Þjóðviljinn - 26.02.1955, Blaðsíða 6
$>) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 26. febrúar 1955
:**S*3S* 3® '
gllÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkuriim.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Préttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Óiafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
v________________________________________________________/
Þréun sem ekki verður stöðvuð
Ofsóknir hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum gegn vinstri
rriönnum flokksins hafa að vonum vakið mikla athygli og um-
tal meðal almennings að undanförnu. Þykja vinnubrögð hægri
manna að vonum næsta ógæfuleg, þegar þess er gætt að verka-
lýðsstéttin og samtök hennar eiga í þýðingarmikilli kjaradeilu
við atvinnurekendur og ríkisstjóm og allt veltur á að samstilla
kraftana til sigursællar sóknar. Hlutskiptið sem Haraldur Guð-
mundsson og nánustu samstarfsmenn hans velja sér við þessar
aðstæður er að beita allri orku sinni til skipulegra ofsókna og
linnulausrar rógsherferðar á hendur vinstri mönnum í Alþýðu-
flokknum. Markmiðið sem haft er í huga leynir sér heldur ekki
lengur. Hægri klíkan stefnir að klofningi Alþýðuflokksins.
Bannfæring Hannibals Valdimarssonar og brottrekstur Alfreðs
Gíslasonar sem koma á til framkvæmda 2. marz n.k. sanna þetta.
Hafi einhver verið í vafa um hve gjörsamlega hægri klíkan
! Alþýðuflokknum er slitin úr öllum lífrænunj tengslum við al-
þýðuna í landinu ættu þessar starfsaðferðir að hjálpa mönnum
til skilningsauka á þeirri staðreynd. Það sem alþýðan um allt
land þráir nú framar öllu öðru er að verkalýðsflokkarnir taki
höndum saman og hafi forustu um sköpun þeirrar vinstri fylk-
ingar er ýtt geti íhaldsöflunum og auðstéttinni til hliðar. Yfir-
gangur auðstéttarinnar, ofmetnaður hennar og fjárgræðgi gera
þessar kröfur alþýðunnar að brennandi viðfangsefni. Pólkið
eem vinnur hörðum höndum að því að framleiða og byggja upp
landið á sjálft að njóta ávaxtanna af erfiði sínu og það getur
það sannarlega taki það aðeins höndum saman.
Það virðist vera fastur ásetningur Haralds Guðmundssonar,
Stefáns Jóhanns og Co. að koma hér með öllum ráðum til liðs
við auðstéttina og íhaldsöflin. í haust er reynt að halda Alþýðu-
sambandinu áfram í hlýðnisafstöðu við auðstéttina og Sjálfstæð-
isflokkinn. Öll ráð voru notuð til að koma þessu í framkvæmd
og ekki hikað við að reyna að kúga kjörna fulltrúa verkalýðs-
félaganna til að svíkja gerðar samþykktir félaga sinna. Þegar
þessar áætlanir fóru út um þúfur var gripið til þess að bann-
færa forseta Alþýðusambandsins, banna honum að koma fram
í nafni flokks síns og sett sérstök nefnd til að undirbúa frekari
refsiaðgerðir.
Sama ofstækið mætir þeim tilraunum sem gerðar hafa verið
til samstöðu íhaldsandstæðinga í bæjarstjórn Reykjavíkur. Of-
£óknirnar gegn Alfreð Gíslasyni stafa af því að hann hefur
unnið að þessu samstarfi af heilindum og átt þátt í að koma
í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi sterkari aðstöðu en
honum ber í nefndum og störfum á vegum bæjarstjórnar. Um
•leið hefur Alfreð Gíslason tryggt flokki sínum starfsaðstöðu
sem hann átti ekki völ á að öðrum kosti. Pyrir þetta frumkvæði
er Alfreð Gíslason rægður, ofsóttur og honum hótað brottrekstri.
Svo glórulaust er ofstæki hægri manna Alþýðuflokksins að
þeir létu lið sitt fella tillögu Gylfa Þ. Gíslasonar á flokksfund-
inum s.I. sunnudag, um að reynt yrði að ná samkomulagi og
sáttum og flokksstjórnin kvödd saman í því skyni. I þess stað
voru hamraðir í gegn ,,úrslitakostirnir“ frægu sem ekkert mark-
mið hafa annað en fá Alfreð Gíslason og aðra vinstri menn
. rekna úr Alþýðuflokknum og flokkinn gerðan að fámennri klíku
bitlingahirðar og ofstækismanna, sem hlýtur að eiga pólitískt
• líf sitt undir náð og velþóknun íhaldsins.
Alþýðublaðið fær loksins málið í gær um þetta framferði
'hægri manna en á óhægt um vik til málsvamar sem eðlilegt er,
þar sem ritstjóri blaðsins hefur til skamms tíma sjálfur verið
meðlimur í samtökum vinstri manna innan flokksins, og var
einn þeirra frambjóðenda til fulltrúakjörs á flokksþingið í haust
sem Haraldur Guðmundsson og Stefán Jóhann lögðu mesta á-
herzlu á að ekki næðu kosingu. Ekki leyna þó tilburðimir sér
til að þakka fyrir það sem að honum hefur verið rétt fyrir
sýnda samvizkulipurð. En að vonum tekst það allt óhönduglega
eins og vænta má þegar verja á vonlausan málstað og sannfær-
-ínguna vantar. Þess vegna verður gaspur Helga Sæmundsson-
ar gagnslaust og utangama.
Það væri þakkarvert ef hægrimenn Alþýðuflokksins gerðu sér
það Ijóst sem fyrst að ofsóknimar og brottrekstursæðið sem
gripið hefur hug þeirra er þess á engan hátt umkomið að stöðva
þá einingaröldu og þann samstarfsvilja sem risin er meðal
.verkalýðsins og alþýðunnar. Framtíðin tilheyrir einingu alþýð-
unnar, sókn hennar og sigri.
Götumynd frá Hanoi, aðsetri lýðveldisstjórnarinnar í norðurhluta Viet Nam. Mynd~
in á húsveggnum til hœgri er af Ho Chi Minh forseta. Bandaríkjastjórn er œvareið yf~
ir að Frakkar hafa tekið upp stjómmálasamband við stjórn hans og eiga við hana
verzlunarviðskipti.
Innbyrðis deilur Vesturveldanna sefja
svip sinn á ráðstefnuna í iangkok
Bretar ósammála USA um afsröSuna
til Kína, Frakkar um stefnuna i Viet Nam
essa dagana stendur yfir í
Bangkok, höfuðborg Thai-
lands, ráðstefna Suðaustur-
Asíubandalags Vesturveldanna.
Utanríkisráðherrar Bandaríkj-
anna, Bretlands, Ástralíu, Nýja
Sjálands, Filippseyja, Thailands
og Pakistan sitja fundinn.
Frakkland var stjórnlaust þegar
ráðstefnan hófst svo þaðan er
enginn ráðherra en Henri Bonn-
et, til skamms tíma sendiherra
Frakklands í Washington, er
fulltrúi í Bangkok með fullu
umboði til að taka ákvarðanir í
nafni frönsku ríkisstjórnarinn-
ar. Eins og sjá má er lítill
Asíusvipur á þessum samtök-
um, af átta bandalagsríkjum
eru fimm vestræn nýlenduveldi
og fylgiríki þeirra í Asíu eru
einungis þrjú.
Bandalaginu var komið á lagg-
irnar síðastliðið sumar eftir
að friður hafði verið saminn í
Indó Kína í óþökk Bandaríkja-
stjómar. Til þess að reyna að
vega upp á móti þeim álits-
hnekki sem friðarráðstefnan í
Genf hafði orðið fyrir hana
beitti Dulles utanríkisráðherra
sér fyrir stofnun Suðaustur-
Asíubandalagsins. Lýst var yfir
að það ætti að hefta útbreiðslu
kommúnismans í álfunni með
skuldbindingu um sameigin-
legar hemaðaraðgerðir. í raun
og veru er markmið bandalags-
ins fyrst og fremst það að
reyna að renna skorðum undir
hinar völtu og spilltu ríkis-
stjómir í Pakistan, Thailandi
og á Filippseyjum. í öllum
þessum ríkjum sitja að völd-
um stjórnir sem styðjast við
fámennar valdaklíkur og hefur
til þessa með naumindum tek-
izt að halda kúgaðri og féflettri
alþýðu í skefjum með gjafa-
vopnum frá Bandaríkjunum.
Dulles er minnugur þess hvern-
ig fór fyrir slíkri stjórn í Kína
og sáttmáli Suðaustur-Asíu-
bandalagsins er ekkert annað
en skálkaskjól til að réttlaéta
beina, bandaríska íhlutun ef
annað dugir ekki til þess að
hindra að Pibun Songgram í
Thailandi, Múhameð Alí í Pak-
istan og Ramon Magsaysay á
f—------------------\
Erlend
tíðindi
___________________
Filippseyjum ^hljóti sömu út-
reið og sálufélagi þeirra Sjang
Kaisék,
Jafnvel Dulles er þó ljóst að
Bandaríkin ein megna ekki
að halda uppi stjórnum þessara
manna til lengdar og því fékk
hann í lið með sér helztu
bandamenn Bandaríkjanna í
Vestur-Evrópu og á Kyrrahafi.
Stjórnir Bretlands og Frakk-
lands létu til leiðast, ekki þó
af því að þær hyggi á nein
stórræði í Austur-Asíu heldur
af fylgispekt við Bandaríkin.
Allt gekk slysalaust á stofn-
fundi bandalagsins í Manila í
sumar en á fundinum sem nú
stendur yfir í Bangkok hefur
það orðið meginstarf banda-
ríska utanríkisráðherrans að
svara umkvörtunum brezku og
frönsku fulltrúanna vegna
stefnu Bandaríkjastjórnar í
málum Austur-Asíu.
Brezka íhaldsstjómin hefur I
lengstu lög reynt að bera
í -bætíflák'á fyrír: ' frarrikotftu
Bandaríkjastjómar: í málum
Kína. Churchill og Eden hafa
farið undan í flæmingi þegar
Attlee og aðrir. Verkamanna-
f lokksf oringj ar hafa krafizt
þess að Bandaríkjastjórn sé
gert Ijóst að hún megi ekki
vænta neins stuðnings frá
Bretum ef hún flani út í styrj-
öld við Kína. Verkamannaflokk-
urinn hefur brezkt almennings-
álit á sínu bandi í þessu máli
og aðstaða ríkisstjórnarinnar
hefur því verið erfið. Eden
utanríkisráðherra hefur reynt
að fara bil beggja með því
að viðurkenna að eyjarnar
uppi í landsteinum meginlands
Kína sem her Sjang Kaisék
heldur séu óumdeilanlega hluti
af Kína og Bandaríkjamenn
eigi því ekkert með að skipta
sér af þeim. Öðru máli gegni
um Taivan, hún hafi aldrei
verið afhent Kína að lögum.
Rétt áður en Dulles lagði af
stað til Bangkok gerði hann
Eden þann óleik að gefa í skyn
að Bandaríkjastjórn myndi láta
flota sinn og flugher hjálpa her
Sjangs að halda strandeyjun-
um Kvimoj og Matsú. Næstum
því hvert einasta brezkt blað
vítti þessa afstöðu Bandaríkj-
anna. Churchill lýsti loks yfir
að brezkum herafla yrði ekki
beitt til þess að hjálpa Banda-
ríkjamönnum gegn Kínverjum
og í Bangkok hafa Eden og
Dulles setið á löngum fundum
og rætt ástandið við Kína-
strönd.
i
Hvað Frakka áhrærir er það
afstaðan til stjórnarinnar. í
norðurhluta Viet Nam í Indó
Kína sem hefur orðið þeim og
Bandaríkjamönnum að ágrein-
ingsefni. Jean Sainteny, fom-
vinur Ho Chi Minh, forseta lýð-
véldisstjórnarinnar í nofður-
hluta Viet Nam, hefur verið
gerður að fulltrúa frönsku
stjórnarinnar í Hanoi. Hann
Framhald á 10. síðú.