Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria EEJLVRQUE: Að elska . • • ... og deyja 99. dagur ,, ;■•,'} „Gott. Og hvar eigum viö aö sofa næstu nótt?“ „ViÖ athugum þaö í dag.“ Hún hallaöi sér útaf aftur. Föl morgunskíma smeygði sér framhjá segldúknum og frakkanum. Fuglar voru farnir aö kvaka. Hún ýtti frakkanum til hliöar. Morgun- himinninn var, gulleitur og bjartur. „Sígaunalíf," sagði hún. „Þrungiö ævintýrum.“ „Já,“ sagöi Gráber. „Við skulum líta þannig á þaö. Ég hitti Pohlmann í nótt. Viö getum vakiö hann ef okk- ur vanhagar um eitthvaö.“ „Okkur vanhagar ekki um neitt. Eigum við enn til kaffi? Viö getum eldaö hérna, er þaö ekki?“ „Þaö er sjálfsagt bannaö eins og allt annaö sem skyn- samlegt er. En hvaða máli skiptir þaö? Við erum Síg&un- ar.“ . - ■ ■ i ý Elísabet fór að greiða sig. „Bakyið húsiö er hreint rigningarvatn í dalli,“ sagöi Grábeiy„Mátulega mikið til aö þvo sér úr.“ - Elísabet fór í jakkann sinn. „Ég fer þangaö. Þetta er eins og uppi í sveit. Vatn úr dælunni. Rómantískt var þetta kallað áöur fyrr, var þaö ekki?“ Gráber hló. „Þaö er þaö líka núna — samanborið við' leðjuna í Rússlandi. Alltaf er eitthvaö ööru betra.“ Hann vaföi saman rúmfötin. Svo kveikti hann á sprittlamp- anum og setti vatnspottinn yfir. Allt í einu mundi hann eftir því aö hann haföi gleymt aö leita aö skömmtunar- seðlum Elísabetar í herbergi hennar. Hún var aö koma til baka frá snyrtingunni. Hörund hennar var skært og barnslegt. „Ertu meö skömmtunarseölana þína á þér?“ spuröi hann. „Nei. Þeir voru í skrifborðinu við gluggann. í litlu skúffunni." „Hver fjandinn. Ég gleymdi aö taka þá. Hvers vegna gat ég ekki munað eftir þeim? Ég haföi nógan tíma.“ „Þú mundir eftir því sem mikilvægara var. Gyllta kjólnum mínum til dæmis. Viö sendum inn beiöni um nýja seöla. Þaö er ekkert óvenjulegt aö skömmtunar- seölar brenni.“ „Það tekur heila eilífð. Þýzkur embættismaöur breyt- ir ekki um starfsreglur þótt heimsendir sé i nánd.“ Elísabet hló. „Ég fæ frí í verksmiðjunni til aö ná í þá. ' Húsvörðurinn getur gefið mér vottorö um aö heimili mitt hafi brunniö.“ „Ætlaröu 1 verksmiöjuna í dag?“ spuröi Gráber. „Ég má til. HúsnæÖisleysi er engin afsökun. Þaö ger- ist á hverjum degi.“ „Ég gæti kveikt í bölvaöri verksmiöjunni." • „Ég líka, en þá mundu þeir bara senda mig á einhvern annan staö, sem væri ef til vill enn verri. Mig langar ekki til aö framleiða hergögn." „Hvers vegna skróparöu bara ekki? Hvernig er hægt aö vita hvaö fyrir þig kom í gær? Þú hefðir getaö slasazt þegar þú varst aö bjarga eigum þínum.“ „Ég yrði aö geta sannað þaö. ViÖ höfum verksmiöju- lækna og verksmiðjulögreglu. Ef þeir komast aö þvi aö einliver skrópar, þá ei’u þungar refsingar viö því. Auka- vinna, engin frí — og ef þaö bætir ekki úr skák uppeld- isnámskeið í þjóðhollustu í fangabúöum. Þeir sem lent hafa í því skrópa aldrei framar úr vinnu.“ Elísabet tók heita vatniö og hellti því yfir gervikaffi- duftiö í nestiskassanum. „Gleymdu ekki aö ég er ný- búin að fá tveggja daga leyfi,“ sagöi hún. „Ég get ekki gert of miklar kröfur.“ Hann vissi aö hún var líka aö hugsa um fööur ýnn. Hún vonaöi að geta meö þessu móti oröiö honum aö liöi. Allir höföu einhvers konar snöru um hálsinn. „Bölvaöir þorpararnir!” sagöi hann. „Hvernig þeir eru búnir aö fara meö okkur.“ „Hérna er kaffiö þitt. Og vertu ekki reiöur. Við höfum engan tíma til bess.“ „Þaö er einmitt þess vegna sem ég er reiður, Elísabet.11 Hún kinkaöi kolli. „Ég veit þaö. ViÖ höfum svo lítinn tíma og samt þurfum viö aö vera aðskilin megniö af þeim tíma. Leyfiö þitt líöur óðum og alltaf þarft þú aö vera aö bíöa. Ég ætti aö sýna meira hugrekki og skrópa í vinn- unni meðan þú ert hérna.“ „Þú ert nógu hugrökk. Og þaö er betra aö bíöa en hafa ekkert aö bíöa efth’.“ Hún kyssti hann og brosti. „Þú hefur veriö fljótur aö læra aö finna réttu orðin,“ sagöi hún. „Nú verö ég aö fara. Hvar eigum viö að hittast í kvöld?“ „Já, hvar? Nú er enginn staöur til lengur. Viö veröum aö byrja upp á nýtt. Ég kem og sæki þig í verksmiöjuna.“ „Og ef eitthvaö kemur fyrir — loftárás veröur gerö eöa götunum lokaö?“ Gráber hugsaöi sig um. „Ég ætla að taka saman dótiö okkar og fara meö þaö í Katrínarkirkjuna. Viö skulum hafa hana fyrir stefnumótsstaö.“ „Er hún opin á næturnar?“ „Af hverju á næturnar? Þú kemur ekki heim á næt- urnar.“ „ÞaÖ er aldrei aö vita. Einu sinni uröum við aö sitja í kjallaranum í sex klukkutíma. Bezt væri ef viö hefðum einhvern aö biðja fyrir skilaboö ef illa færi. Stefnumóts- staöir eru ekki nóg.“ „Áttu við ef eitthvaö kæmi fyrir annaöhvort okkar?“ ,,Já.“ Gráber kinkaöi kolli. Hann var farinn aö sjá hve auö- velt var að missa sjónir á fólki. „Viö getum leitaö til Pohlmanns í dag. Nei, þaö er ekki óhætt.“ Hann hugsaöi sig um. „Binding,“ sagöi hann og hónum létti. „Hann er öruggur. Ég er búinn aö sýna þér hvar hann á heima. En hann veit ekki aö viö erum gift. En þaö gerir ekkert tiL Ég skal fara og segja honum af því.“ „Ætlarðu þangaö til'aö ræna hann rétt einu sinni?“. Gráber hló. „Mér hafði nú ekki dottiö það í hug. En okkur vantar eitthvaö aö boröa. Og þaö er því bezt aö ég veröi spilltur aftur.“ „Eigum viö aö sofa hér í nótt?“ „Ég vona ekki. Ég hef allan daginn til aö leita aö öðr- um samastaö.“ Hún varð svipþung andartak. „Já, þaö hefuröu. En nú verð ég aö fara.“ „Ég skal taka dótiö saman, skilja þaö eftir hjá Pohl- mann og fylgja þér í verksmiöjuna.“ „Þaö er enginn tími til þess. Ég verö aö hlaupa. Bless- aöur þangaö til í kvöld. Verksmiöjan, Katrínarkirkjan eöa Binding. Þetta er viöburöaríkt líf.“ „Svei þessu viöburöaríka lífi!“ sagöi Gráber. Hann horfði á eftir henni. Hún gekk hratt yfir torg- ið. MorgunloftiÖ var tært og himinninn var orðinn hreinn Peron hyggst að- skilja ríki og kirkju Ríkisstjórn Perons í Argen- tínu kallaðj í gær heim sendi- herra sinn í Páfagarði. Hafa undanfarið verið deilur milli stjórnarinnar og kaþólsku kirkjunnar og er talið i Buenos Aires að Peron sé að undir- búa aðskilnað rikis og kirkju. Getraunaspá Arsenal-Blackpool 1 Burnley-Huddersfield. 1 Cardiff-Aston Vill,a 1 (2)' Chelsea-Wolves (1) 2 Everton-Tottenham 1 Leicester-Manch.Utd 2' Manch City-Sunderland 1 (x2)' Newcastle-Sheff.Wedn 1 Preston-Bolton 1 (2)' Sheff.Utd-Charlton 2 W.B.A.-Portsmouth 2 Lincoln-Fulha.m 1 (x) ívéi'fi 48 ráðii'. Katnimsar Framhald af 6. síðu. að allir verkfallsmenn taki meiri og minni þátt í verkfalls- vörslu og öðrum störfum er vinna þarf til að verkfallið geti orðið sem sigursælast. xx eÍDiilisþáttnr Um vorkápur ítalir eru farnir að boða sumartízkuna og mikið ber á einlitum kjólum úr bómullar- efnum, prýddum smekklegum hvítum útsaumi. Królcar sem limdir eru béint á flísar í eldhúsum og baðherbergj- um detta oft niður áður en limið er þurrt. Með hjálp límbands eða einangrunarbands jer hægt að halda þeim föstum á veggnum meðan límið er að þorna. I vorkáputízk- unni ber mest á tveim stefnum, sem nefna fhá tízkustefnuna og sigildu stefnuna. Hér eru tvær káp- sem eiga að stefn- er kápan með skrítnu mitt- islínunni. Það væri synd að segja að hún gerði vöxtinn fal- legri, Hin kápan er með sigilda sniðinu, sem tekst ekki að útrýma þrátt fyrir dutti- unga tízkunnar, og það má olckur einu gilda, því ,að hvað ættum við venjulegar manneskjur að gera án þessa látlausa fatnaðar sem verður ekki úreltur á einu ári. Ef maður þarf að fá sér nýja flík er skynsamlegast að forðast mestu tízkuflíkurnar og láta sér nægja nýtízku smáatriði sem auðvelt er að brejda ef tízkan mælir svo fyrir. Sem dæmi má nefna láusa tízkubeltið á sí- gildu kápunni. Laushnýtt belti eru nú mjög i tízku. Litli skinnhatturinn Litli hatturinn er ekki ein- ungis ætlaður sem vetrarhattur, heldur einnig sem vor- og hausthattur. Oft eru skinnliatt- ar gerðir úr sama skinni og kápukraginn og það lítur mjög vel út en ekki er sú gleði gef- in. Hattinn einan er hægt að búa til úr skinnafgangi og það verður miklu ódýrara. Gömul handskjól eru tilvalin í húfur, og ef slíkt handskjól er til í f jölskyldunni er tilvalið að leita það uppi og breyta því í húfu. Annars getur farið svo að mölur grandi skinninu og það er illa farið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.