Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 22. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN, — (11 i Erich Maria REMARQUE: r---------------"N Að elska... ...og degja 85. dagur Mutzig hoppa'öi með honum til dyra. „Komdu aftur“, sagði hann í daufri skímunni í gráum ganginum. „Þú varst óheppinn í dag. Venjulega erum við miklu fjör- ugri“. Graber fór út á götuna. Þaö var farið að skyggja, og allt í einu greip óttinn um Elísabetu hann aftur með tvöföldu afli. Allan daginn hafði hann reynt að leiða hann hjá sér. En í villuljósi síðdegisins virtist hann sitja fyrir honum við hvert horn. Hann fór til Pohlmanns. Gamli maðurinn opnaði dyrn- ar. „Komdu inn fyrir. Það er betra en að standa úti. Það er óþarfi aö fólk viti —“ Þeir fóru inn í stofuna þar sem lampinn var. Gráber fann ferskan vindlingailm. Pohlmann hélt ekki á sígar- ettu í hendnni. „Hvers ætlaðirðu aö spyrja mig, Gráber?“ Graber leit í kringum sig. „Hefurðu ekki meira hús- næði en þetta?1 spurði hann. „Af hverju spyrðu?“ ,,Það gæti verið að ég þyrfti að fela manneskju í nokkra daga. Er þaö hægt hér?“ Pohlmann þagöi. „Það er enginn sem gerzt hefur brot- legur“, sagði Gráber. „Ég er aöeins að hugsa um þaö til öryggis. Sennilega er engin þörf á því. Ég er dálítið kvíðandi. Ef til vill er það alveg ástæðulaus kvíði“. „Hvers vegna leitarðu til mín?“ „Ég þekki engan annan“. Gráber vissi ekki sjálfur hvers vegna hann var hingaö kominn. Honum hafði aðeins fundizt hann verða að leita að felustað, ef allt færi á versta veg. „Hver er það?“ „Stúlka sem ég ætla aö kvænast. Faöir hennar er í fangabúðum. Ég er hræddur um að hún veröi ef til vill tekin líka. Hún hefur ekki gert neitt. Ef til vill er þetta bara ímyndun mín“. „Ekkert er ímyndun á þessum tímum“, sagði Pohl- mann. „Og aldrei er of varlega fariö. Þú getur fengið þetta herbergi ef þú þarfnast þess“. Gráber varö gagntekinn þakklæti og feginleik. „Þakka þér fyrir“, sagði hann. „Þakka þér kærlega fyrir“. Pohlmann brosti. Allt í einu var eins og hann hefði stækkað og þreknað. „Þakka þér fyrir,“ sagöi Gráber einu sinni enn. „Ég vona ég þurfi ekki á því aö halda.“ Þeir stóðu fyrir framan bókahillurnar. „Taktu hverja þeirra sem þú vilt,“ sagði Pohlmann. „Stundum hjálpa þær manni að láta tímann líða.“ Gráber hristi höfuðið. „Þær hjálpa mér ekki. En eitt þætti mér gaman aö vita; hvernig getur þetta samrýmzt, — þessar bækur, þessi ljóð, þessi heimspeki — og grimmd S.A.-liðsins, fangabúðirnar og aftökur saklauss fólks?“ „Það samrýmist ekki. Það er aðeins til samtímis. Ef mennirnir sem skrifuðu þessar bækur væru lífs, sætu þeir flestir í fangabúöum líka.“ „Ef til vill.“ Pohlmann leit á Gráber. „Þú ætlar að fara aö kvæn- ast?“ „Já.“ Gamli maðurinn tók bók út úr skápnum. „Ég get ekk- ert gefiö þér annað. Taktu þetta. Það er ekkert lesmál; myndir, aðeins myndir. Stundum hef ég ekki getaö les- ið og þá hef ég setið heilt kvöld og horft á myndir. Mynd- ir og ljóð — þar var huggunar að leita meöan ég átti olíu á lampann. Seinna, í myrkrinu, var eftir bænin ein.“ „Já,“ sagöi Gráber sannfæringarlaust. „Ég hef hugsað mikið um þig. Og ég hef hugsað um það sem þú sagðir við mig nýlega. Það er ekkert svar.“ Pohlmann hikaði og bætti síðan við lágri röddu: „Að- eins eitt. Þú veröur aö trúa. Hvað er eftir annaö?“ „Trúa á hvað?“ „Á guð. Og á hið góða í mönnunum.“ „Hefur þú aldrei efazt?“ spurði Gráber. „Auðvitað,“ svaraöi gamli maðurinn. „Oft. Hvernig gæti ég annars trúað?“ Gráber fór til verksmiðjunnar. Það var komið rok og eundurtættir skýjaflókar hímdu lágt yfir húsþökunum. Hópur hermanna gekk yfir torgið í hálfrökkrinu. Þeir héldu á pökkrnn og voru á leið á brautarstöðina og það- an á vígvöllinn. Ég gæti verið í þein-a hópi, hugsaöi hann. Hann sá linditi*éð rísa fyrir framan hrunda hús- ið, og fann allt 1 einu í öxlum sínum og vöðvum sama lífsþróttinn og hann hafði fundið í fyrsta skipti sem hann hafði séð þetta tré. Þetta er kynlegt, hugsaði hann, ég vorkenni Pohlmann og hann getur ekki hjálpað mér — en í hvert skipti sem ég fer á fund hans finn ég sterk- ar og nánar til lífsins en annars. 19. „Skjölin yöar? Andai*tak.“ Skrifstofumaðurinn tók af sér gleraugun og leit á Elísabetu. Síðan reis hann hátíðlega á fætur og gekk bakviö skilrúmið sem aðskildi borðið hans frá stóru herbergi fyrir innan. Gráber horfði á eftir honum og leit síðan í kringum sig. Þaö var fólk milli þeirra og dyranna. „Farðu út að dyi*unum,“ sagði hann lágt. Ef þú' sérð mig taka ofan húfuna, farðu þá strax til Pohlmanns. Hafðu ekki á- hyggjur af neinu, heldur farðu undir eins. Ég kem seinna.“ Elísabet hikaði. „Farðu,“ endurtók hann óþolinmóð- lega. „Ef til vill hefur þessi gamli skarfur farið aö sækja einhvern. Við getum ekki átt neitt á hættu. Bíddu fyr- ir utan.“ „Ef til vill þai’f hann aö spyrja mig fleiri spurninga.“ „Við komumst aö raun um það. Ég skal segja honum að þú hafir fengið svima og farið út að fá þér ferskt loft. Farðu, Elísabet.11 Hann stóð við borðið og horföi á eftir henni. Hún sneri sér við og brosti. Síðan hvarf hún. „Hvar er ungfrú Kruse?“ Gráber snerist á hæli. Maðurinn var kominn aftur. „Hún kemur undir eins. Er allt í lagi?“ Maðurinn kinkaði kolli. „Hvenær ætliö þiö aö gifta ykkur?“ ,',Eins fljótt og unnt er. Ég hef ekki langan tíma til stefnu. Leyfiö mitt er næstum á enda.“ „Þið getið gift ykkur þegar í stað ef þið viljið. Skjöl- in ei*u tilbúin. Hjá hermönnum gengur allt fljótt og fyr- irhafnarlaust.“ cimiUsþáttnr Hin ómissandi golftreyja Peysa og golftreyja er eitt af því sem einna mest þörf er fyrir í hversdagsklæðnaðinum. Handa þeim sem ekki eiga mjög mikið af fötum er peysusett mjög nytsöm flík. Mörg peysu- sett eru alldýr og maður þarf að hugsa sig vel um og skoða saumana vel ef maður kaupir ódýrt sett. Oft eru ódýru sett- i.n ilja saumuð saman og saum- arnir gliðna fljótlega og opn- ast. Einkum ber á þessu undir höndunum. Ef maður kaupir sett og hefur grun um að saumarnir séu ekki sem styrk- astir er hægt að styrkja saum- ana með því að endursauma þá í vél áður en settið er þvegið í fyrsta sinn. Franska settið á myndinni er frá Henri Halphen sem fram- leiðir mikið af hversdags- og vinnufatnaði. Svona sett má fá keypt hér í búðum, þótt þau séu íslenzk að uppruna. Takið eftir hárgreiðslu stúlkunnar. Úfið hálfsítt hár er að taka við af stutta hárinu, og það er að minnsta kosti liandhæg og auðveld greiðsla fyrir þær sem fer hún vel. MUNIÐ að þurrka fituga diska og mataráhöld með pappír eða ‘ skola af þeim fituna með heitu vatni áður en þið þvoið upp að skola vask og skurðbretti með sjóðheitu vatni þegar þið hafið gert að fiski að skrifa hjá ykkur þegar þið verðið uppiskroppa með einhverja vöru og gera innkaup fram í tímann að hafa fallegan dúk og jafn- vel blóm á borðinu við venjulegar máltíðir — það bætir skapið og meltinguna um leið að skipuleggja störfin í hug- anum áður en þið hefjizt handa — það sparar tíma og erfiði og léttir mörgum áhyggjum af húsmóður- inni. Slysamálln j Framhald af 6. síðu. börnum á götunum sem hún kæmist yfir. En oft þegar lög- reglan væri að reka börnin af umferðargötum segðu þau: segið okkur hvar við megum þá vera! Og þá kæmust lög- regluþjónarnir í * vandræði. Einnig væri það svo að fæstir húsráðendur ætluðu börnum nokkurt pláss á lóðum sínum og vildu alls ekki hafa börn þar, því lóðirnar væru til skrauts. Margþætt verkefni Þá ræddi hann umferðar- vandamálin í þröngum, yfir- fylltum götum og hinn til- finnanlega skort á umferða- menningu bæjarbúa, sem m.a. stafar af því að mikill hluti þeirra er alinn upp í sveitum eða fámennum þorpum, þar sem umferðahættan þekkist ekki í sama skilningi og hér, og eiga erfitt með að losa sig nægilega við gamlar venjur. Að lokum taídi hann að setja þyrfti greinileg lög og reglur um umferðamál, bæta umferðarskilyrðin, lagfæra götuhorn og gangstéttir, auka gatnalýsingu, skipuleggja bet- ur umferðargötur í bænum, byggja nægjanlega marga leikvelli og síðast en ekki sízt að fræða almenning meira um umferðarmál. Hver nýr leikvöllur er björgun Síðustu framsöguræðuna flutti Elín Torfadóttir, for- maður Fóstru, félags stúlkn- anna er annast barnagæzlu á dagheimilum og leikskólum. Eins og vænta mátti ræddi hún af mestum kunnugleik um þarfir barnanna og þörf- ina á að meira sé fyrir þau gert. Hver nýr leikvöllur er björgun barnslífa, sagði hún. Verður ræða hennar birt hér í blaðinu á morgun og eru allir foreldrar livattir eindregið til að lesa hana. Að framsöguræðum loknum hófust almennar umræður og tóku til máls Kristján Þor- varðsson læknir, Ólafur Gunn- arsson sálfræðingur, Erling- ur Pálsson yfirlögregluþjónn, Óskar Ólafsson fulltrúi saka- dómara, Þorsteinn Sigurðsson kaupmaður, Jón Björnsson garðyrkjumaður, Kristín Hall- dórsdóttir frú og framsögu- mennirnir aftur. Að loknum umræðum voru svo framanskráðar tillögur, er þau Matthías Jónasson, Elín Torfadóttir og Jón Oddgeir Jónsson fluttu, samþykktar einróma. • ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■ ■ ■ I f S B ■ j ðdýr ■ ■ ■ nænIaSnaðuz ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Verzlunin j Garðastræti 6 Otbreiðið Þjóðviliann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.