Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.02.1955, Blaðsíða 4
rMMMfaiiiaaflitflflaaaiiiiiaiiiiiiiiflifiiiiiitfMiiiaiiiiaiuiiiiiiiiitifliiiiiiiflauiaai 4) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 27. febrúar 1955 Vestmannaeyjabréí — Lofið alltaf gott stund Gröndals eða hlustenda? Ös'ka- G. G. SENDIR eftirfarandi bréf frá Vestmannaeyjum: ,,Ég get ekki látið hjá líða að biðja þið, kæri Baejar- póstur, að koma á framfæri fyrir mig bezta þakklæti til forráðamanna Þjóðviljans fyrir Oskastund barnanna, sem ný- lega er byrjað að birta í blað- inu. Það er kærkomið fyrir yngstu lesendurna. Ég á 9 ára gamlan dreng sem telur dagana þar til Óskastund birt- ist í blaðinu. Hann langar svo mikið að eignast möppu utan um blöðin og nota ég nú tæki- færið til að senda þér þessar línur um ieið og ég panta möppuna. Ég hef heyrt fólk láta í ljós þá skoðun, að Þjóð- viljinn sé smekklegasta dag- blaðið að öllum frágangi sem gefið sé út hér á landi, og tek ég eindregið undir það álit. Vil ég því líka í því sambandi nefna heimilisþáttinn í blað- inu. Hann er oftast mjög skemmtilegur og gagnlegur. Svo er það þátturinn hans Gupnars Benediktssonar um út- varpið. Það eru oft verulega skemmtileg skrif. Þakka fyrir- fram ef þú getur birt þessar línur. Skrifa meira seinna ef þetta fer ekki i bréfakörfuna. Blessaður á meðan. — G.G.“ ÖLLUM ÞYKIR lofið gott og er það gaman að heyra að Óska- stund barnanna gerir líka lukku í Vestmannaeyjum. En það eru fleiri óskastundir til en Óskastund barnanna í Þjóð- viljanum. Það er lika til Óska- stundin hans Benedikts Grön- dals í útvarpinu og sjálfsagt á hún sína áhangendur, en sumir hafa ýmislegt að henni að finna eins og sjá má af eftirfarandi bréfi. Arnkell skrifar: „Hálfsmánaðarlega í klukku- tima í hvert skipti ræður Bene- dikt Gröndal ríkjum í útvarp- inu. Hann hefur nefnt þennan þátt sinn Óskastund og á manni að skiljast að í henni sé leitast við að verða við óskum hlustenda sem koma þeim á framfæri með því að skrifa þættinum. En margir eru þeirrar skoðunar að þarna séu það óskir Benedikts Gröndals sjálfs sem njóti sín umfram allt, því að lítið þýði að senda inn bréf með tiltölulega sann- gjörnum óskum, þær séu alls ekki teknar til greina. Ekki skal ég dæma um hvað rétt er í þessu en kunnugt er mér um tvö bréf sem bæði voru send inn þó nokkru fyrir áramót og hafa enga úrlausn fengið enn. Annað bréfið var frá krakka sem síðan hefur setið- við-, Út- varpið lon og don og beðið eftir laginii sínu en án árang- urs. Ef til vill er skýringin sú að svo mikið af óskum berst að, að röðin er alls ekki komin að þessum bréfum, én síðan þau bæði voru skrifuð hafa ó- tal mörg lög verið spiluð æ ofan í æ. Og nú er spurningin. Eftir hverju er farið þegar vinzað er úr óskunum? Er miðað við smekk forstöðumanns þáttarins og hitt látið eiga sig sem ekki fellur honum í geð? Er mögu- leiki á að koma ósk sinni á framfæri og ef svo er hvernig á þá að fara að því? Marga fýsir að fá þessum spurning- um svarað. Með þökk fyrir birt- inguna. Arnkell.“ SKIPAIITCCRD RIKISINS Baldor Tekið á móti flutningi til Arnarstapa, Sands og Flateyj- ar á morgun. Oddur fer til Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar og Stykkishólms á þriðjudag. Vörumóttaka á morgun. Félagslíf Aðalfundur K.D.R. verður haldinn sunnudaginn 6. marz kl. 2.15 í félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg. — Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. — Stjórnin. Vefnaðarvörur Hvítt og svart loðkragaefni Taft Ullarjersey Gluggatjaldaefni Plasticefni Sirs Nylonprjónasilki Rayonprjónasilki Rayon crepe Dacron gaberdine Nylongabardine Taft Morie Sans. taft Rayon twill Handklæðadregill Hvítt nylonefni Doppótt nylonefni Nylon gluggatjöid Herrafataefni Húsgagnaáklæði Hannyrðaefni Dúkaefni Sumarkjólaefni Hvítt blússuefni Nylontyll Georgette svart Kápuefni Satín gallaefni Shantung kjólaefni Rayonmyndaefni Tilbúinn fafnaður Sportsokkar Ullarsokkar Nylonsokkar Nyloncrepesokkar ísgamssokkar Bómullarsokkar Ullarhosur Nylonblússur Nylonundirkjólar Nylonundirpils Rayonundirkjólar Rayonundirpils Blúndukot 'Baðsloppar Telpunáttkjólar Nylonnáttföt Nylonnáttjakkar Náttfatasett Nylonbuxur Rayonbuxur Sundbolir Sundbuxur Ullarpeysur Telpuregnkápur Treflar Barnavettlingar Blúndudúkar Bildi Treflar Piasfic-vörur Bollabakkar Konfektskálar Seðlaveski Drykkjarmál Herðatré Títuprjónabox Borðplattar Stafabækur Skrautbox Handsápuhylki Raksápuhylki Spilapeningar Rakvélar Rakvélar Fataburstar Hárburstar Greiður Hárkambar Öskubakkar Sundbelti Matarsett Svuntur Fatahlífar Sparibaukar Pottasleikjur Eggjabikarar Flaggstengur W. C. pappírshöldur Flautur Kúlupennar Smávörur Nylonhárnet Stoppugarn Smellur Títuprjónar Naglasköfur Hárspennur Rakblöð Varalitur Steinpúður Barnapúður Augnabrúnalitur Creme Tannburstar Bendlar Teygja hvít og svört Stímur Gluggatjaldakögur Lampaskermakögur Sjalakögur Kjólaleggingar Hlýrabönd Hárbönd Tyllblúnda Bómullarblúndur Nylonblúndur Tauhanzkar Slæður Belti Pilsstrengur Milliverk Nylonbroderieblúndur Heildsölubirgðir ISLENZK-ERLENDA VERZLUNARFELAGIÐ Hf. Sími 5333 Garðastræti 2 l■■■■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■■l■■■■•»■■■■■■■■■■•■•■■•■■■■■M■■M■■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■M■■■■■» ■ •■■■■■••■■••■■■■■■■■•■••■■••■•• •■•■•■••■■■■•■■■•••■•■■■•MMMMMMMMMMBMMMMMMMMBMMMMMMMMM «■■■•■•■! Karlakór Reykjavíkur Hlutavelta os happdrætti í Listamannaskálanum kl. 2 í dag FJÖLDI ÁGÆTRA MUNA í happdrættinu er flugferð til Norðurlanda og far á 1. farrými með m.s. Gullfoss til Kaupmannahafnar og m. m. fl. Inngangseyrir 1 kr. fyrir fullorðna Ókeypis fyrir böm ii|IHfWMMIWIUMIÉ|WMMMM»MWIWIMWWWHWU«W>i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.