Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Til vinstri á myndinni er húsið sem relst var yfir fyrsta kjamorkn- knúna orkuver heimsins er segir frá í upphafi Kreiuariimar. — 1 miðju sést kjamahlaðinn, — hjarta orkuversins. AS visu sést aðeins ofan á hanii, þar sem gangrstilii- tækjum er komið fyrir; en undir er kjamketiH- inn í voldugum steinmúr. — Yzt tíl hægri sést mœlaborð, heili orkuvers- ins. Framtíðin mun telja sunnu- daginn 27. júní 1954 merkan dag í sögunni: þá var fyrsta kjarnorkuknúna orkuver heimsins tekið í notkun í So- vétríkjunum. Það sér síðan landbúnaði og iðnaði naerliggj- andi héraða fyrir raforku. Það er sérkennandi að einmitt í So- vétríkjunum er stigið fyrsta sjömílnaskrefið til að nýta kjarnorkuna á friðsamlegan hátt. Stig af stigi hefur mað- urinn náð valdi á orkulindum náttúrunnar. Hann hefur knúið vatn og vind, olíu og kol til að vinna fyrir sig. f stuttu máli: hann hefur tekið sólina í þjónustu sína. í kyndiklefum orkuvera og gufuvéla og í strokkum brennsluvéla leysist sólorka er tók sér bólstað í jurtum fyrir hundrað mill- jónum ára. Með uppgufuninni af yfirborði hafsins endumýjar sólin í sífellu vatnsorku fljót- anna. Hún knýr vindinn til ferðar, með hitun hinna ýmsu loftlaga. Sólin hefur skapað allt hið „hversdagslega" orku- magn á hnetti okkar. ^ Að kveikja eld og vinna kjarnorku Við erum í dag vitni að til- komu nýrrar orku: kjamork- unnar. Enn sem komið er hefur hún ekki látið mikið að sér kveða. Valdatöku mannsins í atómkjarnanum verður aðeins jafnað við þann sögulega við- burð er hann kveikti hinn fyrsta eld. „Er maðurinn kveikti eld við núning“, skrifaði Engels eitt sinn, „náði hann fyrsta sinni tökum á náttúrkrafti, og hófst þar með endanlega yfir dýrin“. Sögnin um Prómeþeifs fjallar um þá atburði á skáldlegan hátt. Er maðurinn hafði komizt upp á að kveikja eld skapaði hann sér möguleika til að nytja kemíska orku brunaefnanna. En það liðu þúsundir og aftur þúsundir ára áður en menn komust af því frumstigi að nota þessa orku eingöngu til beinnar hitunar, áður en þeir breyttu henni í vélaorku er var fær um að vinna mismunandi verk. Þar hófst öld gufuvéla og brennsluhreyfla. Rafmagns- fræðin uppgötvaði ekki neinar nýjar beinar orkulindir — það finnst enginn tilbúinn raf- magnsforði í náttúrunni. En er menn náðu tökum á rafmagns- ferlunum (de elektriske pro- cesser) jókst í gífurlegum mæli notkun hinnar kemísku orku brunaefna og vélbeisluð orka vatns og vinds. Menn komust upp á lagið að flytja orku lang- ar leiðir eftir þráðum. Saga orkunnar fjallar sem sé um það hvernig tæknin við notkun vélbeislaðrar og kem- ískrar orku þróaðist stig af stigi. Atburður sá, sem við er- um vitni að felur i sér nýtt eðl- I þessarí grein ritar sovézki professor- inn E. Adirovitsj nm fríðsamlega notkun kjamork- unnar og um hinar miklu útsýnir er hún opnar. & isstig í þróuninni — upphafið á stjóm mannsins á náttúru- krafti sem er öðrum svo miklu sterkari að allur samanburð- ur missir marks. Eitt kíló úraníms gefur 20 milljónir kílóvattstunda, eða jafnmargar og 2500 lestir val- inna kola. En að kljúfa úraním er ekki nema fyrsta skrefið í þróun kjarnorkunnar og leysir aðeins þúsundasta hluta þeirr- ar orku er býr í atómkjarnan- um. Vísindin hafa komizt að raun um, að ekki aðeins búi úraním, plútóním og vatns- efni yíir kjarnorku, heldur yfirleitt öll efni sem við sam- neytum,- Forðinn er óþrjótandi. Venjuleg götuhella geymir t. d. slíka orku að hún gæti leyst stærsta raforkuver Evrópu, í Dnjeproges, af hólmi í tíu ár, ef aðeins tækist að leysa hana. ^ Sigur mannlegrar hugsunar Hið visindalega og tæknilega vald á kjamaferlunum er skínandi sigur mannlegs anda. Til að unnt yrði að komast þetta áleiðis varð fyrst að rannsaka ferli er eiga sér stað í atómkjamanum, á byigjulengd sem er milljónasti hluti mill- jónasta hluta úr millimetra.Vís- indamennirnir urðu að læra að stjórna þessum ferlum og hafa virk áhrif á þau. Lausn þess vanda er ný sönnun þess að mannlegri getu eru lítil takmörk sett, sönnun þess að mannleg hugsun brýtur sér braut inn á lendur sem skiln- ingarvitin ná ekki til. Víð vitum nú að atómkjarn- inn er orustuvöllur feiknlegra krafta. Hann samanstendur af eindum með jákvæðri hleðslu og hlutlausum neindum. Eind- irnar hrinda hver annarri frá sér — og leitast þannig við að sprengja kjamann. En hin- ír aðdrségu kraftar kjarnans leitast við að halda honum í horfi og stuðla að varðveizlu hans sem heildar. Úraním varð fyrsta kjamabrennið, þar eð einmitt í þessu efni er auð- velt að skapa skilyrði þar sem hinir fráhrindnu kraftar kjam- KjArnorbfln og mndurinn ans verða hinum aðdrægu yfir- sterkari. Þá klofnar kjaminn, og „sprengjubrotin" slöngvast brott með gífurhraða. í kjarna- hlaðanum, þar sem vinnsla atómorkunnar fer fram, gerist þetta allt í efni er orkar sem hemill á þessi hrikalegu ferli; það getur verið grafít eða eitt- hvert annað efni. Agnir þær er verða til við kj arnaklofningu hægja ferðina er þær fara gegnum grafítlag- ið, og láta þar með eftir orku, sem veldur því að lagið hitnar. Sá varmi er síðan notaður til að hita vatn eða annan vökva eða til að framleiða, og yfir- hita, gufu. Gufan knýr hverfil (túrbínu) er stendur í sam- bandi við rafmagns-aflvaka. Þar með hefur kjamorkan breytzt í raforku sem hægt er að flytja til verksmiðja, náma, samyrkju- búa eða vélstöðva. Valdið yfir feiknlegum kröft- um atömkjarnans eýkur orku- lindir okkar. ómælanlega. Auk hitá- og vatnsorkuvera eru nú einnig reist kjarnorkuver. Það fékk okkur borgurum Sovét- ríkjanna bæði stolts og gleði er við heyrðum tilkynninguna um að fyrsta kjarnorkuverið væri tekið til starfa. Það framleið- ir 5000 kílóvött raforku, en verkfræðingar og vísindamenn vinna nú að því að koma upp kjarnaknúnum iðnverum er framleiði 50—100 þús. kílóvött. ★ Bylting í s'am- göngum Það er fróðlegt að geta þess hér að kjarnorkuver er fram- leiðir 100 þúsund kílóvött raf- orku þarfnast aðeins 200 til 250 gramma úraníms á dag. Þessi lítilfjörlega eyðsla kjamabrennia gerir það að verkúm, að unnt er að reisa kjamorkuver hvar sem er í Sovétríkjunum. Þetta er eink- um mikilvægt fyrir þau héruð sem ekki eiga greiðan aðgang að brfehni né vatnsörku. Vald mannsins yfir atómork- unni þýðir ekki aðeins óendan- lega orkuaukningu, heldur mun það smám saman valda eðlisbreytingu í allri tækni. Notkun kjarnabrennis mun með tið og tíma valda gerbyltingu í samgöngumálum. Mörg vanda- mál, sem ekki verða leyst með brennslu- og sprengihreyflum, verða leysanleg. Flugvélar með kjarnahlöðum munu geta flog- ið eins lengi og verkast vill, án þess að lenda. Hin óverulega eyðsla kjarnabrennis bendir til mjög gleðilegs árangurs um notkun þess í skipum, járn- brautum og öðrum samgöngu- tækjum. Sú tíð kemur einnig að mað- urinn fær aðgang að himin- geimnum. Skortur nægilega auðugrar orkulindar hefur til þessa komið í veg fyrir flug milli hnatta. Þeir erfiðleikar, sem nú er við að etja, eru eink- um og sér í lagi fólgnir í því að við höfum ekki ráð á neinu efni er þoli hið háa hitastig sem verður við kjarnaferlin. Framtíðin mun leiða í ljós, hvernig bugur verður unninn á þessum vairda. Það er öldungis ekki fráleitt að fyrsta geimfar- ið hefjist af jörðu þegar um okkar daga. ■jf Nýsmíð eínis- kjamans Kjarnabrennið mun í fram- tíðinni gera brennslu olíu og kola ónauðsynlega, en bæði þau efni eru verðmæt og mikil- væg hráefni mörgum greinum efnaiðnaðar. Ný kjarnaefnafræði mun blómgast; „nýsmíð“ kjarn- ans veldur róttækum breyting- um á öllum eigindum atóms; einu frumefni verður breytt í annað: köfnunarefni í súrefni, kvikasilfri í gull. Nútíma vís- indi koma sem sé til leiðar þeirri breytingu frumefnanna, er gullgerðarmenn á miðöldum dreymdi um, en talin var ó- hugsandi allt til skamms tíma. Atómin, sem myndast í kjarn- kötlunum, eru geislavirk. Og hin geislavirka útgeislun drep- ur sem kunnugt er sýkla, eyðir illkynjuðum æxlum og veldur róttækum breytingum á líf- fræðilegum, efnafræðilegum og eðlisfræðilegum eigindum efnis ins. Geislavirk efni í náttúrunní eru afar sjaldgæf og dýr að sama skapi. Kjarnahlaðarnir geta á hinn bóginn búið til geislavirk efni í þeim mæli að svari til hundraða tonna af radími. Kjarneðlisfræðin mun leggja læknavísindunum lið við að hreinsa híbýli manna af gerl- um, gerilsneyða matvæli, graf- ast fyrir rætur smitandi sjúk- dóma og skapa virkar geisla- lækningar. Hinar mikilfenglegu útgeislunarlindir kjarqahlað- anna munu leiðá til þess að nýjar iðngreinar rísi og þróist — til dæmis framleiðsla geisla- virkra málma og annarra efna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.