Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (S Mannsbein í Hamraskógum Það er a. m. k. 5 bílstjórar sem allir horfa með alvörusvip sérþekkingarinnar á innyfli bils- ins. Sennilega er þetta ekki óá- þekkt því þegar frægustu sér- fræðingum er stefnt að beði fár- sjúks þjóðhöfðingja. Það gustar kalt um Laugarnesið, svo maður gægist aðeins fyrir húshornið en það nægir til þess að minna á að borgin sem fræg er i sögum fyrir að hafa svelt Sigurð Breið- fjörð í hel geymir í dag einn færasta myndhöggvara sinn í hermannabragga. Svo vel ég mér aftur hið góða hlutskiptið: dreg mig í hlýjuna í aftursætinu. Sér- fræðingarnir hafa ekki aðeins lokið sjúkdómsgreiningunni held- ur og lækningunni. Hjólin taka að snúast, og sólin skín. • Dala-Brandur smakk- ar sæld farþegans Forsætisráðherrar okkar í dag eru þeir Hallgrímur Jónasson og Jóhannés. Kolbeinsson, eri þeir eru báðir svo vanir mannafortáð- ;um að allúr valdsmanns-sláttur er fyrir löngu af þeim veðraður. Þeir virðast nú hafa valið sér til fylgdar gamalreynda stigamenn, forherta af vosi vatna og vinda. Það eru allir léttir í skapi, en líklega þó enginn sem Dala- Brandur. Hann hefur, í guð má _vita hve mörg ár. lagt Ferðafé- laginu bíla í ferðir þess. í dag situr hann ekki við stýrið heldur hefur báðar hendur lausar. „Eg .ætla svona rétt að vita hvernig ■er að vera farþegi“, segir hann, _og hlær hinum tvíráða hlátri .Dalamannsins. .... • Atgeirar og járnkarlar s Segir ekki af ferðum okkar austur Suðurlandsláglendið, nema horft var á snækrýndan fjallahringinn og fátt mælt, unz komið er austur. á Markarfljóts- aura að Ingólfur ísólfsson töfrar fram brúsa með heitu kaffi og skiptir bróðurlega. Þeir í Al- þýðuflokknum ættu að reyna að læra af honum jafnaðarmennsku. Það er stefnt upp Mörkina, síð- asti bærinn að baki og ekið um ferlega svellbólstra, en Hörður bílstjóri virðist fæddur fyrir jafnvægisæfingar. Brátt erum við því á ísunum á Krossáraur- um. Frambyggj arnir ryðjast út með stengur og atgeira, ísaxir og járnkarla. Eg uppgötva að járnin í skónum mínum eru ým- ist týnd eða slétt orðin, svo úti á ísnum er ég alveg á valdi hins minnsta halla og reyni nú átak- anlega hvernig það er að vera eíns og „belja á svelli". En þótt ýmsum þyki slíkar hreyfingar skemmtilegar á að horfa er ó- gaman að vera skepnan sjálf, svo ég dreg mig í bílinn og bæli mig niður í aftursætinu, svo at- geirshafar veiti ekki athygli skræfu minni. Athygli mín bein- ist einkum að Jóhannesi Kol- beinssjmi, er handleikur járn- karlinn sem reirprik væri. — Eg sé hann í anda stökkva 12 álnir á milli skara á Markarfljótí. • Þorrablót í Þórsmörk Það rökkvar í hlíðum. Jökul- sprungur og hamrar verða dul- arfull og ógnandi. Eg minnist að skammt er til Nauthúsa er eyddust af draugagangi! Við Merkurranann má heita full- dimmt, en brátt erum við í skóg- Heilir sá í Þórsmörk er Jóhannes Kolbeinsson stendur hér undir nefnist Snorrariki. Fylgir honum sú þjóðsaga aS þar hafi Snorri nokkur jieningi varizt umsát endur fyrlr löngu. Er hann var að þrjóta vistir kastaði haim út mörsiðrinu, þ.e. kjötiæri, — og umsát- inni var hættl Álfakirkjan í Þórsmörk. — „Um öræfin ríkir ró og friður“ sonar segir nokkuð sem óvíst er að margir muni: „Á'rið 1820 fékk Sæmundur bóndi Ögmundsson í Ey\i.ndarholti Þórarin sýslumann Öf jörð til þess að friða skóg all- an á Þórsmörk“. í þjóðsögunni segir að sama ár hafi 2 bændur laumazt upp í Þórsmörk til kola- gerðar. Komu þeir aftur með kurl aðeins í pokahorni, og fengust ekki til að veita á því nokkra skýringu, en á bana- dægri skýrði annar þeirra frá því, að skömmu eftir að þeir Framhald á 9. síðu. gamla þjóðsögu úr Þórsmörk, er hljóðar svo: „Einhvemtíma endur fyrir löngu lagðiSt þreyttur smala- maður til hvíldar í Húsadal, gegnt álfakirkjunni. Sólin var gengin til vesturs, kvöidkyrrðin ríkti yfir þungum ámiði. (Má vera að smalanum hafi runnið í brjóst). Heyrði hann þá rödd úr steinkirkjunni er mælti: Eldar guðs loga á efstu tindum. Fugl- amir þakka dýrðlegan dag með söng sínum, og undir tekur nið- ur lækja, linda og þungra vatna. Um öræfin ríkir ró og friður, friður guðs“. • Beinin í Hamra- skógnm Fram eftir degi klífum við linjúka og horfum yfir skógar- lundi. Það er hiti og sólbráð í skóginum. Traðk rjúpunnar er eins og útsaumur á hvitum sköflunum. Það eru margar sögur og sagn- Ir tengdar Þórsmörk. Upp úr snjónum í Húsadal standa enn veggir bæjarins sem Sæmundur faðir Tómasar Fjölnismanns kvað hafa reist. Hér skal aðeins drepið á eina þjóðsögu úr Þórs- mörk. Hún er skráð í Þjóðsögum Þorsteins Erlingssonar (bls. 197). „Vorið 1900 fundu tveir Fljótshlíðingar beinagrind blásna upp úr flagi inni á Þórsmörk, þar sem heita Hamraskógar . .. Beinagrind þessi lá í þrefaltíri kryppunni og var auðsjáanlegt að maðurinn hafði verið grafinn óstirðnaður“. Nær 20 árum síðar fór Sigurþór í Kollabæ í Fljóts- hlíð — annar þeirra er beinin fann — með fornminjaverði i Þórsmörk, en beinin fundust ekki. Má vera að grasið hafi að nýju breitt mjúkan feld sinn yfir þau. • Friðun Þórsmarkar 1820 í þjóðsögu Þorsteins Erlings- Krisfján Ó. Skagfjörð Vin&rminning Skáli Ferðafélagsins í Þórsmörk er reistur til minning-ar um for- ustumann félagsins, Kristján Ó. Skagfjörð. — Kvæði það sem héj fer á eftir heíur ekki birzt áður á prenti. inum í Húsadal — og nú eru magatómir kaffigleypar þakk- látir Jóhannesi Kolbeinssyni íjt- ir að hafa ekki lejrft neitt droll á inneftirleiðinni. Við þrömmum í halarófu gegnum skóginn j^fir í Langadal. Ljós eru tendruð í Skagfjörðsskálanum og prímus- logar suða. Flestum þykir mál að snæða. En þegar einfaldar sálir eru að ljúka snarli úr pokum sínum kemur Jóhannes Kolbeinsson inn með rjúkandi kjöt í trogi og súpupott mikinn. Tóku þá allir til snæðings í ann- að sinn. En þegar menn ætla að skreiðast stynjandi. í kojumar kemur Jóhannes enn, í þetta sinn með átta potta ketil af tei, sem þeir Eyjólfur Hahdórsson hafa lagað — eftir sinni aðferð. Við fengum aldrei að \dta formúiu drykkjarins — sem lagaður var úr dýrðlegum ilmjurtum. Gaml- ir og þrejdtir stigamenn verða ungir í annað sinn af þessu „Eyjannéstei“. Hallgrímur Jónas- son les þjóðsögur. Þetta verður þjóðlegt þorrablót — með hó- karli og öllu tilhejTandi. — Það er þorraþræll í kvöld. • í álfaliiriíju Með fyrstu birtu er búizt til ferðar og þrammað á marrandi hjami og ísum og stefnt í dökkt bergið. Fyrst er gengið í hina reisulegu álfakirkju austan ár. Með stirðum fingrum föndra ég við myndavélina. Það er 14 stiga frost. Á meðan fara félagarnir upp hið bratta anddyri álfakirkj- unnar. Og rétt þegar ég þykist hafa komið mjmdavélinni í við- unandi stellingar hljómar úr berginu: Ó, syng þínum drottni .... þér englanna herskarar, him- inn og jörð. Forsöngvari er Þor- steinn Kjarval. En svo eru þeir allt í einu famir að syngja um álfagleði, Fyrstu morgungeislam- ir roða Goðastein, brátt verður jökulhjálmurinn gulli drifinn. Það er Sigurjón Danívalsson sem flytur guðspjall dagsins, Flatey hýra hófst úr legi, hillti strönd. Á miðjum degi sigldmn við um sólvermt hafið, sundin blöstu við. Átthagarnir æskuglaðir ótal kunnir, lej-ndír staðir blðu vinar, blómum vafið bernsku þinnar svið. Blikaði sól um Breiðaf jörðiim, brosti við þér iðgj-æn jörðin. Komum við á sumri saman suiman yfir fjall. Aragrúi eyjalanda út við skarir ijósra stranda lágu á víðum verði að framan; — við þær aldan svall. I'arna lékstu lítill drengur, ijómaði í augum sund og strengur, Heimabyggðin hlý og vinföst lUó á móti þér. Sérhver hóil og brík og bali, báruskvaldur, vindasvali, undirdjúpsins dimma straumröst, drangur, nes og sker. Sá ég, Skagfjörð, svip þiim bjarta, svona löngum Uuv að hjarta grípur okkur ásthlý minning, er við sjáiun heini. Liðni tíminn, vmgra ára, ótal bros á milli tára rifjast upp sem endurkynning — Enginn lýsir þeim. I'ín var löngun föst — að fara fjallanípur, jökvdskara, stíga faimir, hnjúks og lvliða, hárra auðna lönd. Kenndir öðrum og að skoða ættland vort í sumarroða, eða á fljótum fjölum skiða frerans bröttu rönd. Vini þína: hamrahjalla, hnjúka, dali, sléttur, stalla sóttir helm á sunvri og vetri, sólbrúnn, vegafrjáls, Vatnajökul, Kjalhravmsklungur, Kringilsrana, Snæfellsbungur, Hrolleifsborg I sólarsetri, Snækoll, BiáfeUsháls. Hús á ýnvsunv stöðum standa, styrk og hlý og leysa vanda ferðamamvs á fjallasvæði, — flest við Kjalavegs slóð. I'arna kaustu verk að vinna, vernda, reisa, bæta, hlynna; undir bezt og unnir bæði ættaiiaivdi og þjóð. Dauðanökkvinn siglir sæinn, sótti þlg, er stytti dagiim. Sækir oltkur síðar alla; sitjum skut og staf n. Meðan hyUt er drenglund dyggðir. dýrar metnar fósturbyggðir, haldið eiuv í ferð til fjaUa fóikið nvan þitt nafn. HaUgr. Jónassoa, Þaðan varð þér víðsýnt landið, veröld þjóðar — ættarbandið, það, sem tengir allar aldir okkar storð og lýð. SkUjum bezt frá bungu helðar bæs og fjalls — á mótum leiðar — stíga þá, er verða valdlr, vamir, sigra, stríð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.