Þjóðviljinn - 11.02.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. febrúar 1955
Fundargerðarbækur Dags-
brúnar bera þess vott, að
Dagsbrúnarmenn vildu efla
þær atvinnugreinar, sem
leggja grundvöllinn undir
efnahagslegt sjálfstæði þjóð-
arinnar. Þeir vildu og vilja
að bátaflotinn og togaraflot-
inn sé efldur; að markaðirnir
verði betur nýttir; og þróun
fiskiðnaðarins verði hraðað;
að sementverksmiðjan verði
reist; að lýsisherslustöð verði
reist. Slík verksmiðja myndi
auka útflutningsverð lýsisins
um helming. Allt þetta og
margt fleira var hægt að
framkvæma með skipulögðum
og hagkvæmum áætlunum.
Dagsbrúarmenn vilja einnig
að. fallvötnin verði virkjuð í
stærri stíl en nú er gert og
þegar í stað hafin stóriðja.
Ef Tarið hefði verið eftir
ráðum Dagsbrúnarmanna, þá
myndi greiðslujöfnuðurinn við
útlönd ekki vera neikvæður
um rúmar 400 milljónir kr.
Og ef hann væri neikvæður
-af völdum Dagsbrúnar myndi
það vefa af þeim sjálfsögðu
ástæðum að verið væri að
leggja grundvöll undir nútíma
stóriðju, en ekki vegna þess
að verið væri að flytja inn
hitt og annað drasl eins og
nú er gert.
Marshallhjálpin og þér.
Nú skulum við leggja mar-
shallhjálpina undir smásjá.
Áður en við hefjumst handa,
skulum við gera okkur grein
fyrir eðli þessa rannsóknar-
efnis. Eruð þér tilbúnir? Ef
þér, fyrir næstu jól, létuð
starfsfólk bankans yðar ganga
fyrir yður og segðuð eitthvað
á þessa leið: Stjórn bankans
hefur. ákveðið að hverjum
starfsmanni bankans skuli
gefnar 500 krónur í jólagjöf,
. með því skilyrði að banka-
stjórnin áskilur sér rétt til
að gera smávægilegar breyt-
. ingar á kaupinu.
! Gerum ráð fyrir að starfs-
, fólkið myndi treysta yður til
hins bezta og ganga að þess-
um skilmálum án athugunar
, og þiggja þar með jólagjöf-
ina. En svo eftir áramótin
þegar það fengi útborgað
uppgötvaði það sér til mikill-
ar gremju, að kaup þess hefði
í verið lækkað um 100 krónur á
mánuði. Sem sagt: Hin 500 kr.
jólagjöf kostaði starfsfólkið
1200 krónur á ári. Og það
væri næg trygging fyrir því,
að starfsfólkið myndi halda
áfram að borga 1200 krónur
árlega, en enginn trygging
fyrir því, að það myndi nokk-
urntíma fá aftur 500 krónur
í jólagjöf.
Þarna höfum við eðli mar-
shallhjálparinnar. En nú skul-
um við líta í smásjána.
Við skulum fyrst athuga
marshallgjöfina til Sogsvirkj-
unarinnar. Fyrir gengislækk-
unina var gert ráð fyrir því
að allur kostnaður við Sogs-
virkjunina yrði 61 og %
millj króna. Innlendur kostn-
aður átti að vera 34 og %
milljón krónur, en erlendur
kostnaður 27 og % milljón
krónur. Samkvæmt marshall-
samningnum eru íslendingar
skuldbundnir til þess að haga
gengi ísl. krónunnar í sam-
ræmi við hagfræðileg lögmál
Bandaríkjanna. Það var fyrst
og fremst vegna marshall-
samningsins að gengi islenzku
DAGS3RÚNARVERKAMAÐUR SKRIFAR
til dr. Beejamíns Eiríkssonar
krónunnar var lækkað. Gengi
krónunnar var lækkað. Og
hvað skeði? Kostnaðurinn við
Sogsvirkjunina, sem áætlaður
var 61 og l/o. milljón krónur
hækkaði upp í 165 miiljónir
króna. Þar af var útlendi
kostnaðurinn milli 90 og 100
milljónir. Aðallega vélar frá
Bandaríkjunum.
En marshallhjálpin var
upphaflega gerð vegna þess
að Bandaríkin eru með her-
stöðvar út um allan heim og
fjárfesting þeirra eVlendis er
svo gífurleg.
I New York hefur hafnar-
Þriðji hluii
verkamaðurinn 2,10 dollara á
tímann. En á Keflavíkurflug-
velli fá íslenzkir verkarnenn
aðeins 0,89 dollara á tímann.
Bandaríkjamenn græða því
1,21 dollara um klukkutímann
á hverjum íslenzkum verka-
manni, sem þeir hafa í þjón-
ustu sinni. Nú eru í þjónustu
Bandaríkjanna, beint og ó-
beint, 2500 íslenzkir verka-
menn. Ef miðað er við 8
tíma vijinu 300 daga ársins,
þá nemur þessi gróði 2904
dollurum eða 47.393 kr. á ári
á hvem verkamann, Sama
sem 120 milljónir króna á ári.
Ef reiknað væri með 2500
verkamönnum í eitt ár, en
rúmum 5000 verkamönnum
annað árið, þá væm Banda-$>'
rikjamenn búnir að ná öllu því
marshallfé, sem til Islands
hefur komið, já, bara á verlca-
mönnunum, sem vinna suður
á velli. Marshallgjafir eru
vægast sagt undarlegar gjafir.
Já, eitt af skilyrðum mars-
hallhjálparinnar var að draga
úr fjárfestingunni á öllum
sviðum. Athugið t.d. íbúðar-
byggingarnar.
Árið 1946 er lokið við bygg-
ingu 634 íbúða í Reykjavík
(208 þús. rúmmetra). En 1951
er aðeins lokið við byggingu
282 íbúða í Reykjavík (93
þúsund rúmmetra).
Þegar ég sá þessar skýrslur
datt mér í hug að spyrjast
fyrir um verð íbúða. Eg hitti
einn af hinum alræmdu húsa-
bröskurum og spurði hann
um verð á lausum íbúðum.
Hann bauð mér fokhelda íbúð
fyrir '150 þúspnd krónur.
Þetta kvað vera algengt sölu-
verð. En hið raunverulega
verð íbúðarinnar er ekki nema
85 til 90 þúsund krónur.
Þannig eykur marshallhjálpin
dýrtíðina. Húsaleigan er eitt
af því, sem evkur dýrtíðina
einna mest. Eftir verði hús-
anna fer leigan. Og því færri
hús, því dýrari. Auk þess er
fjárhagslegt tap fyrir Reyk-
víkinga ef ekki eru byggð
nægilega mörg hús. í þessu
atriði er óhætt að fullyrða að
f járhagslegt tap nemi um 50
til 60 milljónum króna.
Það hlægilegasta við mars-
hallhjálpina er þó það, að
sendiráði Bandaríkjanna í
Reykjavík skuli vera haldið
uppi að nokkru með hluta af
því marshallfé, sem ætlað er
íslandi.
I fyrstu áramótaræðu Eis-
enhowers var lögð áherzla á
það,. að auðmenn Bandaríkj-
anna þurfi að auka fjárfest-
ingu sína erlendis. Það er ein-
mitt þetta, sem t.d. Kanada-
menn reyna að varast. Kana-
damenn vilja ekki bandaríska
fjárfestingu í Kanada. En
auðmenn Bandaríkjanna hafa
reynt að ná undir sig skógar-
svæðum í Kanada og öðrum
dýrmætum landsvæðum. Þess-
vegna gæta Kanadamenn skóg
anna fyrir Bandaríkjamönn-
um eins og sjáaldurs auga
síns. En þér, dr. Benjamín, þér
ráðleggið okkur Islendingum í
að draga úr fjárfestingunni. |
Fyrir hverja? Er það til þess, !
að auðmenn Bandaríkjanna
geti aukið fjárfestingu sína
hér á landi ? Það er vitað mál,
að bandarískir auðmenn hafa
eins mikinn áhuga fyrir ís-
lenzkum fallvötnum og fyrir
skógunum í Kanada. Auðmenn
Bandaríkjanna geta látið ís—
lenzku fallvötnin mala sér
gull. Fáið þér prósentur? Haf-
ið þér kannski reynt að leika
á íslenzka verkfræðinga og
fengið þá til þess að mæla
með bandarískri fjárfestingu
hér á landi?
Sannleikurinn er sá, að auð-
mannastétt Bandaríkjanna
getur ekki lengur stöðvað at-
vinnuþróun hirfha ýmsu landa
eins og hún hefur gert í næst
um mánnsaldur. Eina ráðið til
þess að draga úr þepsan þró-
un er að útbúa marshallhjálp
til þess að geta blandað sér í
innanríkismál þjóðanna og á
þann hátt dregið verulega úr
atvinnuþróuninni, fengið
vinnuafl til hernaðarvirkja og
hafið f járfestingu erlendis
eins og Eisenhower orðáði í
ræðu sinni.
I Kína hafa risið upp heilir
iðnaðarbæir á 8 til 10 mánuð-
um. En þar er heldur engin
marshallhjálp til þess að
draga úr iðnþróuninni á fínan
hátt.
Já, auðmenn Bandaríkjanna
kunna áreiðanlega að flokka
fjárfestingu.
Dagsbrúiiarverliamaður.
Tékkóslóvakía
framleiBir alls konar
dœlur:
Handdæliir
véldælur oAfrv.
Leitið
upplýsinga
hjá:
Kristján 6. Gíslason & Co. b.f.
Umboðsmenn fyrir:
Strojexport Ltd., Prag
Borið blak af spákonum — Sjúss eða spádóm fyrir
tuttugukall — Skaðlaus óþarfi fái að vera óáreittur
SINUM AUGUM lítur hver á
silfrið, segir þar, og í dag sýnir
það sig að sínum augum lít-
ur hver á spákonur. Borizt hef-
ur bréf í tilefni af spákonu-
för sem lýst var um daginn,
og vill bréfritari að spákonur
séu látnar óáreittar. Gef ég
honum hér með orðið:
„Kæri Bæjarpóstur. Ég las
um daginn grein, þar sem eftir
bréfinu að dæma eldri maður
og ókvæntur fer í heimsókn til
spákonu. Það var bara skemmti-
leg grein og ég las hana með
þó nokkurri ánægju. Ég hafði
gaman af þegar maðurinn talar
með vandlæti um það, að
spákonan hefði séð „svolítinn
séns“ hjá 17 ára stúlku. „Hann
er vissulega af gamla skólanum
þessi“, sagði konan mín sem
er rúmlega 18 ára og á eitt
barp með mér. Og ég gat ekki
varist brosi, því að ég man
eftir því, að flestar mínar skóla-
systur voru orðnar frúr um
tvítugt. En hvað um það, spá-
konan var aðalatriðið í grein-
inni, og við skulum því spjalla
ofurlítið um hana. Ég hef nú
persónulega ekki mikla trú á
spádómum, en ég er alls
ekki á móti þeim. Ég hefði
aldrei farið að skrifa hérna í
Bæjarpóstinn, ef þessi spákona
hefði ekki lesið alveg dásam-
lega fyrir mig. Ég hafði farið
tvisvar til spákonu, og þóttu
mér þær svona sæmilegar.
Svo fórum við 3 vinir til þess-
arar spákonu. Það eru nú
bráðum tvö ár síðan, og þeg-
ar hún var búin að lesa fyrir
mig, þá var ég viss um það, að
hægt væri að spá og spá vel.
Og ég er ennþá vissari núna,
því að ég eignaðist dreng á til-
teknum tíma sem hún sagði
mér. Og það verð ég að segja,
að ég hló þá og sagði að 30
—40% af því sem spákonan
sagði væri rugl. En nú hef ég
lækkað mikið þá prósentu.
Mitt álit á þessum málum er
það, að ef fólk verður fyrir
vonbrigðum þá fer það ekki
aftur, það missir trúna á spá-
dóma. En ef það er ánægt, þá
fer það náttúrlega aftur. Og
þegar ég les fornar sögur, þá
sé ég oft minnzt á völvur. Á
sumar er minnzt með virðingu
en aðrar ekki. Völvur eða spá-
konur hafa alltaf verið til og
ég fyrir mitt leyti vil hafa spá-
konur. Og ef fólk vill fá sér
þá skemmtun að fara til spá-
konu, því þá ekki ; að leyfa
það? Sumir borga 20—30 krón-
ur fyrir smáögn af áfengi, sem
gleymt er þegar gleypt er, aðr-
ir fara til spákonu. Báðir að-
ilar halda að þeir verji sínum
aurum vel. Við skulum meta
/
frelsið og leyfa fólkinu að gera
það sem það vill, meðan það
ekki skaðar þjóðfélagið. Og að
endingu þetta: Enginn lifir svo
öllum líki og ekki guð í
himnaríki. Þess megum við
sósíalistar vel minnast, því að
ekki erum við sagðir minnstir
falsspámenn. Og þó spáum við
því, að allur heimurinn verði
ein sósialísk heild. Margir
hlæja að þeim spádómi, en
hann mun koma fram, eins
og svo margt annað sem spáð
er. — P. S.