Þjóðviljinn - 26.02.1955, Side 9
4
Gátur
og þrautir
1. Hvort er þyngra 1
kg. af blýi eða 1 kg. af
fiðri?
2. Hvert fara börnin
þegar þau eru orðin
tveggja ára?
3. Hversu langt inn í
skóginn hleypur hjört-
urinn?
Talna-
þrai&t
o
o o
o o o
Settu tölurnar 1, 2, 3, 4,
5 og 6 í staðinn fyrir
þessi núll, svo að samtala
hverrar hliðar verði 9.
Eldspýtnaþraut
Tak burtu tvær af þess-
um eldspýtum, svo að eft-
ir verði tveir jafnhliða
þríhyrningar.
Kanntu staírófið?
Strikaðu undir þá af
eftirfarandi bókstöfum,
sem í stafrófinu eru á
milli H og Ó:
KGERBIDLTQ
MJNAÐÖOPFÍÚ
Lesið eftirfarandi frá-
sagnir með athygli. Hvað
er athugavert við þær?
1. Það var barið að
dyrum hjá séra Bjarna.
Dóttir hans kom til dyra.
Roskin kona stóð fyrir
utan dyrnar og spurði,
hvort séra Bjarni væri
heima. Dóttir hans kvað
það ekki vera, en spurði,
hvort hún gæti ekki skil-
að neinu.
— Jú, svaraði konan,
biddu prestinn að líta inn
hjá mér einhvern næstu
daga.
— Hvar er það og hvað
heitið þér?, spurði dóttir
prestsins.
— Presturinn þekkir
mig svo vei, sagði konan,
og veit hvar ég á heima,
að ég þarf ekki að út-
skýra það nánar.
2. Maður nokkur lauk
Ráðningar á þraut-
um í síðas'ta blaði
Málshátturinn er: Þeg-
ar neyðin er stærst, er
hjálpin næst.
Gáturnar: 1. Lykil-
skegg. 2. Bergmálið. 3.
Til ösku.
i
Árin 1711 og 1811
í síðasta blaði var
spurt að því hvaða for-
ustumenn þjóðarinnar
hefðu fæðst á ofangreind-
um árum. Svar: Skúli
Magnússon landfógeti
fæddist árið 1711, Jón
Sigurðsson forseti fædd-
ist árið 1311.
sendibréfi til kunningja
síns með þessum orðum:
. . . en ef þú færð ekki
þetta bréf, þá láttu mig
bara vita og ég verð að
skrifa þér aftur.
Þinn Brandur.
3. Maður nokkur vakn-
aði um miðja nótt og
heyrðist eitthvert þrusk
vera fyrir framan hurð-
ina.
— Er þarna nokkur?
kallaði hann.
— Nei, var svarað fyr-
ir framan.
— Það er ágætt, þá get
ég sofið rólegur.
4. Bakari sagði við
kunningja sinn, sem var
að tala um hvað hann
seldi ódýrt.
— Já, vinur minn, ég
sel hvert brauð fyrir
laggra verð ,en það kostar
mig að baka þau, en
vegna þess hvað ég sel
mörg, þá græði ég þó nóg
handa mér og mínum.
(Þegar þið eruð búin
að finna hugsunarvillurn-
ar í þessu, getið þið að
gamni ykkar lagt þetta
fyrir aðra).
Huldufólk
Framh. af 2. síðu.
inn til æskuára afa og
ömmu, langafa og lang-
ömmu. Voru börnin árið
1955 ekki ósköp lík í
hugsunarhætti börnunum
fyrir 100 árum gagnvart
náttúrufyrirbrigðum og
hinu óþekkta, sem hver
ný kynslóð stendur
frammi fyrir?
Laugardagur 26. febrúar 1955 — 1. árgangur — 4. tölublað
Útgefandi: ÞjóOviljinn — Ritstjóri: Gunnar M. MagmisS — Pósthólf 1063.
Samtal við reiðhest
Ég vissi ekki fyrr til
en ungur gæðingur,
spriklandi af fjöri nam
staðar við tröppurnar,
sem ég stóð á, og hneggj-
aði vinalega. Hann hafði
komið á spretti austan
veginn, en stakk nú við
fótum og virtist ekki vilja
fara lengra. Þetta var
frostkyrran dag í janúar
s.l., og hvít gufustrokan
stóð úr 'vitum gæðings-
ins, þegar hann blés frá
sér. Það var hálka á
vegum, en gæðingurinn
var þó ekki skaflajárn-
aður. Hann var i stígvél-
um. Og hann var í
grænni blússu með hettu
fram yfir höfuðið. En
það var svo sem engin
furða, því að þetta var
reyndar enginn annar en
hann Gummi litli, þekkt-
ur snáði í Bústaðahverf-
inu, en nú um stundar-
sakir Ijónfjörugur foli.
Það var brugðið bandi
undir hendur honum og
yfir herðarnar með við-
festum löngum taumi,
sem Bragi vinur hans
hélt í. Hann var reiðmað-
urinn.
— Ég sé, að þið eruð
að koma úr ferðalagi,
sagði ég við folann.
— Ég er reiðhestur,
sagði Gummi,
— Er það ekki erfitt á
svona hálum ‘vegum?
— Það er eftir því
hvort maður stekkur eða
brokkar. Ég brokka, þeg-
ar ég þarf að hvíla mig
eftir stökksprett.
— En keyrir reiðmað-
urinn þig ekki áfram
harkalega stundum?
— Hann ræður ekkert
sprettinum, hann tekur
bara í taumana og stýrir
til hægri eða vinstri og
ræður svoleiðis ferðinni.
— Og voruð þið að
koma úr langri ferð
núna?
— Nei, nei, við fórum
bara í smáspretti upp að
stíflu, en stundum för-
um við langt.
— Hvert?
— Stundum austur og
oft til Þingvalla.
— Það er nú meira
ferðalagið.
— Nei, nei, ég fer oft
í einum stökkspretti til
Þingvalla, — Þingvellir
eru þarna, sko við lokið
á hitaveitustokkinum.
Reiðmaðurinn kippti nú'
í taumana og folinn tók
að ókyrrast. Hann
hneggjaði ofurlitið, hristi
höfuðið, beygði sig áfram
og var allt í einu þotinn
af stað í áttina til Þing-
valla.
Það var . tilþrifamikill
Framh. á 3. síðu.
Vetrarvísa
Ingibjörg Kolbrún Ei-
ríksdóttir, 10 ára, sendir
Óskastundinni tvær vis-
ur, og er önnur svona:
Hlusti nú hver sem betm?
getur,
því horfin er sumarsól.
Ég er almennt kallaður
vetuí
og færi ykkur gleðileg jól.
KLIPPIB HÉK!
% ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON
—----------------—
Heimsmeistarakeppnin í
ísknattleik hefst í dag
í dag hefst í Vestur-Þýzka-
landi heimsmeistarakeppni í ís-
knattleik.
16 lönd taka þátt í mótinu, en
það fer fram í borgunum Dort-
mund, Dússeldorf, Krefeld og
Köln.
veika „punkta“ á að styrkja sem
hægt er. Þeir sovézku telja að
hinu leytinu að lið þeirra sé
fyrir nokkru búið að ná svipaðri
getu og i fyrra.
Fari svo að Sovétríkin og
Kanada berjist um tvö efstu sæt-
in, er víst að baráttan um næstu
3 sætin verður lika gífurlega
hörð.
Strax í desember var búið að
panta upp rúmin á öllum gisti-
stöðum í þeim borgum sem mótið
á að fara fram í.
Þá þegar höfðu verið seldir
aðgöngumiðar fyrir á þriðja
hundrað þús. krónur. Tugþúsund-
Framh. á 10. síðu.
ÚrsEifcleikir innanhússknatt-
spyrnumótsins annað kvöld
Löndum þessum er skipt niður
i 2 hópa A og B og það er keppn-
in í A-hópnum sem gerir út um
heimsmeistaratitilinn. Löndin
sem lenda í A-hóp munu vera
þessi: Sovétríkin, Kanada, Sví-
þjóð, Bandaríkin, Tékkóslóvakía,
Sviss, Finnland, Pólland og
Þýzkaland.
í B-hópnum eru: Frakkland,
Holland, Belgía, Ítalía, Ung-
verjaland, Austurríki og Júgó-
slavía.
í löndum sem iðka ísknattleik
er ríkjandi mikill spenningur um
það hvort Sovétríkjunum takist
að verja titilinn frá í fyrra, en
þá unnu þau mjög óvænt og með
meiri yfirburðum en nokkrum
datt í hug. Er gert ráð fyrir að
Kanadamenn tefli nú ekki á tvær
hættur og tefli fram því bezta
sem þeir eiga. Munu þeir senda
Kanadameistarana frá í fyrra en
það eru „Penticton“ V. S. Alla
Innanhússknattspyrnumótið
hélt áfram á þriðjudagskvöldið.
Fóru þá fram tveir leikir í IV.
fl. og varð jafntefli milli Þrótt-
ar og Fram A 2:2, KR-A vann
Fram B 5:3. í II. fl. vann KR-
C þrótt með 3 gegn 1 og KR-
B tapaði fyrir Fram A með 5:4.
í meistarafl. áttust við KR-C
og Valur B og vann KR með
4 gegn 1. Síðasta leik kvölds-
ins vann A-lið KR — Fram
6:2. Er þetta A-lið KR bezta
sveitin í eldri flokkum móts
þessa. Kemur leikni þeirra
Gunnars Guðmanns, Atla og
Sigurgeirs skemmtilega fram,
samfara auga fyrir samleik.
KR er í úrslitum í öllum flokk-
um móts þessa og í I. aldurs-
flokki (meistarafl.) eru bæði
liðin úr KR sem til úrslita
keppa.
Á laugardag er ákveðið að
Þróttur og Fram geri út um
jafnteflið sem varð á þriðju-
dag. Þau lið sem fara í úr-
slit eru:
VI. fl. KR — Fram eða
Þróttur. III. fl. KR-B — Fram
A. II. fl. KR-C Fram meistara-
fl. KR-A — KR-B. — Að svo
mörg KR-lið eru í úrslitum má
sjálfsagt mjög þakka þeim
húsakosti sem KR hefur til
æfinga samfara miklu mann-
vali. Verður ábyggilega gaman
að sjá úrslitaleiki þessa, þar
verður hvergi eftir gefið.
--— Laugardagur 26. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Gunnar M. Magnúss: ,
Börnin frá Víðigerði
IV.
Fráfærurnar.
Nú fóru yndislegir vordagar í hönd. Sumir bláir,
og fullir sólskini, aðrir með ljósum vorskýjum
siglandi á himninum, allir bjartir, mildir og blíðir,
Fögur vor eru græn og blá og gyllt.
Dýrð lífsins flæðir yfir allt og alla og lofsöngun
náttúrunnar er fjölraddaður.
Vorið kemur með fuglakvakið og kliðinn, tístið
og gargið, lækjargutlið, suðið og niðinn, flugnasuð
og mýþyt, hávaða og hlátra úti um tún og haga,
hundagelt uppi um hlíðar og fjöll, nautabaul og
kálfa bö, bö, bö, hestahnegg og folalda hi, hi, hi,
kindajarm og lamba me — me —me, sem kveður
við sárt, en yndislega úti um alla haga.
Fráfærurnar eru sár tími fyrir lömbin litlu og
mömmur þeirra, þegar þessar litlu, fjörugu, ynd-
islegu og elskulegu verur, sem öll börn vilja:
kyssa og margkyssa beint á munninn, eru dregnar
og slitnar frá mömmum sínum og úr ástúðlegu
og umhyggjufullu samlífinu við þær, til þess að
ala önn fyrir sér sjálf eftir það, og fá aldrei framari
að þekkja móður sína.
Það var mikið að gera fráfærnadaginn í Víðr
gerði. Hagarnir voru smalaðir og allar lambæi?
reknar heim að rétt. Þegar hópurinn var kominn
heim að réttinni, fóru allir, sem vettlingi gátu
valdið, úr bæjunum, kvenfólkið og smákrakk-
amir, til þess að hjálpa til við innreksturinn.
Það var ekki alltaf auðhlaupið að því að koma'
lambánum í rétt á vorin. En fólkið var orðið vanl