur fiskur var seldur ísvarinn beint á erlendan markað kom andvirði fiskjarins vitanlega ó- skert til skipta, þ. e. sjómenn fengu sama verð og útgerðar- maður. í stríðslokin þegar fyrirsjáan- legt var að verkunaraðferðir og sölufyrirkomulag sjávarafurða mundi taka allmiklum breyting- um, samdist svo um með sjó- mönnum og útgerðarmönnum að hætt skyldi allri togstreitu þeirra á milii um fiskverð, það- an í frá skyldu báðir aðilar sitja við sama borð hvað við kæmi endanlegu verði aflans. Fullyrða má að báðir aðilar voru ánægðir með þau mála- lok og töldu að stórum steini sundurlyndis og tortryggni væri þar með rutt úr vegi. Þetta fyrirkomulag gilti svo um nokkur ár, án árekstra, eða allt til ársins 1951. Það ár komu fyrst til fram- kvæmda bátagjaldeyrisfríðind- in svokölluðu. Þá var fyrir- komulag þeirra það, að hrað- frystihúsin fengu allan báta- gjaldeyrinn gegn því að hækka fiskverðið úr kr. 0,75 aurum sem það hafði verið árið áður upp í kr. 0,96 pr. kíló. Hagnaður hraðfrystihúseigenda af gjald- eyrinum varð hinsvegar svo mikill að þeir greiddu fiskselj- endum 10% uppbót á kaupverð- ið. Úr þeirri verðuppbót hafa sjómenn ekki enn fengið hlut sinn, þrátt fyrir skýr ákvæði í samningum um sama verð til sjómanna og útgerðarmanna. Ennfremur hafa þeir ekki feng- ið eyri af þeim bátagjaldeyr- isuppbótum sem útgerðarmenn hafa fengið á árunum 1952 og 1953. Sjómennirnir eiga ekki greið- an aðgang að upplýsingum um það hvað gjaldeyrisuppbæturn- ar eru orðnar miklar til útgerð- arinnar á þessum árum, enda 0 Sigurður Stefánsson víst ekki að fullu uppgert enn. Eftir ýmsum krókaleiðum hefur þó verið hægt að komast að því að árið 1952 sé búið að greiða í gjaldeyrisuppbætur sem nemi í kringum 21—22 aur- um á kíló. Það ár fengu útgerðarmenn 1,00 pr. kíló en greiddu hlut úr 1,05. Sjómenn eiga því ófenginn hlut úr 16—17 au. pr. kg., eða í kringum kr. 3000,00 í hlut á meðalbát þá vertíð og ekki er ástæða til að halda að út- koman sé lakari á árinu 1953. Þó þetta reikningsdæmi sé birt án ábyrgðar og á því getiA skakkað einhverjum krónum til eða frá, ætti það þó að skýra fyrir mönnum þá rangsleitni sem sjómenn hafa verið beittir af útgerðarmönnum á þessum árum, því þó þeir séu að reyna að rétta hlut sinn með málsókn er það bæði seinvirk og dýr innheimtuaðferð. Svo stóðu þá málin, sem hér hefur verið lýst, þegar sjó- menn neyddust til þess að taka upp aftur hið gamla samn- ingsform að semja um fast fisk- verð i byrjun síðustu vertíðar; samningsatriði sem að sjálf- sögðu leiðir til deilu um fisk- verðið í upphafi hverrar ver- tíðar. Þegar svo er komið, mega útgerðarmenn vera þess minn- ugir að það voru þeir, sem áttu upptökin * að þeim darraðar- dansi, með þvi að hafa af sjó- mönnum hlut þeirra úr verð- uppbótum þrjú ár í röð, því svo má brýna deigt járn að bíti um síðir. Þegar samningar náðust í upphafi síðustu vertíðar um kr. 1,22 pr. kíló, var því mjög stíft haldið fram bæði af útgerðar- mönnum og séttanefndinni að með því verði fengju hluta- menn allan sinn gjaldeyri. Það má vel vera að þeir hafi haldið þá að svo væri, en reynslan hefur orðið allt önnur. Þegar talað er um fiskverð á liðnu ári verður fyrst og fremst að miða við það verð, sem fisk- kaupendur greiða þegar þeir kaupa gjaldeyrisfríðindin af út- gerðinni og er þá vitað að á einum stað hefur fiskur verið keyptur í sumar og haust á kr. 1,40 og á öðrum á kr. 1,38 og víða á kr. 1,35 pr. kíló, allt v'erð á þorski. Þessar tölur um fisk- verð eru staðreyndir sem ekki er hægt að véfengja. Sé hinsvegar væntanlegur hluti útgerðarmanna af báta- gjaldeyrinum reiknaður út með einföldum hlutfallareikningi, lítur dæmið þannig út: Þann fisk sem bátagjaldeyr- ir kemur ekki á (s.s. togara- fisk), kaupa fiskkaupendur á 85 aura kílóið og getur það því talist grunnverð. Ef þeir hinir sömu kaupendur kaupa báta- fisk og fá 55% af gjaldeyris- fríðindunum gefa þeir kr. 1,15 pr. kíló, þ. e. 55% af gjaldeyris- fríðindunum gera 30 aura. Þá hljóta þáu 45%-'’--sem útgerðin fær að gefa 24,6 aura á kíló. Það þýðir að fyrir línufisk eiga útgerðarmenn að fá endanlega kr. 1,39,6 pr. kíló og fyrir neta- fisk kr. 1,37,1 pr. kíló. Þegar það liggur þannig fyrir að fiskverðið er 13—18 aurum hærra en sjómenn fá fyrir hlut sinn, getur það ekki talist ann- að en eðlileg ráðstöfun af þeirra hendi að segja upp samn. ingum til lagfæringar, því a. m. k. hér í Eyjum verður erfitt að fá sjómenn til að sætta sig við annað en að fá fullt verð fyrir aflahlut sinn. Sigurður Stefánsson H g g 8 ? Hi í ð t « aibaQaDíiQ) Gljóir wel 1 Drjúgt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.