Þjóðviljinn - 29.01.1955, Blaðsíða 12
hafa þegar sagt
• Verkamannafélagið Dagsbrún hefur sagt upp samn-
ingum sínum við atvinnurekendur og ganga þeir úr gildi
1. marz n.k. Samtals munu nú þegar nokkuð yfir 10
verkalýðsfélög hér í bænum og nágrenninu hafa sagt
upp samningum sínum.
Auk Dagsbrúnar hafa eftirtal-
ín félög sagt upp samningum:
Hlíf í Hafnarfirði, Félag járniðn-
aðarmanna, Sveinafélag skipa-
smiða, Mjólkurfræðingafélag ís-
lands, . ASB, félag afgreiðslu-
stúlkna í brauða- og mjólkur-
sölubúðum, Fóstra, Félag bif-
vélavirkja og ennfremur Laun-
þegadeild Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur. f nágrenninu er
þegar vitað um Hlíf í Haínar-
firði, Verkalýðsfélagið í Sand-
gerði og Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur mun hafa
lausa samninga.
Ókeypis aðstoð vi5
skattaframtöl
Nú fer hver að verða síðastur
að skila skattaframtali, en
skattaskýrslueyðublöðin voru
borin út fyrir skömmu.
Þeim til athugunar sem e. t. v.
hefðu hugsað sér að leita til
einhvers þeirra sem stunda þá
atvinnu að telja fram fyrir fólk,
og taka fyrir það meira eða
minna gjald, að leiðbeiningar og
aðstoð við framtöl sín geta menn
fengið í Skattstofunni daglega
frá kl. 9 að morgni til kl. 9 að
kvöldi —- og fylla starfsmenn
Skattstofunnar út ókeypis fyrir
þá sem óska aðstoðar þeirra.
í gær hófst allsherjaratkvæða-
greiðsla hjá Múrarafélagi Reykja
víkur um uppsögn samninga.
Heldur hún áfram í dag og lýk-
ur í kvöld.
Þá munu einnig nokkur félög
til viðbótar ræða uppsögn samn-
inga þessa dagana.
Fundir Norður-
landaráðs hafnir
Fundur Norðurlandaráðsins
hófst í Stokkhólmi í gær og
fór fram kosning forseta. Sig-
urður Bjarnason var kosinn
einn af þremur varaforsetum.
Hann flutti ræðu í gær, og
sagði að hingað til hefði starf
ráðsins valdið Islendingum von-
brigðum.
Æftingjum fanga í Kína
hannað að fara þangað
Bandaríska utanríkisráðuneyiið neitar
að gefa þeint vegabréf
Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt, að hún muni ekki
veita ættingjum bandarískra fanga í Euna vegabréf þangað.
Utanrikisráðuneytið gaf út til-
kynningu í fyrrakvöld, þar sem
tekið er fram að ekki verði unnt
að veita þeim mönnum vegabréf,
sem kynnu að vilja taka. boði
kínversku stjórnarinnar til ætt-
ingja þeirra 17 Bandaríkja-
manna, sem sitja í kínverskum
fangelsum, að heimsækja þá.
Foster Dulles utanríkisráð-
herra hefur sent öllum ættingj-
um fanganna bréf þar sem hann
segir að Bandaríkjastjórn þyki
miður að þurfa að taka þessa
ákvörðun. Hins vegar telji hún
■*«**
Ný Islandskvikmynd sýnd í Gamla bíó
er Nordisk Tonefilm tók s.l, sumar
í dag veröur frumsýnd í Gamla bíó íslandskvikmynd,
sem sænska kvikmyndafélagið Nordisk Tonefilm tók hér
á landi í fyrrasumar, og er þetta ein af þremur kvik-
myndum, sem Svíarnir tóku þá.
Þessi mynd, sem er 45 mín-
útna mynd í. hinum fegurstu
lítum, var gerð fyrir samvinnu-
sambönd allra Norðurlandanna.
Er myndin fyrst og fremst ís-
landsmynd, ætluð til sýninga er-
lendis, en leggur þó aðaláherzlu
á að sýna í svipmyndum starf
samvinnufélaganna.
Nordisk Tonefilm sendi sér-
stakan leiðangur þriggja manna
til þess að taka „Viljans merki“
en notaði auk þess ýmsa sér-
fræðinga og tæki, sem hér voru
vegna „Sölku Völku“. Kvik-
myndastjóri var rithöfundurinn
Jöran Forsslund, sem kunnur er
af greinum og bók, sem hann
hefur skrifað um ísland. Mynda-
tökumaður var einn af reynd-
ustu og viðurkenndustu mönnum
Svía á því sviði, Elner Akeson,
en þriðji maður í ferðinni var
Erik Park.
Kvikmynd þessi hefur þegar
verið frumsýnd í Stokkhólmi.
en búið er að gera texta við
hana á íslenzku, sænsku, dönsku,
norsku, finnsku og ensku. Má
því heita öruggt, að milljónir
manna erlendis muni sjá mynd-
Framhald á 3, síðu.
að það sé óviturlegt eins og mál
standa nú að leyfa Bandaríkja^
mönnum að fara til Kina.
Útvarp Bandaríkjahers sagði
í gær, að foreldrar sumra fang-
anna hefðu látið í Ijós sár von-
brigði yfir þessari ákvörðun
stjórnarinnar og teldu að hún
hefði brugðizt þeim.
TAI V AN
Framhald af 1. síðu.
Hann sagði að Bandaríkin hefðu
engan rétt til að verja eyjar eins
og Kvimoj og Matsu. Samþykkti
þingið slíka heimild til forset-
ans, jafngilti það stríðsj-firlýs-
ingu á hendur Kína.
Tundurdufl við Tasjen
Fréttaritari AFP í Taipe á Tai-
van símar þaðan, að skip úr
flota aiþýðustjórnarinnar hafi
lagt tundurdufl umhverfis Tasj-
eneyjar og sé það ástæðan til,
að skip sem farin voru þangað
til að flytja burt hermenn
Sjangs séu ekki komin aftur til
Taivans.
HlðÐVlUINII
Laugardagur 29. janúar 1955 — 20. árgangur — 23. tölublað
Þuríður Pálsdóttir tekur við
hlutverki Stinu B. Melander
Ura 10 þúsund manns hafa nú séð óperurnar I Pagli-
acei og Cavalleria Rusticana í Þjóöleikhúsinu, en 17.
sýning þeirra var í gærkvöld fyrir fullu húsi. í kvöld
verða óperumar sýndar í 18. sinn og er enn uppselt.
Sænska óperusöngkonan Stina
Britta Melander, sem undanfarið
hefur farið með eitt af aðalhlut-
Stina Britta Melander
í hlutverki Neddu í óperunni
I Pagliaeci.
verkunum í I Pacgiacci, er nú á
förum til Svíþjóðar, þar sem húh
er ráðin við sænska Ríkisleik-
húsið. Söngkonan gat ekki feng-
ið leyfi frá leikhúsinu lengur en
til 1. febrúar og syngur hún því
í síðasta sinn í óperunni í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld.
Óperusýningar Þjóðleikhúss-
ins hafa verið mjög vel sóttar
eins og áður er getið og því nær
uppselt á hverja sýningu. Vegna
hinna miklu aðsóknar hefur
leikhúsið gert ráðstafanir til að
íslenzk söngkona taki að sér
hlutverk það, sem Stina Britta
Melander fór með í I Pagliacci,
þannig að ópersýningarnar þurfi
ekki að falla niður. Hefur frú
Þuríður Pálsdóttir tekizt hlut-
verkið á hendur og munu óperu-
sýningarnar því hefjast að nýju
í Þjóðleikhúsinu í lok næstu
viku. Verða þá hlutverkin í báð-
um óperunum eingöngu skipuð
íslenzkum söngvurum.
Hlíf samþykkir einróma uppsögn
Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfiröi hélt mjög fjöl-
mennan fund í fyrrakvöld til aö ræða uppsögn samninga
og var samþykkt einróma aö segja samningum upp. Þeir
ganga úr gildi 1. marz.
Formaður Hl-ifar, Hermann
Guðmundsson, hafði framsögu
um uppsögn samninganna, en
það var eina umræðuefni fundar-
ins. Að ræðu hans lokinni urðu
engar umræður, svo sjálfsagt
fannst fundarmönnum að segja
samningunum upp. Var vippsögn-
in samþykkt einróma með at-
kyæðum nær allra þeirra er á
fundinum mættu.
Verkamannafélagið Hlíf og
verkakvennafélagið Framtíðin
höfðvi í gær sameiginlegt spila-
og' skemmtikvöld. Er þetta fyrsta
sameiginlega skemmtikvöldið
sem félögin halda, en fleiri verða
haldin síðar í vetur.
ymuhreyfingln i
éfi hervæðingu f er af sfað í
Hefsi með mófmœíafundi sem haldinn
verÓur i Pá!skirk]u i Frankfurf
Hin skipulagða og samræmda barátta allra andstæð-
inga hervæðingarinnar í Vestur-Þýzkalandi gegn Parísar-
samningunum og fullgildingu þeirra hefst í dag með fjölda-
fundi í Pálskirkju í Frankfurt am JVlain.
Til fundarins er boðað af
leiðtogum sósíaldemokrata,
verkalýðshreyfingarinnar og
annarra samtaka, m.a. þýzku
mótmælendakirkjurinar. Meðal
ræðumanna verða þeir Erich
Ollenhauer, foringi sósíaldemo-
krataflokksins og Walter Frei-
tag, formaður vesturþýzka al-
þýðusambandsins.
Fundarliöld um allt landið
Þessi fundur verður upphaf-
ið að fundarhöldum um allt
landið til að mótmæla hervæð-
ingunni. Allir leiðtogar sósíal-
demokrata munu ferðast um
landið og flytja ræður á þess-
um fundum, sem mörg stjórn-
mála- og menningarsamtök
standa að. Þessi fundarhöld
munu standa allan febrúarmán-
uð, eða þartil þingið í Bonn
fær Parísarsamningana til end-
anlegrar afgreiðslu 24.—26.
febrúar.
Bomistjórnin óttaslegin
Forystumenn stjórnarflokk-
anna komu saman á fund í
Bonn í gær og var Adenauer
í forsæti. Á fundinum var rætt
um á hvern hátt stjórnin og
flokkar. hennar gætu stöðvað
sókn andstæðinga hervæðingar-
innar. Á fundinum var ákveðið
að stjórnarflokkarnir skyldu
boða til funda um allt landið
til að reka áróður fyrir her-
væðingunni, og tilkynnti Aden-
auer eftir fundinn, að hann
myndi sjálfur halda meirihátt-
ar ræður á þrem stöðum, í
Hannover, Dortmund ogFrank-
furt. Þá verða gefnir út bæk-
lingar þar sem hervæðingin er
vegsömuð og þeim dreift um
allt land og áróðursspjöld fest
upp í borgum og bæjum.