Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. april 1955 — Þ'JÓÐVTLJINN — (9 Viitd við Sveizt Guðiónssoit Framhald af 7. síðu. Finnbogakamb. Mér brást bogalistin að finna Finnboga- kamb, því áður var skollin á stórhríð. Ekki var betra að snúa til baka og villast út á heiðarnar. Það leið að kvöldi, en áfram hélt ég og teymdi hestinn. Allt í einu steyptist hann niður og ég valt og skoppaði á brúsandi ferð eitt- hvað undan hallanum. Þegar niður kom var ég ringlaður, en jafnaði mig brátt. Eftir skamma leit fann ég hestinn. Báðir rúgmjölspokarnir voru liorfnir •— og báðir klakkarn- ir brotnir af klifberanum. Rlifraði ég í’/pp þar sem hesturinn hafði oltið niður. og fann fyrst annan pokann, siðan hinn nokkru hærra og dró þá niður. Þeir voru báðir heilir. Ég var svo heppinn að finna stóran stein upp úr snjónum og bar ég pokana þangað. Kl. 3 um nóttina fann ég bæinn. Fólk var á fótum við fjárböðun, en þá var al- menn kláðaböðun um land allt. Daginn eftir kom liús- bóndinn að leita að mér, hafði enga eirð haft eftir að hríðin skall á. ® Sumar í Grímsey — Á fimmtánda ári fór ég enn til Húsavíkur. Þar fermdi sr. Jón Arason mig ( Ari sá var bróðir Matthíasar Joch- umssonar). Það varð úr að ég réðist til Frímanns Bene- diktssonar, er þá fluttist til Grímseyjar. Mér þðtti af- skaplega vænt um mömmu, hún vildi helzt ekki að ég færi. Ég kvaddi hana. með tár- in í augunum. Ég sá hana ekki aftur. Það var gaman að vera í Grímsey. Það er fallegt þar að sumrinu. Það er tjörn á eynni og mikið af æðarfugli var þar. Eitt sinn fór hús- bóndi minn að spinna hross- hár af miklu kappi, síðan tálgaði hann spýtur. Þetta fannst mér einkennilegt. Þetta voru aðallega næturverk. Svo' eina nóttina bað hann mig koma með sér. Hann lagði snörur meðfram tjörninni. Ég hafði orð á því að þetta væri illa gert. Hann sinnti því ekki. Það er sigið eftir eggj- tim í Grímsey. Einn morgun spyr húsbóndinn mig hvort ég þori að síga. Ég hélt það. Svo fórum við — annars mátti ekki láta viðvaninga síga. Mig sundlaði ekkert. Þegar ég var kominn niður á mjóa sillu leysti ég af mér bandið og fikraði mig eftir sillunni. Allt í einu fór hús- bóndinn að draga upp vaðinn. Sillan var svo mjó að ég varð að halda mér í bergið. Þegar húsbóndinn fékk tóman vað- inn upp mun honum ekki hafa litizt á. Til þess að sjá niður í bjargið varð hann að ganga langt austur á það. Síðan kom hann aftur, en gekk illa að hitta á mig. Loks náði ég í vaðinn og hann dró mig upp. Um leið og ég var örugglega kominn upp sagði hann: — Þennan andskota skal ég aldr- ei gera aftur! — Ég hafði tínt 400 egg. • Hákarladráp — Við rérum á. árabát nn sumarið þrír saman. Hinn há- setinn hét Runólfur, bráð- skynsamur maður, en lionum og húsbóndanum lenti hroða- lega saman á sjónum. Orð- bragðið hef ég ekki eftir — og þeir sinntu ekki um að draga fiskinn fyrir rifrildi! Ellefsen gamli norski hafði þá hvalveiðar hér við land. Eitt sinn kom bátur með hval og lagði honum í víkinni. Einn morgun er hvalurinn hafði legið þar nær hálfum mánuði rérum við út að hon- um. Að sjá í sjóinn, þar ið- aði allt af hákarli. Og það var ekki ein einasta fleyta í Gríms- ey er ekki fór á hákarlaveiðar þann dag. Við sökkhlóðum. Um kvöldið kom hvalabátur að sækja hvaiinn. Þeir renndu líka fyrir hákarl. Sá fyrsti er þeir veiddu var ægileg skepna, það voru margar tunnur af lifur í honum. • Víða liggja vinnumanna göíur — Ég var orðinn 17 ára. Og um haustið fór ég til lands og að Presthólum í Núpasveit, til sr. Halldórs Bjarnasonar. Á Presthólum var ég í 4 ár. Þaðan fór ég til Austfjarða, fyrst til Vopnafjarðar, síðan til Mjóa- fjarðar. Þá hafði Ellefsen gamli hvalstöð á Mjóafirði. Það var líf í tuskunum þá á Mjóafirði. Aftur fór ég að Presthólum. Var þar um vet- urinn. Um vorið fór ég að Leirliöfn. Þar liðu tvö ár. Þá fór ég að Sigríðarstöðum, þar átti ég heima samfleytt í 9 ár. Svo giftist ég Guðnýju Þórð- ardótíiur. Hún er fædd á Grjótnesi á Sléttu. Við flutt- umst til Raufarhafnar. • í íshafinu — Áður en ég fluttist til Raufarhafnar- hafði ég verið kaupamaður hjá Sveini Ein- arssyni ,,í Búðinni". Eitt sinn kom ég heim um þrjúleytið að nóttu, hafði verið á túr. Tóti, félagi minn, steinsvaf. Þegar ég var að fara úr jakk- anum kom Sveinn og bað mig að ná í nótabátinn. Ég fór og leysti bátinn frá öðrumeg- in, en beygði mig heldur mikið og steyptist beint á kaf í sjó- inn! Kona Sveins hafði séð til mín, en þegar fólkið kom út að bjarga var ég að skríða upp í fjöruna! Við hlóðum bátinn af trjáviði sem átti að fara í hús á Hóli á Sléttu. Endurtók þá sagan sig, ég steyptist aftur í sjóinn! Þá sagði Svesnn: Jæja nafni minn, nú skaltu fara inn og leggja þig. Ég gerði ekki nokkurn skapaðan hlut þann dag. Sveinn var mjög kurteis maður, það heyrðist aldrei ill- yrði af hans vörum. • Verkstjóra kennt Það var vorið 1928 að við fluttumst alfarin til Raufar- hafnar. Þá fór ég til Norð- munna er höfðu þar síldar- verksmiðju, „gömlu rauðku“. Þá var pressað með hand- pressum! Eitt sinn lagði einn Norðmaðurinn sig til svefns uppi á síldarmjölspokunum'. Vfð saumuðum hann fastan við pokann svo hann mátti sig hvergi hræra þegar hann vaknaði. Hann fékk aldrei að vita hver gerði þetta. Þeir voru annars undarlegir, Norð- menn. Þeim þótti mjög ein- kennilegt ef menn fengu magaveiki. Þetta henti eitt sinn gamlan mann. Olsen gamli verkstjóri varð vondur og sagði honum að hann gæti farið úr vinnunni ef hann þyrfti endilega að fara á kam- arinn. Gamla manninum rann í skap og hann sagði að ef Olsen bannaði sér það myndi hann leysa niður um sig þar sem hann stæði. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Eng- inn hreyfði sig til að þrífa þetta. Verkstjórinn varð að gera það sjálfur. Eftir það leyfði hann mönnum að fara - á kamarinn. • í suðúpottinum — Það var árið 1942. Þá var búið að byggja nýju verk- smiðjuna. Ég var þá sem fyrr að vinna í síldarverk- smiðjunum. Fyrir neðan síld- arþrærnar eru lýsisþrærnar. Við vorum þá tveir beðnir að ná í slöngu. Annar endi slöng- unnar var festur við dínamó- inn, hinn endinn í fjörunni. Það var ekkert yfir þrónum. Um leið og ég gat losað slöng- una varð mér fótaskortur og ég steyptist niður í suðukarið. Ég varð að smáfæra mig niðri í þessu helvíti til að komast að palli og þaðan uppúr. Það var að líða yfir mig þegar ég komst upp. Fýrst fór ég úr stígvélunum, síðan í poll á planinu. Inni í gömlu verk- smiðjunni voru menn að vinna, þeirra á meðal Lárus Guð- mundsson. Ég reikaði til þeirra og sagði: •— Hjálpaðu mér nú Lárus minn. Svo vissi ég ekki af mér. Þeir fóru að leita hvað væri að mér og þegar þeir sáu að rauk úr mér vissu þeir hverskyns var. Þegar ég hafði dottið niður í suðupottinn var gengið í það að byrgja þrærnar! Ég ætla ekki að reyna að lýsa kvölunum þegar ég vakn- aði. Karl Strand var þá lækn- ir á Raufarhöfn, og bjó um brunasárin. Síðan var ég fluttur í flugvél til Akureyr- ar. Lá þar um sumarið. • Framfærslunefnd er alltaf framfærslunefnd Þegar ég kom heim var framfærslunefndin heima hjá mér. Kringumstæður mínar voru ekki sem beztar í þá daga. Konan mín hafði nær orðið blind. Lá á Akureyri á sama tíma og ég, en var kom- in heim- á undan mér og hafði fengið nokkurn bata. Ég var því upp á náð þessara manna kominn. Um haustið kom Ein- ar Jónsson hreppstjóri og sagði að ég ætti ávísun upp á nær. 10 þús. kr. Betra hefði nú verið að hafa góða heilsu en þessa lielvítis peninga, sagði ég. Hreppstjórinn bauð að fara með ávísunina og fá peningana. Framfærslunefnd- in fór þá á stúfana og bað mig lofa sér að sjá ávísunina. Oddvitinn okkar, Sigurður Björnsson frá Grjótnesi kvað ekki annað koma til mála en Gunnar M. Magnúss: Bömin frá Víðigerði ,,Við skulum þá skemmta okkur við eitthvað", sagði Stjáni og greip um leið hrossataðskögglá, sem lágu hjá honum og þeytti á eftir fólkinu. „Það er óhætt þó að einn hattkúfurinn fjúki af“, sagði hann hlæjandi. „Skammastu þín“ sögðu hin börnin og byrgðu sig. Og kögglarnir flugu frá Stjána, einn á fætur öðrum, þangað til einn skall á bakinu á öldruð- um manni. „Svei“, sögðu krakkarnir. En ferðafólkið hélt áfram og lét sig engu skip’t'a þennan leik. Stjáni notaði hverja ögn, sem hann fann og sagðist gera það til þess að halda á sér hita. ,.Þetta er skömm fyrir okkur“, sögðu krakk- arnir, „Hvað gerir það til. Við, sem erum á leið til Ameríku“. Kirkjufólkið var að smátínasí burtu og loks- ins, seinast allra, reið Víðigerðisfólkið heim í næð- ingnum og vorhúminu, þreytt eftir þennan langa og erfiða dag. i \ ÍÞRÓTTIR firTSTJÚRl: FRlMANN HELGASOff Handknaffleiksmótin Fai'ið er að síga á síðari hluta landsmóta þeirra í handknatt- leik, sem nú standa yfir, en þó er það nú svo að ekki er með öryggi hægt að fullyrða hverjir verði efstir í hverjum flokki. Enn eru eftir 3 keppniskvöld svo að margt getur skeð. Eftir eru leikir sem í nokkrum flokk- um geta haft úrslitaþýðingu. Til þess að menn geti áttað sig á stöðunni eins og hún er eftir 5 keppniskvöld, verða birtar hér skrár yfir hvert mótið fyrir sig. ég borgaði skuld mína. Ég fékk tæp 4 þús. kr., hitt tóku þeir upp í skuldina, er ég hafði komizt í um sumarið. Það átti að fara i málsókn hefði ég ekki borgað. Mér var sagt að peningana, bæturnar fyrir slysið, hefði ég ekki þurft að láta að heldur. En ég hef alltaf staðið í skilum. Vildi heldur líða. Á þessum 4 þús. kr. áttum við að lifa til næsta sumars. Síðan hef ég ekki þurft að halda á þeim kumpánum. Mér finnst að enn í dag sé alltaf sami klíkuskapurinn að skara eld að sinni köku og láta aðra súpa seyðið. — Ertu ekki hættur að vinna? — Nei, ég vann síðast í sumar á Raufarhöfn, en það er bara ekki nein atvinna til að lifa af. Og þó Sveinn sé hér gestur hjá börnum sínum hefur hann notað viðstöðuna fram að verkfallinu til að vinna. Enn er þjóðfélagið á því stigi að þeir sem mest vinna eru fá- tækir, en iðjuleysingjarnir auðgast á annarra striti. Hve lengi enn? Það er ykkar að svara. J. B. 3. fl. B: LUJT M St ÍR 2 2 0 0 15-12 4 KR 3 1 0 2 26-18 2 Fram 3 0 0 3 8-23 0 (Valur mun hafa leikið með ó- löglegan mann gegn KR og get- ur stigatalan því breytzt). 2. fl. kvenna; LUJT M St Ármann A 3 3 0 0 31- 4 6 KR 3 3 0 0 19- 7 6 FH 3 0 0 3 17-25 0 Fram 3 0 0 3 7-27 0 Ármann B 3 0 0 0 1-12 0 Meistarafl. kvenna: LU JT M St KR 3 3 0 0 28-17 6 Fram 2 2 0 0 '15- 9 4 FH 2 10 1 19-17 2 Þróttur 4 10 3 27-27 2 Valur 4 0 0 4 21-32 0 2. fl. A-riðilI: LU JT M : st Valur 2 2 0 0 34-18 4 Þróttur 2 10 1 33-20 2 Haukar 2 10 1 22-36 2 Ármann 2 0 0 2 27-31 Ö 2. fl. B-riðilI: L U J T M St KR 2 2 0 0 27-23 4 FH 2 10 1 32-29 2 IR 2 10 1 30-30 2 Fram 2 0 0 2 22-29 0 1. flokkur: FH — Ármann 18:9 KR — Þróttur 19:9. I kvöld halda mótin áfram og fara þá fram þessir leikir; 2. fl. kvenna: Ánnann B — Fram; meistaraflokkur kvenna: Ár- mann — FH og Fram — KR: 2. fl. karla B-riðill: FH — KR og Þróttur — Valur; 1. fl. karla: Ármann — Þróttur og FH — KR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.