Þjóðviljinn - 29.01.1955, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Björgun skipverjanna á Agli rauÖa
Framhald af 1. síðu.
ana í björgunarstólinn og var
það erfitt verk og kalt þar sem
sjór gékk stöðugt yfir hið
strandaða skip.
Ólendandi á
strandstaðnum
Fréttaritari Þjóðviljans ræddi
í gær við stjórnanda björgun-
armannanna, Símon Helgason.
Sagðist honum svo frá að kl.
hálfsjö um kvöldið hefði til-
kynningin um strandið borizt
og slysavarnasveitin verið köll-
uð.
Björgunarsveitin lagði af stað
með vb. Heiðrúnu kl. 9:30 um
kvöldið og kom á strandstað-
inn um miðnætti. Ógerningur
var að lenda nokkurstaðar á
ströndinni í grennd við strand-
staðinn og urðu þeir því að
fara. inn til Hesteyrar og lenda
þar.
björgunarsveitin hafði komið
línu um borð í togarann vildu
skipverjar þeir sem eftir voru
um borð allir fai'a í land frekar
en að vera bjargað jrfir í bát-
inn. Gekk björgunin tiltölulega
greiðlega og var björgun hinna
16 manna lokið um kl. 3.
Heppnin með
Þegar björgunarmennirair
fóru á strandstaðinn urðu þeir
að fara hátt upp í fjallið þar
sem ófært var með sjónum.
Þegar björguninni var lok-
ið var komin fjara og var
því hægt að komast um fjör-
una fyrir klettinn þar sem ó-
fært hafði verið áður. Stytti
þetta og auðveldaði mjög leið-
ina að eyðibýlinu Sléttu, enda
voru skipbrotsmennimir og
björgunarmennirnir allir komn-
ir þangað eftir tvær stundir.
lagðist á hliðina og f>mmta
manninn sem fórst mun hafa
tekið fyrir borð.
Frostlaust var um nóttina þó
hríð væri og gátu skipverjar
hafzt við um nóttina í brúnni
og kortaklefanum, en það var
eini staðurinn á skipinu sem
var uppi úr sjó.
★
Skipbrotsmennirnir af Agli
rauða eru væntanlegir hingað
til bæjarins í dag.
Upphaf stórnt-
gerðar á Norður-
landi á 19. öld
Á morgun, sunnudaginn 30.
jan. kl. 2 e. h. heldur próf. dr.
Þorkell Jóhannesson háskóla-
rektor fyrirlestur í hátíðasaln-
um, er hann nefnir Uppkaf stór-
útgcrðar við Norðurland á 19.
öld. Mun þar rætt um breytingu
þá, er verður á sjávarútvegi
með tílkomu þilskipa og uppgang
hákarlaveiðanna fram um miðja
öldina.
Margeir Steingrímsson varð
skákmeistari Xorðurlands
en Gaðjón M. Sigurðsson fékk flesta
vinninga — Hann teflir við 39 menn
á morgun
Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Snjóbuxur
Skíðabuxur j
á börn og fullbrðna og all- ;
ar aðrar tegundir af síðbux- j
um úr vönduðum og góðum 5
ullarefnum.
ÁLAFOSS, |
Þingholtsstræti 2.
Keppni í meistaraflokki á skákþingi Norð'urlands er
lokið og vann Margeir Steingrímsson titiliim skákmeist-
ari Noröurlands meö 4 vinningum en Guöjón M. Sigurðs-
son, er tefldi sem gestur á mótinu, fékk flesta vinninga
5Í4 af 6 mögulegum.
Erfíð ferð
Um kl. 5 vora þeir komnir
á land á Hesteyri og lögðu þá
af stað á strandstaðinn, sem
er löng leið og erfið. Björgun-
armennirair voru 19 talsins, 6
frá ísafirði, 12 af togaranum
Austfirðingi og 1 af Ægi. Veð-
ur var mjög hvasst og vo"t og
voru þeir ekki komnir á strand-
staðinn fyrr en kl. 1:30 eh. um
daginn.
(
Björgun gekk
greiðlega
Frá landi voru ekki nema
20-30 metrar út í Egil og þegar
Aðalfundur
Ferðamálafélags
Reykjavíkur
Aðalfundur Ferðamálafélags
Reykjavíkur var haldinn s. 1.
miðvikudag. Formaður félagsins
flutti skýrslu um starfsemina á
liðnu ári, en haldnir höfðu verið
48 fundir frá því félagið var
stofnað í desember 1953. Hafði
stjómin haldið fjölmarga fundi
með ýmsum aðilum, svo sem
ráðherrum, borgarstjóra, banka-
stjórum, vegamálastjóra, varð-
andi ferðamál.
Fjörugar umræður urðu á
fundinum um margvísleg mál,
sem skyld eru þeirri hugsjón að
gera ísland að fjölsóttu ferða-
mannalandi. Virtust menn sam-
mála um það, að ísland hefði
marga kosti til að bera, sem
ákjósanlegir eru fyrir ferða-
mannaland, en þó væri langt í
land enn, að fslendingar gætu
kinnroðalaust tekið á móti mörg-
um erlendum ferðamönnum.
Þyrfti mikið átak og almennan
skilning hjá landsmönnum til
þess að geta skapað jafn þýð-
ingarmikinn atvinnuveg og mót-
taka erlendra ferðamanna er.
Stjórn' Ferðamálafélagsins var
endurkjörin, en • hana skipa:
Agnar Kofoed-Hansen, formaður;
Gísli Sigurbjörnsson, varaform.;
Halldór S. Gröndal, ritari; Lúð-
víg Hjálmtýsson, gjaldkeri og
meðstjómendur Ásbjörn Magn-
ússon, Eggert P. Briem og Njóll
Símonarson.
80 næturgestir —
og leiá vel
Skömmu síðar kom annar
leiðangur björgunarmanna,
skipverjar af togurum og
skíðamenn af fsafirði, með
fatnað og matvæli og le’-ð því
öllum vel um nóttina, þótt um
80 manns muni hafa verið í
bænum. Þótt bærinn hafi verið
í eyði í nokkur ár eru húsa-
kynni þar enn allgóð.
Kl. 9 í gærmorgun var farið
út í skip hjá. Sléttu, því sjó
hafði lægt mjög. Sparaði það
öllum hina löngu og mjög erf-
iðu leið á landi alla leið til
Hesteyrar. Komu skipbrots-
menn til ísafjarðar um hádeg-
ið.
Brotnaði fijótlega
Egill rauði mun hafa brotnað
í tvennt 10-15 mínútum eftir að
hann strandaði og munu þá
tveir menn hafa farizt. Aðrir
tveir munu hafa. farizt niðri
í vélarrúmsganginum er skipið
Annar Norðlendinga í meist-
araflokki varð Július Bogason
með 3% vinning. Jón Ingimars-
son og Sigurður Jónsson fengu
3 vinninga og Kristjón Jónsson 2.
í I. flokki eru keppendur að-
eins 5 og er Sigurður Jónsson
efstur með 4Yz vinning og bið-
skák og næstur Randver Karls-
son með 4 vinninga.
í II. -flokki er keppni lokið.
Efstur varð Ingimar Friðfinnsson
með 4 vinninga. Næstir eru Jón-
as Elíasson og Marinó Tryggva-
íslandskvikmynd
Framhald af 12. síðu.
ina á nokkrum næstu árum.
Frumsýningin í dag verður að-
eins fyrir boðsgesti, en önnur
sýning verður á morgun, sunnu-
dag, klukkan þrjú, og verður þá
seldur aðgangur meðan húsrúm
leyfir.
son með 3% vinning hvor.
í gærkvöld tefldi Guðjón fjöl-
skák við 10 meistaraflokksmenn
á Akureyri og á morgun teflir
hantj fjölskák við 30 menn sam-
tímis.
H9911 1 ® i 8 i ■
iHMIRIiaiHIIIRIIRIBIIIIHIIIIIHIIHiltlllllllHIIIHIIIIItllllllHIIIVBIIIIIIIIIIIIIIIIIHM
Skattairamtöl
Þeir, sem ætla að fá hjá mér aðstoð
við sk&ttaframtöl sín, eru beðnir að tala
rið mig sem allra fyrst.
Þorvaldur Þórai'insson,
lögfrœ$ingar,
Þórsgötu 1. Símar 6345, 5391.
!■»■■■■■■■•■••••■■■■•■■■■■•■•■■■■■■•■■■■■■■■■•
Veiti aðstoð við
skattoframtöl
Opi'ð til kl. 7 í kvöld
og frá kl. 2—7 á morgun,
sunnudag.
INGI B. HÉLGAS0N,
lögfrœðingur, Skólavörðustig 45, sími 82207.
■■■■■■■••■■•■■■■■■••■*■•■•■•••■•■•«•■■■•■••••■■•■•<
Félag íslenzkra
hljóðfæraleikara
Kauptaxti
4.
Frá og með 1. febrúar 1955 koma eftirfarandi breyt-
ingar á kauptaxta Félags íslenzkra hljóðfæraleikara til
framkvæmda.
1. Tímakaup haldist óbreytt (kr. 40.50 pr. klst. grunn-
kaup) kr. 55.92 með öllum uppbótum, samkvæmt
núverandi vísitölu.
2. Á hátíðisdögum þjóðkirkjunnar, öllum laugardögum,
öllum almennum fridögum (öðrum en óbreyttum
sunnudögum) skal greiða 25% ála.g á almennt tíma-
vinnukaúp.
3. Almennir frídagar teljast: Sumardagurinn fyrsti, 1.
maí, fyrsti mánudagur í ágúst og 1. desember. — 17.
júni og gamlárskvöld haldist óbreytt frá því sem
verið hefur.
Yfirvinna reiknast frá kl. 2 eftir miðnætti alla laug-
ardaga, en frá kl. 1 eftir miðnætti alla aðra daga
ársins, og greiðist hún með sama álagi eins og
verið hefur.
Fyrir plötuupptöku skal greiða kr. 250.00 lágmarks-
gjald á plötusíðu fyrir hvern hjóðfæraleikara, og er
innifalin í því greiðsla fyrir 2y2 klst. æfingu og upp-
töku. Fari vinna við æfingu og upptöku fram úr 2y2
klst., skal greiða fyrir hverja byrjaða V2 klst. sam-
kvæmt gildandi kauptaxta félagsins.
Taxti sá, sem um getur í 5. lið skal ná yfir 500 ein-
tök af plötum. Ef steyping skyldi fara fram úr þvi,
skal greiða hljómsveitinni 5% af útsöluverði plöt-
unnar af hvei'ri plötusíðu og deilist sú upphæð jafnt
á alla hljóðfæraleikara sem inn á plötuna leika. Miða
skal við steypingu á plötum en ekki sölu.
Kauptaxti félagsins haldist að öðru leyti óbreyttur.
Kauptaxti félagsins ásamt framangreindum breyt-
ingum gildir til 1. júlí 1955. Uppsagnarfrestur skal
vera einn mánuður. Sé taxtanum ekki sagt upp sam-
kvæmt framansögðu framlengist hann um sex mán-
uði í senn með sama uppsagnarfresti.
Reykjavík, 28. janúar 1955.'
Félag íslenzkra hljóðfæraleikara