Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.03.1955, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — ($ Allsherjarnefnd einhuga með samþykkt á tillögu sösíalista um rannsökn á okri Verður samt reynt að hindra samþykkt hennar? Allsherjarnefnd neöri deildar Alþingis hefur einróma lagt til aö samþykkt veröi tillaga þeirra Einars Olgeirsson- ar, Lúövíks Jósefssonar og Gunnars M. Magnúss um rann- sókn á okri. ■ Nefndarálitið er á þessa leið: „Nefndin hefur rætt uin ínálið. Hún telur sig ekki hafa aðstöðu til að dæma um nauðsyn þeirrar rann- sóknar, er tiiiagan fjallar um, en vegna þess þráláta orðróms, sem nú gengur um, að okurlánastarfsemi fari hér fram, vill nefndin eftir atvikum mæla með, að til- lagán verði samþykkt með svohl jóðandi breytingu: I stað orðsins Deildin í upp- hafi tillögunnar komi Neðri deild Alþingis“. í nefndinni eiga sæti: Björn Ólafsson, formaður, og er hann framsögumaður hennar í þessu máli, Ásgeir Bjarnason, Einar Ingimundarson, Gunnar Jó- Yfirlý smg Vegna frásagna, sem birzt hafa í nokkmm dagblöðum bæjarins og skilja má þann- ig, að verkíallsmenn liafi veitt rússneska olíuskipinu Leníngrad sérstakar undan- þágur frá verkl'allinu, óska ég undirritaður að þér birt- ið eftirfarandi í blaði yðar. Nokkru fyrir liádegi föstu- daginn 18. þm hringdi Hall- grímur Fr. Hallgrímsson, forstjóri hf. Shell, í skrif- stofu Verkainannafélagsins Dagsbrúnar og átti ég þá viðtal við hann. Erindi for- stjórans var að leita eftir því að fá losaða olíuleiðslu, sem tengd var frá landi við olíuskipið Leníngrad er lá við Laugarnes. Sagði for- stjórinn að skipstjórinn á hinu rússneska skipi vildi ekki láta skip sitt liggja lengur við Laugarnes og væri þá eltlá nema um tvo kosti að ræða, annan verkfallsmenn leyfðu að Ieiðslan væri tæmd, en hún var full af benzíni, og tíl þess yrði skipið að dæia sjó í leiðsluna og losa hana síð- an, hinn kosturinn væri sá, að skipsmenn losuðu leiðsl- una frá slápinu en við það tæmdist allt benzínið úr henni (nokkur hundruð lítr- ar) á skipið og í sjóinn, en mikil eldhætta gæti af þessu stafað auk þess sem verð- mætí fæm forgörðum. Litlu síðar en þetta sam- tal áttí sér stað skýrði ég Hallgrími Fr. Hallgrímssyni frá því að verkfallsmenn leyfðu að leiðslan væri tæmd og var það síðan gert kl. 13 sl. föstudag, og fór eru skipið að því Ioknu frá Laugarnesi. Engu var dælt í land af farmi skipsins, sem eftír var. Leyft. var einnig að ganga þannig frá leiðsl- imni að hún ekki skemmdist í frostum. 21. marz 1955. f Eðvarð Sigurðsson. hannsson og Jörundur Brynj- ólfsson. Tillaga þremenninganna er þannig: „Deildin ályktar að skipa fimm manna nefnd innan- deildarmanna samkv. 39. gr. stjórnarskrárinnar til þess að rannsaka, að hve miklu leyti og með hvaða mótí ok- ur á fé viðgengst nú, fyrst og fremst í Keykjavík. Nefndin skal hafa það vald, sein heimilað er í 39. gr. stjórnarskrárinnar, tíl þess að heiinta skýrslur af emb- ættismönnum og öðrum. Nefndin skal að rannsókn lokinni gefa deildinni ýtar- lega skýrslu um störf sín og niðurstöður“. Málið var á dagskrá neðri deildar í gær, til síðari umræðu og liefði mátt ætla eftir þessa afgreiðslu nefndarinnar að það ætti greiðan gang gegnum þing- ið. En rétt áður en að tillög- unni kæmi, tók Bjarni Ben. Björn Ólafsson út undir vegg í þingsalnum og talaði geyst jáir honum, ómjúkur á svip. Að því loknu kom Björn dálítíð skömmustuleg- ur til forseta og ræddi við hann nokkra hríð, en forseti brosti svolítíð háðslega með- an á því stóð. Svo gerðist það, að forseti tók tíliöguna um rannsókn á okri af dag- skrá, enda þótt ríflegur fundartími væri enn til stefnu! Verður fróðlegt að sjá hvort þau öfl sem vilja hindra rann- sókn á okurstarfseminni eiga svo sterk itök innan veggja Alþingis að takist að hindra samþykkt á tillögu Einárs, Lúð- víks og Gunnars, þrátt fyrir eindregin meðmæli óskiptrar þingnefndar. ------------- Blöndalsmálið Framhald af 12. síðu. starfsaðferðir, lögbrot og spill- ingu fjármálamannanna. Bjarni Benediktsson hefur á Alþingi afsakað afskiptaleysi sitt með því að engin kæra hafi borizt. Með kröfu Hermanns Jónasson- ar fékk hann tilefnið, sem nægði til þess að rannsaka allt málið niður í kjölinn. En það tilefni vill hann ekki nota -—■ og talar það sinu skýra máli um það hverja dóms- málaráðherra landsins er að vernda. Haegri klíkan hélt völdum í Al- w þýðuflokksfélagi Reykjavíliur Frambjóðandi hennar í iormannssæti féil þó fyrir Gylfa Þ. Gíslasyni Hörð' átök uröu um stjómarkjöriö í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur á aöalfundi þess s.l. sunnudag. Tókst hægri klíkunni aö halda völdum í félaginu meö feikna fyrir- gangi og smölun á fundinn. Frambjóöandi hennar í for- mannssæti, Jón P. Emils, féll þó við lítmn oröstír, og var Gylfi Þ. Gíslason endm’kosinn formaöur félag-sins. Stendur boðið ekki em, Fimbogi? Finnbogi Guðmundsson frá Gerðum birtir grein i Vísi í gœr og kemst svo að orði í upphafi: „Mörg undanfarin ár hefur bæði vélbáta- og togaraút- gerðin verið rekin með stókostlegu tapi“, og síðan dregur hann pær ályktanir að kaup megi ekki hœkka um einn eyri. En hvað með Finnboga sjálfan? Hvernig stendur á pví að hann heldur áfram að græða, pótt útgerð hans tapi? Hvernig stendur á pví að eignir hans halda áfram að aukast pótt skuldir útgerðarinnar vaxi? Hvernig stendur á pví að pessi áhugasami útgerðamaður leggur nú langmesta áherzlu á pað aö taka pátt í milliliðafyrirtækjum sem arðræna stórkostlega m.a. hans eigin útgerð? Ef upphœðir pœr sem Finnbogi í Gerðum dreg- ur út úr útgerð sinni beint og óbeint væru í stað- inn notaðar til pess að hœkka kaup pess fólks sem starfar hjá honum myndi pað fœra mjög umtals- verða kjarabót án pess að hagur útgerðarinnar heföi versnað um einn eyri. Þess vegna væri pað mjög mikilvœgt framlag gjaldeyrisbraskaranna í LÍÚ til lausnar verkföllunum aö peir standi við fyrirheit sitt um að lilaupast á brott. Stendur pað boð ekki áfram, Finnbogi? Danslagakeppni S.K.T. ðrslitakeppni og atkvæðagreiðsla ’ í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 108 Úrslitaatkvæöagreiöslan í danslagakeppni S.K.T. fer fram í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11.30. Leikur þar 10 manna hljómsveit og fjórir söngvarar syngja. Hægri klíkan þorði ekki að leggja fram inntökubeiðnir vara- liðsins sem safnað hafði verið með aðstoð íhaldsskrifstofunnar í Holstein, enda hneykslið kom- ið í hámæli innan flokksins. í formannskosningunni urðu úrslit þau að Gylfi var endur- kosinn með 176 atkv. en fram- bjóðandi hægri klíkunnar, Jón P. Emils fékk aðeins 87. Munu ekki aðrir hafa greitt Jóni at- kvæði en starblindustu fylgis- menn Stefáns Jóhanns og Har- aldar Guðmundssonar. Allir úr hópi haegri manna. Við kosningu meðstjórnenda urðu hin hörðustu átök og reyndi þá meir á styrkleika- hlutföllin milli hægri klíkunnar og vinstri manna. Urðu úrslit þau að hægri menn fengu alla frambjóðendur sína kjöma og þvi meðstjórnendur Gylfa allir úr hópi hægri klíkunnar. Þessir voru kjörnir í stjórn- ina: Eggert G. Þorsteinsson (171 atkv.), Aðalsteinn Halldórsson (160), Baldvin Jónsson (156), Jón P. Emils (150), Guðbjörg Arndal (149) og Magnús Ást- marsson (146). Frambjóðendur vinstri manna Þetta er sjötta danslagakeppni SKT og hafa aldrei borizt eins mörg góð lög og góðir textar til keppninnar eins og nú. Undangengnar þrjár helgar hefur keppnin farið fram og í kvöld fer fram atkvæðagreiðsla um þau lög sem í úrslit kom- ust á undankeppninni. Auk þess geta hlustendur úti á landi greitt atkvæði og verða því úr- slit keppninnar ekki birt í kvöld. Á keppninni í kvöld leikur 10 manna hljómsveit undir stjórn Carls Billich lögin sem til úr- slita komust. Söngvarar verða 4, Adda Örnólfsdóttir, Alfi’eð Clausen, Ingibjörg Þorbergs og Sigurður Ólafsson. Lítill vafi er á að Austurbæj- arbíó verði fyllt í kvöld því danslagakeppnir SKT eru orðn- ar einn vinsælasti þátturinn I skemiptanalífi bæjarins. fengu atkvæði sem hér segir: Albert Imsland (136), Arngrím- ur Kristjánsson (119), Gunn- laugur Þórðarson (115), Sigríð- ur Hannesdóttir (107), Ögmund- ur Jónsson (105) og Matthías Guðniundsson (99). Aðeins skýrslur — engar umræður. Það þótti einkennandi fyrir fundinn að engar umræður urðu þar, aðeins hlýtt á skýrslur for- manns um starfið almennt, Að- alsteins Halldórssonar um fjár- haginn, Þorsteins Sveinssonar um skemmtistarfsemina og Sig- ríðar Hannesdóttur um 11. hverfið. Ekki einn einasti fund- armaður tók. til máls að loknum skýrslum. Starfsemi VUla fjárfrek — gjöldin hækkuð Samþykkt var að hækka ár- gjöld karla úr 30 kr. í 50 kr. og árgjöld kvenna úr 15 kr. í 25 kr. Tóku fundarmenn tillöguna um hækkun árgjaldanna sem viðurkenningu á að núverandi tekjur standi ekki undir starf- semi Villa Ingimundarsonar sem gerist ærið fjárfrek upp á síð- kastið, þrátt fyrir rausnarlegan «tuðuing Holsteinsmanna. María Júlía fær undanþágu Dagsbrún veitti í gær björg- unarskipinu Maríu Júlíu undan- þágu með afgreiðslu þar sem skip þetta á að starfa að að- stoð við fiskibátaflotann. Verkfallsmenn | þakkakonunum Kona ein hér í bænum, Birna Thorarsensen sýndi verkfall-s- mönnum það vinarbragð að færa þeim 12 pör af ágætua vettlingum, svo og hundrað kr. í peningum. Þá hefur Kvenfélag sósíal- ista séð verkfallsvörzlunni á næturnar fyrir kaffi, og margar konur hafa bakað heima og sent verkfallsvörðum kaffi- brauð af frábærri rausn og hefur verkfallsstjórnin beðið Þjóðviljann að færa konunum. beztu þakkir sínar fyrir þennaa höfðingskap. Vorið komið til ftalíu og Frakklands Vorið kvað vera komið til ítalu og Frakklands vegna hinnar fyrirhuguðu ferðar Orlofs „Stefnumót við vorið“, sem leggur af staö 12. apríl! Leiðin liggur um Danmörk, á sama tíma. Hitinn á daginn Þýzkaland, Sviss, ítalíu og er eðlilega miklu hærri. Á Frakkland. Hefur skrifstofan Italíu var svipað veður. gert sér mikið far um að Vorið er á hraðri ferð norð- fylgjast með öllum vormerkjum ur eftir Evrópu, og var um þar syðra og eru eftirfarandi hádegi á sunnudag inni í Mið- upplýsingar niðurstöður þeirra rannsókna. Vorið virðist komið fyrir al- vöru á ítalíu og í Suður-Frakk- landi, og síðustu daga hefur hitinn farið stighækkandi, enda sunnaþeyr yfir Miðjarðar- hafið. Á miðnætti í fyrrinótt mældist hiti í Marseille í Suð- ur-Frakklandi 13 stig, en á bað- staðnum Nice var hann 12 stig Frakklandi. Ef engin óvenjuleg tiðindi gerast hvað veðurfar snertir, verður allur gróður í blóma innan tveggja vikna. Orlof mun fylgjast með veðr- inu á þeim stöðum, sem ferða- hópurinn fer um, svo að sem bezt verði tryggt að sneitt verði hjá þeim stöðum, þar sem veðrið er ekki gott. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.