Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 1
Sunmidagur 27. febrúar 1955 — 20. árgangur — 48. tölublað íhaldið fer hamförum gegn jbvi oð samningar takist Gjaldeyrisbraskarcirnlr hóta að hætta úi gerð verði samið við verkafólk! Þeim nægir ekki að hala ræní þjóðina 20 miiljón- uin króna með róðrarhanninu í Vestmannaey|um Gjaldeyrisbraskaramir við Faxaflóa — þeir hinir sömu sem rændu af þjóðinni 20 milljónum króna með róðrarbanninu í Ves'tmannaeyjum — sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segja að kaup- gjald á íslandi sé allt of hátt og hóta því að hætta allri útgerð ef samið verið við verkafólk um kjara- bætur!! Hnsbruni og • p Ihaldið virðist hafa skipulagt það að nú skuli daglega dynja á þjóðinni nýtt áróðursplagg þar sem hamazt er á móti því að gengið verði til samninga við vertdýðsfélögin. Hrinan í gær kom frá gjaldeyrisbrösk- urunum í Landssambandi ís- lenzkra útvegsmanna. Voru það fjögur vélrituð blöð, þar sem braskaramir lýsa yfir því að þeir séu alltaf að tapa á út- gerð sinni og stafi það af „of háu kaupgjaldi". Niðurstaðan er hins vegar þessi furðulega hótun: „Verði samið um kauphækk- anir, án þess að bæta útgerð- inni jafnhliða útgjaldaaukning- una, sem af þeim stafar, er bæði vélbáta og togaraútgerð- inni íþyngt svo, að ekki verður kleift að halda útgerðinni á- fram. Samþykkir fulltrúaráðs- fundur L.í.tJ. því, að tilkynna deiluaðilum og ennfremur Al- þingi og ríkisstjóm, að útgerð- armenn geti ekki haidið áfram útgerð vélbáta og togara með auknu tapi frá því sem nú er“. 'jér Ös'vífin fyrra Það er ósvífin firra að halda fram að hagur útgerðarinnar sé erfiður vegna þess að kaup- gjald sé of hátt. Afurðir út- gerðarinnar eru greiddar í gjaldeyri, og miðað við gjald- eyri hefur kaupgjald verka- fólks á íslandi lækkað mjög stórlega á undanförnum árum. 1947 hafði Dagsbrúnarverka- maður 2.10 dollara í kaup um tímann; nú er kaup hans að- eins 0.90 dollarar um tímann. íslenzkir verkamenn hafa langtum lægra kaup en t.d. bandarískir, séu borin saman annarsvegar afköst íslenzku Kosið í Félagi ísl. rafvirkja í dag frá kl. 2—10 í dag er seinni dagur alls- herjaratkvæðagreiðslunnar um stjóm og aðra trúnaðarmenn í Félagi ísl. rafvirkja. Kosið er frá kl. 2—10 í skrifstofu fé- lagsins Edduhúsinu. Kjósið x B-listi. útgerðarinnar og hins vegar kaupgjaldið sést að kaup- greiðslurnar til sjómanna eru hér aðeins lítið brot af þvi sem annarsstaðar tíðkast og langt- um minni hluti af rekstrar- kostnaðinum. íslenzkur sjómað- ur aflar að meðaltali 70 tonna á ári, en meðaltal á sjómann hjá Norðmönnum sem næstir koma, er 10 tonn! ^ Burt með afætumar Eins og sjá má af þessu er íslenzkur útvegur ákaflega arðbær, og munu fá dæmi fund- in um hliðstæða gróðamynd- un. En gróðinn er hirtur af miklum herskara milliliða sem ræna og rupla. Umtalið um halla útgerðarinnar er aðeins fölsuð bókfærsla til þess að blekkja verkafólk — gróðinn er falinn hjá milliliðunum. Og gjaldeyrisbraskararnir við Faxaflóa — þeir sem sendu út áróðursplaggið í gær — eru að verða fremstir í flokki ræn- ingjanna. Þeir stela á hverju ári milljónafúlgum frá útgerð- inni, enda sér það ekki á per- sónulegu líferni þeirra að þeir séu „alltaf að tapa“! Það væri sannarlega mikið tilhlökkunar- efni ef þessi braskaralýður stæði við það að hætta að skipta sér af utgerðinni þegar búið er að semja við verka- fólk um sjálfsagðar kjarabæt- ur; þjóðin myndi þá koma skynsamlegra fyrirkomulagi á útgerðarmálin. En það er því miður lítil hætta á þvi að þeir hlaupi frá gróðalind sinni ótil- neyddir. ára leikafmæli Haralds Björns- sonar Haraldur Björnsson leikari á 40 ára leikaraafmæli á fimmtu- daginn kemur. Þann dag mun hann leika í Þjóðleikhúsinu í leik eftir franska höfundinn Anouilh. Verður þessa merka afmælis leikarans minnzt við það tækifæri. gnpatjona Patreksfirði í gærmorgun brunnu pcn--* ingshús, fénaður og hey á bæn— um Sólvöllum við Patreksf jörð. Eldsins varð vart um kl. 6 um morguninn og varð ekkl við hann ráðið. Allt sem í hús- unum var brann, 1 kýr og 13 sauðkindur, svo og heybirgðir. Hænsnum í áföstum skúr vaifl flestum bjargað. Húsin og gripirnir voru vá"-*' tryggð. Hallvarður kom- inn fram Vélbáturinn Hallvarður frá Súgandafirði, sem óttast var um í fyrrakvöld kom til Súg- andafjarðar í gær. Hafði vél- arbilun valdið töf bátsins, en rafgeymir taltækisins hafði tæmzt svo hann gat ekki látið heyra til sín. Ifiakkunnn! Fulltrúa- og trúnaðar— mannafundur í Sósíalistafé- lagi Reykjavíkur verður þriðjudaginn 1. marz kl. 8.30 e.h. í Baðstofu iðnaðar- manna. Félagar eru beðnir um að fjölmenna og mæta stund- víslega. Stjórnin.. Bæjarstjómarmeirihlutinn í Hafnarfirði hefur feng- ið Yilyrði fyrir láni til frystihússbyggingar Vonir sfanda til að framkvœmdír hefjist innan skamms Ihaldsineim börðust gegsi stolnun bæjarútgerðai*- iimar og viama nii gegis því að hím byggi Irystilms Um nokkurt skeið hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar unnið að því að útvega lán til byggingar frysti- húss, sem einnig gæti annazt ísframleiðslu. Hefur nú fengizt vilyrði fyrir 6 millj. kr. erlendu láni til þeirra framkvæmda. En þar sem þetta lán er aðeins til 5 ára, hefur jafnframt verið leitað til Framkvæmdabanka ís- iands, sem nú hefur lofað 3.5 millj. kr. láni til 13 ára, erlenda lánið verður afborgunarlaust fyrstu 2 árin. Fjárfestingarleyfis og annarra nauðsyníegra leyfa til lántök- unnar, hefur verið aflað og frumteikningar þegar verið gerð- ar ásamt kostnaðaráætlun. ÖII- um frekari undirbúningi verður hraðað svo sem kostur er, og standa vonir til að framkvæmd- ir geti hafizt áður en langt imi líður. Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri, sem unnið hefm' að út- vegun lánsins, er nú erlendis til þess að ganga endanlega frá lántökunni. Mikilvægt hagsmunamál Þarflaust er að rekja fyrir hafnfirzku verkafólki, hvílík nauðsyn er á því að þetta hrað- frystihús komist upp, þvi að undanfarin sumur hafa Hafn- firðingar orðið að horfa upp á það að togarar þeirra hafa orðið að leggja upp afla sinn utan bæjarins, vegna þess að frysti- hús í bænum hafa ekki megnað að taka á móti aflanum. Hafa þannig ómældar fjárhæðir glat- azt Hafnfirðingum. Bygging þessa væntanlega hraðfrystihúss Bæj arútgerðarinn- ar mun bæta úr þessu ófremdar- ástandi og tryggja að hafnfirzkir togarar geti landað afla sínum öllum til vinnslu í Hafnarfirði, enda afkastageta þess miklum mun meiri en nokkurs þeirra frystihúsa, sem fyrir eru í bæn- um. íhaldið á móti Þetta mikla átak meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar mun þannig valda þáttaskilum í atvinnumálum bæjarins og auka verulega atvinnumöguleika og atvinnuöryggi verkafólks á sjó og landi. Bæjarstjórnarmeirihlutinn og verkalýðssamtökin hafa ávallt lagt áherzlu á það, að Bæjarút- gerðin eignaðist sitt eigið hrað- frystihús. Sjálfstæðisflokksmenn hafa hinsvegar verið andvigir því. Þáttur þeirra í þessu máli er athyglisverður og ætti að vera verkafólki lærdómsríkur, enda er hann í fullu samræmi við afstöðu þeirra til Bæjarútgerðar- innar bæði fyrr og síðar. En eins og kunnugt er börðust þeir gegn stofnun Bæjarútgerðarinnar í upphafi, en þykjast nú bera hag hennar mjög fyrir brjósti með því að vera á móti því að hún auki starfsemi sína með byggingu liraðfrystihúss!! Vildu ná undirtökunum sjálfir Þegar fyrst var farið að ræða um að Bæjarútgerðin byggði hraðfrystihús, létust Sjálfstæðis- flokksmenn vera málinu fylgj- andi, þar sem þeir töldu að erf- iðleikarnir á útvegun lánsfjár til byggingarinnar myndu reynast óyfirstíganlegir, en ekki væri vænlegt að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja*1 verkalýðsfélag- anna og flestra bæjarbúa um að bærinn eignaðist sitt eigið frystihús. En þegar allar líkur bentu til þess síðast liðið sumar, að tak- ast myndi að útvega nægjanlegt lánsfé til framkvæmdanna, breyttist afstaða Sjálfstæðis- flokksmanna skyndilega, og tóku þeir að berjast gegn því, að Bæjarútgerðin reisti frysti- hús. I þess stað vildu þeir stofna hlutafélag um fyrirtækið, þar sem þeir sjálfir hefðu undirtök- in um stjórn alla og arðgreiðsl- ur, en Bæjarútgerðin legði fram stórar fjárhæðir, svipað og átti sér stað um Lýsi & Mjöl h. f. Það fyrirtæki á bærinn að hálfu' eða rúmlega það, en hefur aldrei fengið einn eyri í arð af 650 þús. kr. hlutafé. Jafnframt var ætlun þeirra, að lán það, sem meirihluti bæjarstjórnar út- vegaði, rynni til hlutafélagsins. I Almenn ánægja Þessi stefna Sjálfstæðisflokks—■ manna ætti ekki að koma nein— um á óvart, því að Sjálfstæðis-^ '< Framhald á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.