Þjóðviljinn - 29.01.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.01.1955, Blaðsíða 8
JÓN LEIFE: 8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 29, janúar 1955 — £ ÍÞRÓHIR HITSTJÓRJ FRtMANN HELGASON . ] Vaxani iþréttaáhugi í Evrópo Bæjakepptsin Á aðalfundi Ferðamálafé- lagsins 26. þ.m. var Jón Leifs kosinn fundarstjóri. — ííaim tók einnig þátt í um» ræðum og hélt m.a. eftir- Einn fréttamaður U.P. hef- ur gert ýmsar fyrirspurnir til landa í Evrópu um áhugann fyrir iþróttum yfirleitt. Niðurstaða svaranna er yfir- leitt sú að íþróttir eru í ör- uggum vexti. I Sviss er vax- andi fjöldi sem æfir og iðkar íþróttir. Hvað snertir t. d. tvær f jölmennustu greinarnar, knatt- spymu og fimleika, hefur knattspyrnan aukið félags- mannatal sitt á árunum 1950- 1954 úr 110,791 í 138.192 og fimleikasambandið hefur aukið féiagsmannatal sitt um 19 þús. á sama tima eða úr 205. 600 í 224.220. Svipuð er aukn- ingin í öðrum sérgreinum. Danska íþróttasambandið jók félagsmannatal sitt árið 1954 trm 20000 í viðbót við þau 480.000 sem voru í því við ársmót 1953-1954. Fjölgun á síðustu fjórum árum er 75.000. Mest var aukningin í knatt- spyrnunni, 'en nú eru um 163. 000 starfa.ndi knattspymumenn í Danmörku. I Svíþjóð varð aukningin 34.000, og sænska ríkisíþróttasambandið telur nú 844.091 félagsmann sem skipt- ast á 9655 félög. 1954 var stofnað 21 félag. Á síðustu fjórum árum hef- ur aukningin i Finnlandi orðið 80.000, og 1954 jokst talan um 10 þús. Alls cru nú um 800.000 manns í finnsku íþróttahreyf- ingunni. Æskulýðsráðherrann franski segir að vöxtur íþróttahreyf- ingarinnar í Frakklandi sé töluverður. 1952 og 1953 bætt- ust 300.000 nýir íþróttamenn í sambandið og hann gerir ráð fyrir svipuðum vexti 1954. Ár- ið 1952 voru alls í frönsku í- þróttahreyfingunni yfir tvær , milljónir manna. | Knattspyrnan er lang vinsæl- ust með 439.479 í árslok 1953. , Næst kemur keiluspil 180.462, I skíðaiþróttir 78.330, fimleiker 44.218, róður Gaston Roux, 33,138, en svo heitir ráðherr- ann upplýsir ennfremur að ! stórfelld byggingaráætlun um íþróttmannvirki, hafi verið sam þykkt og til þess áætlaðir á fjárlögum um 2 milljarðar , franka. J I Vestur-Þýzkalandi hefur . aukning verið mikil. 1 Hessen hefur aukningin orðið úr 289. ^ 997 í 373.896 og er svipað um ; aðra staðL S. 1. ár jókst tala , knattspymumanna úr 1.604.624 ^ 1.625.323. Félagsmannatal fim- i leikamanna jókst á sama tima úr 33.818 í 109.571. Bæjakeppni i handknattleik milli Reykjavikur og Hainar- fjarðar hófst að Hálogalandi í gærkvöld. Úrslit urðu þau, að í 2. flokki kvenna vann Reykja- vík með 12 mörkum gegn einu, í 3. flokki karla vann Reykja- vík einnig með 11 mörkum gegn 8, en í 2. flokki karla varð jafn- tefli 16-16. Eitgland vann Italíu 5:1 í unglingakeppni í knatupyrnu Fyrir nokkrum dögum fór fram knattspyrnukeppni ungl- inga, og voru þar í leik lands- lið Itala og Englendinga og unnu Bretar 5:1. Brezkir knattspyrnusérfræð- ingar höfðu spáð 2-3 marka tapi fyrir England. Það kom þeim því á óvart að Bretar skyldu sigra með svo miklum vfirburðum. í hálfleik stóðu leikar 1:0 fyrir Breta og þrjú mörkin síðustu gerðu þeir á Framhald á 11- c'ð” Um 40 manns í ] sjukrahusi cftir knattspyrnuleik Um jólaleytið fór fram knatt- spyrnukappleikur í Tucuman í Argentínu sem varð ærið sögu- legur eins og svo oft kemur fyr- ir í löndum Suður-Ameríku. Fyrst var það að flytja varð 20 menn í sjúkrahús vegna þess að þeir höfðu fengið alvarleg meiðsl eftir árás á dómara sem hafði tekið hart á ljótum og hörðum leik. Dómaranum tókst þó að komast undan með aðstoð lög- reglu en afleiðingin varð sem fyrr segir 20 særðir. Nokkru áður höfðu 5 drengir komið sér fýrir í háu tré til að horfa á leikinn án þess að greiða inngangseyri. Grein sú sem þeir sátu á brotnaði svo þeir féllu niður og stórslös- uðust svo að það varð að fara með þá í sjúkrahús. Og enn þurfti hjúkrunarlið að koma á vettvang því að hluti af áhorf- endapöllum hafði hrunið og við það slösuðust 15 svo alvarlega að fara varð með þá í sjúkra- hús. Frá hjólreiðakeppni í nágrenni Tallin, höfuðborgar Eistlands. HM gaf lo.ooo.ooo í hagnað Ungverski flugsundskappinn Georg Tumpel bætti fyrir nokkru heimsmet sitt í 100 m flugsundi; synti hann vegalengdina á 1,02,0 mín. en eldra met hans var 1.02.6. Þess má geta að Tumpel hafði enga keppni, því að næsti mað- ur synti á 1,09,1. Framkvæmdanefnd heims- meistarakeppninnar í Sviss í sumar gerði um s.l. áramót grein fyrir fjárreiðum keppninnar og kom í ljós að hreinn hagnaður var um 10 millj. krónur. Af því fara 15% til F.I.F.A. og 25% til Svissneska knattspyrnusam- bandsins en hin 60% skiptast milli þeirra 16 landa sem kepptu í Sviss, eftir þeim reglum að löndin fá í sinn hlut miðað við hvað lið þeirra drógu að sér marga áhorfendur. Þannig fengu Þjóðverjar auk titilsins tæpa milljón, Ungverjar um 900 þús., Uruguay um 600 þús., Sviss um 450 þús., Brasilía um 300 þús., Suður Kórea fékk minnst eða 140 þús. Úrslitaleikur Þjóð- verja gaf um 3 milljónir í að- gangseyri og er það met á megin- landi Evrópu. Leikinn sáu 63.800 manns. Alls greiddu 745.804 á- horfendur aðgangseyri að leikj- unum, sem urðu 26. Næst flestir áhorfendur á einum leik voru er Þýzkaland og Austurríki kepptu eða 57.991. Þýzkaland var líka aðili að þriðja mannflesta leikn- um en það var er þeir léku við Ungverja í fyrra skiptið, én þann leik sáu 55.994. Lægsti áhorf- endafjöldi var á leik Tyrkja og Suður-Kóreumanna eða 4081. Gjöldin í sambandi við heims- ; meistarakeppnina vonu um • 10 s milljónir, uppihald leikmanna, j vasapeningar og gjöld vegna j F.I.F.A. Auk þessa var varið um ! 70 milljónum til að stækka og jbæta knattspyrnuvelli í Sviss en það borguðu Svisslendingar sjálf- ir. Fékk um eina milljón fyrir golfleik Það getur gefið góðar tekjur að vera atvinnugolfleikari í Bandaríkjunum. Golfleikari að j nafni Bob Toáki hefur á árinu j 1954 fengið tæpa milljón króna fyrir leik sinn. Er þetta það mesta, sem einn maður hefur fengið fyrir golfleik i Bandaríkj- unum. Sá sem hefur fengið næst mest heitir Byron Nelson og fékk hann árið 1945 um tveim hundr- uð krónum minna. farandi ræðu. „Kæru fundarmenn! Þar sem aðrir hafa ekki beðið um orðið til að ræða skýrslu stjómarinnar varð- andi störfin á umliðnu ári, þá vildi ég fyrir mitt leyti vilja mega þakka stjórninni og þeim, er gengust fyrir stofnun þessa nýja félags, og óska þeim og félaginu hins bezta gengis. Ferðamálafélagið hefur ein- mitt þau mál með höndum, sem ég hefi hugsað mikið um á seinustu þrjátíu árum. Leyfið mér að skýra frá mín- um persónulegu sjónarmiðum, sem kunna að virðast nokkuð sérstæð í hópi áhugamanna hér um ferðamál. Island er land skálda og listamanna í svo ríkum mæli að um offramleiðslu („over- produktion") má tala. Það sýnir sig jafnframt að full þróun lista og listalífs hér á landi má því aðeins takast að við fólksfjölda á íslandi bæt- ist um 100.000 erlendir ferða- menn árlega til að taka við og njóta hér með okkur þeirra listar, sem við höfum að bjóða. Eg á þar einkum við list mynda-og tóna. Æðri list getur aldrei verið hjáleigumennska eða „prov- insialismus". Fommenning Is- lendinga var sprottin upp úr miklum viðskiptum við aðrar þjóðir, en fór hnignandi er samgöngur minnkuðu. Njála er ekki aðeins Islendingasaga heldur Evrópusaga, sem teyg- ir arma sína til Norðurlanda og Irlands og alla leið til Miklagarðs. En listmenning Islendinga nú á dögum er mestmegnis átthagatengsl, sem þarf að vaxa og dafna og verða að heimslist. Vér þurfum til viðgangs list vorri erlendan markað, listræn við- skipti við útlönd, erlenda á- heyrendur og áhorfendur hér á landi. Ef ég má tala um eigin persónulegustu sjónarmið, þá vil ég ekki dylja að mér er fullkomlega ljóst að mín helztu verk munu ekki hljóma hér á landi fyrr en eftir 100-200 ár, nema ísland verði mikið ferðamannaland. — T. d. mun Island tæplega geta haldið uppi fullkominni stórri hljómsveit og fyrsta flokks óperuleikhúsi, og eignast nægilega stór og góð sam- komuhús fyrir þá hluti, — nema til komi eriendur ferða- mannastraumur. Eg sakna þessvegna hér í kvöld fulltrúa íslenzkrar list- menningar, formanna lista- mannasamtaka, þjóðleikhús- stjóra, (sem var á stofnfund- inum í fyrra), útvarpsstjóra, menntamálaráðherra eða full- trúa hans og annarra, er þetta snertir mikið. En allt fæst ekki í einu kasti. Hugsum okkur að byrja á því að reyna að skapa fyrst nokkurskonar „saison“, — lista-„saison“ á heimsmæli- kvarða — t. d. aðeins stuttan tíma ársins. Eg hefi stungið upp á einnar viku listahátíð árlega til að byrja með, t.d. frá 10. til 17. júní, með hljóm- leikum, óperum, listsýningum o. s. frv. í líkingu við há- tíðarnar í Edinborg, Bergen o. s. frv. Eg hefi stungið upp á að kalla þessa árlegu viku „Islandshátíðina" eða „Festi- val of Iceland,'1 í líkingu við „Festival of Holland," sem stendur þó yfir allt sumarið árlega þar í landi, og er öllu því bezta til tjaldað. Auglýsing og dagskrá „Nor- rættu tónlistahátíðarinnar“ hér í sumar var hugsuð sem vísbending í þessa átt. Mér fróðari menn geta upp- lýst hve mikið slíkar hátíð- ir geta fært viðkomandi lönd- um í gjaldeyristekjur. Edin- borgarhátíðin fær 60.000 pund sem árlegan opinberan styrk, en hagfræðilegur út- reikningur sýnir að um 3 milljónir punda hafa hinsveg- ar streymt til Edinborgar ár- lega vegna hátíðarinnar, þar af 1 milljón punda í erlend- um gjaldeyri. Leyfið mér að lokum að bera fram gagnrýni: Heyrn og ly-kt og bragð virðast vera nátengd skiln- ingarvit. Þessvegna virðast matur og drykkur hafa mikið gildi fyrir menn með listræn eyru. Þó að enn vanti hér hótelherbergi, þá ætti að vera hægt að framreiða hér fyrsta flokks mat og drykk. — I Frakklandi er t.d. hægt að fá bezta mat í minnstu og ömur- legustu knæpum, og Fralckar kunna líka að „kompónera“ mat og drykk saman. Islend- ingar hafa lifað við sult eða lélegt fæði í mörg hundruð ár, og það þykir hér ekki ,,fínt“ að vera matvandur. Smekkvísin kostar hinsvegar ekki peninga. Hvert sem farið er hér á veitingahús í Reykja- vík, þá virðist maturinn vera allsstaðar eins — og því mið- ur ekki vel til búinn; — það er ómögulegt að neita því. Sama er um drykkina. — Þjóðverjar tala um „gepflegte Biere — gepflegte Weine“ — vandaða drykki, —• ekki að verði til, heldur að úrvali og meðferð. Fyrirgefið gagnrýni þessa. Ég veit að rekstur veitinga- og gistihúsa er geysilegt erfiði og þreytandi starfsemi. En, má ég segja ykkur sögu. Ég átti einu sinni tal við fátækan barnakennara suður í Þýzkalandi. Hann sparaði sér peninga til að geta ferðazt árlega í eina viku eða tvær, — en hann sagði, að ekki kæmi til mála fyrir sig annað en að búa á ferðalögum sínum á bezta hó- teli við bezta viðurværi, svo að hann gætið látið sér líða verulega vel a.m.k. í þennan stutta tíma; — mestan hluta ársins yrði hann hvort eða er að búa við lélega> aðbúð. Það skiptir í sjálfu sér ekki mjög miklu máli hve mikið hver „lúxus" kostar, ef hann Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.