Þjóðviljinn - 05.02.1955, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 05.02.1955, Qupperneq 11
Laugardagur 5. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: Að elsha ... • • •og deyja I V._______________________ J 47. dagur gömul“, sagði hann. „Það er vegna þess að við höfum séð svo mikinn óþverra. Óþverra sem rótað er upp af fólki sem er eldra en við og ætti að vera vitrara“. „Mér finnst ég ekki gömul“, svaraði Elísabet. Hann leit á hana. Hún var allt annað en ellileg. „Vertu fegin“, svaraði hann. „Mér finnst ég vera fangi“, sagði hún. „Það er verra en að vera gamall". Gráb.er settist í einn armstólinn. „Hver veit nema þessi kvenmaður kæri þig líka“, ságði hann. „Kannski vill hún fá alla íbúðina handa sér. Hvers vegna bíðurðu eftir því? Réttlætið nær ekki til þín. Það veiztú“. „Já, ég veit það“. Elísabet varð 'alít í einu þrjózkúleg og hjálparvana. „Það er eins og hjátrú", svaraði hún fljótmælt og þreytuleg, eins og hún.hefði gefið sjálfri sér þetta svar hundrað sinnum. „Meðan ég er hérna trúi ég því aö faðir minn komi aftur. Ef ég færi burt, fyndist mér ég sleppa af honum hendinni. Skilurðu það?“ „Maður þarf ekki að skilja það. Maöur fer eftir því. Það er allt og sumt. Jafnvel þótt það brjóti í bága við skynsemina“. „Gott“. Hún tók upp glasið sitt og tæmdi það. Fyrir utan heyrðist glamra í lykli. „Þarna kemur hún“, sagði Graber. „Þarna skall hurð nærri hælum. Þetta virðist hafa verið stuttur fundur“. Þau hlustuðu á fótatakiö í anddyrinu. Gráber leit á grammófóninn. „Áttu ekkert nema göngulög?" spurði hann. „Jú. En göngulög eru hávær. Og stundum, þegar þögnin öskrar á mann, verður maður að þagga niður í henni með ö'ðrum hávaða“. Gráber leit á hana. „Þau eru skemmtileg umræðu- efnin okkar! f skólanum voru þeir vanir að segja að unglingsárin væru þrungin rómantík". Elísabet hló. Eitthvað datt í gólfið frammi í anddyr- inu. Frú Lieser bölvaði. Svo var hurð skellt. „Ég gleymdi að slökkva", hvíslaði Elísabet. „Komdu, við skulum koma héðan út. Stundum þoli ég ekki við. Og við skul- um tala um eitthvaö annað“. „Hvert eigum við að fara?“ spurði Graber, þegar þau voru komin út. ,.Ég veit það ekki. Hvert sem er“. „Er ekkert kaffihús hér í nágrenninu? Eða bjór- knæpa eða drykkjustofa?“ „Mig langar ekki til að fara inn strax. Við skulum bara ganga“. *• „Gott“. Göturnar voru tómar og borgin dimm og hljóð. Þau gengu eftir Marienstrasse, yfir Karlstorg, síðan yfir ána og inn í gömlu borgina. Brátt varö umhverfið óraunverulegt, eins og allt líf væri slokknað og þau væru einu lifandi verurnalr. Þau gengu framhjá hús- um og íbúöabyggingum, en þegar þau gægðust inn um gluggana í von um að sjá herbergi með stólum. borðum. lífsmarki, sáu þau ekkert nema tunglsljósið í rúðunum og fyrir aftan þær svört gluggatjöld eða pappaspjöld. Það var eins og öll borgin væri í sorgar- klæðum, óendanlegt líkhús þar sem húsin voru lík- kistur“. „Hvaö er á seyði?“ spurði Gráber. „Hvar er fólkið? Það er enn grafarlegra í kvöld en endranær“. „Fólkið situr sennilega heima. Það hefur ekki verið gerð loftárás í nokkra daga. Og nú þorir það ekki út. Það bíður eftir næstu árás. Þannig er þaö alltaf. Það er aðeins fyrst eftir árás sem fólk er úti á götunum". „Jafnvel það er orðið venjubundið?“ ,.Já. Var það ekki þannig hjá ykkur á vígstöðv- nnum?“ , Jú“. Þau gengu eftir götu sem lá gegnum rústir. Skýja- fliikar liðu um himininn og komu titringi á birtuna. Um rústimar liöu skuggar sem hurfu samstundis eins og tunglfælnar ófreskjur. Svo heyrðu þau glamra í borö- búnaði. „Guði sé lof“. sagði Graber. „Þarna er einhver að borða. Eða drekka kaffi. Lifandi að minnsta kosti“. „Sennilega er verið að drekka kaffi. Þeir úthlutuðu kaffi í dag Meira að segja góðu kaffi. Sprengjukaffi“. „Sprengjukaffi?" „Já, sprengjukaffi eða rústakaffi. Það er kallað því nafni. Það er aukaskammtur sem úthluta'ð er eftir loft- árásir. Stundum er líka sykur eða súkkulaði eða sígar- ettupakki“. „Þannig er þaö á vígstöðvunum líka. Þar fær maður snaps eða tóbak fyrir árás. Hlægilegt, finnst þér ekki? Tvö hundruð grömm af kaffi fyrir klukkustundar ótta við dauðann". , Hundrað grömm“. Þau gengu áfram. Eftir nokkra stund nam Gráber staðar. „Elísabet. Þetta er jafnvel verra en að sitja heima. Við skulum fara einhvers staöar inn og fá okkur að drekka. Ég hefði átt aö hafa vodkað með. Ég hef þörf fyrir drykk. Og þú líka. Veiztu um nokkurn stað hérna?“ ,.Ég vil ekki fara inn á knæpu. Ma'ður er jafninni- lokaöur þar og; 1 loftvarnabyrgi. Allt er dimmt og dregið fyrir.gluggana". „Við skulum þá koma upp í herskálana. Ég á flösku þar eftir. Ég get sótt hana og viö getum drukkið undir berum himni“; „Gott“.- Gegnum kyrrðina heyrðu þau vagnskrölt. Næstum samtímis sáu þau hest koma á fleygiferð í áttina til þeirra. Hann var fældur, augun æðisleg, nasavængirn- ir þandir og leit draugalega út í kvöldrökkrinu. Ekill- inn togaði í taumana af öllu afli. Froða lék um munn hestsins. Þau urðu að klifra upp á rústimar við götuna til að hann kæmist framhjá. Elísabet tók snöggt við- bragð og hoppaði rétt hæfilega hátt til þess að hestur- inn kæmist framhjá án þess að snerta hana; hún stóð álút og andartak virtist helzt sem hún ætlaði að fleygja sér á bak trylltri skepnunni og þjóta burt. En svo stóð hún alein eftir og víðáttumikill, tætingslegur himinn í baksýn. „Það var eins og þú ætlaðir að hoppa á bak og ríöa burt“, sagði Gráber. „Ef það væri hægt! En hvert? StríðiÖ er alls staðar“. „Það er satt. Alls staðar. Jafnvel í löndum hins eilífa friðar — í Suðurhöfum og Indlandseyjum. Við getum hvergi losnað við það“. Þau komu aö herskálunum. „Bíddu héma, Elísabet. Glens og gaman Smásmugulegur er sá mað- ur sem rís á fætur kl. 12 á miðnætti til að rífa af alman- akinu. Gamli kennarinn: Að fljúgast á, það gerið þið — að skrópa, það gerið þið — að kjafta saman í tímunum, það gerið þið — en að gera eitthvað, nei, það gerið þið ekki. Jónas var orðinn roskinn og fylgdist ekki lengur með nú- tímanum að öllu leyti. Kunn- ingi hans eis^i vann í hank- anum, og komst hann á snoð- ir um að gamli maðurinn ætti talsverða seðlafúlgu í kistu- handraðanum. Sagði því við hann næst er þeir hittust: Heyrðu, kunningi, ég hef heyrt að þú eigir ekki svo fáa seðla, í kistuhandraðanum — er það rétt? Það er nú ekki mikið af að láta, svarar Jónas gamli. iEn það er ekkert vit í því, segir bankamaðurinn, ekki færðu neina vexti af pening- um sem þú geymir svoleiðis. Jú, ég legg alltaf tveggja krónu pening með hverjum hundrað krónu seðli. Ég er þreytt á manninum mín- um, sagði borðdama franska rithöfundarins fræga Jean Cocteau við hann eitt sinn í veizlu: Hann er alltaf að segja að hann elski mig, en hann gerir það alltaf með sömu orðunum. Ég vildi óska að hann hefði meira ímyndunar- afl. Næturgalinn, svaraði rithöf- undurinn og horfði dreymandi fram fyrir sig — næturgalinn hefur bara þrjá tóna, og þó er hann næturgali. Vinnii] jós og lilýlegt ljós um leið Keilulaga ljóshlífar hafa náð miklum vinsældum. Þær gefa gott, samþjappað ljós, eru létt- ar og því tilvaldar til að hanga í lyftisnúru sem hægt er að stilla í ýmsar hæðir. En ekki er gott að nota þessar hlífar eingöngu. Hætt er við að skjannabirta sé undir þeim, en dimmt í stofunni í kring. Og þá þarf augað að innstilla sig frá ljósi til skugga I hvert skipti sem því er rennt til og það er óþægilegt—getur í versta tilfelli orsakað höfuðverk. Keiluhlífar eins og sýndar eru á myndinni ættu að geta komið í veg fyrir þetta. Þær senda líka ljós upp í loftið og það er eins og þægilegt, óbeint ljós dreifist um allt loftið og stof- una, svo að hvergi er myrkur. V-laga hálsmál Breiða v-laga hálsmálið er vinsælt á skokkpils og. kjóla handa ungum stúlkum. Hér er sýndur Iflöskugrænn, þylikur ullarkjóll með stuttum erouia og flegnu hálsmáli, sem fer vel við mjallahvíta blússuna. Hlýrra og hentugra til dag- legrar notkunar er prjónaðúr, dökkur stroffhólkur, sem hægt er að stinga niður í hálsmálið á kjólnum. m intiuujursp^o

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.