Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % ÍÞRÓTTiR RITSTJÓRJ. FRtMANN HELGASON Svíar telja Per Olof-östrand bezta sund- inann sinn síðan Arne Borg hætti Hann keppir í Sundhöllinni eftir helgina Á þriðjudag og miðvikudag fer fram i Sundhöll Reykjavík- ur sundmót, sem Ægir og Ármann standa að og er til mótsins boðið góðum sænskum gestum. Eru það þau Birgitta Ljunggren, Rolf Junefelt og Per-Olof Östrand. Er Östrand þeirra frægast- ur, og telja Svíar hann bezta sundmann sinn síðan Arne Borg hætti. Frammistaða Östrand á OL í Helsingfors vakti heimsathygli, og var þó vitað áður að hann var af- bragðs sundm. í 400 m skrið- Iimanfélagsmót frjáls- íþróttadeildar KR Eftirfarandi árangur náðist á innanfélagsmóti Frjálsíþrótta deildar KiR s.l. föstudag: Kúluvarp: Guðjón B. Ólafsson 12,61 m Guðjón Guðmundmsson 11,82 m Þórður Sigurðsson 11,77 m Langstökk án atr.: Guðmundur Valdemarss. 3,13 m Guðjón B. Ólafsson 3,06 m Guðjón Guðmundsson 11.82 m Pétur Rögnvaldsson 3,00 m sundi fékk hann bronsverðlaun. Þeir sem voru á undan honum í því sundi voru engir aukvis- ar. Það voru sem sé Frakkinn Boiteux á 4.30,7 og Ford Konno ,,Havaii-prinsinn“ svo- nefndi á 4.31,3, Östrand synti á 4.35,2. I undanúrslitunum setti Östrand nýtt sænskt met á 4.33,6, tími sem margir hafa talið betri en þá gildandi heimsmet Marshalls sem var 4.26.0 og sett var í auðveld- ari 25 yarda, langri laug sem talin er gefa 8—9 sek. betri tíma en 50 m laugin í Helsing- fors. Með bronsverðlaunum sínum á OL 1952 varð Östrand fyrsti sundmaður Svía til að taka verðlaun á OL síðan 1928, er Arne Borg kom, sá og sigraði í sundlaugum víða um heim. Á EM-mótinu í Torino í sept. s.l. varð hann 3. í 400 m skriðsundi á 4.40,9 og nú varð Boiteux nr. 5 á 4.43.2. Hann keppti líka í 1500 m skrið- sundi og varð nr. 7 á 19.39,5. Östrand er talinn hafa frá- bæra eiginleika sem sundmað- ur. Fyrir EM-mótið æfði hann á 16 gráðu heitum baðstað í Per Olof-Östrand Hofors 5 daga vikunnar. Hann er talinn ráða yfir mikilli tækni og hefði hann sömu skilyrði eins og t.d. Ungverjar, sovézk- ir sundmenn, ítalir o.fl. væri hann tvimælalaust bezti sund- maður Evrópu á 400 m. Östrand býr í vetur 10 míl- ur frá næstu sundlaug, sem er í Uppsölum. Engan veginn hentug staðsetning fyrir mann sem verður að æfa daglega. Eigi að síður er Östrand ævin- lega í góðri þjálfun. íslenzkir sundunnendur munu sannarlega ekki láta* sér þetta tækifæri úr greipum ganga að horfa á þennan frægasta sund- mann sem keppt hefur á sund- móti hér. Rolf Junefelt er bringu- sundsmaður og syndir hér 200 m og e.t.v. 400 m. Bezti tími hans á 200 m er 2.42, en hann mun hafa synt nýlega á 2,50. Birgitta Ljunggren er frá Norrköping Kappsimmings Klubb. Keppir hún hér í 100 m baksundi og skriðsundi. Bezti tími hennar í 100 m baksundi er um 1,20 og í 100 m skrið- sundi um 1,13. Verður ábyggi- lega skemmtiiegt að sjá Helgu Haraldsdóttur og Ingu úr Keflavík etja kappi við þessa kynsystur sína. 1 100 m skriðsundi verður það Pétur Kristjánsson sem mun veita Östrand harðasta keppni. Hefur hann æft vel í vetur. Ari Guðmundsson kepp- ir einnig. Aftur á móti verður það Helgi Sigurðsson á 400 m sem mestar líkur eru til að veita östrand keppni og ekki er ó- sennilegt að Helgi bæti enn ís- lenzka metið á þessari vega- lengd. Flestallir beztu sundmenn keppa á mótinu. Fyrri daginn verður keppt í 9 greinum, þá verður líka keppt í sundknatt- leik og eigast við Norður- og Suðurbær. r Frauðsteypuplötur til einangrunar Almenna byggingafélagið hi. Borgartúni 7 — Súni 7490 Mannsbeinin í Hamraskógi Framhald af 3. síðu. voru byrjaðir kolagerðina heyrði hann óp til félaga síns. • Banvænn ótti Fór hann þá til og sá að ó- kunnur maður hafði haft hann undir. Brá hann þá við til hjálp- ar félaga sínum, höfðu þeir manninn undir — og drápu. f þjóðsögunni er talið að þetta hafi verið útilegumaður, en Sig- urjón Danívalsson hefur þá sögu frá Sigurþóri í Kollabæ, að maður þessi muni hafa verið förumaður, og bændurnir drepið hann af ótta við að hann segði frá skógarþjófnaði þeirra. Hann kvisaðist samt, því að í þjóðsög- unni segir: „Það er víst, að þeir Hallvarður voru sektaðir fyrir ólöglegt skógarhögg, en að hinu var engin gangskör gerð“. • Þín er ábyrgðin Þórsmörk hefur nú verið frið- uð öðru sinni. Skógræktin hefur plantað þar á undanförnum ár- um. Farfuglar hafa fengið Slippu- gilssvæðið, byrjað að hefta upp- blásturinn og planta nýjum plöntum. Oft hefur það gerzt að Þórsmerkurgestir hafa breitt tjaldbotna sína yfir ungplöntur Farfuglanna og eyðilagt á einni nóttu alúðarfullt sjálfboðastarf hinna ungu manna. Raunar þarf vart að óttast að skógarþjófar ráði fleiri mönnum bana í Þórs- mörk en þeim sem enn hvilir einhverstaðar í Hamraskógum, en hitt skiptir miklu að enginn sem þangað kemur gleymi að þetta er friðlýstur staður. Þú, sem kemur í Þórsmörk, um- gakkstu þenna stað eins og það væri skrúðgarðurinn heima hjá þér. Undir því er fegurð hans og frámtíð komin, .' - '»•. - J. B.. Gunnar M. Magmlss: Börmn frá Víðigerði við þess háttar baráttu. Það hafði ýmiskonar til- burði og kæki og ýmiskonar tæki Og litlu krakkarnir lærðu fljótt að urra, hvía og hvissa, siga, góla og gjamma, kalla, æpa og eggja, slá utan á lærin, svo að smylli í, standa gleið og hoppa viðeigandi út á hliðarnar, rífa af sér húf- urnar eða trefla og klúta, veifa þessu eða berja; niður í jörðina, ef með þurfti, feta sig áfram með gleiðu göngulagi og útréttum handleggjum, með útsperrtum fingrum, allt eftir því, sem við á. Það var mesti sægur í Víðigerði, til þess að reka' féð inn, og athöfnin fór fram með miklum látum, pati og handaslætti, veifi, ópum og eggjunum. Kindajarmurinn og lamba me — me — me blandaðist við hávaða fólksins, en yfir allt gnæfðu hundalætin, geltið og gólin, því að hundarnir héldu, að fólkið væri fjúkandi vont. Þei’r ætluðu því alveg að sleppa sér og tungan var farin að lafa fram úr sumum. Smátt og smátt þokaðist hópurinn að settu marki, réttardyrunum, þjappaðist betur og betur saman, þangað til fyrstu ærnar fóru að renna inn í réttina. Og þessi undarlegi, háværi, margþætti, hjáróma og látlausi samsöngur, blandaður mannsröddum og dýra, magnaðist og hækkaði með trillum og skrækjum eða dimmu bassaurri. Alltaf var ein og ein lambær að sleppa út úr, henda sér yfir mannhringinn, eða ryðja um krökkum og stirðum, feitum kerlingum. Og lömb- in henda sér spriklandi og villt, og gefa sumum löðrung um leið og þau sleppa út. Allt í óvissu Framhald af 5. siðu. Nefndin var þeirrar skoðun- ar að þetta væri mjög aðkall- andi mál og lagði til að sér- fræðinganefndin yrði kölluð saman á ný til að ganga end- anlega frá tillögum um með- ferð vara er hætta stafar af í flutningum og síðan yrði hið fyrsta gerð alþjóðasamþykkt um þetta öryggismál. Veiting ökuskírteina. Eitt af þeim málum er Flutninga- og samgöngumála- nefndin tók til meðferðar að þessu sinni var veiting öku- skírteina til bifreiðastjóra. Alþjóða Heilbrigðismálastofn- unin (WHO) hafði verið spurð ráða um hvernig bezt væri að ákveða líkamlega og andlega hæfni manna sem leyft væri að stjórna bifreiðum. Auk þess hafði sérfræðinganefnd fjallað um málið og borið fram Fæða, sem aldiei... Framhald af bls. 5. búar saman honum til aðstoð- ar og hjálpa honum að hreinsa trén. Ef einhver neitar að hreinsa tré sín koma þá nágrannar hans hans í ávaxtagarð hans og taka til óspiltra málanna að þrífa tré hans — En þegar trén fara að bera ávöxt á næsta upp- skerutíma koma sömu nágrann- arnir aftur í garð bónda, setj- ast undir trén og borða ávext- ina. „Eg mun ekki leggja til að dýrt skordýraeitur verði not- að í stað þessarar aðferðir,“ segir Catterell. „Heldur mundi ég leggja til að samskonar að- ferð yrði tekin upp víðar. (Frá upplýsingaskrifstofu SÞ). tillögur, er sendar höfðu ver- ið til ríkisstjórna. Fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ í nefndinni skýrði frá þvl. að þær umsagnir er þegar hefðu borizt frá ríkisstjórnun; væru yfirleitt hlynntar tillög- unum, en að ennþá vantaði um- sagnir frá fjöida mörgum rík- isstjórnum. Nefndin samþykkti, að skora á þær ríkisstjórnir, sem enn hafa ekki sent SÞ umsagnir sínar um þetta mál, að gera það hið fyrsta. (Frá upplýsingaskrifstofu SÞ). S k áhin Framhald af 6. síðu. 21. a2xb3 Rc6—b4 22. Dc2—c3 Rb4—d5 23. Dc3—cl Bc4xb3 Til greina kom að drepa á f4 fyrst. 24. Bf4—g5 Rd5—b4 25. Hel’ —e3 Bb3—d5 Rc2 kostar tvo menn fyrir hrók og c5—c4 strandar á Hxb3. 26. h5—h6 g7—g6 27. He3—a3 Rb6—c4 28. Bg5xe7 He8xe7 29. Dcl—Í4 Enn er peðið valdað, því fylgir ískyggileg hótun um Df6—g7. svo að svartur hefur ekki tíma til að hugsa um skiptamuninn. 29. ... Dc7—d8 30. Rg4—fóf Kg8—h8 31. Rf6xh7! He7—c7 32. Rh7—g5 Dd8—e7 33. Ha3 —a7! Hvítur fylgir sókninni snotur- lega eftir, svarta drottingin má ekki yfirgefa e7 vegna máthótana hvíts. 33. . . . Hb8—b7 34. Ha7—a3ý Gefst upp. Síðasti leikur svarts var fing- urbrjótur, en taflið er tapað, hvernig sem hann fer að, t. d. 33. — Hb8—c8 34 Rg5xf7t og vinnur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.