Þjóðviljinn - 02.04.1955, Side 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 2. apríl 1955
Övenjulegur svipur á búðargluggum — Misskilin
gluggaskreytingastefna — Eflið Lúðrasveit
verkalýðsins
VERZLUNARGLUGGAR voru
!■■•■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■»■■*•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■»»**•
Gamall kennari skrifar:
Tll stéttnrbrwðrn
I verkfallinu sem nú stendur
yfir í Reykjavík, taka þátt
uppundir 7000 verkamenn. I’eir
leltast vi5 að fá kaup sitt
hækkað og bæta næsta léleg
lífskjör og afkomu. Öllum er
kunnugt, að verkamannastéttin
skapar með vinnu sinni megin-
ið af öúum efnahagslegum
verðmætum, sem þjóðin fram-
leiðir og kaupir fyrir lífsnauð-
synjar sínar.
Ölium er líka jafn kminugt,
að engin stétt þjóðfélagsins er
ver launuð, hefur óvissari at-
vinnu né býr við þrengri hag.
Engir lifa í svo ósæmandi
húsakynnum sem margir með-
limir hennar.
Enn vita og aliir hvernig ósk-
um hennar og kröfum hefur
verið svarað. Gegn þeim standa
vinnuveitendur svonefndir —
með ríkisstjórnina í fremstu
víglínu.
I>að er að vísu harla ótrú-
legur hlutur, að fjölmennasta
vinnustéttin í landinu, sú er
skapar mestu verðmæti, skuli
eiga hella ríkisstjórn sama
lands að ó v i n i. En sannindi
þeirrar ályktunar leýnast nú
engum lengur.
I>að íer heldur ekki dult,
hver ætlunin er. Það á að
svelta fátækústu, fjölménnústu
og afkastamestu vinnustétt Is-
lands til uppgjafar.
Á framfæri liinna nær 7000
verkamanna eru tugir þúsunda
barna, sem eiga líf sitt, vöxt
sinn, þroska og framtíð undir
afkomu og vinnu foreldra
simia.
I>að eru þessi börn, sem nú
á að svelta, s.verfa svo að lieim-
ilum þeh-i-a, að hungurvofan
knýi fátækan föður til undan-
halds frá kröfum og kjörum
um mannsæmandi líf. Það er í
rauninni við þau, fátækustu
börii þessa bæjar og heimili
þeirra, sem stríð rikisstjórnar-
innar og atvinnurekenda stend-
ur.
I>að er þau, sem á að sigra.
Kennaras.tétt þessa bæjar er
f jölmenn stétt. Þeir munu ef tii
vill innan skamnis verða að
þola þá raunasjón, að verka-
mannabörnin í sltólunum þeirra
fari að láta ásjá, verði föl og
guggin, beri á sér, í svip og
fasi, merki skortsins og fá-
tæktarbölsins.
Kennararnir eru yfirleitt vin-
ir þessara barna og unglinga,
Þeir eru og flestir fátækir
sjálfir og iUa launaðir.
„Ég veit hvað svöngum vetur er.
Þú veizt það kaimski líka“.
Nýlega hefur verið sett á
stofn nefnd til að annast fjár-
söfnun tU styrktar verkfalls-
mönnum. Vonandi bregðast
menn vel og fljótt við til
hjálpar svo góðu máU.
Sá sem þessar línur ritar
snýr sér einkuin tii ykkar,
kennarar hér í bæ og um ailt
land. Hve það væri ánægju-
legt og þarft, að ykkar aðstoð
mætti verða almenn, mlkii og
myndarleg, ekki síður en ann-
arra. Þið standið svo nærri
hinni ungu, vanniáttúgu sveit,
sem nú á í stríðu við þau
stjórnarvöld, sem eiga, sam-
kvæmt skyldu og ætlunarverki,
að vera forsjá fólks og lands,
en liafa brugðizt hvoi-u tveggja
á svo sáran og margvíslegan
hátt, eins og flestimi er nú
ljó.st.
Efalaust má treysta því, að
fjársöfnun til styrktar fátæk-
uni verkfaUsmannaheimilum
verði almenn og mikU.
Þetta sýnist vera ójafn leikur.
Atvinnurekendavaidið og ríkis-
stjórnin: þeir ríkustu og valda-
mestu gegn þeim fátækus.tu.
En við, sem utan við verkfaliið
stöndum getum að nokkru jafn-
að þau met. Ég veit, að sam-
úð kennara er réttu megin sem
og aUra sanngjarnra og heiðar-
legra manna. Og elnmitt kenn-
arar eru í starfi sínu svo
tengdir hinum ungu, ósjálf-
bjarga þegnum þjóðfélagsins,
sem nú á að níðast á.
Látum okkar framlög veiða í
eins mUriu samræmi við sam-
úð okkar með verkfaUsmanna-
heimilunum sem kostur er á og
aðstæður leyfa. —
Verkfaf fspósturinn
.! gær með óvenjulegum hætti.
í stað varningsins sem fyllir
þá að jafnaði voru þeir nú
skreyttir íslenzkum fána,
.spjaldi með vængjuðu höfði
og túlípönum eða páskaliljum
í vasa. En þótt þetta væri
innihald þeirra búðarglugga
sem ég átti leið hjá í vinn-
una, þá var þessu sama inni-
haldi raðað á mjög mismun-
andi hátt og bar það smekk-
vísi viðkomandi verzlunareig-
enda mjög mismunandi vitni.
Það er ótrúlegt hvað hægt er
að koma fána, plakati og
blómavasa fyrir á marga ólíka
vegu, og það reynir ekki síður
á smekk og hugmyndaflug
þeirra sem hlut eiga að máli
en þótt um miklu fleiri hluti
væri að ræða.
*
Og í ieiðinni verður manni
ósjálfrátt hugsað til mismun-
arins á búðargluggum virka
dagsins. Smekkleysi í útstill-
ingum verzlana hefur verið
alltof áberandi. Örfáar verzl-
anir hafa gengið á undan með
góðu fordæmi og hafa smekk-
legar og listrænar glúgga-
skreytingar. En sú skoðun er
alltof almenn meðal kaup-
manna að aðalatriðið sé að
hrúga sem mestu í glúggana
af þeim varningi sem á boð-
stólum er 'inni í búðinni.
Þetta er alveg misskilin póli-
tík. Séu gluggarnir ofhlaðnir
fær maður glýju í augun og
allt rennur 'saman í einn
hrærigraut,
★
LIÍÐRASVEIT verkalýðsins er
ungur félagsskapur sem hefur
látið talsvert að sér kveða.
Við sáum þá 1. maí með rauð-
ar og tilkomumiklar húfur og
sömuleiðis 17. júní í hópi
hinna eldri og grónari lúðra-
sveita, og þeir sómdu sér vel.
En nú vantar lúðrasveitina
fleiri félaga, fleiri áhugasama
lúðurþeytara til þess að geta
haldið sínu striki
sem vaxandi og
batnandi lúðra-
sveit. Það eru
meira að segja
til hljóðfæri aflögu handa nýj-
um félögum og að undanförnu
hefur sveitin haft kennara á
sínum vegum, sem veitt hefur
félögum kennslu og fræðslu í
hornablæstri með góðum ár-
angri. Hér er tækifæri fyrir
áhugamenn um lúðurþyt sem
ekki hafa liaft tækifæri né að-
stöðu til að koma sér upp
hljóðfæri, til að fá umráð yfir
hljóðfæri og leggja um leið
fram sinn skerf tii þess að
Lúðrasveit verkalýðsins verði
voldug og sterk.
Þessa dagana ætti að auk-
ast skilningur manna á þætti
verkalýðsins í athöfnum þjóð-
félagsiiis. Á verkfallstímum
kemur bezt í ljós hve máttvana
borgarastéttin er, þrátt fyrir
allt tal um einstaklingsfram-
tak og hugvitssemi. Án verka-
lýðsins — vinnuaflsins —
lamast allt athafnalíf — hjól-
in stöðvast — vélarnar þagna
— framleiðslan hættir. Hvar
er nú framleiðsla ,,framleiðslu-
stéttanna“ sem svo nefna sig?
Hún er engin því það eruð
þið verkamenn sem eruð hinir
eiginlegu framleiðendur. Vörur
þær sem fylla verzlanir og
vöruskemmur eru framleiddar
af ykkur og stéttarbræðrum
ykkar og systrum í viðskipta-
löndum okkar. Hugsið um það
næst þegar þið sjáið eða heyr-
ið sagt frá samþykkt „fram-
leiðenda" um þetta eða hitt.
Þá eru það ekki hinir raun-
verulegu framleiðendur, sem
um er að ræða, heldur aðeins
•handhafar fjármagnsins. Fjár-
magnið er dautt og einskis
megnugt fyrr en vinnan gefur
því gildi. Það er vinnan og
hugvitið sem skapar verðmæt-
in. Fjármagnið er veldissproti
sem deyjandi borgarastétt
veifar og senn hefur glatað
mætti sínum til töfra.
PRÓFESSORINN OG
HÁLSBINDIN.
1 deilum sínum við verkalýð-
inn leitar borgarastéttin at-
hvarfs hjá hagfræðingum og
háskólaspekingum til að sanna
verkalýðnum fræðilega að
hann kollvarpi efnahagskerf-
inu ef hann neytir þess sjálfur
sem hann framleiðir. Einn sá
hagfræðingur sem er hvað
auðsigaðást af f járgæzlumönn
um þjóðféiagsins er prófessor
Ólafur OBjömson. Hann er æf-
inlega reiðubúinn að sanna
allt sem eignastéttinni hentar.
Nýlega var það upplýst í
sambandi við fjárþrotamál
stórverzlunar hér í bæ að hún
ætti 1 tonn af hálsbindum í
fórum sínum. Prófessor Ólafi
yrði sjálfsagt ekki skotaskuld
úr því að sanna það, að efna-
hagskerfi landsins sligaðist
við það að kjör verkamanna
gerðu þeim kleift að frelsa
bindin frá lengri dvöl í þröng-
um kjallarageymslúm.
VALTÝR OG GIKTIN.
Ólatasti skriffinnur eigna-
manna — Valtýr Stefánsson
ritstjóri birti nýlega viðtal við
þekktan kaupsýslumann Pét-
ur Þ. J. Gúnnarsson um verzl-
unarhætti og kjör verzlunar-
manna um s.l. aldamót. Vinnu-
tíminn var frá kl. 8 á morgn-
ana til kl. 10 á kvöldin. 14
klst. á dag. — Pétri farst svo
orð um aðbúnaðinn:
„Eri verstur var kuldinn í
búðinni því þar var enginn
ofn. Dyr voru á báðum stöf-
um svo súgurinn stóð að
jafnaði í gegnum bygginguna.
.... Vegna kuldans hafði ég
kuldapolla á öllum hnúum unz
ég fékk mér vettlinga við af-
greiðsluna, klippti framan af
fingravettlingunum svo góm-
arnir stóðu fram úr og varð
ég glaður við þá umbót. Vætl-
aði úr kuldapollunum á hnú-
um mér, og Var ég látinn fá
blásteinsvatn til þess að verja
hendumar slæmsku af sótt-
kveikjum.“
Meðan svo var háttað í
Sturlubúð reistu þeir bræður
sér tvö ramger stórhýsi við
Laufásveginn.
Það er óþarft að lýsa því
hvaða áhrif verkalýðsbarátt-
an hefur haft á styttingu
vinnutímans og aðbúnað á
vinnustöðum. Hverri tilraun
vinnandi manna til kjarabar-
áttu hefur Morgunblaðið svar-
að með fjandskap. Alltaf er
sama viðkvæðið. Atvinnuveg-
irnir þola ekki styttri vinnu-
tíma eða hærra kaupgjald.
Sama hefði Valtýr sagt um
aldamótin við Pétur Gunnars-
son ef hann hefði rætt um
stýttingu vinnutímans eða
kuldapollana á hnúunum.
Tveir minnisvarðar um þetta
tímabil eru Sturluhallimar við
Laufásveg og giktin sem Val-
týr segir að þjái Pétur. Unga
verzlunarfólkið sem fagnar
„verzlunarfrelsi" í dag ætti að
hugleiða að það vom karlarnir
í „Báru“ og „Dagsbrún“ sem
frelsuðu það frá kuldapollun-
um og langa vinnudeginum
með forystu í baráttunni,
FRJÁLS ÞJÓÐ OG EGG Á
LAUGARDAGSKVÖLDUM.
Verkamenn 'eiga ekki að
taka þátt í niðurlægjandi um-
ræðum og bollaleggingum um
það á hvaða hungurlús þeir
geti skrimt. Jörðin geymir
gnótt gæða handa öllum. Það
sem vantar er hagkvæmt
samfélagsform. Það er ömur-
legt að sjá heiðarlega smá-
borgara þrútna af hugar-
reikningi og heimilismatseðl-
um eyða tímanum við vanga-
veltur um hvernig hanga megi
á horriminni. Einn slíkur lífs-
kjaravitringur birtir vikumat-
seðil í Frjálsri þjóð s.l. laug-
ardag. Þar kemur í liós að
hjónum með 3 börn er ætlað að
Framhald á 11. síðu.
Kaup - Saia
Regnfötin,
sem spurt er um, eru fram-
leidd aðeins í Vopna.
Gúmmífatagerðin VOPNI,
Aðalstræti 16.
Munið kalda borðið
að Röðli. — RöðuIL
Nýbakaðar kökur
með nýlöguðu kaffi. —
Röðulsbar.
Fyrst til okkar
Húsgagnaverzlunin
Þórsgötu 1
Munið Kaffisöluna
Hafnarstræti 16.
U tvarpsviðger ðir
Radíó, Veltusundi 1.
Sími 80300.
Sendibílastöðin
Þröstur h.f.
Sími 81148
Sendibílastöðin h.f.
Ingólfsstræti 11. — Sími 5113.
Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi-
daga frá kl. 9.00-20.00.
Saumavélaviðgerðir
Skrifstofuvélaviðgerðir
S y 1 g j a.
Laufásveg 19, sími 2658.
Heimasími: 82035.
1395
Nýja sendibílastöðin
Sími 1395
Lj ósmyndastof a
rafmagnsmótorum
og helmilistækjum.
Raftækjavinnustofan Skinfaxl
Klapparstíg 30. — Sími 6484.
Ragnar ölafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi. Lög-
fræðistörf, endurskoðun og
fasteignasala, Vonarstræti 12,
sími 5999 og 80065.
•■••■■•■■■•■■•■■•■■■•■■•■■■■■■■■•■■•■•■■■■■••■■■■■■•■■■»■■■■■■■■•■■■■■■•■■•■■•■*•■■»■■
Þjóðvil jann vantar ungling
til að bera blaðið til kaupenda í Skipasundi.
ÞIÖÐVllIINN, sími7S00