Þjóðviljinn - 26.02.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.02.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. febrúar 1955 ASalgiffingartimirm fer i hönd Brúðarkiólaefni í mjög f jölbreyttu úrvali * Brúðarkjólar saumaðir eftir máli — I brúðkaupsferðiría: — Undirfatnaður — Náttkjólar Greiðslusloppar MARKAÐURINN Haínarstræti 11 Sinfóiimhljómsveitin Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar á þriðjudaginn voru nær eingöngu helgaðir franskri tónlist. Tónleikarnir hófust á svonefndri Spánar- Þorvaldui- Montanari sinfóníu spánsk-franska tón- skáidsins Edouards Lalo, sem hefur víst ekki verið flutt hér áður á tónleikum. Verk þetta er samið fyrir einleiks- fiðlu og hljómsveit og má kallast fiðlukonsert, þó að höfundur nefni það sinfóníu. Einleikshlutverkið annaðist Þorvaldur Steingrímsson, einn af fiðluleikurum Sinfóníu- hljómsveitarinnar sjálfrar. Aðalkostur Þorvalds sem .fiðluleikara er ekki mikil til- þrif, heldur smekkvísi í flutn- ingi og einkar mjúkur og fallegur tónn. Hann leysti þetta vandasama fiðlverk mjög vel af hendi og hlaut að launum ágætustu undir- tektir hlustenda, svo að hann mátti endurtaka síðasta .þátt verksins. i Þessu næst var einsöngur i með undirleik hljómsveitar- ' innar. ítalski söngvarinn s Primo Montanari, sem kennir | £Ú söng við Tónlistarskólann í Reykjavík, flutti óperulög eftir Massenet, Bizet, Flotow og Wagner og sýndi óumdeil- anlega, að hann er mikill söngvari og frábær kunnáttu- maður, og ekki er hann held- ur neinn viðvaningur á óperu- sviði. Af hinni björtu og fögru tenórrödd hans má nokkuð marka, hversu glæsi- legur söngmaður Montanari mun hafa verið á yngri ár- um, en hann er nú mjög við aldur. Hljómleikunum lauk með hinum gamansama þætti „Lærisveinn galdrameistar- ans“ eftir Frakkann Paul Dukas, sem er eitt af vinsæl- ustu hljómsveitarverkum nú- tímatónlistar og mjög að verð- leikum. Hljómsveitin skilaði Bóbert A. Ottósson verkinu með mikilli prýði und- ir öruggri og vandvirknislegri stjórn Róberts A. Ottóssonar. B. F. Bók um nautaættfræði — Bréf frá ungum manni í úthverfi — Spennandi bækur á dagskrá JÁ, það eru margar bækurnar „KÆRI bæjarpóstur. — Ég er og margt er nú bóka. Og þeg- ar ættfræðingarnir eru búnir að rekja allar ættir lands- manna aftur á bak og áfram eins langt og sögur herma og stundum langt fram yfir það, skal engan veginn stað- ar numið. Nei, ónei. Það eru fleiri skepnur ættstórar en mannskepnan. Og því skal sú semja nautaættbók, sbr. kvöld fréttir útvarpsins hinn 24. febr., og skal sú bók koma út ekki síðar en 1957. Er ekki að efa að slík bók verður mörgum fagnaðarefni. En á- stæðan til að ég minnist á þetta hér, er að Bæjarpóstur- inn var að fá í hendurnar bréf frá Ungum manni í út- hverfi, sem einmitt gerir bækur að umtalsefni og tel ég víst að hann hefði ekki j látið hjá líða að minnast á hina fyrirhuguðu nautaætt- bók, ef fréttin um hana hefði verið komin fyrir almennings- eyru þegar hann skrifaði bréfið. En bréf hans er svo- hl jóðandi: ungur maður sem hefur voðalega gaman af bókmennt- um. Ég hlusta alltaf á þátt- inn hans Vilhjálms Þ. út- varpsstjóra um bækur og menn. Hann er alltaf ógur- lega skemmtilegur. Síðast tal- aði útvarpsstjórinn um Al- þingistíðindi, og það var svo svakalega spennandi að ég hefði aldrei trúað því. Svo minntist hann á ársrit presta 1 Þórsnesþingi sem mig hefur alltaf langað svo mikið til að lesa upphátt fyrir kærustuna mína, og þar áður talaði hann um Ættir Austfirðinga. Nú langar mig að biðja þig kæri bæjarpóstur minn að spyrja útvarpsstjórann hvort hann vilji ekki spjalla næst unt bók sem allir tala svo mikið um núna: Markaskrá Vestur- Isafjarðarsýslu. Ég á nefni- lega frænda fyrir vestan sem er svo sniðugur, og mig lang- ar svo að vita markið hans. Ég man bara að það er tví- biti framan vinstra, en svo veit ég ekki meira. Heldurðu að hann mundi segja manni svoleiðis, ef maður skrifaði þættinum? Og ég er viss um að það þætti líka mörgum ganian, ef hann talaði ein- hvern tíma um Skattskrá Ak- ureyrarkaupstaðar, því það er svo leiðinlegt hérna síðan þeir hættu að gefa út Skattskrána. Og svo vil ég ekki gleyma símaskrám, bankabókum, gestabókum, póesíbókum, ær- bókum, leiðarbókum, nótna- bókum, frumbókum og vasa- bókum sem eiga sívaxandi vin- sældum að fagna. Já, það er svo sem af nógu að taka. En maður má ekki vera of kröfu- harður — hann getur þó ekki talað um allar bækur í ver- öldinni. Ungur maður í úthverfi.“ HÚSNÆÐI Þeir, sem kynnu aö vilja fá leigt húsnæði í Iðnskólahúsinu við Vonaintræti ti! 1. október n.k. geta fengið upplýsingar í skólanum milli kl. 10 og 11 f.h. næstu daga. Skólastjóri Félagslíf Aðalfundur K.D.R. verður haldinn sunnudaginn 6. marz kl. 2.15 í félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg. — Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. — Stjórnin. Verð fiarverandi um tíma. Lögfræðistörf á meðan annast Einar Gunnar Einarsson, til viðtals á skrifstofunni milli kl. 5 og 7 daglega nema laugardaga. — Sími 82207. r » ■ ■ ■ : Ingi R. Helgason lögfrœðingúr T I L LIGGUR LEIÐIN Uppboð Samkvæmt kröfu tollstjóra og að undangegnum lög- tökum, fer fram uppboð 7. marz n.k. á neðantöldum bifreiðum, til lúkningar greiðslu bifreiðaskatts og fer uppboðið fram þar sem bifreiðarnar eru geymdar, eins og hér segir: Bifreiðin R 1624, við Bifreiðaverkstæði H. Lárussonar, Kópavogshálsi, kl. 1.30. — R 2334, við Fífuhvammsveg 11, kl. 2 e.h. — R 5673 við Klæðaverksmiðjuna Álafoss, Mosfellssveit, kl. 3.30 e.h. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 21. febr. 1955 Guðm. í Guðmundsson • Gljóir véI • Prjúqft ■ Hr«ir\legt • þotgitegl HÚSMÆÐUR: Eiginmennirnir hrósa ykkur íyrir, ráðdeild EF þið kaupið ALLT í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.