Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 27. febrúar 1955 IUÓÐVIUINN Ötgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkuriim. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmimdsson (áb.) Préttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn' Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnt Benediktsson, Guð- mundur Vtgfússon, Ivar H. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19 — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Reynt að spilla fyrir samninpm SKAK Ritetjóri; Guðmundur Arnlaugsson v*,------------------- Skákmót í Á árunum milli 1930 og 40 varð það föst regla í Banda- ríkin ynnu sigur í þeirri sveit- arkeppni alþjóðaskáksambands- inS, hem haldin er annað hvort ár og smám saman hefur feng- ið á sig nafnið Olympíuleikir skákarinnar. Að vísu hefur skákin aldrei átt jafn almennum vinsældum New York klúbbnum. Fóru leikar svo að Reshevsky varð efstur með 7 V2 vinning, annar Evans með 6Vz, þriðji Bisguier með 6, fjórði Donald Byrne með 5, fimmti Sherwin með 3 og sjötti Kram- er með 2. Reshevsky tapaði einni skák á mótinu, Það var fyrir Bisguier. Evans — Sherwin dæmis gæti sókn á óvinakóng- inn sprottið upp úr ofvöldun- inni áður en varði. Nimzo- witsch hefði áreiðanlega talið þessa skák kenningu sinni til tekna og glaðst yfir góðum. lærisveini. 13. ... Bc8—a6 14. Rfl—h2 Dd8—c7 15. h4—h5 b5—b4 16. Rh2—g4 Enn er peðið ofvaldað, ferðalag riddarans og öryggisaðgerðirn- ar í sambandi við það (h.2—h4 —h5) voru frumleg. En nú er Skýrsla sú sem viðskiptamálaráðherra íhaldsins, Ing- ólfur Jónsson, sendi frá sér í fyrradag og þulin var í út- varp þá um kvöldið hefur að vonum vakið mikla athygli og furðu meðal almennings. Tilgangurinn með plagginu var ákaflega auðsær. Það voru aðeins liðnir örfáir dagar síðan viðræður hófust milli verkalýðsfélaganna og at-, vinnurekenda og almenningur batt miklar vonir við þær viðræður eftir að verkalýðsfélögin höfðu frestað verkfalls- "aðgerðum til þess að reyna að tryggja lausn án þess að til stöðvunar kæmi. Það var allra manna mál að atvinnu- rekendur kæmust ekki undan því að sýna lipurð í samn-i ingunum, ef þeir ætluðu ekki að hreppa fordæmingu þjóðarinnar allrar. Frumkvæði ríkisstjómaiinnar var gert í þeim tilgangi einum að reyna að forherða atvinnu- rekendur, reyna að færa þeim upp í hendurnar falsrök til þess að þeir neituðu að koma til móts við réttlætis- kröfur launþega. Er þetta nýtt og gott dæmi um það > hverra erinda ríkisstjórnin gengur, og hegðun hennar er í hróplegri andstöðu við hina ábyrgu framkomu verka- lýðsfélaganna. Efni plaggsins vekur ekki minni furðu, og það er rauna- legt að maður eins og Klemens Tryggvason skuli láta hafa sig til þess að leggja nafn sitt við þvílíkan samsetn-i ing. Það á ekkert skylt við fræðimennsku aö festa á blað útreikninga sem byggðir eru á öðru eins kviksyndi og því að húsaleiga hafi aðeins hækkað um 2% síðan í janúar 1953! Þetta er aðeins barnalegur leikur að tölum og seg- ir nákvæmlega ekki neitt um veruleikann. Hér á íslandi er öll skýrslugerö um efnahagslíf og afkomu í molum, og það er engin hagfræði að peðra ályktunum út og suður meðan engin undirstaða er til að gagni. Það fæst engin vitneskja með því að raða saman tölum á einhverri skrifstofu, hún fæst með því einu að kanna veruleikann siálfan. En þeir menn sem halda að einhver raunhæf út- koma fáist með því t.d. að gera ráð fyrir því að húsaleiga hafi hækkað um 2% á tveimur árum virðast sízt af öllu hafa tengsl við veruleikann í kringum sig. Hver einasta húsmóðir á alþýðuheimili í Reykjavík get- ur sagt hagfræðingunum frá því að útreikningar þeirra eru aðeins blaður og hafa enga snertingu við staöreyndir daglegs lífs. Hver einasti verkamaður í Reykjavík getur rakið fyrir hagfræðingunum þá óvéfengjanlegu reynslu sína að kaupmáttur tímakaupsins hefur jafnt og þétt haldið áfram að rvrna á undanförnum 8 árum, þar til nú er svo komið að ekki er hægt að lifa sæmilegu lífi án þess að þræla a.m.k. tvo eftirvinnutíma á dag. Þessum staðreyndum hins daglega lífs verður ekki haggað með einhverjum bjálfalegum tölum á pappír; það væri eins hægt að reyna að reikna sjóinn burt af hnettinum. En eftir stendur hin illkvittnislega tilraun ríkisstjórn- arinnar til þess að reyna að spilla fyrir samningum. Nú vita ráðherrarnir eins vel og allir landsmenn að það verð- ur ekki undan því komizt að semja við verkalýðsfélögin um réttlætismál þeirra. Viðskiptamálaráðherra íhalds- ins gerir sér það áreiðanlega fullljóst að enginn verka- maður mun sætta sig við það að í stað kauphækkunar fái hann aðeins „sönnun“ hagfræðinga um það að kjör hans séu alltaf að batna. Spurningin er sú ein hvort samið verður við verkalýðsfélögin án stórátaka eða ekki. Verkalýðsfélögin hafa sannað á óvéfengjanlegasta hátt vilja sinn til þess að leysa vandann án þess að til stöðv- unar komi, en þau eru jafn staðráðin í því aö beita valdi samtaka sinna til þess að knýja fram þær réttlætiskröf- ur sínar sem ekki fást með góðu. Framkoma ríkisstjórn- arinnar verður ekki skilin á annan hátt en þann að hún vilji neyða verkalýðsfélögin til þess að fara síðari leiðina. En haldi hún þeirri stefnu áfram og beini atvinnurek- endum inn á sömu braut verður ekki aðeins við að fást volduga verklýðshreyfingu, heldur einhuga almennings- álit, fordæmingu þjóðarinnar allrar. að fagna í Bandaríkjunum og víða annarsstaðar, satt að segja er hópur skákunnenda þar heldur strjáll, en þau áttu og eiga enn á að skipa nokkrum afburðamönnum, er hafa haldið merkinu uppi á alþjóðaskák- mótum. Nú hefur þetta breytzt, Bandaríkin eiga í harðri bar- áttu við Argentínu og Júgósla- víu um annað saetið, en hins vegar virðist þessi tvísýna, og þó einkum kappleikirnir við Sovétríkin, hafa eflt skákáhug- ann. Á síðustu árum hafa kom- ið þar fram óvenju margir efni- legir skákmenn, einkum úr hópi stúdenta. Nú um áramótin fór fram skákmót í New York þar sem nokkrum þessara ungu manna gafst kostur á að þreyta keppni við Reshevsky. Mótið stóð frá 18. des til 8. jan., þátttakendur voru 6 og var tefld tvöföld um- ferð. Fyrri hluti mótsins fór fram í Manhattanklúbbnum, en síðari hlutinn í Marshall- 1. Rgl—f3 Rg8—f6 2. g2—g3 d7—d5 3. Bf 1—g2 e7—e6 4. 0—0 Bf8—e7 5. d2—d3 0—0 6. Rbl —d2 c7—c5 7. e2—e4 Rb8—c6 8. c2—c3 Ha8—b8 9. Hfl—el Hf8—e8 e4—e5 Rf6—d7 11. Rd2—f 1 b7—b5 Svartur breiðfylkir drottningar- megin gegn fleyg hvíts á mið- borðinu; annars kom f7—f6 mjög til greina. 12. h2—h4 a7—a5 13. Bcl—f4 E5 reiturinn er mikilvægur, þess vegna er hann ofvaldaður. Auk þess kemur biskupsleikur- inn í veg fyrir f7—f6 eins og sakir standa. Nimsowitsch form- aði fyrstur regluna um ofvöld- un — „mein Prinzip der Uber- deckung" eins og hann kall- aði hana — og hafði á henni tröllatrú. Hann trúði því fast- lega, að ef annar taflherinn næði tökum á þýðingarmiklum reit á miðborði og mönnum væri skipað til ofvöldunar á þessum reit, þá stæðu þeir einnig að öðru leyti vel, til sókn svarts drottningarmegin að færast i aukana. 16. . . . a5—a4 17. c3—c4 d5xc4 18. d3xc4 Ba6xc4 19. Ddlxa4 Rd7—b6 20. Da4—c2 b4—b3 Skæruhernaðurinn er að kom- ast í algleyming. Framhald á 9. síðu. Skákdæmi Eftir Schachmaty jan. 1955. Hvítur á að vinna. Lausn á 2. siðu. Bidstrup teiknaði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.