Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 9
Þriðjtidagur 22. marz 1955 — ÞJÓÐVILjrPíN — (9 4" ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRlMANN HELGASON y.------------------------ Emil Tómasson: Er sjálf þjóðaríþróttin að verða lýtalaus eða er verið að búa til nýja glímuíþrótt sem fær svo glæsilega dóma? Gunnar M. Magmlss: ; Bömin frá Víðigerði VIII. Ævintýraþrá Stjána. Börnin í Víðigerði hcfðu búizt við því, að Stjáni langi færi aftur til Heykjavíkur um haustið, þeg- ar hætt væri að mjólka ærnar. En þegar leið á sumarið fengu þau að vita, að Stjáni yrði áfram hjá Finni bónda, hvort sem þau yrðu kyrr í Víðigerði eða flyttu burtu. Þau fengu að vita, að Stjáni var munaðarlaus, — hann átti hvorki pabba né mömmu á lííi. En mamma hans hafði verið skyld Finni bónda, svo að hann tók drenginn á heimili sitt. —• Síðla sumars, þegar börnin voru búin að heyi'a ávæning af því, sem fullorðna fólkið var að tala um Ameríku, voru oft miklar bollaleggingar um íerðalagið og dvölina í landinu hinum megin við hafið. ' „Það er nú: ekki mikið með mig“, sagði Stjáni einu sinni, þegar þeir Géirl voru inni í dalnum, „því að . ég er vanur svo mörgu. En þið, hinir krakkarnir, sem allt af hafið verið hérna í sömu sveitinni, á sama bænum, með sama fólkinu. vitið ekki mikið, hvað það er að vera innan um marga útlendinga. Ég hef alizt upp við að vera með allskonar lýð, síðan ég var smástrákur. Pabba minn hefi ég aldrei séð, og veit lítið um hann. Þó held ég, að hann hafi verið heldri maður. Það halda þetta’ margir, að minnsta kosti, af því að ég á svo gott með að læra ýms tungumál og þeir segjá. að ég hafi erft þetta frá einhverjum lærðum manni. En mamma mín dó, þeg'ar ég var ungur. Síðan hef ég verið hjá hinum og þessum. Ég hef orðið að ráða fram úr ýmsu sjálfur og ég hugsa, að það komi sér vel, þegar ég er kominn til annarrá landa. Ég skal vera ykkur hjálplegur fyrsfa kast- ið. Það getur verið gott fyrir smákrakkana, að hafa góðan foringja, því að karlarnir hafa ekkí tíma 'til þess að sinna krökkunum á ferðalaginu, 40. Yíðavangshlaup ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta Sérstakur viðbúnaður stjórnar ÍR í til- ’efni þessa afmælis A sumardaginn fyrsta, 21. apríl n.k., verður Víðavangshlaup IR háð í 40. sinn. Þessi íþróttaviðburður hefur ávalt vakið mikla athygli og verið boðberi hækkandi sólar og sumaríþrótta. Hlaupið fór fyrst fram 1916 og hefur því aldrei fallið niður þessa fjóra áratugi. Sigurvegari í fyrsta hlaupinu var hinn frægi og góð- kunni íþróttamaður, Jón Kal- dal. Aðalhvatamaðurinn að koma hlaupinu á var Helgi Jónasson frá Brennu. Til að glímu, þá ekki sniðglímu, krækju, loftmjöðm eða mjaðma- hnykk. Öll þessi brögð og fleiri útilokast í slíku glímuformi. Þau verða ekki sótt nema í byrja með gekk allt vel og margir hófu æfingar undir hlaupið, en þegar nálgast tók sumardaginn fyrsta fækkaði væntanlegum keppendum óðum og leit nú illa út um að af hlaupinu yrði. En Helgi var s\ o ákveðinn, að heldur sagðist hann leigja verkamenn á tíma- kaupi til að hlaupa, en að hætta við allt saman. Þetta hreif og hlaupið fór fram. Stjórn ÍR hefur töluverðan viðbúnað í tilefni þessa afmælis, m. a. eiga allir þátttakendur að fá sérstakan minningargrip og sigurvegarinn hlýtur glæsi- legan bikar til eignar. Auk þess verður svo keppt um tvo Glíman of lítið gagnrýnd. Þegar Grettisbeltisglímurnar hófust fyrir nær 50 árum, yerð- ur að teljast að íþróttin hafi fyrst verið beizluð, þ. e. skipu- lögð til ræktunar og endur- bóta með því að þá er hún sett undir strangt og réttlátt dómsvald. Með þessu ‘ fyrir- komulagi virtist mun þægilegra að sameina glímuvenjur víðs- vegar á landinu undir fast form og hreinsa burt bletti og misfellur sem fram kynnu að koma og þar af leiðandi hefur sennilega meiningin verið að með þessu gæti íþróttin náð meiri heildarkostum, fullkomn- un, bara ef forustuliðið reynd- ekki losaralegt í reipunum. Öll þessi ár hefur svo glíman lifað undir umsjá okkar „stærstu" glímumanna. Gamlir og góðir og afdankaðir glímu- menn liafa setið hver fram af öðrum í dómarasætum og stjórnað glímunni þaðan. Eng inn efast um að þeir hafi ekki lagt sig fram og reynt að leysa öll þau vandasömu störf, sem þessu er samfara, eftir beztu getu. En það er nú einu sinni svona lagað að flestum getur yfirsézt og þó í dómarasætum sitji. Eftir nær 50 ára starf blasa nú við ávextirnir af starf inu. Öllum ber saman um að iþróttin sé gerbreytt. Maðurinn í Morgunblaðinu er í átjánda himni yfir breytingunni, aftur á móti er ég sáróánægður og þekki ekki að þetta sé hin sama íþrótt sem iðkuð var fyr- ir 50 árum. Ég vona að enginn misvirði það við mig, gamlan öldunginn, þó ég segi meiningu mína um það, hvernig íþróttin hefur komizt í það form, sem hún nú er leikin í. Við erum öll meira og minna breysk og eig- ingjörn. Dómararnir ásamt kennurum glímunnar á undan- förnum árnum voru allt of einráðir, fólkið treysti þeim alltof mikið, þeir hafa einvörð- ungu skapað breytinguna en Handknatlleiks- mótið Á sunnudag urðu úrslit þessi: 3. fl. B: IR — KR 8:7; 2. fl. kvenna: Ármann A — Ármann B 5:0, Fram — KR 2:6; meist- arafl. kvenna: Þróttur — FH 12:10, Ármann — Valur 9:7; 2. fl. A: Ármann — Þróttur 18:21, Haukar — Valur 9:24. — I kvöld fara þessir leikir fram: 3. fl. B: Fram — ÍR; 2. fl. kvenna: Ármann A — Fram; meistarafl. kvenna: Þróttur — KR, FH — Valur; 2. fl. B karla: FH — Fram, KR — ÍR. ekki þeir sem glímt hafa. Ef dómaravaldið frá fyrstu tíð hefði verið gagnrýnt eftir hverja landsglímu miskunnar- laust eins og til dæmis knatt- spyrnuíþróttin, þá er sennilegt að glíman bæri ,uú. allt annan blæ en raun er á. — En hér er kann.ski hægara sagt en gert. Éftir hverja Islands- glímu og Skjaldarglímu koma dagblöðin lofsyngjandi í þeim slepjulega hræsnistón að þessi glíma hafi verið „sú fallegasta sem hafi lengi sézt“, og „lang- flestar glímurnar lýtalausar", „og heildarsvipur glímunnar nú»með langfallegasta móti,“ og eitthvað þar fram eftir götun- um. -— Þessar og slikar upp- hrópanir hafa sín áhrif. Þetta er ekki skrifað í þeim tilgangi að spilla fyrir velferð glím- unnar sjálfrar, enda þótt það sé beint gert á hennar kostnað, heldur er þetta drottnandi á- vani og meiningarlaust skjall bara til að gleðja í svipinn ör- fáa menn, sem næstir standa þessum glímumótum og enn er reynt að halda uppi með veik- um mætti tvisvar á ári. Hins er ekki gætt hve mikla bölvan sjálf íþróttin hefur af þessu falska hóli. Bráðskýr bóndi sem álitinn var vel reikningsglöggur hélt nákvæma búreikninga og reikn- ingarnir sýndu árlegan gróða á búinu. En það var einmitt vegna þess sem bóndanum gékk svo erfiðlega að átta sig á hvernig hann hefði orðið ör- eigi! Mér dettur oft bóndinn í hug þegar blöðin eru að smjatta á framför og fullkomn- un deyjandi íþróttar. Meðan ég er að skrifa þetta hlusta ég á Útvarpið með öðru eyranu, ef svo mætti að orði komast. Ég heyri að verið er að telja upp hve margir í- þróttamenn stundi hverja í- þróttagrein fyrir sig. Sjálfa þjóðaríþróttina heyrði ég ekki talda þar með, eltki nefnda á nafn fremur en hún væri ekki til og þó er hún nú búin að ná þeirri fullkomnun að geta talizt að mestu lýtalaus. Mig langar til að frétta um það hvort virkilega sjálf þjóðar- íþróttin sé orðin sú hornreka að hún sé ekki lengur þess verð á þessari miklu íþrótta- öld, að teljast með íþróttum? Hún man þó fífil sinn fegri. Glíina í berhögg við brögð og byltur. Ég vil taka það enn nánar fram, máli mínu til skýringar, að frá fyrstu tíð síðan beltis- kappglímurnar hófust hef ég ljósan grun um að sá böggull hafi fylgt skammrifinu að dóm- aravaldið, sem átti að sjá um alla heill og blessun okkar á- gætu íþróttar, lét sér stundum annara um sér nákomin félög og einstaklinga en kostagildi sjálfrar íþróttarinnar. Þetta er annar stærsti liður í breytingu glímunnar og hinn er sá að leiðtogar glímunnar skyldu Ieyfa sér þá fásinnu að smeygja inn í byltuákvæðin „fyrir ofan hné og olnboga.“ Svo hafa glimubeltin haft sín illu áhrif samfara einstæðu stjórnleysi kennara og þeirra manna, sem um glímurnar hafa átt að sjá hverju sinni, hvernig leikurunum má líðast að standa að glímunni. Breytingin er í þessu fólgin að í gömlu glímunni gengu menn ætíð ótrauðir beint í ber- högg við brögð og byltur og létu sér hvergi bregða. Glímu- listin var þá innifalin í því að sjá við háskanum sem út í var gengið með því að vera „við- búinn“ á skáta máli, sjá við óvæntum brögðum, snúa sig út úr þeim með lagi og leikni, ekki að standa þau af sér heldur að hlaupa yfir þau eða upp úr þeim af mýkt og fimi eftir því sem á stóð hverju sinni. Vitanlega datt þá engum glímumanni í hug að bolahnoð- ast við það að verjast brögð- um og byltum með þvi að standa kengboginn í varnar- stöðu sem lengst í burt frá sínum mótleikara. Ég man varla eftir í mínu ungdæmi að ég sæi þá glímustöðu sem nú ríkir, nema þá eins og sér- stakt fyrirbrigði milli krafta- manna eða stirðbusa sem aldrei gátu lært glímuna og áttu enga mýkt og leikni til. Því ber þó ekki að neita að margir gátu brosað að þessum stimpingum, ef jafnir áttust við. Hitt er eitt víst að þessir menn hefðu aldrei verið sendir á opinberar glím- ur til að hnoðast frammi fyrir fjölda fólks. Á þessu íslandsglímutíma- bili hefur glíman sérstaklega tapað léttleikanum og f jölhæfn- inni. Þetta verður ofur skiljan- legt þegar þess er gætt að sjálf glímuleiknin er nú komin út á þann vettvang að verjast brögðum og byltum með því að leikaramir standi sem lengst hvor frá öðmm, þá verður ekki hjá því farið að viðureignin hlýtur að verða hnoðsleg og áferðaljót, þung og gólfbundin, bragða fá og tilbreytingarlítil, vegna þess að í slíkri glímu- stöðu er afar erfitt að koma brögðum við. Enda minnist ég þess frá þessari síðustu Skjald- arglímu að mér fannst hún af- ar bragða fá. Hið alkunna og ágæta leggjarbragð, sem eng- inn komst hjá að nota hér fyrr meir, ýmist sem undirbúnings- bragð eða trompbragð, man ég ekki eftir að sjá á þessari stuttu færi og að menn gangi saman í viðureigninni. Sama er að segja um létta og snögga hælkróka. Ég gat því vel skil- ið þá aðstöðu Bjarna Sigurðs- sonar hér í glímunni sem sjálf- sagt er vanari léttara glímu- lagi og beinni glímuaðstöðu. (Framhald). bikara, sem beztu 3ja og fimm manna sveitir hljóta. Þrír fyrstu menn fá einnig verð- launapening eins og venjulega. Væntir stj. ÍR sérlega góðrar þátttöku í þessu hlaupi, en þátttökutilkynningar eiga að sendast í pósthólf 13 í síðasta lagi 11. april n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.