Þjóðviljinn - 11.02.1955, Qupperneq 7
Föstudagur 11. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Nú er ekki dreginn fisknr úr sjó í Vest-
mannaeyjum — vegna pess eins að út-
gerðarmenn neita að greiða sjómönnum
fullt verð fyrir hlut sinn. Hefur þó rétt-
ur sjómanna pegar veriö staðfestur með
dómi Hæstaréttar. Tjónið af stöðvun
bátaflotans í Eyjum nemur pegar millj-
ónafúlgum í erlendum gjaldeyri.
Karl Guðjóns'son flyt-
ur á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um skil
bátagjaldeyriságóða til
hlutasjómanna.
★
Er tillagan þannig:
Alþingi ályktar að fela
rikisstjórninni að undirbúa
og framkvæma svo fljótt
sem verða má leiðréttingu
þeirra inistaka, að sjómenn
hafa ekki fengið greiddan
hlut sinn úr andvirði báta-
gjaldeyrisfriðindanna fyrir
árin 1951, 1952 og 1953.
Framkvæmd málsins verði
í meginatriðum hagað þann-
ig, að sjómannafélögunum
verði falið að safna saraan
kröfum viðkomandi sjó-
manna, hverju á sínu félags-
svæði, og frá þeim sjómönn-
um, sem samningar þeirra
ná til. Leggi félögin síðan
rökstuddar kröfur fyrir rík-
isstjórnina, eða þá aðila,
sem hún kann að tilnefna.
Rikissjóður greiði út hinn
vangoldna hlut ásamt 6%
ársvöxtum frá þeim tíma,
þegar eðlileg greiðsla hlut-
arins hefði átt að fara fram.
Ríkissjóður endurkrefji svo
hlutaðeigandi útgerðarmenn
eða útgerðarfélög um þá
upphæð, er hann greiðir
þeirra vegna.
Kostnaður allur við fram-
kvæmd málsins greiðist úr
rikissjóði, þar með talin
greiðsla til sjómannafélag-
anna fyrir þeirra þátt í leið-
réttingu þessari, og skal sú
greiðsla ákveðin 5% af kröf-
um þeim, sem þau leggja
fram og færa sönnur á, auk
áfallins málskostnaðar eftir
reikningi.
í greinargerð segir:
Á síðasta þingi flutti ég til-
lögu, sem efnislega var sam-
hljóða þessari. Lét ég þá
eftirfarandi greinargerð fylgja
henni:
Þá stóð svo á, að ríkisvaldið
hafði framkvæmt mjög stór-
felldar iækkanir á gengi ís-
lenzkrar krónu haustið 1949 og
á öndverðu ári 1950, og voru
þær gengisfellingar kallaðar
hjálp við atvinnuvegina.
Þáverandi ríkisstjóm stóð
þvi frammi fyrir þeim tvíþætta
vanda, sem að nokkru var fólg-
inn i því, að án útgerðar vél-
bátaflotans horfði harla bág-
lega um þjóðarhag, og að hinu
leytinu táknaði stöðvun flotans
það, að aðalröksemdin fyrir
gengisbreytingunni — fjárhags-
legt öryggi og tryggur rekstur
atvinnuveganna — var af-
sönnuð með því miskunnar-
leysi, sem staðreyndir einar
geta sýnt liðsterkri ríkisstjóm.
Ekki verður með vissu séð,
hvom þátt vandans ríkisstjórn-
in taldi alvarlegri. Hún reyndi
að koma flotanum af stað, þótt
lítill væri viðbragðsflýtir henn-
ar í því efni, og liðu margar
vikur þar til veiðar hófust.
^ „Bátagjaldeyrir” —
án samráðs við
sjómenn.
En með því að hinar fyrri
ráðstafanir ríkisstjómarinnar
til að tryggja rekstur atvinnu-
væganna, þ. e. gengisbreyting-
arnar, höfðu átt mestum and-
byr að mæia hjá launþegum og
samtökum þeirra, þá mun rík-
isstjómin ekki hafa talið sér til
neinnar ánægju að bera ráð
sín saman við þá aðila, eftir
að svona var komið, enda fór
þannig, að í ráðabruggi sínu
um hækkun fiskverðsins hafði
ríkisstjómin ekkert sámráð við
sjómannastéttina, þótt hún sé
sá aðilinn, sem er eigandi
meira en þriðjungs alls sjávar-
afla, sem á land er dreginn.
Árangurinn af samningum
útgerðarmanna og ríkisstjórn-
arinnar um hækkað fiskverð
varð sá, að ríkisstjórnin lét
fjárhagsráð gefa út bátagjald-
eyrisreglumár, eða reglur um
innflutningsréttindi bátaútvegs-
manna, eins og þær hétu í aug-
lýsingunni í Lögbirtingablað-
inu. Lögmæti þessarar ráð-
★ Útgerðarmenn halda
hlut sjómanna.
f sambandi við þetta gerist
það, þegar til reikningsskila
kom milli sjómanna og út-
gerðarmanna fyrir vertíðina
1951 og aðrar veiðar á því
ári, að útgerðarmenn neita
að greiða sjómönnum sama
fiskverð og þeir fengu sjálfir.
Neitun þessi byggðist á fyrir-
mælum forráðamanna Lands-
sambands íslenzkra út\regs-
manna, sem vafalaust hafa tal-
ið sig njóta fulltingis ríkis-
stjórnarinnar til þessarar rang-
sleitni gagnvart sjómanna-
stéttinni.
■ En hafi það verið ætlun
ríkisstjórnarinnar að varna ís-
lenzkum hlutarsjómönnum rétt-
ar til sama fiskverðs og aðrir
fiskeigendur fá, þá hefur henni
ekki tekizt það, og er nú sann-
aður sá réttur sjómanna.
fullrar hlutdeildar í andvirði
innflutningsréttindanna. Þann-
ig er nú fengið dómsorð fyr-
ir því, að ranglega hefur verið
setið yfir hlut bátasjómanna
síðastliðin þrjú ár.
Um dóm þennan skal ekki
fjölyrt frekar í greinargerð
þessari. . .
Skal þess þó getið, að hann er
lagður til grundvallar t. d. því
ákvæði þingsályktunarinnar,
sem fjallar um vaxtaupphæð.
'jlf Ríkisstjóminni ber
s'kylda til íhlutunar.
f þingsályktunartillögunni er
gert ráð fyrir, að sannaðar
kröfur sjómanna verði greiddar
úr rikissjóði, sem síðan endur-
krefji þær hjá viðkomandi út-
gerðarmanni. Þetta er hliðstætt
því fordæmi, sem fyrir liggur
Tillaga Karls Guðjónssonar borin fram á ný:
Rfkisstjórnin annist skil bátagjaldeyr
iságóða til hlutasjómanna
Stjórnarflokkarnir töldu jboð ekki timabœrt í fyrra vegna
þess oð hœstaréttardömurinn var þá ekki upp kveSinn
'jfc' „Bjargráð" stjórnar-
innar — gengis-
lækkun — dugði
ekki.
„f ársbyrjun 1951 bar þjóð-
arbúskap íslendinga sá vandi
að höndum, að vélbáta-
flotinn hóf ekki vertíðarveiðar,
sökum þess að fiskverð var svo
lágt, að fyrirsjáanlegur halli
var á útgerðinni. Var það
krafa útgerðarmenna, að fisk-
verð yrði hækkað til muna og
var kröfunni beint til stjóm-
arvaldanna.
stöfunar hefur mjög verið dreg-
ið í efa, og ber ekki að skoða
tillögu þessa sem neina viður-
kenningu á lögmæti bátagjald-
eyrisfyrirkomulagsins. Engu að
síður er fyrirkomulag þetta
staðreynd, sem taka verður
fullt tillit til.
Af þeim mistökum fyrrver-
andi ríkisstjórnar að sniðganga
í öllu sjómannastéttina leiðir
það, að útgerðarmenh, isem
einir stóðu í sambandi við
stjómina, töldu sig eina eiga
þann ágóða, sem bátagjaldeyr-
isreglumar færðu fiskéigend-
S§hiií^»ítí‘ .4rí,:>IrÁx :J 'óu jjo
Réttur sjómanna
staðíestur með dómi.
í sjó- og verzlunardómi Vest-
mannaeyja var hinn 3. febr. s.l.
kveðinn upp dómur í máli,
sem fyrir tilstuðlan allra sjó-
mannafélaganna í Eyjum: Vél-
stjórafélags Vestmannaeyja,
sjómannafélagsins Jötuns og
skipstjóra- og stýrimannafélags-
ins Verðandi — var rekið sem
prófmál til að ná fram áliti
dómsins um rétt sjómanna til
hins endanlega fiskverðs. í
dómnum er viðkomandi sjó-
manni tildæmdur “réttur jtií
ijbvu rjotanV* ti; >wi *
um greiðslu barnalífeyris sam-
kv. úrskurði frá almannatrygg-
ingunum, og er að því leyti
mjög sambærilegt, að aflahlut-
ur þeirra sjómanna, sem eru
heimilisfeður, er vissulega
einnig lífeyrir bama. Hitt er
þó mest um vert, að án fyrir-
greiðslu hins opinbera og sam-
vinnu þess við sjómannafélögin
er hægt að gera rétt sjómanna
lítils eða einskis virði, hvað
margir dómstólar sem kveða á
um réttindi hlutarsjómanna. Ef
hver einstakur sjómaður þyrfti
að íeita til lögfræðings og ef
til vill dómstóls um sinn 'hlut,
heyja síðan harða innheimtu
með fjárnámi og uppboði, jafn-
vel hjá sínum aðilanum fyrir
hverja vertið, ætti hann þess
litla von, að hluturinn yrði
öllu meiri en kostnaðurinn.
Þannig gæti hinn tildæmdi
réttur orðið harla lítill á borði.
Ekki er þess að dyljast, að
vart mun ríkissjóður sleppa
skaðlaus frá því hlutverki, sem
honum var ætlað í ályktuninni.
Auk fyrirsjáanlegs kostnaðar
við framkvæmd málsins má
reikna með, að ekki takist að
endurkrefja allt það fé, sem út
yrði greitt í hinn vangoldna
hlut. En öll þau mistök, sem
orðið hafa í þessu máli, eru
sök annarra aðila en sjómann-
anna, og því eiga þeir sízt að
gjalda þeirra. Fyrrverandi rík-
isstjórn fór rangt að, er hún
sniðgekk sjómenn við samn-
inga þá, sem ákvörðuðu fisk-
verðið, og rökrétt afleiðing
þess er, að ríkissjóður gjaldi
þess.
Kjör sjómanna eru nú lakari
er flestra annarra þegna þessa
þjóðfélags, enda sjást þess
glögg merki, að þurrð er að
bresta á um vinnuafl til fisk-
veiðanna, og væri það vissulega
hyggilegast, að ríkisvaldið tæki
upp vinsamlegri stefnu í mál-
efnum sjómanna en ríkt hefur
að undanfömu, og færi vel á
því, að sú stefnubreyting hæfist
á aðstoð ríkisins til að bæta
sjómönnum upp þriggja ára
misrétti, sem þeir hafa verið
beittir í þessu máli.
•jftr Þáttur sjómanna-
samtakanna.
Vart mun mögulegt að ná til
alls þorra þeirra sjómanna,
sem hér eiga hlut að málj,
án þess að njóta til þess að-
stoðar sjómannasamtakanna.
Þau háfa sum hver þegar sýnt
mikinn áhuga í að ná fram
leiðréttingu málsins og lagt
fram verulegt fé og vinnu til
málarekstrar þess, sem fyrr
getur. Það verður því að teljast
eðlilegt, að bæði sá kostnaður
sem þegar er á fallinn við
leiðréttingu málsins, svo og
væntanlegur kostnaður við að
ná saman kröfum sjómanna og
færa rök fyrir réttmæti þeirra,
verði þeim að fullu bættur. f
ályktuninni er greiðslan á-
kveðin 5 af hundraði af kröfu-
upphæðunum. Telur flutnings-
maður, að hlutur af kröfuupp-
hæð mundi frekast tryggja það,
að sem allra fæstir kröfuhafar
verði af sinni réttmætu upp-
bót. Vera má, að annar háttur
hentaði jafnvel um slíka
greiðslu, og með því að skað-
laus greiðsla og ekki þar um-
fram er það, sem fyrir flutn-
ingsmanni vakir, þá er af hans
hálfu ekki fast sótt að halda
þessu atriði ályktunarinnar ó-
breyttu, ef rök hníga að öðru,
og gegnir raunar sama máli
um hvað eina í framkvæmd
málsins, ef kjarni þess nær
fram að ganga.
’jAf' í fyrra vildu þeir
bíða eftir dómi
hæstaréttar.
Ef Alþingi og ríkisstjórn
kjósa ekki enn, eftir að rétt-
indi sjómanna eru sönriúð með
dómi, að bera ábyrgð á því, að
þörfustu starfsmenn þjóðfélags-
Framhald á 9. síðu.