Þjóðviljinn - 11.02.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. febrúar 1955
llJÓOVIUINN
Útgefandt: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guö-
mundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Sími 7500 ( 3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavik og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
______________________________________________________/
J Morgunblaðið hefur áhrif
Morgunblaðið gerir nú tíðrætt um Vestmannaeyjar og ham-
ast ákaflega gegn því að sjómenn fái fullt verð fyrir hlut sinn,
þrátt fyrir það þótt Hæstiréttur hafi með dónri staðfest af-
dráttarlausan rétt sjómanna. Þessi afstaða blaðsins hefur þegar
haft mikil áhrif í Vestmannaeyjum.
Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá var fyrir skömmu aðal-
fundur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. 1 því félagi hefur alla
tíð verið hægri sinnuð stjóm og íhaldið haft úrslitatök þegar
til átaka hefur komið. Lagði íhaldið hið mesta ofurkapp á að
halda þessari aðstöðu sinni áfram, og reyndi enn með samning-
um að koma á laggimar stjóm sem engir sósíalistar ættu sæti
í. En þessi tilraun mistókst herfilega; verkamenn neituðu al-
gerlega að fara í nokkm eftir leiðsögn íhaldsins. Og þegar bor-
Inn var f ram listi, þar sem hin stéttvísu vinstri öf 1 sameinuðust
án tillits til flokkspólitiskrar afstöðu, var svo af íhaldinu dregið
að það þorði ekki einu sinni að bjóða fram; listí vdnstri manna
varð sjálfkjörinn. Ihaldið vissi sem var að ef til kosninga kæmi
fengi það svo herfilega útreið að það myndi vekja þjóðarathygli,
og þá var skárra að skríða í skjól.
Það er engum efa bundið að þessi ánægjulegu úrslit em af-
leiðing af skrifum Morgunblaðsins um málefni Vestmannaey-
inga. Verkafólk þar eins og annarstaðar finnur nú betur en
nokkm sinni fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins tæki auð-
mannastéttarinnar, braskara og milliliða, að hann beitir allri
aðstöðu sinni til að traðka á réttindum verkafólks. Það er því
ástæða til að biðja Morgunblaðið að halda ósleitilega áfram á
iSömu braut.
! Dómur um „bjargráð"
I Morgunblaðinu í gær er birt níðgrein um réttlætiskröfur
sjómanna í Vestmannaeyjum, og er þar m.a. vikið að þróun fisk-
verðsins á undanförnum árum. Segir þar svo orðrétt:
„Með gengislækkuninni var almennt búizt við að fiskverð
myndi hækka, en þegar á árið leið þóttí sýnt að hagur útgerðar-
innar færi ört versnandi, þar sem verðlag á nauðsynjum útvegs-
Ins hafði stórhækkað á erlendum markaði, en fiskverð hafði
hins vegar ekki hækkað á árinu heldur lækkað."
Þetta er stórathyglisverður dómur um gengislækkunina í blaði
sjálfs forsætisráðherrans. Eins og menn muna hélt Morgun-
blaðið því fram af miklum ákafa að gengislækkunin væri
„bjargráð" sem sérstaklega ætti að bæta hag útgerðarinnar,
þannig að hún yrði „arðbær“ á nýjan leik. Reynslan varð þó sú
að gengislækkunin varð nýtt tækifæri fyrir milliliðina til þess að
arðræna útgerðina. Er þessi niðurstaða Morgunblaðsins þeim
mun athyglisverðari, sem þetta sama blað hefur nú dag eftir
dag í hótunum um nýja gengislækkun til þess að „rétta við
hag atvinnuveganna."!!
' Framsékn hefur í hétunum
í Blað utanríkisráðherrans ræðir í gær um hin ofboðslegu níð-
skrif brezkra blaða og aðra framkomu Breta í okkar garð og
kemst m.a. svo að orði;
„Fari hins vegar svo, að við fáum enga leiðréttingu mála
okkar í samtökum sem hafa frið og frelsi að kjörorðxun, hljóta
tslendingar að endurskoða þá afstöðu sína, hvort þeir eigi
nokkra samleið með því fólki, sem gerir sér það til dundurs að
reyta af þeim æruna. Ef við megum bara lána landið okkar und-
ir herstöðvar, en fáum engan framgang okkar mikilvægustu
•mála eða uppreisn æru, þá vaknar sú spurning, hvort valda-
menn Islands eigi áfram að sitja hjá fulítrúum Breta í Atlanz-
hafsbandaiaginu og Evrópuráðinu, og skeggræða við þá í ein-
ingu andans og bandi friðarins.“
Þessi ummæli munu lýsa mjög skýrt afstöðu meginþorra
þjóðarinnar, og það er athyglisvert að þau skuli birtast í mál-
gagni þess ráðherra sem fer með utanríkismál. En orðin eru
ódýr, og nú er eftir að sjá reyndina hjá þeim flokki sem áður
taldi affarasælast að verkin töluðu. Hitt skulu ráðamenn Fram-
sóknar gera sér ljóst að kokhraustir menn njóta lítils fylgis til
lengdar ef þeir heykjast þegar á hólminn kemur.
■■■hhhhhhaihhihhhhihihiihhhhhihi
UNGA STÚLKAN OG
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
■
:
■
*
s
■
Það var einu sinni ung
stúlka og það er ekki lengra
síðan en svo, að hún er enn-
þá ung og vonandi í bezta
gengi.
Þessi unga stúlka vann á
stórum vinnustað hér í bæ
og eins og gengur bar þar
margt á góma.
Dag nokkurn lenti hún í
stælum við ungan verka-
mann á staðnum.
Hún hélt því fram, að
Sjálfstæðisflokkurinn væri
vinveittur verkafólkinu og
vildi hag þess sem beztan.
Hann hélt því fram að
þetta væri stundum í orði,
en aldrei á borði, og full-
yrti að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði aldrei stutt verkafólk í
neinni vinnudeilu.
Svona þráttuðu þau um
þetta fram og aftur, unz
hann bauð henni að veðja
um það, hvort hún gæti
fundið nokkurt dæmi þess,
að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði stutt verkafólk í vinnu-
deilu.
Unga stúlkan tók veðmál-
inu og hóf síðan leitina.
Hún kynnti sér marga ár-
ganga Morgunblaðsins, en
í hverri vinnudeilu sem þar
var skrifað um, fann hún
bara skammir um verkalýð-
inn og kröfur hans.
Hún gekk fyrir ráðherra
og þingmenn og spurði þá
hvenær Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði stutt verkalýðinn
í vinnudeilu, en aldrei þessu
vant misstu þeir allir málið.
Hún fór til margra kunn-
ingja sinna og spurði, en
enginn gat svarað henni.
Hún fór í Holstein og
yfirheyrði yfirmenn og und-
irgefna, og þar var gáð í
skjöl og skilriki, en þar
fundust engir pappírar
henni í hag. Þó rámaði ein-
hvern í að forysta Sjálfstæð-
isflokksins hefði einhvern-
tíma hygglað Friðleifi eitt-
hvað einhverntíma, þegar
honum sárlá á!
En nú gat unga stúlkan
ekki gert meira.
Hún sá að hún hafði tap-
að veðmálinu, þirátt fyrir
samvizkusamlega leit.
En hún sá fleira:
Hún sá, að það var á
einskis manns færi að vinna
þetta veðmál, því að öll
skrif Morgunblaðsins í öll-
um vinnudeilum sönnuðu
hið gagnstæða: að forysta
Sjálfstæðisflokksins hafði
aldrei í neinni vinnudeilu
tekið afstöðu með verkafólk-
inu, heldur alltaf á móti
því.
Hún sá, að ef afstaða
Morgunblaðsins hefði ráðið,
þá hefði kaupið aldrei
hækkað, heldur væri það nú
eins og það var fyrir ára-
tugum síðan.
Hinsvegar sá hún líka, að
aldrei í neinu tilfelli hafði
Morgunblaðið ráðizt á gífur-
lega auðsöfnun og óhóf •
yfirstéttarinnar, alltaf að- :
eins ráðizt á verkalýðinn og :
oft með ókvæðisorðum. —
Þannig fór um veðmál :
ungu stúlkunnar. —•
Nú standa yfir tvær :
vinnudeilur, önnur í Vest- :
mannaeyjum, hin á flutn- :
ingaskipum.
I hvorugri deilunni hefur :
Morgunblaðið lagt launþeg- •
um Fið, heldur þvert á móti ■
dembt ókvæðisorðum yfir ■
sjómenn og forystu þeirra. ■
Framundan eru aðrar j
vinnudeilur, þar sem mörg :
verkalýðsfélög með þúsund- :
um meðlima (hvar af margir :
eru sjálfstæðismenn) telja, :
að ekki sé lengur hægt að :
lifa við núverandi launakjör. |
Þessar launadeilur verða s
nýtt stórapróf á forystu ■
Sjálfstæðisflokksins og blað :
hans, Morgunblaðið.
Tekur það afstöðu með :
verkalýðnum eða móti?
Á unga stúlkan að upplifa :
einn eina sönnun þess, að :
Sjálfstæðisflokkurinn leggi :
verkalýðnum aldrei lið í :
neinni vinnudeilu?
Tugþúsundir verkafólks :
og landsmanna yfirleitt :
munu á næstu vikum hafa •
forystu Sjálfstæðisflokksins j
og Morgunblaðsins undlr ■
smásjánni. •
Með eða móti verkalýðn- :
um?
Það er veðmálið.
11
Amerískt tákn
11
í Vísi, mánudaginn 10. jan-
úar 1955, er grein eftir séra
Sigurð Einarsson, er hann
nefnir: Inflúenzan, Adam og
Ameríka.
Grein þessi er mjög
skemmtilega skrifuð, og auk
þess f jallar hún um mikilvægt
vandamál, sem margar þjóðir
heims hafa nú við að stríða
og þar á meðal Islendingar.
Efni hennar á erindi til
allra hugsandi manna, hvaða
stjórnmálaskoðanir sem þeir
annars hafa. Nú er það vitað
mál, að þótt margir kaupi
Vísi, þá eru þeir líka senni-
lega margir sem sjá hann
ekki.
Mér datt þess vegna í hug
að vekja athygli manna á
grein þessari og um leið að
lesa hana vandlega.
Eg get ekki stillt mig um
það úr því að ég er að minn-
ast á greinina, að taka upp
úr henni nokkrar setningar,
sem sýnishom.
Efni greinarinnar er aðal-
lega um bækur sem séra Sig-
urður las á ferðalagi er-
lendis, á meðan að hann
lá þar í inflúenzu. Enda kall-
ar hann lestur þessara 3ja
bóka lyfseðil í inflúenzulegu.
Og hér kemur þá sýnishomið
af honum.
„Spguhptjan í Let it come
down heitir Nelson Dyar og
hann er í rauninni svo amer-
ískur, að hamingjan má vita,
hvort hann á ekki eftir að
lifa í vitund sem amerískt
tákn, eins og t.d. Babbitt. Og
á yfirborðinu lítur Nelson Dy-
ar út eins og meðaltals
Bandaríkjamaður, sem í marg-
víslegum árekstmm og
reynslu lífsins er að lappa
upp á siðferðishugmyndir sín-
ar og basla við að breyta
þeim. En hér em verri hlutir
í efni, en svo heillavænleg
lífsþróun.
Hið óhugnanlega um Nel-
son Dyar er einmitt það, að
í honum er ekki snefill af sið-
ferðilegri vitund. Það sem
kemur honum í stað siðferði-
legrar vitundar er sú ástríðu-
fulla löngun meðaltalsmanns-
ins að rekast hvergi á, falla
árekstralaust inn í hvaða um-
hverfi, sem er. Þetta lífsvið-
horf heitir á amerísku to con-
form.------—
Hann getur aldrei staðið
einn á gmnni, sem er hans
eigin. Og þegar hann loks
lendir í hringiðu þeirrar spill-
ingar, sem er erfðasynd Evr-
ópu frá sjónarmiði Nelsons
Dyar og Cóuls Bowles, höf-
undar bókarinnar, þá er sá
einn munur á henni og spill-
ingu Nelsons Dyar, að hún
er meðvituð, lifuð og skynj-
uð án fárlegra blekkinga um
eigið sakleysi. Og þegar svo
Nelson Dyar hefur gert sig
sekan um nokkumveginn öll
lögbrot og glæpi, sem hugs-
anlegt er að manni sé auðið
að drýgja, þar á meðal morð,
þá verður ekki hjá því komist
að lesandanum verði ljóst að
þetta hefur hann allt gert í
einhverju dularfullu sakleys-
isástandi, sem ekki er í ætt
við rándýrsins eðlisbundnu
grimmd, og þaðan af síður
við nokkum mannlegan lífs-
gmndvöll.
Og þar sem hann er hér
staddur, sem brotamaður að
reglum hvers mennsks samfé-
lags, sem hann kynni að eiga
stundardvöl í, kemur ástmey
hans og varar hann við þeim
dauða, sem vofir yfir honum,
þá er fyrsta ósjálfráða við-
bragð hans og fyrsta sjálf-
ráða orð hans, ekkert annað
en andsvar hins væmna, há-
væra, úrræðalausa ameríska
vanaþræls. Því að þessi ó-
mennski satan í mynd manns,
hefur í rauninni aldrei átt
annað áhugamál en að rek-
ast ekki á, semja sig að að-
stæðunum, vera ,nice‘ við alla
og alstaðar.
Höfundurinn leiðir arabiska
stúlku sem Hadija heitir inn
á lífsbraut þessa manns og
takast með þeim miklar ást-
ir. En ást hans til hennar á
sér engan fastan undirgmnn
í neinu, sem kallast mætti
mennsk tilfinning, fremur en
Framhald á 9. síðu.