Þjóðviljinn - 29.01.1955, Blaðsíða 6
jB) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 29. janúar 1955
Sjóslysin miklu
Harmur ríkir á heimilum í þremur þjóðlöndum eftir
ofsaveðrið norðvestanlands. Tugir sjómanna féllu þar í
hinni miklu og endalausu baráttu þjóða sinna við hafið,
létu lífið við skyldustörf sín og þjónustu, fjórir íslendingar,
fjörutíu og tveir Bretar, einn Færeyingur.
Þegar sjóslysin verða, er eins og öll þjóðin vakni snöggv-
ast, svo fast er minnt á hættur og þrekraunir sjómennsk-
unnar. En þjóðin má aldrei sofna, hún má aldrei dauf-
heyrast við kröfum sjómanna um bætt starfsskilyrði,
slysavarnir og bærilegri afkomu. Hún má aldrei gleyma
því hvað allir landsmenn eiga sjómannastéttinni að þakka.
Hún má heldur ekki gleyma að í hinu hættulega starfi
að björgun úr Agli rauða var unnið hið ágætasta afrek,
unnið af fyrirhyggju, dirfsku og drenglund og með miklum
árangri, björgun 29 manna úr bráðri lífshættu. Þakkir
alþjóðar eiga þeir menn skilið, sem það afrek unnu.
Þessi teikning eftir Bidstrup birtist í Land og Folk eftir að Schröder, innanrikisráJö-
herra í vesturþýzku stjóminni og fyrrvera ndi nazisti, hafði ávarpað fund einkennis*
búinna SS-manna í Vestur-Berlín fyrir kosningarnar þar í vetur.
þlÓÐVIUINN
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurina.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
1». — Simi 7500 (3 línur).
Áakriftarverð kr. 20 é mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
f Askornn Dagsbrúnar
' Þessa dagana eru verkalýðsfélögin hvert eftir annað að taka
lil umræðu og ákvörðunar þá álj'ktun hinnar nýafstöðnu ráð-
Etefnu, sem Alþýðusamband íslands og fulltrúaráð verkalýðs-
félaganna í Reykjavík gengust fyrir, að segja beri upp núgild-
andi kjarasamningum. í fyrrakvöld tók fjölmennasta og þrótt-
mesta verkalýðsfélag landsins afstöðu til málsins: Verkamanna-
félagið Dagsbrún ákvað að segja samningum sínum upp.
Umræðurnar á Dagsbrúnarfundinum í fyrrakvöld voru mjög
á einn veg. Allir sem til máls tóku voru á einu máli um, að
aamningsuppsögn væri óhjákvæmileg, kjararýrnunin væri orðin
það stórfelld að ekki yrði við unað lengur en orðið er. Verka-
mönnum væri nauðugur einn kostur að hefja samstillta og öfl-
uga baráttu fyrir kauphækkun sem við það miðaðist að dag-
vinnulaunin nægðu til framfærslu meðalfjölskyldu.
Einhugur Dagsbrúnarmanna spáir vissulega góðu um þróún
Og úrslit þeirrar kjarabaráttu verkalýðsins sem nú verður háð.
Eins og oftast áður verða Dagsbrúnarmenn sú brjóstfylking
eem allur verkalýður og launþegar vita að mest mæðir á og
treysta bezt til að gegna forustuhlutverki í átökum við stéttar-
andstæðinginn og liðskost hans.
En Dagsbrúnarmenn létu sér ekki nægja að taka einhuga og
afdráttarlausa afstöðu til spumingarinnar um samningsupp-
Bögn. Þeir gáfu einnig sitt svar við hótunum ríkisstjórriarinnar
um að verkalýðurinn skuli fljótlega rændur þeim kjarabótum
eem hann knýr fram. Svar Dagsbrúnar reyndist mótað af reynslu
og þroska reykvískrar verkamannastéttar. Dagsbrún lýst því
yfir að svar verkalýðsins við gengislækkunarboðskap ríkis-
etjómarinnar yrði að vera sköpun þeirrar stjómmálalegu ein-
ingar sem gerði þessar fyrirætlanir að engu.
Dagsbrún skoraði á verkalýðsflokkana og öll samtök sem
ineð verkalýðnum vilja vinna „að taka tafarlaust hönðum sam-
an gegn stefnu ríkisstjómarinnar og með það fyrir augum að
imekkja völdum hennar í næstu Álþingiskosningum með kosn-
ingabanðalagi alþýðunnar um lanð allt*‘.
Þá beindi Dagsbrún því til stjómar Alþýðusambands íslands
að beita sér fyrir þessu samstarfi og skoraði á verkalýðsfélög-
5n að taka málið á dagskrá og vinna ötullega að því að sú
etjómmálaeining alþýðunnar verði að veruleika sem hindrað
getur gengislækkun og kjaraskerðingu en orðið gmndvöllur að
myndun ríkisstjómar sem starfi í samræmi við hagsmuni al-
þýðu og verkalýðshreyfingin gæti veitt brautargengi til starfa.
Þarna hefur þetta þróttmesta og reyndasta verkalýðsfélag
landsins mótað baráttustgfnu sem er í fyllsta samræmi vic
etéttamauðsyn verkalýðsins í dag. Verkefni verkalýðsins og
samtaka hans er nú hvorttveggja í senn: að hefja öfluga sókr
fyrir betri lífskjörum og gera þær stjórnmálaráðstafanir seir
duga til þess að vemda og tryggja þá árangra sem nást í hags-
munabaráttunni.
Skilningur á þessu fer nú sívaxandi meðal alls vinnandi
fólks. Áskorun Dagsbrúnar verður áreiðanlega öðrum samtök-
um alþýðunnar hvatning til að láta ekki sinn hlut eftir liggja,
Öll félög og samtök alþýðunnar þurfa að sameinast um þá
Btefnu sem Dagsbrún markaði með samþykkt simú í fyrradag.
Baráttan gegn hervæðlngu
harðnar sífellt í Þýzkalandi
VerkalýSshreyfingin, œskan og möfmœl-
endakirk'ian leggjast á eiff
festu götubardagar síðan
fyrir valdatöku Hitlers
voru háðir í Hamborg, stærstu
borg Vestur-Þýzkalands, á
þriðjudaginn í síðustu viku. Til-
efnið var að samtök nýnazista
og uppgjafaliðsforingja efndu
til hátíðahalda til þess að minn-
ast þess, þegar Vilhjálmur I.
var tekinn til keisara yfir
Þýzkalandi eftir sigurinn yfir
Frökkum 1870. Þarna átti að
minnast þessa sigurs þýzkrá
vopna og jafnframt fagna horf-
unum á því að Vestur-Þýzka-
land verði brátt á ný grátt fyr-
ir járnum. Þetta tiltæki nýnaz-
istanna og hernaðarsinnanna
var meiri frekja en svo að
róttækur verkalýður Hamborg-
ar gæti látið því ómótmælt.
Þúsundir verkamanna streymdu
frá verksmiðjum og öðrum
vinnustöðum inn í miðborgina.
Þar var farin mótmælaganga
gegn nýnazisma og hervæðt
ingu, hverri lögreglugirðingunni
eftir aðra sópað í brott og
fjöldafundur haldinn úti fyrir
húsinu þar sem verið var að
minnast keisaratignar Vil-
hjálms I.
A ðalræðuna á þessum fundi
hélt sósíaldemókratinn Ad-
olf Kummernuss, forseti sam-
bands flutningaverkamanna í
Vestur-Þýzkalandi. Hann benti
á, hvernig nýnazistar vaða nú
uppi á öllum sviðum þjóðlífs-
ins í Vestur-Þýzkalandi. Rík-
isstjórn Adenauers hleður und-
ir þá og hervæðingarbrölt
hennar gefur þeim byr í- segl-
in. „Rotturnar hafa verið í
felum í tíu ár“, sagði Kumm-
ernuss, „en nú eru þær farnar
að reka trýnin fram í dags-
ljósið. Sömu öflin eru að verki
nú og 1933. Nú eins og þá
stefna þau að því að koma á
fasisma. Það er hlutverk þýzks
verkalýðs að sjé um að at-
burðirnir frá 1933 endurtaki
sig aldrei.“
Viðureign nýnazista og verka-
manna í Hamborg er aðeins
einn af mörgum svipuðum at-
burðum, sem gerzt hafa í Vest-
ur-Þýzkalandi síðustu vikurn-
Erlend
tiðindi
ar. Um síðustu helgi gerði tæp
milljón verkamanna í stáliðnað-
inum og kolanámunum sólar-
hrings verkfall til að mótmæla
árás atvinnurekenda á rétt
- verkamanna til áhrifa á stjórn
fyrirtækjanna sem þeir vinna
hjá. Þetta er mesta verkfall sem
gert hefur verið í Þýzkalandi
síðan fyrir valdatöku Hitlers.
Þessi vinnustöðvun er að dómi
fréttamanna í Vestur-Þýzka-
landi enn ein sönnun fyrir þvi,
hvílík ólga er meðal almenn-
ings. Gleggsta merkið um hana
er þó hin gífurlega aðsókn sem
verið hefur að mótmælafundum
sósíaldemókrata, verkalýðsfé-
laganna og kommúnista gegn
hervæðingunni. Fréttamenn í
Bonn segja að ríkisstjórn Aden-
auers og stjómarfulltrúar Vest-
urveldanna hafi þungar áhyggj-
ur af þeirri mótmælaöldu, sem
risin er gegn Parísarsamning-
unum um hervæðingu og inn-
göngu Vestur-Þýzkalands í A-
bandalagið.
¥ong Alþýðusambands Vestur-
* Þýzkalands samþykkti mót-
mæli gegn hervæðingunni með
öllum greiddum atkvæðum
gegn fjórum. Fyrir skömfnu
skoraði þing sambands verka-
lýðsfélaganna í Bajern á stjórn
Alþýðusambandsins að beita sér
fyrir áróðursherferð gegn her-
væðingunni. Flestir leiðtogar
mótmælendakirkjunnar í Vest-
ur-Þýzkalandi styðja baráttuna
gegn hervæðingu en fyrir sam-
einingu landsins. ískyggilegast
fyrir ríkisstjómina er þó að
komið hefur í Ijós að andstað-
an gegn hervæðingu er út-
breiddust á meðal æskulýðsins.
Skoðanakannanir hafa leitt í
Ijós að yfirgnæfandi meirihluti
ungra manna er andvígur því
að þurfa að gegna herþjónustu
og há hundraðstala kveðst muni
neita að bera vopn enda þótt
herskylda verði lögleidd.
Reynsla striðsáranna hefur íyllt
uppvaxandi kynslóð Þjóðverja
rótgróinni andúð á hermennsku
og hemaði.
Eftir síðustu orðsendingar
sovétstjómarinnar um sam-
einingu Þýzkalands eru meira
að segjajlmis borgarablöð far-
in að deila á stefnu Adenauers.
Á það við um eins áhrifamikil
blöð og Frankfurter Rundschau
og General Anzeiger í Bonn.
Þau hafa stutt Adenauer til
skamms tíma en snúa nú við
honum baki og.taka undir kröfu
Ollenhauers, foringja stjórnar-
andstöðunnar, um að vestur-
þýzka þingið neiti að afgreiða
Parísarsamningana fyrr en
Vesturveldin og Sovétríkin
hafi komið saman á fund til
þoss að ræða sameiningu Þýzka-
Framhald á 11. síðu.