Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. marz 1955 Burtu eru þau bæði Jónas og Rannveig Tómasdóttir og finnst manni þá hálftómlegt að líta yfir fyrst í stað. En vissulega er þó að minnast sæmilegra erinda og jafnvel góðra, þótt maður missti af náttúrlegum hlutum hjá Guð- mundi Kjartanssyni. Sálfræðierindi Brodda var mjög gott, svo sem maður vissi reyndar fyrirfrám. En fátt kom þar á óvart þeim, sem les- ið hefur oftar en einu sinni samtal Konráðs Lórenzar við dýrin. Annars er Broddi einn þeirra manna, sem maður tek- ur alltaf eftir, ef nefndur er í sambandi við . útvarpsdagskrá, og maður bíður svo eftir með nokkurri tilhlökkun. — Ekkert atriði vikunnar held ég að mér hafi þótt ■ eins vænt um og viðtal Björns Th. Björnssonar við ungu listamennina tvo, þá Sverri Haraldsson salaskreyti og Magnús Pálsson leiktjalda- 'málara. Þeir hafa báðir tekið það að sér að leggja ákveðna drætti i verk annarra manna til' að gera þau fegurri og á- hrifaríkari og bregða listræn- um blæ yfir hversdagsleika daglegs iífs. Þá var þáttur Ævgrs Kvar- ans skemmtilega fróðlegur, fal- lega saminn og faliega flutt- ur, eins og fyrr. Hann rakti ættir Þorleifs Skaftasonar aft- ur í aldir, svo sem háttur ér í góðum íslendingasögum. En ég fyrir mitt leyti hefði fremur kosið, að heyra ættir hans til okkar tíma, því að mig grun- ar, að þá hefði maður heyrt nöfn, sem maður hefði kannast betur við en persónur þær, er nefndar voru frá 16. og 17. öld, þótt þær væru hinar merkustu i alla staði. — Davíð Áskelsson flutti vel saminn þátt um daginn og veginn, kom víða við, kurteist og per- sónulegur, eins og menn eiga að vera, þegar þeir rabba við kunningja sína, og athuganir látlausar og skynsamlegar. En flutningurinn var allt of dauf- ur. — Á kvöldvökunni flutti Magnús Finnbogason frá Reyn- isdal siðari hluta frásagna sinna af sjóslysum í Mýrdal eftir míðja síðustu öld. Efni slíkra frásagna er á þá leið, að þá verða þeir áhrifamestir, þegar þeir koma í formi kaldr- ar skýrslu án allra annarra umbúða, og gætti Magnús þess, að svo væri. Upptalning nafna og bæja er allt í einu orðinn átakanlegur harmsögu- þáttur fagurrar sveitar.. — Frásaga Evu Hjálmarsdóttur var hugðnæm í flutningi Aðal- bjargar Sigurðardóttur, enda kunni frú Aðalbjörg lika að auka á hugðnæmi frásagnar- innar með inngangi um höf- undinn. Það er mjög fjarri því, að maður gefi að fullu notið eins verks án einhvers sambands við höfundínn sjálf- an utan verksins. — Kvæði Hugrúnar voru lítill skáld- skapur og ekki vel kveðin, en hefðu þó getað verið sæmilegt kvöldvökuefni, ef þau hefðu verið flutt á látlausari hátt. — Erindi Gísla Guðmundssonar eftir hádegi á sunnudaginn um fsland sem ferðamanna- land er eitt hið raunsæjasta og greinarbezta, sem sagt hef- ur verið um það efni, og ætti að geta verið merkur þáttur í umræðum um þetta málefni, sem mörgum er æði hugleikið nú á tímum. Fræðsluþáttur Óskars Þ. Þórðarsonar um hjartasjúk- dóma var mjög skýr og líkleg- ur til andlegra heilsubóta, svo sem fræðsluþættir læknanna eru yfirleitt. — En því er nokkuð á annan veg farið með hagfræðingana. Þegar þeir tala skýrast og 'virðast tala af mestri sanngirni, þá er það nokkurn veginn öruggt, að þeir tala af minnstu viti og ræða þeirra þrungnust af blekking- um. Gott dæmi um það var fræðsluþáttur Ólafs Björnsson- ar prófessors á föstudag. Það lítur svo sem nógu vel út að benda á það, að maður, sem stefnir að því að koma sér upp húsi, þarf að neita sér um eitt og annað í neyzlu dag- legs lífsj sem hann að öðrum kosti hefði getað veitt sér. En þegar farið er að yfirfæra þetta einstaklingsfyrirbæri á þjóðfélagið, þá er það ekkert annað en svo mikil blekking, að manni finnst hún hljóti að vera af vilja gerð. Það virðist vera gengið út frá því, að þjóðartekjum sé skipt nokkurn veginn jafnt milli þjóðfélags- þegnanna, svo að ekkert sé hægt að taka til fjárfesting- ar, nema hver og einn minnki daglega neyzlu sína og því megi almenningur ekki standa gegn lækkandi lífskjörum, vilji hann aukna fjárfestingu. En lélegur hlutur alþýðu skapar aldrei neina fjárfestingu, held- ur skapar hann tíðast aukin skilyrði fyrir hóflausri eyðslu þeirra manna, sem taka í sinn vasa margfaldan þann hluta þjóðarteknanna, sem þeim ber. Þegar hagfræðingar hafa nú sannað, að þjóðartekjur hafa farið allhratt vaxandi undan- farin ár, þá ættu þeir sömu hagfræðingar að geta gert sér það nokkurn veginn ljóst, að fjárfesting á að geta aukizt, án þess að nær sé gengið nauðþurftum almennings. — Það væri meðal annars merki- legt viðfapgsefni fyrir hag- fræðinga að reikna út, hve mikið mætti byggja upp fyrir gróða af olíusölu á íslandi, ef hann væri allur í höndum afla, sem væru fulltrúar sjálfrar þjóðarinnar og hefðu heill hennar eina að yfirboðara. Merkasta atriði dagskrár vikunnar má hiklaust telja leikrit Þjóðleikhússins á sunnudagskvöldið, Þeir koma í haust, eftir Agnar Þórðarson. Hér er um mikið og merkilegt skáldverk að ræða og ekki sízt, þegar þess er gætt, að höfundurinn er ungur maður, sem vænta má, að eigi mikinn >þroska framundan. Mig undrar ekki, þótt það væri ekki mikið sótt, eins og háttað er andlegu Framhald á 10. síðu. Tvced-dragtir MARKAÐURINN Laugaveg 100 Tveed-ef n í Mikið úival MARKAÐUR8NN Bankastræti 4 Vöiubílstjóraiélagið Þióttui FUNDUR ■ ■ verður haldinn í húsi félagsins í kvöld kl. 8.30. B t ■ Dagskrá: Ýmis félagsmál. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. ■ | Stjórnin Bréí Akureyrings — Níðskrií fyrri ára — Höfundur sem verður ekki troðinn í svaðið SVO KEMUR hér bréf Akur- eyrings: — „Öll þau ár, sem Halldor Kiljan Laxness var að skrifa sín beztu verk, eins og Sölku Völku, Sjálfstætt fólk, Ljósvíkinginn og Islands- klukkuna; kepptust íslenzk afturhaldsblöð við að ausa höfundinn og verk hans ó- hróðri og svívirðingum og reyndu af beztu getu að for- heimska svo þjóðina, að hún fengi ekki notið verka þessa öndvegishöfundar. . Fólk, sem aldrei hafði verið orðað við bókmenntir eða menningarskrif af nokkru tæi, J>andi sig yfir síður Morgun- blaðsins og Tímans, dag eftir • dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Skrif þessa fólks • voru öll morandi af verstu . hrakyrðum tungunnar, en hitt • var fátítt að nokkursstaðar vottaði fyrir tilburðum í þá átt að viðhafa heiðarlega ■’ gagnrýni og sjaldan sást örla á nokkru sem átti skylt við bókmenntasmekk eða bók- menntaþekkingu. : Svo illa menntur og ósiðaður / kurfur fannst ekki, að ekki j gæti hann fengið heilar síð- ur og opnur þessara mál- gagna til afnota, ef hann að- eins skrifaði nægilega klúrt níð um verk Laxness. Sjálfsagt hefur allur þessi skólpflaumur orkað einhverju í þá átt að forheimska lítil- sigldari lesendur þessara blaða og vekja hjá þeim hat- ur á því bezta, sem samtíðar- bókmenntir þeirra höfðu að bjóða. En þrátt fyrir það varð ekki við það ráðið að aðdáenda- hópur Laxness færi sífellt vaxandi, bæði heima og er- lendis. Verk hans voru þýdd á fjölda tungumála og þau báru hróð- ur hans og íslenzkra bók- mennta víðsvegar og áður en varði hafði Laxness hlotið stórfellda viðurkenningu á mælikvarða heimsbókmennt- anna og réttur hans til bók- menntaverðlauna Nóbels varð tæplega véfengdur. Þegar svo var komið, fór að sljákka allmikið í málgögnum forheimskunarinnar og rit- stjórar þeirra sáu sér þann kost vænstan, að stinga þess- um flónskulegu hatursskrifum í ruslakörfurnar og láta þau aldrei koma fyrir augu lesend- anna. Nú er svo komið að heita má að „Dagur“ á Akureyri sé eina blaðið á Islandi sem læt- ur sér sæma að hirða skrif þessarar tegundar. Þetta verður skiljanlegt þegar litið er til þess að þetta blað varð síðasta vígi Hriflujón- asar þegar hann var orðinn svo af göflunum genginn í hatri sínu á íslenzkum skáld- um og vinstri mönnum, að bæði Tíminn og Samvinnan sáu sér ekki annað fært en úthýsa honum fyrir fullt og allt. Nýjasta sýnishorn þessara úr- eltu geggjunarskrifa er pistill, sem Dagur birtir um kvik- myndina Sölku Völku og er skrifaður af þingeyskum bónda. Bóndi þessi virðist hreint og beint froðufellandi af illsku og heldur þvi fram að kvikmyndin sé „—langt frá því að vera sýningarhæf siðuðu fólki — hún sé land- ráð, misþyrming á öllum dýr- mætum og það sé líkast því að fjandinn sjálfur hafi stýrt penna höfundarins.“ Og höf- undur þessa þokkalega skrifs lætur sér sæma, áður en lýk- ur, að öskra á hefnd bæði guðs og manna yfir skáldið. Enginn mun líta svo á að þessi þingeyski bóndi sé við- talsverður um bókmenntir eða listagildi kvikmynda. Flest vitiborið fólk mun sam- mála um það að kvikmyndin Salka Valka sé gott verk og hin prýðilegasta bókmennta- kynning, þó að deila megi um einstök atriði hennar og hæp- ið sé að hún standi ritverkinu jafnhliða hvað listgildi snert- ir. En hverju þjóna svo skrif eins og þetta, sem Dagur birt- ir athugasemdalaust eins og hann vilji gera hvert þess orð að sínu. Ekki kastar það rýrð á Laxness eða verk hans í augum nokkurs viti- borins manns. Ekki getur það talizt ávinningur fyrir höf- undinn eða byggðarlag hans að láta það birtast opinber- lega og ekki vex blaðið eða þeir sem að því standa af svona ritsmíðum. Nei. Sann- arlega ekki. Dagur ætti að gera sér ljóst að þetta er vonlaust verk. Laxness verð- ur ekki troðinn í svaðið eftir þetta. Hann mun halda áfram að vaxa af verkum sínum og vegna þeirra mun þjóðin halda áfram að vaxa í áliti heimsins sem bókmennta og menningarþjóð. En nátttröll forheimskunarinnar munu ein- ungis verða sér og sínum byggðarlögum til smánar, hvort sem þau kenna sig við Moldnúp, Geitaskarð eða Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Akureyringur.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.