Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. marz 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 Haraldur Jóhannsson, hagiræðingur: Hver ber sbnrðnn blut frn borði? f Morgunblaðið 15. marz skrifaði Ólafur prófessor Bjömsson grein um athugun okkar Torfa Ásgeirssonar hag- frasðings á breytingum á kaup- ínætti tímakaups verkamanna frá júli 1947 til febrúar 1951. Grein sú er tilefni þessara lína. Vikið verður að fimm atrið- um: merkingu orðanna kaup- máttur tímakaups, kaupmáttur launa og afkoma launþega; að- ferð okkar Torfa Ásgeirssonar við athugun á breytingum kaupmáttar tímakaups; áhrif skattaívilnana, félagsmálalög- gjafar og vöruskorts á afkomu launþega; stærð þjóðartekn- anna og skiptingu þeirra; fjár- festingu og nægri atvinnu til handa öllum landsmönnum. IForðast verður misskiln- ing eða hártoganir í um- ræðum um afmörkuð svið. Nauðsynlegt er þess vegna, að menn séu ásáttir um merkingu þá, sem lögð er í ýms þau orð, sem notuð eru í þeim um- ræðum. Mönnum verður nú tíð- rætt um kaupmátt tímakaups, kaupmátt launa og afkomu launþega, þótt stundum sé gerður minni greinarmunur þessa þrenns en skyldi. Kaupmáttur peninga er met- inn í vörum almennt eða vör- um í tilteknum flokki eða flokkum. Venja er að meta kaupmátt tekna verkamanna í neyzluvarningi ásamt húsnæð- iskostnaði. — Vinnulaun er greiðsla fyrir selt vinnuafl. Laun eru metin í vinnueining- um, sem ýmist eru miðaðar við áskilið magn vinnuafls, þ. e. við ákvæðisvinnu eða við eitt- hvert tímaskeið, klukkustund, dag, viku eða mánuð. Laun verkamanna eru þannig komin uiidir fjölda og verði vinnu- eininga þeirra, sem þeir inna af hendi. En laun verkamanna verða af ýmsum ástæðum ærið misjöfn, þótt launum verka- manna á sarna félagssvæði sé það sameiginlegt, að vinnu- einingarnar eru seldar sama verði samkvæmt samningum verkalýðsfélaga við atvinnu- rekendur. Heimildir um laun verkamanna undanfarin ár eru af skornum skammti, en óyggj- andi um verð vinnueininga. — Kaupmáttur tímakaups (verka- manna) er þannig miðaður við þær vörur, (neyzluvaming og húsnæðisafnot), sem keyptar verða fyrir laun vinnustundar- innar. Önnur sjónarmið en þessi koma ekki til álita við ákvörðun kaupmáttar tíma- kaupsins. — Kaupmáttur launa (verkamanna) er á sama hátt miðaður við þær vörur (neyzluvarning og húsnæðis1- afnot), sem keyptar verða fyr- ir launin. Álitamál er þó hvort taka beri tillit til skatta og félagsmálilöggjafar eins og oft- ast er gert við ákvörðun kaup- máttar launa. — Afkoma launþega er komin undir, auk upphæðar og kaupmáttar launa, skattaá- lögum og félagsmálalöggjöf á- samt staðháttum. — Þessar skilgreiningar á merkingu orð- anna virðast vera í samræmi við málvenju, þótt merking þeirra sé stundum á reiki á blaðamáli. í grein sinni í Morgunblað- inu 15. marz gerir Ólafur pró- fessor Björnsson sér far um að undirstrika mun kaupmáttar tímakaups og kaupmáttar launa og bendir á, að við Torfi Ásgeirsson vöktum athygli á þessum mun í álitsgerð okkar. En Ólafur Björnsson kemst þar svo að orði: „Lækkun skatta og auknar tryggingar eru auðvitað eins raunhæfar kjarabætur og þær, sem bein- línis auka kaupmátt tíma- kaupsins. En á því tímabili, sejn um er að ræða, hafa beinir skattar verið lækkaðir veruiega, svo sem kunnugt er og fjölskyldubætur auknar. Má gizka á, að ef tillit væri tekið til þessara atriða, myndi rýrnun af komunnar vart nema meiru en 10%, ef að öðru ieyti er byggt á útreikningum hagfræðing- anna.“ Af samhenginu virðist í fljótu bragði hér mega ráða, að kaupmáttur tímakaupsins og afkoma launþega séu lögð að jöfnu, en lækkun skatta og auknar tryggingar nemi 7% af launum, svo að um sé að ræða 10%, en ékki 17% skerð- ingu afkomu launþega. En þessu mun fremur valda, að greinin hefur verið skrifuð í nokkrum fiýti en að sú hafi verið ætlun höfundar. í máisgrein þeirri, sem vitn- að er hér í, heldur Ólafur Björnsson því fram, að bezt verður séð, að í umræðum, sem nú eiga sér stað um launa- mál beri að leggja til grund- vallar afkomu verkamanna fremur en kaupmátt tíma- kaupsins. Er þetta rétt? Svarið veltur á því hvort 8 stunda vinnudagurinn skuli viðurkenndur eða ekki. Ef það er gert verður að sjálfsögðu miðað við kaupmátt daglauna, (sem er jafn kaupmætti tima- kaups). Grundvallarstaðreyndin í launamálum verkamanna verð ur samkvæmt því sú, að kaup- máttur daglaunanna hefur ver- 4ð skertur um 17% frá því í júlí 1947, en það jafngildir því, að tímakaupið þurfi að hækka um 20% til þess að verða jafn hátt og í júlí 1947. Ef hinsvegar er neitað að viðurkenna 8 stunda vinnudag, er miðað við heildartekjur án tillits til yfirvinnu og vinnu- stundafjölda eða, öllu held- ur, afkomu launþega, þeg- ar rætt er um launamál. En kemur það ekki úr hörð- ustu átt, að formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja skuli neita að viðurkenna 8 stunda vinnudaginn? 2Í þessari grein sinni kemst Ólafur Björnsson prófessor svo að orði um at- hugun okkar Torfa: ..Ekki skal hér rejmt að vé- fengja niðurstöður þessar, svo langt sem þær ná, etida þyrfti til slíks gaumgæfilega athug- un á heimildum þeim, sem þær eru byggðar á, en á slíku hefi ég ekki átt kost. Nafn Torfa Ásgeirssonar er og allgóð trygging fyrir því, að beztu fáanlegar heimildir hafa verið notaðar.“ Hér er að vísu' viðurkennt, að nafn Torfa Ásgeirssonar sé trygging þess, að sennilega muni rétt með farið, enda hlýt- ur það að vera skylt hverjum þeim, sem kynnzt hefur ná- kvæmni og gerhygli hans í starfi. Samt er tæpt á því, að um val ólíkra heimilda hafi hér verið að ræða. Það er ekki rétt. Af þessum sökum og vegna hins, að ástæða er til þess að gera grein fyrir helztu ágölium vísitölu framfærslu- kostnaðar, skal stuttlega gerð grein fyrir þeirri aðferð, sem við Torfi notuðum við athugun okkar, en hún er mjög einföld. Eins og áður er sagt, er kaupmáttur tímakaupsins kom- inn undir tvennu: upphæð tímakaupsins og verðlagi þeirra vara, sem verkamenn kaupa. Um upphæð timakaups verkamanna í Reykjavík eru til óyggjandi heimildir, þar sem eru annarsvegar samning- ar Verkamannafélagsins Dags- brúnar við Vinnuveitendasamb. íslands og Reykjavíkurbæ og hinsvegar vísitala sú, sem kaupbætur vegna verðlags- breytinga eru miðaðar við, þ. e. vísitala framfærslukostnað- ar fram til marz 1950, en vísi- tala kaupgjalds upp frá því. Hefð er að líta á vísitölu framfærslukostnaðar sem mælikvarða á verðlag neyzlu- varnings 'iess, sem verkamenn kaupa, enda var til hennar stofnað í því skyni. Ekki er vísitala framfærslukostnaðar þó einhlít til þessara hluta. Til þess að sýna rétta mynd af framfærslukostnaði verður vísitala að uppfylla tvö skil- yrði: í fyrsta lagi verða hlut- föllin milli útgjaldaliðanna í búreikningi vísitölunnar að svara til þeirra hlutfalla, sem þessir liðir skipa í útgjöldum verkamannafjölskyldna að jafnaði. í öðru lagi verður vísi- talan að miðast algerlega við markaðsverð. En vísitala fram- færslukostnaðar uppfyllir hvor- ugt þessara skilyrða, eins og málum er nú komið. Búreikninga, sem vísitalan hvílir á, héldu nokkrar verka- mannafjölskyldur árin 1939— ’40, én þá var þrengra í búi hjá alþýðu manna en síðan hefur verið. í búreikningi vísi- tölunnar eru þannig brýnustu lífsnauðsynjar þyngri á met- unum en þær eru nú í útgjöld- um verkamannafjölskyldna, en verðlagi nauðsynja hefur ein- < att fremur verið haldið . í skef j- um en annarra vara. Af þess- um sökum hefur vísitala fram- færslukostnaðar nokkra til- hneigingu til þess að vanmeta framfærslukostnaðinn. Húsnæðiskostnaðurinn, einn veigamesti liður vísitölunnar, hefur frá upphafi verið reikn- aður á lögboðnu verði, sem verið hefur annað og lægra en markaðsverð. Þá var um nokk- ur ár við útreikning vísitöl- unnar dreginn frá öðrum veiga miklum lið, útgjöldum vegna kjötkaupa, svonefndur kjöt- styrkur, sem var fremur í ætt við fjölskyldubætur en niður- greiðslu vöruverðs, þar eð hann hafði engin áhrif á mark- aðsverð kjöts. Af þessum á- stæðum hefur vísitalan enn- fremur sýnt minni verðhækk- anir en raun hefur borið vitni. Til þess að unnt megi vera að bera saman kaupmátt tíma- kaups um árabil, þarf að vera til fyrir þessi ár annars veg- ar sameiginlegur mælikvarði á upphæð tímakaupsins og hins- vegar sameiginlegur mælikvarði á verðlag þeirra vara, sem verkaménn kaupa. Sem fyrr eru hér engin vandkvæði, þar sem upphæð tímakaupsins er, þar eð timakaupið er metið í löggiltum íslenzkum gjaldmiðli, krónum og aurum. Aftur á móti eru erfiðleikar við áætl- un verðlagsbreytinga. Þeg- ar hefur verið drepið á stærstu ágalla framfærsluvísi- tölunnar. En það er ótalið, að vísitalan fyrir og eftir marz- mánuð 1950 er ekki sambæri- leg án leiðréttinga. Þá var kjötstyrkurinn felldur niður og húsaleiguliður vísitölunnar stórum aukinn. (Hitt skiptir ekki máli, að tekið var að miða vísitöluna við niðurstöðu marz 1950, sem nefnd var 100). Það leikur þannig ekki á tveim tungum, að vísitala framfærslukostnaðar er orðinn vandræðagripur. Sú spurning hlýtur þannig að vakna: er til nokkur annar og raunhæf- ari vísitölugrundvöllur? Því verður svarað á þá leið: Kaup- lagsnefnd lét árið 1953 fara fram athugun á neyzlu laun- þega í Reykjavík. Hefur síðan verið unnið að nýjum búreikn- ingi, sem orðið gæti grund- völlur nýrrar framfærsluvísi- tölu, ef þess væri óskað. Þessu verki er enn ekki lokið. Til er þó bráðabirgðayfirlit yfir útgjaldaliði 25 verkamanna- fjölskyldna sem telja 96 ein- staklinga. Á útgjaldaskiptingu þessara 25 verkamannafjöl- skyldna grundvölluðu þeir Klemenz Tryggvason hagstofu- stjóri og Ólafur Björnsson pró- fessor athugun sína á „Breyt- ingum á kaupmætti launa frá janúar 1953 til janúar 1955.“, en þeir gerðu ráð fyrir að út- gjaldaskiptingin væri hin sama innan hvers flokks og er í bú- reikningi vísitölu framfærslu- kostnaðar. Vegna skamms tíma og þess að við athuguðum kaupmátt launa fyrir hvern mánuð á timabilinu júlí 1947 til febrú- ar 1955 gátum við Torfi Ás- geirsson ekki notað þessa að- ferð, sem er seinleg. f stað þess gripum við til þess ráðs að sniða af búreikningi fram- færsluvísitölunnar verstu ágall- ana, utan rangrar hlutfalls- skiptingar útgjaldaliðanna, þ. e. fella niður húsnæðiskostnað- inn og kjötstyrkinn. Vísitöluna með þessum leiðréttingum köll- uðum við vísitölu neyzluvarn- ings og gerðum að mælikvarða breytinga á verðlagi þeirra vara, sem verkamenn eru tald- ir kaupa. Niðurfelling húsaleigunnar úr vísitölunni hefur þau áhrif að vísitalan sýnir mun minni hækkun en ella. Önnur leið var þó ekki fær, eins og bent hefur verið á, ef samræmi ætti að nást milli mánaða. Rétt er þó að vekja athygli á, að vísitala framfærslukosfn- aðar í febrúar 1955 hefði verið 176 stig í stað 161, ef húsaleig- an hefði verið felld niður úr vísitölunni. Auðsætt er, hver áhrif þessi ótvíræða skekkja i framfærsluvísitölunni hefur á kaupgjalds verkamanna. 3Eins og fyrri tilvitnun I grein próf. Ólafs Björns- sonar hér að f raman ber með sér heldur hann þvi fram, að bein- ir skattar hafi verið lækkaðir verulega á þessu umrædda tímabili og fjölskyldubætur auknar, en hvort tveggja hafi haft veruleg áhrif á kaupmátt launa verkamanna. Þá heldur hann því ennfremur fram, að vöruskorturinn árið 1947 tor- véldi allan samanburð kaup- máttarlauna þess árs og árs- ins 1954. Athugum þessar full- yrðingar hverja um sig og í þessari röð. a) Hér á eftir fer tafla yfir tekjuskatt og útsvar á tekjur verkamanns, sem vinnur á hin- um almenna taxta Dagsbrún- ar 300 daga á ári og hefur 3 eftirvinnustundir að jafnaði i 50 vikur á ári. Sú aðferð var höfð, að Skattstofunni voru gefnar upp árstekjurnar, en hún lagði síðan á þær. Ár, kaupgjald Árstekjur 1. Kaupgjald í júlí ’47 22.785 Kaupgjald síðari árshelmings 1947 23.205 Kaupgjald í jan.’53 37.117 Kaupgjald í jan. ’55 38.562 Útsvar og tekjusk. sem Tekjusk. % árstekna 2. 3. 4. 910 283 5.24 980 296 5.50 1390 346 4.68 1600 402 5.19 Tekjuskattur og útsvar á tilteknar árstekjur verkamanna 1947, 1953 og 1955 * ÍTtsvar Samkvæmt skattstiga ársins 1954. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.