Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. apríl 1955 ÍS» þlÓÐyiUINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7600 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu — Lausasöluverð 1 kr. élntakið. I Prentsmlðja Þjóðvlljanp h.f. ik______________—_______________________________/ íhaldið gegn alþýðunni ,,Því miður verður þeirri staðreynd ekki neitað, að kröfum Verkalýðsins um hærri laun var ekki alltaf tekið með sanngirni". Fróðlegt væri að stofna til getraunar um birtingarstað þess- ana ummæla. Hætt er við að fáir gætu rétt, en þó má vera að afsökunarhreinmurinn í fyrstu orðunum benti á að bak við þau væri sakbitinn aðili, einhver sem væri að látast iðrast. Og til að reyna ekki lengur á forvitni lesenda: Ummælin stóðu í ritstjórn- argrein Morgunblaðsins í gær! Þeir voru ekki alltof viðmótsþýðir gagnvart kröfum verka- rnanna, atvinnurekendurnir áður fyrr, nú virðist Valtýr hafa lært það, fyrst hann segir að þeirri staðreynd verði því miður ekki neitað, að kröfum verkalýðsins um hærri laun hafi ekki alltaf verið tekið með sanngirni. Það er í sjálfu sér broslegt, að ritstjóri Morgunblaðsins skuli harma það, að geta ekki neitað staðreyndum, en játning hans sýnir þó, að verkalýðshreyfingin iiefur einnig haft nokkur áhrif þar sem sízt varði, ef hún skyldi hafa kennt ritstjórum Morgunblaðsins þó ekki væri nema tak- markaða virðingu iyrir staðreyndum. Því miður er ekki að sjá á grein þessari né annars Staðar í blaðinu að trú Valtýs á for- xnúlu Göbbels, fornvinar hans, um áróðursgildi neitunar stað- ýeynda hafi rénað. Nú reynir þó Morgunblaðið að hörfa í það hornið, að áður fyrr hsfi vondir atvinnurekendur verið ósanngjarnir við verkamenn. Hvað skyldi vera langt síðan? Verkalýðshreyfingin á íslandi er ekki nema 60—70 ára gömul, og er ekki örgrannt um að verka- mönnum firmist, að allan þann'tíma hafi kröfum þeirra um hækkað kaup verið tekið af lítilli sanngirni, og einungis kraftur samtakanna knúið fram vilja þeirra. Það hefur meira segja borið á því undanfarna daga og vikur að verkfallsmenn sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, hafa liðið slíka önn fyrir „sann- girni'1 blaða Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og Vísis í garð verkamanna, að þeir hafa svarað með virkri þátttöku í verk- íallsaðgerðum. í þessu máli duga Morgunblaðinu engin undanbrögð. Einmitt fæssar síðustu verkfallsvikur hafa opnað augu fjölda verka- manna fyrir þeim staðreyndum hvert er eðli Morgunblaðsins og Vísis og þess flokks sem þau blöð þjóna, Sjálfstæðisflokksins. Það er lærdómsríkt að sjá hvernig áróðursformúlurnar, teknar fceint af vörum fornvinar Morgunblaðsins, Göbbels heitins, um ,,flokk allra stétta“, viðrast burt þegar verkalýðsstéttin neyð- ist til að beita verkfallsvopninu. Þá kemur í ljós grímulaust smetti gróðasafnara og arðræningja, okrara og einokunarseggs, hið sanna andlit Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Öskur Jiess og garmsins Vísis gegn verkfallsmönnum, kröfum þeirra og foaráttu, sýnir hvar „flokkur allra stétta“ tekur sér stöðu í á- tökum stéttanna á íslandi. Mörgum verkamanni, sem fagurgal- ínn hefur blekkt, er það lærdómsríkt, að sjá Sjálfstæðisflokk- inn, Morgunblaðið og Vísi enn sem fyrr í andskotaflokknum miðjum, æpandi níð og róg að verkfallsmönnum, æsandi Heim- ‘dellarskrílinn til árása á verkfallsverðina að skyldustörfum. Þetta er sanngirnin, sem Morgunblaðið telur nú hæfa krofum tverkamanna um kauphækkun, og má virða verkamönnum það ifcil vorkunnar þá þeir sjái ekki mikinn mun á henni og þeirri „sanngirni“ sem afturhaldið í landinu hefur jafnan áður sýnt fejarabaráttu verkamanna. 1 Aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins hefur sagt þær fréttir, sjálf- SEgt eftir hinum vönduðustu heimildum, að klíkan í Vinnuveit- endasambandinu og ríkisstjórnin hafi ákveðið að verkfallið standi íram yfir páska. Gjafir eru verkamönnum gefnar, úr þeirri átt, Bem fyrr. Þetta er „sanngirni" Sjálfstæðisflokksklíkunnar, hún jiykist ætla að ráða því hve langt verkfallið verður, ráða því að j)að verði langt. Það ættu þó flokksbroddarnir að hafa lsért, að ÍVonlaust er að ætla að svelta íslenzka verkamenn til uppgjafar. Þeir ættu að vita, að sú tilraun getur vakið svo reiði og skilning Silþýðu landsins að það yrði afturhaldinu og afætulýðnum, sem hreiðrar um sig í Vinnuveitendasambandinu og Sjálfstæðis- ílokknum, þyngra í skauti og margfalt dýrara en tafarlaus sam- . |>ykkt á sanngirniskröfum verkamanna. Það á hvert verkfall sína katrínusa Verkfall er ekkert gaman- mál né heldur uppfinning nokkurra vandræðamanna eins og stundum heyrist hald- ið fram. Verkfall er baráttuað- ferð vinnandi stéttar sem ekki hefur tekist við samninga- borðið að fá atvinnurekendur til að greiða kaup er unandi væri við. Þetta er mjö£ ein- falt mál, verkamaðurinn segir blátt áfram: ,,Ef ég fæ ekki það kaup, sem ég tel mig geta unað við og sem ég á rétt á, þá vinn ég ekki.“ Það sem gerir verkamanninum fært að segja þetta, það sem gerir honum fært að gera verkfall er, að hann er ekki einn um þetta, heldur eru það margir sem segja þetta samtímis, minni eða stærri starfshópar. Við einn mann mundi atvinnurek- andinn segja: „Farðu góði minn, ég læt annan taka við.“ En slíku er ekki hægt að svara heilum starfshópum. Samtök eru því frumforsenda verk- falls. Eftir því sem samtökin eru sterkari eru sigurhorfurn- ar betri. Af þessu leiðir, að verkfall verður aumkunarvert fáim, ef verkfallsmenn gera ekki ráð- stafanir til að hindra að utan- aðkomandi menn láti hafa sig til að taka upp þá vinnu, sem felld vár niður. Verkfallsvarsla er þvi grundvallaratriði í verk- falli. Sá sem ekki skilur þetta skilur alls ekki hvað verkfall er. Alþýðan hefur lært þetta af baráttu sinni. Það hefur kost- að hana hörð átök að knýja fram viðurkenningu verk- fallsréttarins. — En það tókst. í lögum, sem annars voru sett í þeim tilgangi að skerða rétt verkalýðsins, er þó verkfall viðurkennt sem lögleg aðgerð til að knýja fram kröfu um kaup og kjör. í viðurkenningu laganna á rétti til að gera verkfall felst að sjálfsögðu einnig viður- kenning á rétti til verkfalls- vörslu. Það er því algerlega löglaust athæfi að reyna að brjóta verkfall eða beita verk- fallsverði ofbeldi. Auðmannastéttin er söm við sig. Hún reynir auðvitað að brjóta verkföll á bak aftur. Það er ekkert undarlegt, því að verkföllunum er beint gegn henni. Og hún lætur auðvitað blöð sín og önnur málgögn hamast gegn málstað verk- fallsmanna. Hvað annað? Til þess er þeim haldið úti. En það kemur oftast í ljós í hverju verkfalli hópur manna, sem vinna næsta ömur- legt hlutverk. Það eru menn, er látast vera stórir og drýgja hetjudáðir og svo taka þeir sig til ef þeir sjá sér færi á að jafna um „helvítis bolsana“. Þykir það mikil hetjudáð og garpskapur að ráðast margir saman á fáliðaða verkfalls- verði og misþyrma þeim. „Eg læt sko engan skipa mér fyr- ir!“ segja þeir og bíða svo í ofvæni eftir að sjá hólið um sig í Mogganum eða Vísi. Ein slík hetjudáð var unnin fyrir skömmu uppi hjá Geit- hálsi undir forystu Einars Magnússonar æskulýðsfræð- ara. Og ekki stóð á því að hreystin væri rómuð í þessum málgögnum allra stétta. Þessi manntegund á sér glæsilega 'fyrirmynd og full- trúa í bókmenntum okkar þar sem er sjálfræðismaðurinn Katrínus Eiríksson, sem kom á Oseyri við Axlarfjörð til að innræta íbúum þess fátæka pláss virðingu fyrir framtaki einstaklingsins, Vann hann það afrek mest, að taka Bein- tein í Króknum einfættan og bera hann út á tún eins og frægt er orðið. Hverjir eru þessir menn, hverjir eiu þessir katrínusar í hverju verkfalli? Alla jafna eru þetta menn sem aðeins lifa á vinnu sinni. Þeir eiga allan sinn hag undir þvi að verkfallsmenn geti knúð fram bætt kjör. En þeir ala með sér aumkunai'verða lotn- ingu fyrir hinum rlka og vold- uga og sára löngun til að falla honum í geð. Þeirra æðsta takmark er að hljóta hrós og velþóknun hinna ríku. Fram- koma þeirra verður ekki skýrð út frá öðru. Tökum t.d. katrínusinn frá Geithálsi. Hann er í hópi þeirra manna, sem frestað hafa ákvörðunum í launamál- um sínum til að vita hverju verkfallsmenn fái áorkað, í þeim tilgangi að hagnýta sér þá bætta aðstöðu til að setja fram kröfu um hækkað kaup. En á meðan verlcfallsmenn heyja sína baráttu þá finnst honum sér sæmilegast að sýna þeim ofbeldi og ruddaskap. Sama má segja um annan katrínus, prófessorinn í for-. mannsæti opinberra starfs- manna, sem aldrei þreytist á að túlka málstað auðmann- anna, gegn verkalýðnum, en ætlar svo sér og sínum félög- um að njóta góðs af baráttu hans. Sama má ennfremur segja um ömurlegán hóp manna sem líkt haga sér. Sjálfstæðisbarátta hetjunn- ar Katrínusar Eiríkssonar á Óseyri við Axlarfjörð kom fyrir lítið og fékk snubbóttan endi. Þannig hefur þetta líka alltaf gengið í raunveruleik- anum. Katrínusarnir uppskera aðeins fyrirlitningu, ekki að- eins verkalýðsins heldur einnig auðmannanna, er líta á þá sem vesalmenni. En tilvist þessarar mann- tegundar gerir það mjög brýnt Framhald á 11. síðu. Þegar óskabörn þjóðarinnar eru gerð að umskiptingum Ólafur Thors lagði skömmu fyrir þingfrestun fram hið árlega frumvarp um skattfrelsi Eimskipafélags íslands. Félagið hefur æPinlega verið skattfrfálst á þeirri forsendu að það væri þjóðþrifafyrirtæki, til þess hefði verið stofnað með sameiginlegu útaki allrar þjóðarinnar og það hefði dafnað og blómgazt með þjóðnýtu starfi. En þetta óskabarn þjóðarinnar hefur ekki verið undir stjórn þjóðarinnar, heldur hafa forsprakkar íhaldsflokksins sölsað þar undir sig öll völd. Thors- ararnir og Bjarni Benediktsson eru þar nú innstu koppar í búri. Þess vegna geta þau undur gerzt að þjóðþrifafyrirtœkinu er beitt gegn þjóðinni. Tvívegis á þessu ári hefur skipum félagsins verið lagt af einskœrum fjandskap við verklýðsfélögin. Fyrst gerðist það í farmannadeilunni, þar sem mill- jónum króna var kastað á glæ vikum saman — en að því loknu varð félagið að semja um allt að 36% grunnkaupshœkkun. Sama sagan endurtekur sig nú, og eru sjö Eimskipafélagsskip nú bundin í höfninni. Sú stöðvun mun kosta yfir 100.000 kr. á dag, og það þarf ekki flókinn útreikning til þess að sanna að það er sjálfsagt og brýnt hagsmunamál félagsins að semja við verklýðsfélögin. En það eru ekki hagsmun- ir félagsins og hagsmunir þjóðarinnar sem ráða, heldur ofstæki fámennrar atvinnurekendaklíku með leiðtoga íhaldsflokksins í broddi fylkingar. Þetta dœmi sýnir glöggt að jafnvel óskabörn þjóðarinnar verða umskiptingar ef þau beygja sig fyrir ráðsmennsku Sjálfstœðisflokksins. Sá flokkur hefur ekkert breytzt síðan samþykkt var í miðstjóm hans 1932 að kaup verkamanna í bæjarvinnunni skyldi lækka. Þeirri árás var hrundið 9. nóvember og á sama hátt mun fjandskapurinn nú verða for- sprökkum Sjálfstæðisflokksins dýrkeyptastur. V_________________________________________________________

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.