Þjóðviljinn - 26.03.1955, Side 10

Þjóðviljinn - 26.03.1955, Side 10
2 3 i Að ganga „á skóla“ eða | „í skóla66 í síáasta blaði var lögð fyrir ykkur spurningin, hvort ykkur þykir eðli- legra að segja að einhver gangi á skóla eða í skóla. Við heyrum hvort- tveggja sagt.^ — Hvar var hann Óli frændi þinn í vetur? — Hann var á skóla í Reykjavík. — Já, einmitt það. ■— En 74 þúsund nálspor í einum fatnaði Maður nokkur lét klæðskera sauma fyrir sig alfatnað. Þegar hann fékk reikninginn fyrir fatnaðinn, fannst honum hann . nokkuð hár, og sagði við klæðskerann: — Það getur varla ver- ið réttmætt að þú seljir fötin svona dýrt. — Jæja, svaraði klæð- skerinn, — hefur þú nokkra hugmynd um hvað mikil vinna liggur í að sauma fatnaðinn? Hann er saumaður með 74 þúsund 392 nálspor- um. Þar af eru 30 þús- und 359 nálspor saumuð í höndum, en 44 þúsund og 33 í saumavél. í fux- unum eru t. d. 7786 nál- spor handsaumuð og 10 þúsund 948 í saumavél. — Já, það er meiri vinna en mann grunar, sagði maðurinn. Og svona er það um margskonar vinnu, maður virðir hana oft ekki eins og vera ber. ætlar þú að vera heima næsta vetur? — Nei, ég er að hugsa um að fara í framhaldsskóla. — Og svo heyrum við þessar setningar: Hann var í verzlunarskólanum, hún fór á Laugarvatnsskól- ann, hann er í Kennara- skólanum, hún fór á kvennaskólann, hann er á Samvinnuskólanum, hún er í barnaskólanum ennþá. Ef við hugleiðum þessar setningar, munum við brátt komast að þeirri ályktun að léttara sé og eðlilegra að vera í skóla heldur en á skóla. Það er í sjálfu sér lítill tilgangur og ekki sérlega lærdómsríkt fyrir pilt eða stúlku utan af landi að fara til Reykjavíkur Smálelkni 1. Að telja áfram þriðju hvérja tölu, svo sem 3, 6, 9, 12, 15, 18, 21 o. s. frv. án þess að fip- ast er oft gagnlegt við talningu. Hefurðu æft það? 2. Að telja aftur á bak getur verið bæði til gagns og gamans. Til dæmis er gaman að æfa að telja jafn viðstöðu- laust afturábak sem á- fram 20, 19, 18, 17 o. s. frv., og síðan reyna það sem erfiðara er, byrja á 100, 99, 98, 97, 96 og svo áfram án þess að fipast. til þess að klifra þar upp á þakið á einhverjum skóla og vera þar „á skólanum". Skóli er starfsemi, kennslan og námið, og er innan dyra venjulega, en ekki uppí á þakinu. Þessvegna fara nemendurnir í skólann. Erum við ekki sammála um áð það sé eðlilegt og rétt að segja að ganga í skóla, og benda öðrum á, hváð það muni erfitt og' hættulega að klifra upp á skólana. Ártölin 1402 og 1602 Árið 1402 geisaði svarti dauði, hin grimm- asta drepsótt, á íslandi. Féll svo margt fólk í pestinni, að til auðnar horfði,. og margar jarðir og jafnvel heil byggðar- lög lögðust í eyði. Árið 1602 hófst verzl- unareinokun Dana á ís- landi. Einungis danskir kaupmenn fengu rétt til að verzla við fslendinga, en þeir hugsuðu mest um að raka saman fé og græða, á landsmönnum. íslendingar voru skikk- aðir til að verzla við á- kveðna káupmenn og var refsað grimmilega, ef þeir brutu þau ákvæði. Verzlunaránauðin hafði ill áhrif á allt þjóðlíf ís- lendinga. Ártölin 874 og 1874 Hvaða minnisverðir at- burðir í sögu landsins gerðust 874 og 1874? Verðlaunasamkeppniii Framhald af 1. síðu. Ragna J. Hall 10 ára, Birkihvammi, Kópavogi, og Húnn R. Snædal, 10 ára, Rauðamýri 17, Ak- ureyri. Þau sendu bæði ljómandi fallegar teikn- ingar og sýna góða lita- meðferð. Ragna sendi 5 myndir óg fær sérstaka viðurkenning fyrir mynd aí ungri stúlku, sem er að syngja með undirleik þriggja pilta. Þau era á palíi. með skógargreinum í kring, en í baksýn er blátt hafið. Hún átti einnig skemmtilega blómálfamynd og þrjár myndir af stúlkum, allar vel teiknaðar. Hún not- aði krítarliti. — Húnn sendi þrjár myndir, tvær af jólasveinum og eina af tveimur máfum. Ann- ar máfurinn^situr á sjáv- arströnd, hinn er að lækka flugið til að setj- ast. í baksýn blár fjörð- ur og hæðadrög handan fjarðarins. Þessi mynd er lituð með krítarlitum og er öll sterkbyggð. Jólasveinarnir eru vatns- litaðir. Það vekur sér- lega athygli hvað lita- meðferð Húns er falleg og snyrtileg. 2. verðlaun hlaut Harpa Friðjónsdóttir, 10 ára, Lækjarhvammi, Höfðakaupstað. Hún sendi þrjár myndir af stúlkum, allar fínlega teiknaðar með öruggu handbragði. Ein stúlkan stendur fáklædd með blómvönd í örmum, blóm í hári og blóm um háls. Sólskin og vor, blátt haf og skip í fjarska. 3 verðlaun fá Hreinn Vilhjálmssori, 8 ára, Kaplaskjólsvegi 12, Reykjavík, og Leifur Vil- hjálmsson 8 ára Kapla- skjólsvegi 12, Rvík. Þeir sendu 3 myndir hvor. Það vekur athygli hvað þessir litlu drengir fylgj- ast með athafnalífi þjóð- arinnar. Á öllum mynd- unum er starf og líf, allt á ferð og flugi, mik- ið um athafnir með höndum og vélum. Á einni mynd Leifs er skurðgrafa með vél í gangi, tveir traktorar og tveir vörubílar. Þar eru menn við stjórn verkfær- anna og aðrir með skófl- ur í höndum, sennilega er þarna unnið að vega- gerð. Helikoptervél sveimar yfir. Á annarri myndinni eru tveir vél- bátar og reykja nokkuð. Er* á bryggjunni standa margir menn viðbúnir að taka á móti aflanum, með kranabíl í gangi. •Einn maður á árabát kemur róandi að bryggj- unni. Allt speglast í logn- sléttum sænum. Blýants- mynd. Þriðja myndin er frá útjaðri þorps, græn tún milli húsa, fjöll í fjarsýn. Tvær götur mætast, fjórir þorpsbúar eru þar á ferðinni, allir að flýta sér. — Á einni mynd Hreins er nýbýli á fallegu, girtu túni, á hlaðinu er dráttarvét og tveir aðrir bílar, menn í kring, en skammt frá er vörubíll með hlassi, menn flýta sér. Helikopt- er yfir. Á hinum mynd- unum báðum bendir Hreirm á slys og slysa- hættuna, og á hjálpina, þegar þau ber að hönd- um. Á annarri hefur maður orðið fyrir kassa- bíl og liggur á götunni, — lögreglubíll er kominn á vettvang og lögreglu- þjónn hleypur að hinum slasaða manni. Þrír fugl- ar svífa yfir. Á hinni myndinni er húsbruni, efri hæðin að brenna, reykur og eldur úr öllum gluggum, stigar við hús- ið og björgunarsveit komin til hjálpar, tveir slökkviliðsbílar og fjöldi manns til hjálpar, allt í hendingskasti. Flugvél yfir. Þetta eru allt krít- arlitaðar myndir, nema sú af bátunum við> bryggjuna. Þá hafa í þessum flokki hlotið viðurkenn- ingu, auk hinna, Viktor Hjálmarsson, 8 ára, Urð- arstíg 4, Rvík, Þóra Benediktsdóttir, 7 ára, Höfn, Hornaíirði, og Gestur Karl Jónsson, 7 ára, Flatey á Breiðafirði og Sigvaldi Viggósson, 9 ára, Sjónarhæð Eskifirði fyrir myndasöguna: I eldhúsinu hjá mömmu. Viktor fyrir mynd af húsbyggingu, þar sem smiðir og verkamenn eru við ýmis störf, Þóra fyr- Framhald á 4. síðu. KLIPPIÐ HÉ.K! 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. marz 1955 Iðnskólafrumvarpið á Alþingi Framhald af 7. síðu. og kennslukraftar gerðu það mögulegt. Á fundi í nefndinni féllu svo Eggert og Skúli frá til- lögum þeim, er þeir höfðu flutt ásamt Bergi, en sökum forfalla sat hann ekki þennan fund. Varð nefndin sammála um að fella niður úr tillög- unum öll ákvæði um verk- legt nám í iðnskólunum vegna álits Landssambandsins, einn- ig að breyta ákvæðinu um dagskólana og gera það að- eins að heimildaratriði. -— Þannig var nú súpan sú. — Við umræðurnar gerði Eggert grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Las hann \ið það tækifæri kafla úr áliti Landssambandsins, sem nú \irtist hafa tekið hug lians allan, en \ið framsöguræðu fyrir tillögum þeirra þre- menninganna las hann upp á- Jitsgerð Iðnnemasambandsins og þótti þá sjálfsagt að verða við kröfum þess. Nú var hann aftur á móti kominn á þá skoðun að það væri ekki tíma- bært að setja lög um verk- lega kennslu í iðnskólum og einnig vafasamt að setja fram skýr ákvæði um dagskóla. Það gæti vantað húsnæði og það þýddi ekkert að bera fram tillögu og setja lög, sem fyrirfram væri vitað, að ekki væri hægt að íramfylgja. Bergur hélt fast við tillög- ur sínar — og vítti mjög snúning þeirra Eggerts og Skúla til íhaldsins. Las hann upp kafla úr áliti I.N.S.Í. og kvaðst meta það meir en hjal Landssambandsins. — Benti hann á hversu fráleitt það væri að miða lög eingöngu við þær aðstæður, er fyrir hendi væru. Næstur talaði iðnaðarmála- ráðherra og var auðheyrt að allur hans málflutningur byggðist sem fyrr á vanþekk- ingu á málum þeim er fyrir lágu. Þó mælti hann nú með því að gefin væri heimild fyr- ir dagskólum, en áður hafði það verið bæði óhentugt og kostnaðarsamt. En hvað hafði komið fyrir Eggert og Skúla? Líklega alltof algengt fyrirbæri til þess að orð sé á gerandi. Tveir ,vinstri menn' höfðu selt sig íhaldinu. Þeir vissu það samt báðir að þeir höfðu gert rétt, er þeir ásamt Bergi báru fram tillögur sínar, af því þá voru þeir að vinna fyrir fólk- ið. En svo háfa líklega ein- hverjir talið þeim trú um, að það borgaði sig ekki að standa í svoleiðis og það var þeim nóg. Og svo er ekki um annað að ræða en greiða atkvæði gegn sinni eigin sannfæringu, því íhaldið er svo voðalega sterkt. Hvað hefur nú áunnizt? Þannig atvikaðist það að frumvarpið var að endingu samþykkt með þessum síðustu tillögum iðnaðamefndar. Og þótt frumvarpið hafi enn ekki verið afgreitt í efri deild sak- ar eigi að athuga hvað áunn- izt hefur með þessari af- greiðslu. 1 fyrsta lagi hafa iðnskól- arnir nú verið teknir inn í fræðslukerfi landsins og greið- ir nú ríkissjóður helming stofn- og rekstrarkostnaðar og auk þess laun skólastjóra og fastra kennara. Ætti það að vera trygging fyrir því, að áherzla verði lögð á að fullkomna skólana og hafa við þá fleiri fasta kennara. I öðru lagi hefur frumvarp- ið nú að geyma ákvæði um dagskóla. En þar er sá ljóð- ur á ráði að við þetta á- kvæði þurfti endilega að bæta: „Þó má nokkuð af kennslunni fara fram að kvöldinu, þar sem húsnæðisskilyrði og kennslukraftar gera það nauð- synlegt.“ Nú er aðeins spurn- ingin: Hversu mikið er hægt að fara í kringum þetta á- kvæði? Getur einn tímakenn- ari komið og sagt: Eg stunda mína atvinnu á daginn og kenni á kvöldin, þess vegna vil ég að skólinn sé áfram kvöldskóli? Úr þessu fæst skorið á næstu árum. Og þetta ákvæði segir ennfremur að ekki sé nauðsynlegt að byggja neina iðnskóla, 6þar sem þeir eru ekki þegar fyrir hendi og ftennsla fer fram, annaðhvort í bama- eða gagn- fræðaskóla; þá verður sagt: Hér er ekkert húsnæði fyrir hendi undir dagskóla, hér verður að vera kvöldskóli og það er víst allt í lagi (!) En eftir að hafa hlustað á málflutning, rök og rakaleys- ur sumra þeirra manna, er um þetta mál fjölluðu, þarf engan að undra þótt útkoman yrði okkur iðnnemum ekki hagstæðari. Og meðan meiri- hluti þingmanna vinnur mark- víst að því, að brjóta niður allt það sem alþýðan og full- trúar hennar byggja upp, þurfum við ekki að búast við frekari leiðréttingu þessara mála. «>- ERLEND TfÐINDI Framhaíd af 6. síðu. miðstjórnina við að samþykkja brottrekstur Bevans og það varð úr að miðstjórnarfundur á miðvikudaginn visaði brott- rekstrartillögu frá með eins atkvæðis meirihluta og kaus nefnd átta manna til að ræða við Bevan og reyna að fá hann til að gefa heit um að ganga ekki framar í berhögg við stefnu flokksstjórnarinnar. Af 28 miðstjórnarmönnum eru að- eins sex sem fylgja Bevan að málum í flokksdeilunum. Hefðu hægri mennirnir í mið- stjórninni staðið saman hefði því brottrekstur Bevans verið samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Ljóst er að verulegur hópur hægri manna treystir sér ekki til að láta sverfa til stáls við Bevan af ótta við að verða undir á flokksþingi. TVTefndin sem miðstjórnin kaus ’ á að ræða við Bevan á þriðjudaginn^ og næsta dag gefur hún svo miðstjórninni skýrslu. Engar líkur eru tald- ar á að Bevan fáist til að gefa nein loforð sem hindruðu að hann gæti haldið áfram að berjast fyrir stefnu sinni inn- an flokksins.. Hinsvegar hefir hann oft lýst yíir að hann sé ekki að bjóða flokksforystu A'ttlees byrginn, ágreiningur sinn við hann sé málefnalegur en ekki persónulegur, og það myndi hann vafalaust fús til að gera enn einu sinni. Morri- son, Arthur Deakin og aðrir hinna æstustu hægrimanna hafa þó gengið svo langt að þeir geta ekki sætt sig við neitt annað en skilyrðislausa uppgjöf Bevans eða brottrekst- ur að öðrum kosti, jafnvel þó að af hljótist klofningur Verkamannaflokksins. Úrslita- hríðin sem háð verður á mið- stjórnarfundinum á miðviku- daginn verður því afdrifarík fyrir Verkamannaflokkinn, öflugasta sósíaldemókrataflokk heimsins. M. T. Ó. m innin^aráp^oi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.