Þjóðviljinn - 12.02.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. febrúar 1955 — ÞJÓÐVIUINN — (7.
Lagarfoss í Lagarfljóti
Svikin í rafmagnsmálunum
Eitt er það mál, sem öðrum
íremur hefur verið á dagskrá
hjá Austfirðingum um mörg ár.
í>að eru rafmagnsmál fjórð-
ungsins. Hafa þeir hvað eftir
annað knúið á dyr ríkisvalds-
ins um framkv. en jafnan ár-
angurslaust þar til nú, að loks
■er afráðið að ráðast í fram-
kvæmdir, en þá með þeim kot-
xmgsbrag, að skömm er að og
.-svíviröa fyrir Austfirðinga.
Enda þótt mál þessi hafi oft
-verið rædd hér í blaðinu og
saga þeirra rakin, verður ekki
lijá því komist að rekja þau í
stórum dráttum, en gera verð-
ar ráð fyrir, að lesendur blaðs-
ins hafi af málinu veruleg
jkynni.
í>að er nú komið á annan
áratug síðan farið var að vinna
að rannsókn og mælingum á
fallvötnum hér eystra með
stóruirkjun fyrir augum. Þá
•er rétt að minnast þess, að allt
frá því að Lúðvík Jósepsson
var fyrst kjörinn á þing 1942,
hefur mál þetta hvað eftir
annað borið á góma á Alþingi,
■en eitt af fyrstu þingmálum
Lúðvíks var virkjun Lagarfoss.
Það kom fljótt á daginn, að
tilgangurinn með mælingu
austfirzkra vatnsfallá var ekki
fyrst og fremst sá, að hraða
'byggingu orkuvers á Austur-
landi, heldur sá að láta Aust-
firðinga halda, að rafvæðing
fjórðungsins stæði fyrir dyrum.
Eitt árið átti að virkja Lagar-
foss, annað árið Fjarðará í
Seyðisfirði, þriðja árið Grímsá
og fleiri vatnsföll átti að
virkja. Þegar ekki voru fleiri
vatnsföll upp að telja var byrj-
að á lönguvitleysunni aftur:
Lagarfoss, Fjarðará, Grímsá o.
s. frv. — Er það alveg furðu-
legt hve lengi Austfirðingar
hafa látið blekkjast af þessari
galdraformúlu.
En svo kom, að langlundar-
geð Austfirðinga þraut. Þeir
sendu nefnd manna á vit ríkis-
stjórnarinnar og kröfðust að-
gerða. Árangur þeirrar sendi-
ferðar varð sá, að heitið var
að ■ hefja virkjun Lagarfoss
þegar árið 1954. En það var
svikið. í þess stað var búið að
uppgötva þá aðferð, að flytja
rafmagn í Múla-sýslur norðan
úr~ Þingeyjarþingi. Og raforku-
málaráðherra gerði sér það ó-
mak að taka sér ferð á hendur
með legáta sína til Egilsstaða
til að reyna að „sansa“ forystu-
menn Austfirðinga. Þessi för,
sem farin var í júlímánuði
varð hin mesta fýluför. Aust-
firðingar kröfðust efnda á fyr-
irheitinu um virkjun Lagar-
foss, en höfðu megnustu ótrú
á „spottanum“. Fór ráðherra
við svo búið heim aftur, en
áður en hann fór hét hann
Austfirðingum því að fullnað-
arákvörðun um málið skyldi
fekin í þeim mánuði, eða
snemma í þeim næsta. Leið svo
- og beið. Allur júlímánuður leið,
ágústmánuður sömuleiðis, en
ekkert heyrðist frá ráðherran-
nm. Loks í byrjaðan september
fékk rafmagnsnefndin boð frá
ráðherra um að koma til fund-
ar við sig í höfuðstaðnum á
tilteknum degi. Brugðust
nefndarmenn vel við og mættu
allir á þessum fundi með ráð-
herranum og sérfræðingum
hans.
I
Reykjavíkurfundurlnn
Enn kom það greinilega í
Ijós að tilgangurinn með þessu
fundarboði var sá — og sá
einn —, að telja Austfirðinga
á sjónarmið ráðherra og sér-
fræðinganna. En það tókst
ekki. Hver einasti nefndar-
maður undirritaði ályktun þar
sem krafizt var efnda á fyrir-
heitinu um virkjun Lagarfoss
og sú krafa studd sterkum rök-
um. Og þegar nefndarmenn
fóru heim að fundi loknum,
þóttust þeir hafa unnið frægan
sigur og byggðu það á tvennu.
í fyrsta lagi höfðu allir þing-
menn að austan undirritað yf-
irlýsingu um að þeir styddu
eindregið kröfu nefndarinnar
um virkjun Lagarfoss og var
sú yfirlýsing afhent ráðherra
með ályktun nefndarinnar. f
öðru lagi hafði Eysteinn Jóns-
son sagt nefndarmönnum, að
hann gæti fullyrt að farið yrði
að kröfu nefndarinnar í virkj-
unarmálunum. Þóttust nú
nefndarmenn hafa gert góða
ferð og héldu heim eftir að
hafa þegið góðgerðir hjá fyrir-
mönnum og eftir að hafa hlýtt
á þann boðskap ráðherra, að
fullnaðarákvörðun skyldi rík-
isstjómin taka í málinu á
morgun eða liinn daginn eða
allra næstu daga.
Átök í ríkisstjórninni
Hófust nú átök um málið í
ríkisstjórninni. Kvað Ólafur
Thórs kotkarla austræna aldrei
skyldu segja sér fyrir verkum
og skyldu þeir fá þingeyska
spottann eða sitja í myrkri
ella. — Varð Eysteinn að lúta
húsbóndavaldi Ólafs, en fékk
þó leyfi til að láta jafnframt
virkja smásprænu eina í kjör-
dæmi sínu.
Austfirðingar biðu átekta.
Morgundagurinn leið og dag-
urinn þar á eftir. Allur sept-
ember leið, október sömuleið-
is og eins nóvember og ekkert
heyrðist frá ráðherranum. Þeg-
ar nokkrir dagar voru liðnir af
desember var rafmagnsnefndin
að tilhlutan ríkisstjómarinnar
kvödd til fundar að Egilstöð-
um.
EgUsstaðafundurinn
Þessi fundur var kvaddur
saman að tilhlutun raforku-
málaráðherra að því er manni
síðan skildist tij að hlýða á
boðskap hans um rafvæðingu
Austurlands. Áttu þá sendi-
menn ráðherrans að vera mætt-
ir á fundinum. En af einhverj-
um ástæðum hefur formanni
Grein ór „Austur-
landi“, málgagni sósí-
alista á Austurlandi
nefndarinnar, Sveini á Egils-
stöðum, þótt ráðlegt að kalla
nefndina saman tveim dögum
fyrr en ráðherra fór fram á.
Sveinn hafði skýrt nefndar-
mönnum frá því, að nú væru
uppi nýjar ráðagerðir í raf-
magnsmálunum, sem sé þær,
að gera hvorttveggja: leggja
rafstreng frá Laxá til Egilsstaða
og reisa 2400 kw. orkuver við
Grímsá.
Það kom fljótlega á daginn
að fundurinn var ekki til þess
kvaddur saman, að ráðgast við
nefndina um rafmagnsmálin,
heldur til þess eins að hlýða
boðskap ríkisstjórnarinnar um
málið. Síðan var nefndinni ætl-
að að leggja blessun sína yfir
%
fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar
og veita þeim þingmönnum, er
að þessu stóðu, syndakvittun
fyrir svikin.
Síðari fundardaginn áttu
menn úr nefndinni tal við raf-
orkumálaráðherra og lögðu
fyrir hann nokkrar spurningar
um atriði, er nefndin taldi
máli skipta. Ráðherra gat eng-
in svör gefið, en vísaði til
sérfræðinga sinna og kvaðst
þegar í stað senda þá flugleið-
is til Egilsstaða. Og þá var ráð-
herrann snar í snúningum,
leigði stóreflis flugvél til að
flytja tvo Briema til Egils-
staða.
Einnig áttu menn úr nefnd-
inn tal við Eystein Jónsson og
lagði hann fast að þeim, að
fallast á aðgerðir stjórnarinn-
ar, eða öllu heldur fyrirætl-
anir.
Sendimenn ráðherra höfðu
þann boðskap að flytja að af-
ráðið væri að virkja Grímsá
og leggja streng austur frá
Laxá. Erindi þeirra austur virt-
ist það eitt, að telja nefndinni
hughvarf.
En það má segja nefndar-
mönnum til verðugs lofs, að
þeir létu hvorki ráðherra né
sendimenn þeirra hafa áhrif á
sig. Þe'ir sáu í hendi sinni
hversu mikil fjarstæða þessar
fyrirætlanir voru. Þeir sáu, að
framtíðarlausn raforkumála
Austurlands hlaut að vera Lag-
arfoss. — Og ákveðnastur allra
í þessari afstöðu var Þorsteinn
kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði,
áhrifamesti stuðningsmaður
Eysteins í kjördæminu. —
Þetta, að jafn ákveðnir póli-
tískir andstæðingar og sæti
eiga í nefndinni, skyldu ná fyr-
irhafnarlítið einingu í málinu,
þrátt fyrir tilraunir sterkra
pólitískra afla, sýnir það og
sannar, að í augum Austfirð-
inga er þetta mál hafið yfir
dægurþrasið og pólitísku oln-
bogaskotin. Þaö er mál Aust-
firðinga sjálfra. — Það er bar-
áttan um það hvort Austur-
land á að halda áfram að vera
mönnum byggt, eða hvort það-
á að leggjast í auðn með fá-
eina vitaverði sem einu íbúa
landsfjórðungsins, auk villi-
dýra, hreindýra og refa. —
Það er slíkt Austurland sem
stefnt er að því að skapa. En
við viljum sporna gegn þeirri
þróun. Við vitum að hér er
hægt að lifa góðu lífi á gæðum
lands og sjávar, ef Austfirð-
ingar eru látnir njóta jafnrétt-
is. Og þýðingarmesta framlag
okkar í þessari baráttu er stór-
virkjun á Austurlandi, en ekki
virkjun einhverra smáspræna,
sem að litlum notum getur orð-
ið. Og við getum komið í veg
fyrir virkjun Grímsár og knú-
ið fram virkjun Lagarfoss ef
við erum samtaka og sættum
okkur ekki við orðinn hlut.
Austfirði — Vestfirðir
Það skaust upp úr sendi-
mönnum ráðherrans, að eitt af
því, sem áhrif hefði á ríkis-
stjórnina í þessum málum væri
það, að ef Austfirðingar fengju
stórvirkjun, yrði ekki hjá því
komist, að verða við kröfum
Vestfirðinga um virkjun Dynj-
anda, en afráðið hefur verið
að leysa raforkumál þeirra
með sama kotungsbrag og
Austfirðinga. í rafmagnsmál-
unum eiga þessir landshlutar
algjöra samstöðu, og sjálf rík-
isstjómin hefur tengt hagsmuni
þeirra fast saman með því að
neita öðrum um viðunandi
lausn til að geta gert hinum
sem allra smásálarlegasta úr-
lausn. — Er nokkuð sjálfsagð-
ara en að Austfirðingar og
Vestfirðingar taki höndum
saman í þessum málum og beri
kröfur sínar um viðunandi
lausn sameiginlega fram til
sigurs?
Einkennileg sérfræði
Sérfræðingar rikisstjórnar-
innar í rafmagnsmálunum hafa
farið svo oft í gegnum sjálfa
sig og haldið fram svo furðu-
legum hlutum um rafmagns-
mál Austurlands, að Austfirð-
ingar hafa misst allt traust
á sérfræði þeirra. Virðist þessi
sérfræði meir við það miðuð,
að fylgjst með stjórnarstefn-
unni en sönn vísindi. Og þessi
endalausi þeytingur milli aust-
firzkra vatnsfalla og enda-
lausar breytingar á útreikning-
um og áætlunum er ekki til
þess fallinn að vekja traust
manna.
Ljóst dæmi um „sérfræðina“
er það, að eitt sinn létu hinir
sérfróðu það frá sér fara, að
í Grímsá væri aðeins 1350 kw.
orka. En þegar þar kom að
ríkisstjórnin þurfti á ofurlítið
stærri sprænu að halda handa
Austfirðingum, létu þeir sig
ekki muna um að auka orkuna
í 2400 kw.
Hvað eiga Austfirðingar
að gera
Eiga Austfirðingar að taka
þessum löðrungi þegjandi?
Eiga þeir að láta hafa sig
fyrir tilraunadýr og hornrek-
ur?
Framhald á 11. síðu.