Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 1
Þátttakendur í verkfallinu eru beðnir að hafa sam- band við verkfallsskrif- stofuna í Alþýðuhúsinu— Atvinnnrekendur bjóða enn enga grnnnkanpshækkun ENGAR SAMNINGAVIflRÆSUR Var þaS Eysteinn Jónsson sem með ,,óbilgirni og skammsýni" kom i veg fyrir oð árangur nœðisf á siSasta fundi? Laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags slitnaði upp úr samningaviðræðum deiluaðila og sáttanefnd- ar án þess að nokkur árangur hefði náðst. Var eng- inn samningafundur haldinn í gær og ókunnugt hve- nær næst yrði ræðzt við. Þessi snögglega og óvænta stöðvun á viðræðum varð eftir að ríkisstjórnin hafði ræðzt við um það á sunnudagskvöld hvern þátt hún gæti átt í því að stuðla að lausn á deilunni. Hreyfifl afgreiir benzín til verk- fallsvarða, lækna og lögregiu Hin einstœða f jandsemi olíufélaganna að neita verkfallsvörð- um um benzín hefur hvarvetna verið fordæmd. 1 gær samdi Dagsbrún við Hreyfil mn afgreiðslu á benzíni til verkfallsvarða og annarra er verkfallsstjórnin veitir undanþágu. Á sunnudag gerðu menn sér vonir um að nokkuð gæti mið- að áleiðis til lausnar vinnu- deilunum. Voru þær vonir m.a. bundnar við það að ríkisstjórn- in legði sitt fram til hækkaðra launa og kjarabóta verkafólks. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra, sem var staddur fyrir austan fjall á sunnudag, var kvaddur i bæinn á sunnudags- kvöid og síðan mun ríkisstjórn- in hafa talazt við. Mun ár- angur þeirra viðræðna hafa verið algerlega neikvæður og að þeim loknum tilkynnti sátta- nefndin deiluaðilum að hún hefði ekki meira til málanna að leggja að þessum aðstæðum óbreyttum. Þjóðviljanum er að sjálf- sögðu ekki kunnugt um hvað gerðist í viðræðum ráðherr- anna, en viðhorfin virðast hafa gerbreytzt þegar Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra kom í bæinn. Væri fróðlegt að fá nán- ari vitneskju um það í Tíman- um hvort stöðvunin á viðræð- um sé verk Eysteins Jónssonar. ^ Á þessi dómur við Eystein? Miðvikudaginn 16. marz, tveimur dögum áður en verk- Olíumálið flutt fyrir Hœstarétfi Olíumálið alræmda — mál ákæruvaldsins gegn Sigurði Jónassyni, Jóhanni Gunnari Stefánssyni, Hauki Hvann- berg og stjórnum Olíufélags- ins hf. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hf. — var tekið til flutnings í Hæstarétti í gær. Stóð mál- flutningurinn fram eftir degi og varð ekki lokið. Flutti sækjandi, Gústav A. Sveins- son, sóknarræðu sína. Verj- endur eru Einar Arnói'sson fyrir Sigurð Jónasson, Jó- hann Gunnar Stefánsson og stjórnir f.yrrgreindra félaga, en Ragnar Jónsson fyrir Hatik Hvannberg. — Mál- fiuluingi verður haldið á- i fram í dag. <3>-----------------------------® föllin áttu að hefjast komst Tíminn þannig að orði í for- ustugrein: „Almenningur mun fylgjast vel með þvi sem gerist í þess- um málum næstu daga. Hann krefst sanngimi og réttsýni af öllum aðilum. Hann krefst þess að allt sé gert sem réttmætt er til að hindra það böl sem verkfall er. Hann mun því dæma þann aðila hart, er vegna óbilgirni og skammsýni yrði til þess að hindra það að sam- komulag næðist". Laugardaginn 19. marz, degi eftir að verkföllin hófust, ítrek- aði Tíminn enn þessa afstöðu sina. Þá sagði hann í forustu- grein: „Þjóðin öll mun fylgjast vel með gangi málsins og dæma þann aðilann hart, sem kynni Fyrir hádegi í gær stóð til að senda Gullfoss kl. 1 úr Reykja- víkurhöfn og til Keflavíkur þar sem ætlunin var að láta skips- menn vinna að uppskipun á vörum úr skipinu. Dagsbrún varaði þegar Eimskipafélagið við því að litið yrði á þetta sem verkfallsbrot og skipið meðhöndlað sam- kvæmt þvi, en það myndi m.a. Sameigtnleg herst jórn Utanríkisráðuneyti Sovétríkj- anna skýrði frá því í gær, að lokið væri samningrum um stofn- un sameiginlegrar lierstjórnar átta ríkja í Austur-Evrópu. Eru það Sovétríkin, Pólland, Tékkó- slóvakía, Austur-Þýzkaland, Ung verjaland, Rúmenía, Búlgaría og Albanía. Samkomulagið sem gert hefur verið er framkvæmd á samþykkt seni gerð var á ráðstefnu þess- ara ríkja í Moskva í vetur. Var þar ákveðið að stofna sam- eiginlega herstjórn og auka víg- búnað ef Vesturveldin gerðti al- vöru úr því að hervæða Vestur- Þýzkaland. að valda því með óbilgirni, að^ verkfallið standi lengi“. Þjóðin á erfitt með að fylgj- ast með því sem gerist á bak við tjöldin í þessu máli, og því væri mjög mikilvægt að Tíminn segði skýrt og skorinort frá því hvað það var sem olli því að það slitnaði upp úr samningaviðræðum í fyrrinótt. Er það Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra sem verðskuldar hlnn þunga dóm þjóðarinnar með óbilgirni sinni og skamm- sýni, eins og Tíminn orðaði það? Þannig stóðu málin Það hefur ekki tíðkazt að skýrt væri opinberlega frá einstökum atriðum sem fram koma á samningafundum með- an málin eru á byrjunarstigi, þar sem slíkt er sízt talið greiða fyrir árangri. Heildsala- blaðið Vísir brýtur þessa venju í gær með því að skýra frá því að atvinnurekendur hafi boðið „7% kjarabætur" á laugardags- kvöld. Staðreyndin er sú að atvinnurekendur buðu kjara- bætur sem fælust í formi or- lofs, vísitölubóta, sérkrafna og Framhald á 12. síðu hafa haft þær afleiðingar að sett hefði verið afgreiðslubann á Gullfoss í Kaupmannahöfn. Jafnframt bannaði stjórn Sjó- mannafélags Reykjavikur sjó- mönnunum að vinna nokkuð að uppskipun á vörum úr skipinu. Var þá hætt við að senda Gull- foss til Keflavíkur, en einmitt þangað var skipið sent þegar það kom til landsins, en upp- skipun var þá hindruð. ©æði Alþýðusambandið og verkfallsstjórnin sendu Suður- nesjafélögunum skeyti með til- mælum um samúðarvinnustöðv- un á Keflavíkurflugvelli, en fagfélögin hafa þegar öll lagt niður vinnu þar. Stjórnir og trúnaðarmanna- ráð Suðurnesjafélaganna sam- þykktu um helgina að boða Þegar olíufélögin sýndu verkalýðnum þá einstæðu f jand- semi að neita um benzín til verkfallsvarða stöðvaði verk- fallsstjómin tafarlaust alla af- greiðslu á benzíni hjá þeim. Neitun olíufélaganna um ben- zín var algert brot á samkomu- lagi er verkfallsstjómin hafði við þau gert. 1 gær samdi Dagsbrún við stöð Hreyfils á Hlemmtorgi um afgreiðslu á benzíni til verk- fallsvarða, lækna, ljósmæðra, lögreglu, slökkviliðs og opin- berra yfirvalda og hófst af- greiðsla á benzíni þar kl. 1 í gærdag. Olíufélögin sendu þá útvarps- tilkynningu um að benzín til tiltekinna aðila væri afgreitt þar, en til afgreiðslu kom ekki og hafa verkfallsmenn ömgga vakt um benzínafgreiðslur olíu- félaganna. samúðarvinnustöðvun og stöðv- ast því öll verkamannavinna, — öll útivinna — hjá Hamilton- félaginu, hernum og sameinuð- um verktökum á miðnætti þriðjudaginn 29. þ.m. i Suðurnesjafélögin sem boðað hafa samúðarverkfall eru verkalýðs- og sjómannafélögin Diem settir úrslitakostir Foringjar einkaherja ýmissa sértrúarflokka og bófafélaga í suðurhluta Viet Nam tilkynntu í gær, að þeir hefðu gefið Ngo Dinh Diem forsætisráðherra fimm daga frest til að endur- skipuleggja stjórn sína að vild þeirra. Ella segjast þeir muni setja höfuðborgina Saigon í herkví. Diem flutti útvarpsræðu í gær og hét á menn að gæta still- ingar. Bauð hann sem fyrr þau- boð að einkaherirnir yrðu tekn- ir í her ríkisstjórnarinnar. Fréttamenn segja að forsætis- ráðherrann reiði sig á að Frakkar og Bandaríkjamenn muni veita honum fulltingi í baráttunni við sértrúar- og bófaflokkana. í Keflavík, Gerðahreppi, Mið- neshreppi og Hafnahreppi. Leitað um sættir í Fiimlandi Ríkisstjórn Finnlands skipaðl í gær nefnd til að leita samn- inga við opinbera starfsmenn, sem verið hafa í verkfalli í fimm daga. Samgöngur i Finn- landi og utanríkisviðskipti hafa lamazt af völdum \rerkfallsins. Verkfallsbrot við Gullfoss hindrað Olíusalarnir reyna enn verkfallsbrot OUufélögin látá ekkert tækifœri ónotað til fjandsemi við verkalýðinn og verkfallsbrota. Olíuskipin Skeljungur og Litlafeil hafa bœði verið látin taka benzín úr rússneska olíuskipinu, sem nú liggur á Kollafirði. Alþýðusambandið hefur sett afgreiðslubann á bœði pessi olíuflutningaskip. SuSumesjafélögin hafa boðaÖ samúð- arvinnustöðvun á Keflavikurflugvelli Verkalýðsfélögin á Suðurnesjum hafa nú boðað samúðarvinnustöðvun á Keflavíkurflugvelli og kem- ur hún til framkvæmda á þriðjudaginn kemur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.