Þjóðviljinn - 05.02.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 05.02.1955, Side 3
Laugardagur 5. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Ábyrgðarleysi ríkisstíórnarinnar Framhald af 1. síðu. isstjóminni um helgina. En hafa yrði í huga að valdi ríkisstjórn- arinnar um áhrif á verðlagið væru takmörk sett, og reynsla um valdboð á því sviði ekki far- sæl. Er skipafélögunum bannað að semja? HEumibal Valdimarsson lýsti því hve róðrabann útgerðar- manna í Vestmannaeyjum hefði lamað allt atvínnulíf þar, fjöldi aðkomufólks reikaði þar um at- vinnulaus og sjómenn væru að hverfa þaðan. Ræddi hann einnig um 'farskipastöðvunina, og taldi að skipafélögin hefðu sýnt furðu- lega lltinn samkomulagsvilja, og svo að grunur léki á að sterk máttarvöld hefðu bannað þeim að semja. Skipulagsbreyting vegna Mjólkur- stöðvarinnar Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag var samþykkt svo- hljóðandi tillaga frá borgar- stjóra: „Bæjarstjóm samþykkir að heimila borgarstjóra að gefa Mjólkursamsölunni kost á lóð milli Brautarholts, Skipholts, Traðarholts og væntanlegrar götu er lögð yrði vestan við lóðimar Brautarholt 16 og Skipholt 15. Jafnframt verði Brautarholti lokað milli Traðarholts og hinnar nýju götu.“ — Skipu- lagsbreyting þessi er gerð til þess að Mjólkursamsalan geti fengið samfellt athafnasvæði til viðbótar við það sem Mjólk- urstöðin hefur nú. Birtingur Framhald af 12. siðu. lofa; og ekki veitir af að sem flestir leggist á eitt um að létta af þeim „doða og hugsanaleti sem hefur heltekið margan á- gætan mann í seinni tíð.“ Eifni þessa heftis er annars í höfuðatriðum sem hér segir: Birt er þýðing Laxnéss á kvæði Brechts, María Farrar. Hörður Ágústsson ritar grein um bygg- ingarlist. Ljóð er eftir Thor Vil- hjálmsson: Spegill, spegill, herm þú; einnig ritar hann Þanka um eitt og annað sem úfar mættu af rísa. Smásaga er eftir Geir Krist- jánsson: Dvergurinn, snáðinn, fallega nafnið og rotturnar. Birt eru þrjú Ijóð eftir Sigfús Daða- son. Einar Bragi skrifar: í list- um liggur engin leið til baka; ennfremur skrifar hann ritdóma um Silfurtúnglið og Fólk Jónas- ar Árnasonar. Þá eru enn þrjú ljóð eftir Jón Óskar. Hannes Sig- fússon þýðir úr Sýrenusöng Art- urs Lundkvists. Þýdd grein eftir Einstein: Trúarjátning mín. Tvær skissur eftir Steinar Sig- urjónsson. Hjörleifur Sigurðsson skrifar um listsýningar í fyrra. Birtingur kemur út 4 sinnum á ári. Þetta fyrsta hefti er 48 síð- ur í vænu broti og nýstárlegu. Eins og kunnugt er gaf Einar Bragí út í fyrra tímarit er Birt- ingur hét. Það hefur nú verið lagt niður, en hið nýja rit hefur erft nafnið og ábyrgðarmanninn. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á fram- leiðslustöðvuninni Karl Guðjónsson taldi að kæru- leysi ríkisstjórnarinnar um róðrabannið og lausn vinnudeil- unnar í Vestmannaeyjum hlyti að stafa af því að hún hefði ekki gert sér ljóst hvers eðli's þau deilumál væru. Hér væri raun- verulega ekki um kaupdeilu að ræða, heldur um það hvort sjó- menn eigi að fá kaup sitt refja- laust eða ekki, hvort þeir eigi að fá sinn hluta af bátagjaldeyrin- um refjalaust. Benti Karl á að útgerðarmenn hefðu í skjóli ríkisstjómarinnar þrjóskazt við að greiða sjómönn- um hlut sinn í bátagjaldeyrin- um, og hafi sjómenn að þrem árum liðnum neyðzt til að fara þá leið að setja fast verð á fisk- inn, eins og gert var í janúar 1954. Til að fá hlut sinn frá ár- unum 1951, 1952 og 1953 hafi sjó- menn orðið að leita til dómstól- anna. Þegar sjómenn höfðu fengið staðfestan rétt sinn, héfði hann flutt á Alþingi þingsályktunarttl- lögu um að ríkisstjómin hlut- aðist til um greiðslu á hluta sjómanna af bátagjaldeyrinum, gegn endurkröfurétti til útgerðar- manna, og væri þannig leyst úr þessari flækju. Fulltrúar stjórnarflokkanna felldu þá tillögu með þeim rökum að rétt væri að bíða dóms hæstaréttar. Nú væri hann upp kveðinn og hefði staðfest í einu og öllu rétt sjó- manna. Væri því enginn sem efaðist um að sjómenn ættu að fá refjalaust sinn hluta af bátagjaldeyrinumu En þegar samið var 1954 töldu sjómenn að verðið 1,22 kr. væri nálægt því, sem útgerðarmenn fengju fyrir fiskinn. Nú hefði sannazt, að verðið væri 1,38 kr. — 1,40 kr. eða jafnvel hærra, og krefðust sjómenn þess að fá þetta verð á hlut sinn. Lagði Karl áherzlu á, að nú væir liðinn einn af fjórum aðal- framleiðslumánuðunum í Vest- mannaeyjum, og bæri því kæru- leysi ríkisstjórnarinnar um lang- varandi framleiðslustöðvun þar vott um ófyrirgefanlegt ábyrgð- arleysi. Ríkisstjórnin hefði daufheyrzt við því fyrir ári að leysa deiluna um bátagjaldeyrisgreiðslurnar til sjómanna og bæri því ábyrgð á tjóninu sem þjóðin yrði fyrir. Annarleg öfl látin ráða Einar talaði aftur og lýsti undrun sinni á því að forsætis- ráðherra hefði ekki vikið að róðrarbanninu í Vestmannaeyj- um. Ríkisstjórnin hefði veitt L. Í.Ú. rétt til skattlagningar, og nú risu af því vandræði að útvegs- menn neituðu að láta sjómenn hafa hluta af skattlagningunni sem þeim bæri. Það mál væri síð- ur en svo óviðkomandi ríkis- stjóminni. Um afskipti ríkisstjóma af • vinnudeilum minnti Einar á að það væri nýr ósiður að aðhafast ekkert í þeim málum fyrr en út í verkfall væri komið. í tíð nýsköpunarstjórnarinnar hefði þremur ráðhermm hvað eftir annað verið falið að miðla mál- um í vinnudeilum og tekizt það farsællega. En sú stjóm hefði miðað að því að halda atvinnu- vegunum gangandi og bæta kjör alþýðunnar. Nú virtust hinsvegar annar- leg öfl vera látin ráða þvi, að stórstöðvun framleiðslunn- ar í Vestmannaeyjum viðgeng- ist, og farskipunum væri lagt vegna lagfæringar á kaupi nokkurra tuga manna. Þetta \-irtist gert í annarlegum til- gangi, ef til vill í því skyni að reyna að fá átyilu til gengislækkunar. Vertu ekki svona hrædd! Annars taldi Einar að nú væri mun skaplegra hljóðið í Ólafi Thors en í áramótaboðskapnum alræmda. Nú væri hótunin um gengislækkun aðeins orðin að ótta við gengislækkun. Varðandi það kvað Einar sig langa til að segja við ríkisstjómina: Vertu ekki svona hrædd! Þjóð- félagið þolir það vel að verka- menn beri meira úr býtum en þeir gera nú, ef atvinnulífið fær að ganga eðlilega, án þess að annarleg öfl stöðvi framleiðsl- una og kaupskipaflotann, ★ ★ ★ Forseti tilkynnti að umræður gætu ekki orðið lengri og höfðu þær tekið allan þingtímann. Fyrstu áburðarskipin eru farin í gær létu hér úr höfn tvö skip hlaðin 4 þús. tonnum af áburði sem fara á til Frakklands. Er það fyrsti út- flutningurinn af framleiðslu Áburðarverksmiðjunnar. Forstjóri verksmiðjunnar, Hjálmar Finnsson, skýrði frá því í útvarpi í gærkvöldi að á fyrstu 10 mán. sem verksmiðj- an hefur starfað hafi hún framleitt 14000 smálestir af áburði. Á s.l. ári voru notaðar hérlendis 2300 smál. af fram- leiðslu hennar og nú hefúr þeg- ar nokkuð af áburði verið flutt á hafnir úti um land. Kvað hann framleiðsluafköstin hafa reynzt meiri en talið var að mætti reikna með. Þá vék hann að erfiðleikun- um: of lítilli komastærð og til- hneigingu til kekkjamyndunar. Sagði hann að nú hefði tekizt að auka kornastærðina svo að í stað þess að áður voru að- eins 10% af áburðinum er náðu því að þvermál koma væri % millimetri, en nú ná 50% framleiðslunnar þessari stærð. Dufthlutfallið hefur einnig lækkað úr því að vera 30% niður í 15% eða jafnvel 8%. Þá tók hann sérstaklega fram um kristöllun áburðarins, í stað þess að framleiða kúlur eða flögur, hefði verið valin með tilliti til öryggis allra. Þá kvað forstjórinn í athug- un framleiðslu fjölbreyttari á- burða, fosfatáburðar o. fl. á- samt stækkun verksmiðjunnar, vera í athugun. | # | | Söfnun til ástvina þeirra sem | fórust með Agli rauða Erindi okkar við lesendur blaðsins þarf ékki : margra oröa viö. Alþjóð hefur fagnað mannbjörg : : þeirri, sem varö, þegar b.v. ,,Egill rauöi“ stranddöi. \ En jafnframt veröur öllum hugsaö til þeirra, sem j þar sáu á bak ástvinum sínum. Vafalaust er syrgj- : endum mikils viröi sá góöhugur, sem til þeirra j stefnir hvaöanœva. — Þrír þeirra sem fórust áttu j fyrir konu og börnum aö sjá. Ofan á harm kvenna 'i j og barna bætast efncúxagslegir öröugleikar, sem \ stafa af því aö fyrirvinrmn hefur svo snögglega | j horfið. Því er von okkar og trú að þeir sem hugsa \ j til fólks þessa meö samúö, vilji einnig fylgja hugs- E j unum sinum eftir í verki, með því að láta einhvern \ skerf af hendi rakna föðurlausum börnum til j j styrktar, sérhver eftir efnum og ástæðum. Gœti \ j það hjálpaö þeim aö vinna bug á fyrstu öröug- 5 leikunum, er ekki til einskis unnið. „Beriö hver \ j annars byröar og uppfyUið þannig lögmál Krists“. j ■ — Þeir heimilisfeður sem viö viljum minnast á \ j þenna hátt eru Stefán Einarsson frá Noröfiröi, j Magnús Guðmundsson frá Fáskrúösfiröi og Sofus Skoröalíð frá Sandey í Fœreyjum. Gjöfum veröur veitt viötaka í skrifstofum þeirra : j blaða, er birta ávarp þettcn og þökkum við fyrir- \ i fram þá vinsemd og þœr gjafir er berast kunna. i s j VALBORG BENTSDÓTTIR INGI JÓNSSON • ;■ húsfrú, Reykjavík. prestur, Norðfirði JAKOB JÓNSSON : s prestur, Reykjavík. ! . í Sjóprófunum lauk í gær Sjóprófunum út af strandi Egils rauða fyrra miðviku- dag lauk loks í gær og höfðu þá staðið yfir í fimm daga. f gær kom Olavur Joensen, sem var við stýrið er Egill rauði tók fyrst niðri, aftur fyrir dóm- inn. Við yfirheyrsluna í gær kom fram að hann virtist ekki hafa gert sér fyllilega grein fyrir því, hvenær hann yfirgaf stjórnpall- inn en hélt enn fast við það að skipið hafi þá setið fast og verið búið að taka niðri tvisvar eða þrisvar. Við réttarhöldin í gær kvaðst Olavur ekki muna hvort skip- stjóri hefði getið um skipsljós í stefnu NA þegar hann gaf skip- un um siglingu i þá átt. Var honum þá bent á að i þinghald- inu s.l. mánudag hafi verið bók- að eftir honum að skipstjóri hafi nefnt ljós í þeirri stefnu og sú bókun hafi verið lesin fyrir hon- um og hann engum athugasemd- um hreyft við hana. Kvaðst Ól- avur þá telja að sú bókun hefði farið fram hjá sér þegar hún var lesin upp. Þá sagði hann nú að hann hefði séð skipsljós á bak- borða þegar siglingin hófst en áður en búið var að snúa skipinu í NA. Þessi ljós hafi hann hins- vegar ekki séð þegar skipið var komið í stefnuna NA og engin ljós úr því. Vegna ósamræmis í framburði Olavs Joensen og þess að hann var illa fyrirkallaður í gær, töldu dómaramir ekki ástæðu til að láta hann heitfesta fram- burðinn að svo stöddu. Jens Evald Viderö kom einnig fyrir dóminn. Hélt hann fast við sín fyrri ummæli að skipstjóri hefði aðeins gefið skipun um að sigla i NA eftir kl. 18 en ekki önnur fyrirmæli., og vann eið að þessum framburði. Þá kom fyrsti stýrimaður, Guðjón Marteinsson, fyrir dóm- inn. Lýsti hann vaktaskipting* unni á Agli rauða á sama ve§ og skipstjórinn hafði áður gert, Þá kvaðst hann ekki hafa orðið var við aó skipinu væri siglt á tímabilinu frá kl. 15.30 til 18 stranddaginn. Átta erlendum stiidentum boðið nám í norrænu- deild í fjárlögum þessa árs veittl Alþingi 100 þúsund krónur til styrktar erlendum námsmönnum í íslenzkum skólum eftir nánarí ákvörðun menntamálaráðuneyfj- isins. Ráðuneytið hefur í samráði við háskólarektor boðið átta erlend- um stúdentum til náms í nor* rænudeild háskólans næsta vét- ur, einum frá hverju eftirtalinr.a landa: Bandaríkjunum, Bret- landi, Kanada, Danmörku, Hol- landi, Noregi, Spáni og Þýzka- landi. Menntamálaráðuneyti þessara landa hafa verið beðin að gera tillögur um hverjum veit skuli styrkina, allsstaðar nema í Bandaríkjunum, Þar sér Dart- mouth College í Hanover ura val námsmannsins. (Frá menntamálaráðuneytinu)] NotiS skíSafæriS Skíðafæri er nú mjög gott á Hellisheiði og tilvalið fyrir allt skíðafólk að nota sér það. I dag verða ferðir frá af- greiðslu skíðafélaganna, B.S.R. í Lækjargötu, bæði kl. 2 e.h»

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.