Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 10
/CC* fc í'f'> ?ÍIC'I*IIV<20V.-:I -•■ 5381 v.Ci/flfij; ?;; TUI’l*í*.íj;4h<'l 10) _ ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 11. janúar 1955 — Erich Maria REMARQUE: ------------------------ Að elska... ...og deyja < __________________j 25. dagur „Hvaða dagur er í dag?“ spurði hann. ' „Fimmtudagur.“ „Nú, það er fimmtudagur." „Auðvitað. í gær var miðvikudagur. Haldið þið að nokkur möguleiki sé á að fá einhvers staðar kaffi?“ „Auðvitað. Hér er allt óbreytt." Sumir mannanna tóku brauð upp úr bakpokum sín- um og fóru að maula það. Gráber beið; hann vildi borða brauðið sitt með kaffinu. Hann fór að hugsa um morg- unverðarborðið heima. Móðir hans átti blá- og hvít- köflóttan borödúk og á borðum haifði verið hunang og brauðsnúðar og kaffi með heitri mjólk. Kanarífuglinn hafði sungið og á sumrin hafði sólin skinið á rauöar geraníurnar í glugganum. Áður fyrr hafði hann oft handfjatlað dökkgræn blöðin, andað aö sér sterkum, framandi iimi og hugsað um framandi lönd. Síðan hafði hann séð mörg framandi lönd, en ekki á þann hátt sem hann hafði dreymt um í æsku. Hann leit út aftur. Allt í einu létti honum í skapi. Fyrir utan voru akuryrkjumenn að horfa á lestina. Þar voru einnig konur með klúta bundna um höfuðin. Liðþjálfinn opnaöi gluggann sinn og veifaði. Enginn veifaði á móti. „Þið um það, ófétin ykkar,“ sagði liðþjálfinn vonsvik- þjálfinn og tveir 1 viðbót. Klukkustundu síðar fór Grá- ber að kannast við umhverfið. Það var byrjað að rökkva. Bláleitur hjúpur lagðist yfir trén. Hann þekkti engin einstök atriði — hús, þorp eða hæðir — það var landslagið sjálft sem talaði allt í einu til hans. Það kom alls staðar að, geðþekkt og seiðandi og þrungið minn- ingum. Það var ekkert áþreifanlegt, kom ekki staðreynd- um við — það var einhver tilfinning um endurkomu, ekki sjálf endurkoman, en því sterkari var þessi tilfinn- ing. Hún var þrungin ljúfum, óljósum draumum, og þeir áttu sér engin takmörk. Nöfnin á stöðvunum vora nú gamalkunnug. Hann sá staði sem hann mundi eftir úr sumarferðalögum. í hug- anum fann hann allt í einu ilm af jarðarberjum, trjá- kvoðu og lyngi 1 sól. Borgin hlaut að koma eftir nokkr- ar mínútur. Gráber var búinn aö taka saman dót sitt. Hann stóð upp og beið eftir fyrstu götunum. Lestin nam staðar. Fyrir utan var fólk á hreyfingu. Gráber gægðist út. Hann heyrði nafnið á borginni. „Jæja, líður þér vel,“ sagði maðurinn frá Köln. „Við erum ekki komnir. Stöðin er í miðri borginni.“ „Ef til vill er búið að flytja hana. Það er vissara að spyrja.“ Gráber opnaði dyrnar. í hálfrökkrinu sá hann fólk á leiðinni inn. „Er þetta Werden?“ spurði hann. Fólkið leit upp en svaraði engu. Það var að flýta sér. Hann fór út. Svo heyrði hann stöðvarstjórann hrópa: „Werden. Allir út til Werden“. Hann setti á sig bakpokann og tróðst áfram að emb- ættismanninum. „Fer þessi lest ekki að stöðinni?“ Maðurinn leit þreytulega á hann. „Ætlarðu til Werd- en?“ „Já“. „I>arna yfir til hægri bakvið pallinn. Strætisvagn fer það sem eftir er.“ Gráber gekk eftir stöðvarpallinum. Hann kannaðist ekki við hann. Hann var nýr, gerður úr grænu timbri. mn. Nokkrum mínútúm síðar kom annar akur sem á var fólk og hann veifaði aftur. í þetta sinn hallaði hann sér langt út um gluggann. í þetta sinn veifaði enginn á móti heldur, þótt fólkið hefði rétt úr sér og horfði á lestina. „Fyrir þessu erum við að berjast," sagði liðþjálfinn reiðilega. „Ef til vill hafa þetta verið stríðsfangar. Eða erlendir verkamenn.“ „Það voru konur þarna líka. Þær hefðu að minnsta kosti getað veifað“. „Ef til vill hafa þær verið rússneskar líka. Eða pólsk- ar.“ „Þvættingur. Þær litu ekki þannig út. Og þó svo væri, hljóta að hafa verið þarna Þjóðverjar líka.“ „Þessi lest flytur særða hermenn,“ sagði sköllótti her- maðurinn. Enginn veifar þeim.“ „Uxar,“ sagði liðþjálfinn og vildi ekki ræða þetta frek- ar. „Sveitalubbar og fjósastelpur.“ Hann lokaði glugg- anum með hnykk. „í Köln er fólkið öðru vísi,“ sagði járnsmiðurinn. Lestin mjakaðist áfram. Einu sinni stóð hún við í jarðgöngum í tvær klukkustundir. Ekkert ljós var í vögnunum og göngin sjálf voru niðdimm. Þeir voru vanir því að hafast við neðanjarðar; en samt sem áður var vistin í göngunum orðin óhugnanleg að klukku- stundu liðinni. Þeir reyktu. Glóandi sígaretturnar þutu upp og niður eins og eldflugur. „Sennilega vélabilun,“ sagði liðþjálf- inn. Þeir hlustuðu. Þeir heyrðu ekki í flugvélum. Og eng- ar sprengingar heyrðust. „Hefur einhver ykkar komið til Rothenborgar?" spurði maðurinn frá Köln. „Það er gömul borg,“ sagði Gráber. „Hefurðu komið þangað?“ „Nei. Hefur þú aldrei komið þangað?" „Nei. Og hvað í ósköpunum á ég að gera þar?“ „Þú hefðir átt að fara til Berlínar," sagði sá rottulegi. „Þú færð ekki leyfi nema einu sinni. Og það gerist meira í Berlín.“ „Ég hef ekki nóga peninga til að fara til Berlínar. Hvar gæti ég búið? Á hóteli? Ég vil bara hitta fjölskyldu mína.“ Lestin þokaðist af stað. „Loksins,“ sagði bassinn. „Ég hélt að það ætti að grafa okkur hér.“ Smám saman birti í klefanum. Birtan varð silfur- hvít og svo sást landslagið fyrir utan. Það var dýrmæt- ara en nokkru sinni fyrr. Þeir flykktust að gluggunum. Síðdegið var eins og ilmandi vín. Ósjálfrátt svipuðust þeir um eftir nýjum sprengjugígum. Þeir fundu enga. Eftir nokkra viðkomustaði fór bassinn út. Síðan lið- <•>- Tekur síðjakkinn við af drogtinni? Sígilda kvendragtin er alltaf í tízku, þótt alltaf sé verið að gera á henni tizkubreytingar. Síðjakkinn er eitt afbngðið sem ástæða er til að gefa gaum. Allar konur sem hafa ein- hverja vankanta á vaxtarlag- inu ættu að íhuga kosti síð- jakkans. Dragt með lausum, opnum jakka getur dulið ýmsa va,xtarágalla. Kona sem er há \ i Glens og gaian Hún: Segðu mér sannleikann. — líkar ykkur karlmönnum eins vel við tölugar konur og við hinar? Hann: Hvaða hinar? Hann: Þú veizt hvernig ég er: ég sökkvi mér alltaf niður í það sem ég er að gera.- Hún: Þú ættir að grafa brunn. SKIPAUTG6RÐ RIKISINS Herðubreið austur um land til Vopnafjarð- ar hinn 15. þ.m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarð- ar, Borgarfjarðar og Vopna- fjarðar í dag og á morgun. Farseðlar seldir á föstudag. Oddur fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. og mjög þrekin og fær sér venjulega víðar flíkur til að leyna vaxtargöllunum, á alltaf á hættu að sýnast of umfangs- mikil og tröllaukin í síðri, víðri kápu. Hálfsíð kápa er mun betri og yfir þröngu, sléttu pilsi getur hún látið viðkom- andi sýnast granna, þótt því fari fjarri að svo sé. Annars er hægt að stytta því nær allar síðar, víðar káp- ur og gera úr þeim nýtízku síðjakka. Að vísu eru jakkarn- ir mjög oft notaðir við kjóla úr sama efni, en það er eng- in algild regla;. oft er áherzl- an lögð á muninn á kjól og jakka. Að vísu þarf þetta tvennt að fara vel saman, en það þarf alls ekki að vera eins.. Jakki úr gamalli kápu getur orðið eins og ný flík ef maður velur efnið í kjólinn sem nota á við, þannig að það fari vel við jakkann. Oft- ast eru notaðir kjólar við jakkana, þótt líka sé algengt að nota pils og blússu. Sumir kjólar eru meira að segja hafð- ir flegnir eins og samkvæmis- kjólar, en það er alls ekki hent- ugt. Kjóllinn á fyrri myndinni er úr einlitu efni og kjóll og jakki eru úr sama efni. Ef maður vill sameina nýtt og gamalt má nota ljósdrapp kjól við dökkbrúnan jakka eða gráan kjól við dökkbláan jakka. Ef ekkert er við vaxtarlagið að athuga er mjög fallegt að nota sléttan þverröndóttan kjól við einlitan jakka. Ef kjóllinn er grár með svörtum röndum. er fallegt að nota við hann svartan jakka eða jafnvel há- rauðan. Jakkinn er með mjög breiðum sjalkraga, sem eru mjög í tízku og eins og á hinum jakkanum eru axlirnar talsvert hallandi. Við báða kjólana eru notuð breið, sniðin belti sem fara flestum vel, þótt breið séu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.