Þjóðviljinn - 02.04.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 02.04.1955, Síða 7
Laugardagur 2. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 í húsinu til hægri átti H. C. Andersen lengi heima í bernsku — par er nú minningar- safn hans. H. L Andersen 150 ára minning H. C. Andersen var alla ævi heimagangur í húsum vina sinna — sjálfur átti hann ekk- ert heimili. Ævintýri hans sjálfs byrjaði þannig að hann fór að segja börnum gestgjafa sinna sögur þegar búið var að borða. Það voru í fyrstu sögur sem hann hafði heyrt í æsku: þjóðsagnir og ævintýr. Brátt tóku hinir fullorðnu að leggja eyrun við. og gesturinn vildi þá einnig segja þeim eitthvað til yndis og lærdóms: hann tók að breyta ævintýrum sínum eftir þörfum stundar- innar; von bráðar urðu til sögur og ævintýr sem aldrei höfðu verið sögð áður — fædd í ímyndun þulsins sjálfs. Hann var nær þrítugu þegar hann hóf þessa sagnagerð, og hann hélt henni áfram án hvíldar þau 40 ár sem hann átti ólif- uð. Hann hafði áður gerzt allstórvirkt skáld í öðrum greinum; er fyrstu ævintýrin komu fyrir almenningssjónir spáði einn vinur hans því að fyrir fyrri skáldskap mundi hann hljóta frægð, en ódauð- leik fyrir ævintýrin. Fyrri hluti spárinrtar hefur reynzt nokkuð orðum aukinn, síðari hluti hennar hefur komið ná- kvæmlega heim. Andersen stóð á þrítugu er fyrsta ævintýrasafnið kom á prent. Æska hans hafði verið strangur skóli. Hann var sonur skósmiðs á Óðinsvéum, og hafði misst föður sinn 1,1 ára gamall. Það var fátækt hús, afi hans hafði verið geðveikur, móðir hans lagðist siðar í drykkjuskap. I bernsku var hann þó látinn tiltölulega sjálfráður um hætti sína. í- myndunarafli hans voru þá þegar lítil takmörk sett, og ungur lék hann með brúður, stofnsetti sitt eigið brúðuleik- hús. Koma leikflokks frá Kon- unglega leikhúsinu til Óðinsvéa olli því að eftir það stefndu allir draumar hans til höfuð- borgarinnar. En hann skyldi verða skraddari í fæðingarbæ sínum. í staðinn fór hann til Kaupmannahafnar 14 ára að aldri. Hann vildi gerast dans- ari, braut sér leið inn í stofu dansmeyjar einnar og tók að dansa fyrir hana og syngja. Síðar kvaðst hún hafa haldið að strákurinn væri vitlaus, enda rak hún hann öfugan á dyr. En þessi ófríði langi drengur, sem aldrei kunni nein tök á ýmsum viðfangsefnum daglegs lífs, var gæddur sjálfs- trausti sem sást ekki fyrir — „ég ætla að verða frægur“, sagði hann við móður sína áð- ur en hann kvaddi; rakti henni síðan ágrip af ævisögum nokk- urra mikilla manna er í fátækt höfðu fæðzt og alizt. Frá dans- meynni hélt hann rakleiðis til stjórnanda Konunglega leik- hússins og fór fram á að fá atvinnu. Leikhússtjórinn svar- aði að hann væri of horaður fyrir leikhús. Hinn orðfrakki sláni frá Fjóni svaraði blygð- unarlaust: „Ef ég fengi 100 ríkisdala laun mundi ég fljótt verða nægilega feitur“. En þá varð kammerherrann alvar- legur, svaraði því til að hann réði aðeins til sín fólk sem hefði ti) að bera einhvern snefil almennrar kurteisi. Þar með var sá draumur búinn. Leiðin lá á trésmíða- verkstæði, en þar var svo ljótt tal að hinn „ókurtéísi“ skó- smiðssonur hélzt þar ekki við. Fyrir tilstilli góðra manna komst hann síðar í mennta- skóla í bænum Slagelse. Ander- sen hafði ekki dvalizt þar lengi er hann nefndi staðinn Plag- else. Að lokum sagði skólastjór- inn honum að fara til fjand- ans. Hann leitaði þá enn á náðir vina sinna í Kaupmanna- höfn, þeir útveguðu honum einkakennara; og árið 1828 lauk hann stúdentsprófi. Yfir slíku prófi hvíldi þá nokkru meiri ljómi en nú: Andersen var kominn í hóp „andlegu stéttarinnar“; héðan í frá lifði hann eingöngu af penna sín- um — og á vinum sínum. Það er óþarfi að rekja hér ritstörf hans fram til 1835: verk hans, önnur en ævintýrin, eru ekki lifandi skáldskapur i dag; ýms leikrit hans voru þó um skeið leikin dálitið í Kaupmanna- höfn, sumar skáldsögur hans þóttu rétt læsilegar, nokkur ljóð hans vöktu gleði í hjört- um. Merkari þykja fáeinar ferðabækur hans, og þó um- fram allt sjálfsævisagan, Mit Livs Eventyr, sem út kom fyr- ir réttum hundrað árum. Er liöfundurinn kom til vina sinna eftir hádegi 2. apríl 1855 gat liann sagt þeim að þá um morguninn hefði hann lokið nýjasta meistaraverki sínu: sj álf sæ visögunni. Skaplyndi H. C. Andersens var ekki einleikið. Hann var hégómagjarn úr hófi fram, hann gerði sér dælt við aðals- menn og fursta, þótti mikil fremd að vera konungsgestur, rak harðan áróður fyrir verk- um sínum, taldi þá hafa rétt- ast fyrir sér er hrósuðu lionum mest. Á hinn bóginn bjó hann ævinlega yfir upprunalegu við- horfi við lifinu og tilverunni, honum var mjög í mun að varðveita barnið i sjálfum sér, eins og hann komst að orði; vinir hans margir áttu ekki nógu sterk orð um djúprætta góðvild hans, samúðarþel, op- inskái, hreinleik í hugsun. Það eru þessir síðartöldu eðlisþætt- ir hans sem lýsir af í ævin- týrum hans. Ævintýr er sagan af því hvernig góður maður fær umbun dyggðar sinnar, illur maður hlýtur refsingu fyr- ir ódáð sína — í ævintýri hef- ur réttlætið framgang. Þar eru öll hversdagsleg lögmál rofin: þannig verður lögmál réttlætisins máttugast. Dýr og blóm og gripir tala mennskri tungu, þyngdarlögmálið er á bak og burt, hafið gengur á land, myrkrið verður gegnsætt, grafir ljúkast upp, loftið verð- ur fast undir fæti, ein fjöður verður fimm hænur; en endur- gjaldslögmálið, undirstaða alls siðgæðis, stendur. Við göngum út frá því sem frumstaðreynd að ímyndunarafl H. C. Ander- sens hafi frá upphafi verið fá- gætlega frjótt, umhverfi hans í bernsku gaf því byr undir vængi — þó öðrum hefði það einungis orðið til andlegs nið- urdreps; dul þjóðsögu og ævin- týrs rann honum í merg og bein á ungum aldri. Þróun þjóðfélagsins, stefnur í skáld- skap, og að lokum ferill hans -sjálfs — allt þetta markaði hugarstefnu hans, renndi stoð- um undir ævintýragerð hans. Hann byrjaði að skemmta börnum. En hinum fullvaxna manni, er í barnslegum hrein- leik dreymdi fegurð og rétt- læti, var sú skemmtan ekki nóg. Hann var ekki heimspek- ingur, en hann gerðist siðferð- isprédikari — mjög nýstárleg- ur, mjög skemmtilegur. Hann gerðist kennari réttrar breytni; en hann beitti ekki vendi, held- ur sagði hann dæmisögu. Fjöl- mörg ævintýri hans eru þess- háttar „nytsemdarskáldskap- ur“. Og þetta skáld, sem ferð- aðist um löndin til að hafa eft- irlit með frægð sinni og sitja veizlur hjá furstum, sagði eitt sinn í Athugasemdum um æv- intýr sín: „Barnið í gröfinni og Móðirin eru þau tvö ævintýr er fengið hafa mér meiri gleði en allur annar skáldskapur minn, því þau hafa rniðlað svo margri syrgjandi móður hugg- un og styrk“. En meistari okkar leikur á fleiri strengi. Klukkan er æv- intýr um lífsgáfuna og leitina að lausn hennar, Ljóti andar- unginn er í einu persónulegt kvein og persónulegt sigurhrós, Næturgalinn er algild dæmi- saga um það hvernig fer er menn velja svikinn málm fyr- ir hreinan, Nýju fötin keisar- ans er ævintýr um samsinni hugleysisins. í hinum síðartöldu ævintýrum á blekkingin heima við keisarahirðir, í hásætum. í fyrra ævintýrinu er fátækur fiskimaður boðberi sannleik- ans: „Það er dáfallegt að heyra, og það líkist, en eitt- hvað vantar samt, sem ég veit ekki hvað er“, segir hann um söng vélgalans sem hirðin krýpur. f hinu ævintýrinu rýf- ur lítið barn blekkingarhjúp- inn: „Nú, hann er þá ekki í neinu'." Þessi ævintýr votta að H. C. Andersen var ekki öld- ungis háskalaus liirðgestur: hann sá dýpra en þeir vissu, þekkti sinn Goðmund og Glæsi- velli hans. Þau sýna einnig hvar skáldið vænti sannleik- anum helzt halds og trausts: í hjarta alþýðumannsins, í auga barnsins. Hann var fædd- ur og fóstraður öreigi; hann þekkti litla manninn í þjóð- félaginu nógu vel til að viður- kenna tign hans, óspillta af sýndarmennsku yfirstéttar og hirðar þar sem barizt er um horbein og mötunauts sæti af góðlátlegri grimmd. Hann var alþýðumaður alla ævi, ’tengdí allan draum sinn upprunalegu viðhorfi og óspilltum eðlileik fiskimanns og b^rnsins hans. Á þetta er vert að leggja á- herzlu í dag þegar uppdubbaðir hirðsnápar munu nudda sér ut- an í minningu hans af því hann er nógu löngu dauður. Lif og verk H. C. Anderséns felur í sér eina af mótsögnum tilverunnar. Ef þjóðfélagslegur uppruni og æskukjör hefðu ver- ið einráð um örlög hans, hefði hann sólað skó eða saumað brækur í fæðingarbæ sínum meðan þrek entist, drujtkið sig fullan um helgar, máski orðið geðveikur á miðjum aldri. En svona fór: á 150 ára afmæli hans heldur fólkið í gervöllum heimi minningu hans í heiðri. Aldrei hefur ódauðlegra skáld verið alið. Hann sagði sjálfur að lof gerði sig góðan. Það er vafamál að aðrir menn séú þá betri í eilífðinni. — B. B. i pessu húsi er H. C. Andersen talinn fœddur H. C. Andersen

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.