Þjóðviljinn - 02.04.1955, Page 9
4
LaugardagTir 2. apríl 1955 — 1. árgangnr — 9. tölublað
Heilabrot
Stafatígull
a a á á
f f í í
k s t f
r r r r
Raða stöfunum svo að
fram komi: 1. gras, 2. í
vefnaði, 3. væta, 4. mjólk,
— hvort sem lesið er lá-
rétt eða lóðrétt (niður).
Hvernig skýrirðu
þetta?
1. Hrútur gat ekki valdið
hausnum fyrir hornum
og þó var hann kollóttur.
2. Það var fyrir fiski að
þessi garður var ull.
Skrítlur
Dóra litia, þriggja árá,
hafði rifið blað úr síma-
skránni, en rétt í því
kom pabbi/'hennar.
Gerðirðu þetta með
vilja?, spurði hann.
— Nei, pabbi minn, ég
gerði það með fingrun-
um.
• ----------
•—~ Ég vildi óska, að ég
ætti nóga peninga til að
kaupa mér fíl.
— Til hvers vantar þig
fíl?
— Ekki til neins. En mig
vantar peninga.
Ráðningar á þraut-
um í síðasta blaði
á heilabrotum í síðasta
'blaði.
Reikningsþrautin. Siðasti
naglinn kostaði 83886 kr.
og 8 aura, en alíir '24
kostuðu 1677772 kr. og 15
aura.
Gátur 1. Úr eða klukka.
2 VindhE'iar. — 3. Á
hnén á sjálfum þér.
Að þræða nái
á fötu
Smáleikur
Leikandinn sezt á flösku,
sem liggur á gólfinu og
snýr botninum frarn. —
Hann krossleggur fæt-
urna og teygir úr þeim
framundan sér og má að-
eins annar hællinn nema
við gólf. í þessum stell-
ingum á hann að leysa þá
erfiðu þraut að þræða
nál.
Orðsendingar
Verðlaunin. Þegar sagt
var frá úrslitum verð-
launasamkeppninnar, láð-
ist að geta þess, hver
verðlaunin voru. Þeirra
var að vísu getið i 2.
tölublaði, þegar sam-
keppnin var auglýst. 1.
verðlaun voru íslenzk
barna- eða unglingabók
eftir eigin vali. — 2.
verðiaun kúlupenni. — 3.
verðlaun mappa með 8
landslagskortum.
Samkeppninni um
greinar og frásagnir lýk-
ur um páskana. Næstu
viku má því senda efni
og kemur það til greina.
Ný verðlaunasamkeppni.
Á sumardaginn fyrsta
hefst ný verðlaunasam-
keppni um anríað efni,
en hvað það er fáið þið
ekki að vita fyrr en í
blaðinu, sem kemur um
sumarmálin.
Skrítlur frá lesendum.
Meðal efnis frá lesend-
um, sem borizt hefur, eru
nokkrar skritlur. Hér er
ein:
— Óttalega er hann lít-
ill hann bróðir þinn.
— Já, en hanrí er held-
ur ekki nema hálfbróðir
,minn.‘
Guðm. M.
„Hringur og maríuerlan“
Dýrasagá ' með þessu
nafni kemur í næsta
blaði. Hún er frá 12 ára
telpu í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Skrifaði hún blað-
inu skemmtilegt og vin-
samlegt bréf, sem Óska-
stundin þakkar kærlega.
Margar sögur
og annað efríi frá les-
endum bíður næstu blaða.
Þóranna, Vestmannaeyj-
um.
Það hittist svo á, að rit-
stjóranum bárust fleiri
bréf um samskonar söf*-
un, sem þú minntist á.
Frá þessu verður sagt í
næsta blaði.
Stefanía.
Þakka þér fyrir huldu-
fólkssögurnar og teikn-
ingarnar. Þú sérð þetta
bráðum í blaðinu okkar.
Útgefándi: Þjótviljinn — Ritstjóri: 'GunAár M. Mngnúss — Pósthólf '1063.
ÆvintýraskáldiÖ
Idag er víða um heim
þess minnst hátiðlega,
að 150 ár eru liðin frá
fæðingu ævintýraskálds-
ins danska H. C. Ander-
sen. Harín hét fullu nafni
Hans Christian Ander-
sen og fæddist á Odense
— Óðinsvéurrí 1— á Fjóni.
Faðir hans var fátækur
skósmiður og lézt, þegar
drenguririn var 11 ára
gamall. Eftir það reyndi
móðir hans að hafa óf-
an af fyrir þeim mæðg-
inum með því að þvo
þvotta, en svo' illa tókst
til að hún lagðigt í ó-
reglu, svo að drengUrinn
varð að mestu umhirðu-
laus.
Snemma hneigðist hug-
ur drengsins að skáld-
skap og leiklíst. Hann
var ekki hneigður fyrir
nám eins og það tiðkaðist
þá í skólum, en lifði í
heimi ævintýra, hjátrúar
og draumóra. Hann bjó
þegar á barnsaldri til
brúðuleikhús, orti vísur,
söng og lék og dansaði.
Flestum þótti aðfarir
hans skringilegar og
hlægilegar, enda var hann
einkennilegur í útliti,
langur og illa limaður og
kátlegur í framkomu. —
H. C. Andersen
*
Þegar hann var 14 ára
yfirgaf hann æskustöðv-
arnar og hélt til höfuð-
borgarinnar, Kaupmanna-
hafnar, til að leita sér
fjár og írama. Hann
vildi ákaft verða leikari
og fór til leikstjóra til
þess að sýna að hann
væri ágætt efni í leikara.
Harín söng, hoppaði og
dansaði, en öll framkoma
hans þótti svo skopleg,
að honum gekk illa að
komast að sem leikari.
Þó fékk hann eitthvert
aðstoðarmannsstarf hjá
konunglega leikhúsinu.
Þá tók hann að sémja
leikrit, en fékk iitla á-
heyrn með þau. Þó fór
svo að einn leikhúsmaður
taldi að í þessum pilti
væri skáldskaparneisti.
studdi hann piltinn til
náírís, Skólavistin gekk
heldur skrykkjótt, skóla-
stjórinn var harður, en
Andersen illa undirbúinn.
Hrökklaðist pilturinn úr
skólanum, en las síðan
utanskóla og náði stúd-
entsprófi 22 ára að aldri.
Andersen var nú orð-
inn ákveðinn í að verða
skáld og rithöfundur. —•
Hann ferðaðist til ann-
arra landa, skrifaði
ferðasögur, skáldsögur og
orti Ijóð.
Náði hann nú nokkru
áliti fyrir skáldskap sinn,
eri' þó ekki verulega fyrr
en hann hóf að rita æv-
I Framhald á 2. síðu,
K L I P P I Ð H É R
H ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl FRtMANN HELGASÖN
Körfuknattleiksmót íslands
Eins og áður hefur verið frá
skýrt hér lauk körfuknattleiks-
móti Islands fyrir skömmu.
Körfuknattleikur virðist í
stöðugri sókn og vinsældir hans
fara sívaxandi.
Að þessu sinni voru fjögur fé
lög sem kepptu en s.l. ár voru
þau þrjú. Sigurvegari að þessu
inni varð ÍR eftir mjög jafnan
úrslitaleik við Gosa. Yfirburðir
ÍR-inga í leikjum mótsins lágu
mest í því að þeir áttu betri
skyttur. Þeir eru líka í mjög
góðri þjálfun, og hafa sjaldan
verið sterkari en nú. Liðið er
yfirleitt jafnt með þá Helga,
Jónsson og Helga Jóhannsson
sem beztu menn. I síðasta leikn-
um lék Gunnar Bjarnason með
liðinu, en hann hefur oft verið
liðinu mikill styrkur. ÍR náði
miklum yfirburðum í leik sín-
um við Háskólann (51:26).
Lið Gosa sem varð annað í
mótinu hefur jöfnu liði á að
skipa en engar „stjörnur". Leik-
ur þeirra við I.K.F. var jafn.
Gosi hafði til að byrja með
yfir í stigum en I.K.F. jafnaði,
en Gosi sigraði með tveggja
stiga mun. Leikur Gosa við Há-
skólann var daufur eins og stig-
in ber með sér, Háskólinn náði
þó ágætum varnarleik. Leikur
Gosa við IR var þezti leikur
þeirra í mótinu og þessi leikur
var tvímælalaust bezti leikur
mótsins. Ólafur Thorlacius og
Ágúst Þór voru beztu menn
liðsins.
Háskólaliðið var sambland
af yngri og eldri leikmönnum
og má segja að liðið hafi sótt
sig í keppnimii. Valgeir Ársæls-
son var hinn reyndi og ráð-
setti leikmaður og með honum
Magnús Sigurðsson af eldri
skólanum. Af ungu mönnunum,
sem margir lofa góðu, vakti
Friðleifur Stefánsson mesta at-
hygli. Hann er mjög fljótur að
átta sig, léttur og snöggur að
grípa inní ef færi gefst.
I.F.K.-liðið var nokkuð gott,
en þó tæpast í eins góðri æf-
ingu og undanfarið. Leikur
þeirra við Gosa var ágætur og
eins móti Í.R. Þeir hafa mikla
keppnisreynslu sem kemur
þeim oft að góðu haldi. Leikur-
inn við I.R. var jafriari en stig-
in gefa til kynna því að þeir
voru óheppnir með skotin. Ingi
Gunnarsson fyrirliði liðsins er
stjórnandi þess og skipuleggj-
andi og tvímælalaust bezti mað-
Framhald á 11. síðu.
Úrslit í dag í
badmintonmótimi
I dag kl. 5.40 hefjast úr-
slitaleikir í badmintonmóti
Reykjavíkur.
Er nú lokið keppni í tvíliða-
leik karla sem ekki varð lokið
s.l. laugardag. Fóru leikar svo
að til úrslita komust þeir Hauk-
ur Gunnarsson og Lárus Guð-
mundsson eftir að hafa sigrað,
fyrst þá Lárus Guðmundsson
og Karl Maack og siðan í mjög
skemmtilegum og nokkuð jöfn-
um leik þá Þoryald Ásgeirsson
og Albert Guðmundsson (15:4
10;15 og 15:9). Mæta þeir nú
Vagner Valbom og Einari
Jónssyni í úrslitum sem um
langt skeið hafa verið ósigrandi.
Þeir sem fara í úrslit í öðrum
greinum eru:
Einliðaleikur karla: Vagner
Valbom og Lárus Guðmunds-
son.
Einliðaleikur kvenna: Juliana
Isebarn og Jónína Niijóníus-
dóttir.
Tvíliðaleikur kvenna: Júlíana.
Isebarn og María Þorleifsdóttir
gegn Huldu Guðmundsdóttur og
Rannveigu Magnúsdóttur.
Tvenndarkeppni: Ellen Mog-
ensen og Vagner Valbom gegn
Júlíönu Isebam og Einari Jóns-
syni.
----- Laugardagur 2. apríl 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (9
Gunnar M. Magnúss: |
Börnin frá Víðigerði
Karlmennirnir í Víðigerði voru röskari við
kveðjurnar. Þeir gengu mann frá manni, kysstu
og kysstu, þangað til þeir voru búnir með flesta,
nema helztu virktavinina, sem þeir höfðu beðið
að bíða eftir sér.
Svo viku þeir með þeim afsíðis.
Eldri krakkarnir höfðu verið einir sér mikinn
hluta dagsins. Eftir að kveðjurnar og kossarnir
byrjuðu, hentust þeir um allar trissur, byrjuðu
að stökkva yfir bæjarlækinn, þar sem hann var
breiðastur, hendast á stöng milli þúfna og loks
fóru þau í útilegumannáleik kringum bæinn.
Nokkrir aðrir krakkar slæddust í hópinn og
leikurinn gekk um stund með prýði, ánægju og
viðeigandi hávaða. En smátt og smátt fóru börnin
að tínast heim 'til sín, öll nema Víðigerðisbörnin.
Þau hættu aftur að leika sér og athuguðu hvað
kveðjunum var langt komið. En þegar þau sáu,
hvað margir voru eftir, leiddist þeim að standa'
og norpa lengi í næðingnum, stukku því út fyrir,
túngarð og settust þar í hóp í skjólinu.
Þar var Stjáni langi, Geiri, Árni, Daddi, Gerða
og Gutti.
Stjáni langi stakk nú upp á því, að þau tækju
sína hesta og þeystu heim, því að þessi næð*
ingur rnyndi nísta úr þeim líftóruna, sagði hann'
En hin börnin þorðu ekki.
í því bili reið einn hópur af ferðafólkinu úf
traðirnar, gegnum túngarðshliðið, skammt frá
þeim.