Þjóðviljinn - 11.02.1955, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 11.02.1955, Qupperneq 11
Föstudagur 11. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: Að elsha ... • ••«9 deyja 52. dagur skilaboð' þar og var að því kominn að fara, þegar hann heyrði undarlega hljómmikinn tón. Það var eins og ómur í hörpu. Hann leit í kringum sig. Gatan var auð að því leyti sem hann gat séð. Ómurinn heyrðist aftur, hærri, kveinandi og lækkandi eins og ósýnilegur þoku- lúður gæfi frá sér aðvörunarmerki. Þaö var endurtekið, dýpra, síðan hærra, óreglulega og þó með ákveönum millibilum, og hljóðið virtist koma úr loftinu eins og einhver væri að leika á hörpu uppi á þaki. Graber hlustaöi. Hann reyndi að rekja uppruna tón- anna, en hann gat ekki áttað sig á úr hvaða átt þeir komu. Þeir virtust vera alls staðar og koma alls staðar áð, ýmist stakir eða margir saman, raunalegir og harm- þrungnir. Loftvarnavörðurinn, hugsaði hann. Brjálaði maðurinn — hver annar? Hann gekk að húsinu sem aðeins fram- hliðin var eftir af og hratt.upp hurðinni. Einhver vera fyrir innan spratt upp úr hægindastól. Gráber sá að þáð var græni stóllinn sem haföi staöið í rústunum af heim- ili foreldra hans. „Hvað er að?“ spuröi vörðurinn hvasst og snöggt. Gráber sá að hann hafði ekkert í höndunum. Tónarn- ir héldu áfram áð óma. „Hvað er þetta?“ spurði hann. „Hvaðan kemur það?“ Vörðurinn rak vott andlitið upp að andliti Grábers. „Nújá, hermaðurinn! Verjandi ættjarðarinnai'! Hvað þetta er? Heyrirðu þaö ekki? Það er líksöngur þeirra sem grafnir eru undir rústunum. Hróp þeirra um hjálp. Grafðu þá upp! Grafðu þá upp! Hættu þessum morð- um!“ „Þvættingur!” Gráber starði upp fyrir sig gegnum þokuna. Hann sá eitthvað sem líktist dökkum vír slást til í vindihum og í hvert sinn sem hann slóst til baka heyröi hárin hinn dularfulla hljóm. Allt í einu mundi hann eftir píanóinu sem lokið vantaði á og hann hafði séð hanga í rústunum. Vírinn slóst í óvarða strengina. „Það er píanóið,“ sagöi hann. „Það er píahóiö! Þaö er píanóiö!" hermdi vörðurinn eftir honum. „Hvaða vit hefur þú á því, samvizkulausi morðingi. Þáð er líkklukka og vindurinn hringir henni. Það eni himnarnir sem biðja um miskunn, um misk- unn, þú skjótandi gervimaður, um þá miskunn sem er ekki lengur til á jörðinni! Hvað veizt þú um dauðann, villimaðurinn þinn! Hvað getur þú vitáö? Þeir sem orsaka hann vita aldrei neitt um hann.“ Hann laut áfram. „Hinir dauðu eru allsstaðar," hvíslaði hann. „Þeir liggja undir rústunum með kramin andlit og út- rétta handleggi, þeir liggja þar, en þeir munu upp rísa Og elta ykkur alla —“ Gráber gekk aftur út á götuna. „Elta ykkur,“ hvíslaði vörðurinn fyrir aftan hann. „Þeir munu ákæra ykkur og þið munuð hljóta dóm fyrir hvern einasta þeirra —“ Gráber sá hann ekki lengur. Hann heyrði áðeins hása röddina smjúga gegnum þokuna. „Því að það sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér gjört mér, sagði drottinn —“ Hann gekk áfram. „Faröu til fjandans,“ tautaði| hann. „Farðu til fjandans og grafðu sjálfan þig undir; þessum rústum sem þú lifir á eins og hræfugl.“ Dauði, hugsaði hann með beizkju. Dáuði, dauði! Ég er búinn að fá nóg af dauðanum! Hvers vegna kom ég til baka? Var þaö ekki til að sannfærast um að einhvers staðar í þessari auðn væri líka lif? Hann hringdi. Dyrnar opnuöust þegar í stað eins og einhyer hefði staðið tilbúinn fyrir innan þær. „Ó, eruö það þér —“ sagði frú Lieser og varö hverft við. „Já, þaö er ég,“ svaraöi Gráber. Hann hafði búizt við Elísabetu. Um leið kom hún út úr herbergi sínu. í þetta sinn ; dró frú Lieser sig í hlé án þess að mæla orö. „Komdu, j Emst,“ sagöi Elísabet, .„Ég .vei’Ö\tUbÚin xétt strax.“ 1 Hann gekk á eftir henni. „Er þetta glæsilegasti kjóll- inn þinn?“ spurði hami og horfði á svörtu peysuna og dökka pilsið sem hún var í. „Ertu búin að gleyma að vf5 ætlum út í kvöld?“ „Var þér alvara?“ „Auðvitað. Líttu bara á mig! Þetta er sparibúningur af liðþjálfa. Kunningi minn' fékk hann lánaðan handa mér. Ég er að villa á mér heimildir svo aö ég geti farið með þig á hótel Germaníu —og það eru ekki einu sinni víst aö nokkur sem er lægri í tign en lautinant fái áð- gang. Þaö er undir þér komiö. Áttu ekki annan kjól?“ „Jú. En —“ Gráber sá vodkað frá Binding á borðinu. „Ég veit hvað þú ert að hugsa,“ sagði hann. „Hættu því! Og gleymdu frú Lieser og nági'önnunum. Þú gerir engum illt með því; það er aöalatriöið. Og þú verður aö hreyfa þig héðan endrum og eins; annars verður þú vitlaus. Héma, fáðu þér vodka,“ Hann hellti í glas og rétti henni það. Hún tæmdi það. „Gott og vel,“ sagði hún. „Ég verð fljót. Ég var tilbúin að mestu leyti, en ég var ekki viss um að þú myndir eftir því. En þú verður þó að fara útúr herberginu meðan ég skipti um föt. Ég vil ekki aö frú Lieser kæri mig fyrir lauslæti". „Hún hefði ekkert upp úr því. Það er talin hollustu við föðurlandið þegar um hermenn er að ræða. En ég skal bíða eftir þér úti. Á götunni, ekki frammi 1 and- dyrinu.“ Hann gekk fram og aftur um götuna. Þokan var far- in að þynnast en klakkar héngu enn í húsasundunum eins og gufur frá þvottahúsi. Allt í einu opnaöist gluggi fyrir ofan hann. Elísabet halláði sér út, með naktar axlir í daufum ljósbjarma og hélt á tveim kjólum. Annar var gylltur, hinn litminni og dekkri. Þeir blöktu í vindinum eins og fánar. „Hvorn?“ spurði hún. Hann benti á gyllta kjólinn. Hún kinkaöi kolli og lok- aði glugganum. Gráber ISit í kringum sig. Gatan var enn mannauð og dimm. Enginn hafði tekið eftir þessu broti á myrkvunarlögunum. Hann hélt áfram að ganga fram og aftur. En það var eins og kvöldið hefði allt í einu breytt um svip. Þreyta dagsins, hinn kynlegi hug- blær kvöldsins og sú ákvörðun hans aö flýja frá fortíð- inni, hafði smám saman breytzt í rólega tilhlökkun og síðan í eftirvæntingu og óþolinmæöi, Elísabet kom út um dyrnar. Hún gekk hratt og hún var grönn og liöleg og virtist hærri en áöur í síða, gyllta kjólnum sem glitraöi í rökkrinu. Andlit hennar hafði r V. ^^imllisþáttnr N / AS leggja á borcS Það er mjög þýðingarmikið þegar lagt er á borð að leir- tau og dúkur fari vel saman. Þó er sjaldgæft að maður sjái dúka, þar sem mynstrið í postu líninu er endurtekið. í Frakk- landi er þetta aftur á móti mjög vinsælt, enda getur heild- arsvipurinn verið mjög falleg- mynstrum á miðjan dúkinn. Á myndinni er stór hvítur dúk- ur með ísaumaða miðju, en það er hægt að fara öðru vísi að og sauma í lítinn dúk sem síðan er lagður ofan á hvíta dúkinn þegar leirinn er hafður á borðinu. Takið eftir kertastjakanum Gens og gaman Gershwin var hamingjusarn- asti maður á jörðunni, sagði vinur hans um hann látinn: hann elskaði sjálfan sig og hafði engan keppinaut. Sjúklingur: Hvernig get ég borgað yður fyrir alla þá miklu umhyggju sem þér haf- ið auðsýnt mér? Læknir: Með tókk, ávísun eða bara í beinum peningum. Læknir nokkur í Dýflinni sendi frú nokkurri reikning, svolátandi: Fyrir að stunda mann yðar þangað til hann dó.......o. s. frv. Mamma: Hvað sagði pabbi þinn þegar hann frétti að þú hefðir brotið pípuna hans? Sonur: Á ég að hafa blótsvrð- in eftir honum ? Mamma: Nei, væni minn. þú máít ekki fara með Ijótt. Sonur: Þá held ég. að hann hafi : ekKí ságt neitt. • ý; '••• Fyrsta mannæta: Hefurðu séð tannlækninn? Önnur mannæta: Já, hann fyllti tennur mínar um hf,deg- isbilið. Þessi mynd sýnir stækkað mynstrið á borðdúknum á vinstri myndinni hér fyrir neðan. ur þegar dúkur og postulín er í samræmi hvort við annað. Á myndunum eru sýnd tvö dæmi, annað nýtízkulegt, sem hentar við nýtízku leirmuni og annað gamaldags, þar sem í dúkinn er saumað mynstur ur gömlu stelli. ,Fyrri myndin er af ferhyrndu borði. Leirtauið er næstum hvítt með dökkbláu mynstri og grunnmynstrið á leirnum er valið sem ísaums- með óreglulegu örmunum. Hann er úr messingi og kertin eru dökkblá og fara vel við dúkinn og stellið. Flest gamaldags stell hafa mynstur sem hægt er að taka upp og sauma í dúk. Á stell- jnu á myndinni er bæði kantur og miðjumynstur og hvort tveggja hefur verið tekið upp í dúkinp, en oít er gðajmynstr- ið of flókið viðureignar og þá er hægt að láta kantmynstrin nægja. Á báðum frönsku dúkunum er mynstrið haft í miðjum dýknum svo að bollarnir eru ekki yfir því þegar lagt er á borð. Hér er algengt að saum- að er í brúnir dúkanna, svo að falleg mynstur fá ekki að njóta sín fyrir borðbúnaði,.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.