Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Thor Vilhjálmsson: Höfundur kvikmyndannnar OTHELLO: OR$ON WELLES höfuðkostir hennar voru til í ■Orson Welles var bráðger maður. Ég hef séð í bók að fram til tvítugsaldurs hafi hann einkum verið talinn girnilegur fróðleiks sálfræð- ingum í því landi þar sem fólk hleypur upp til * handa og fóta og ákallar læknis- fræðilega brasara og hjálpar- kokka ef vart verður nokkurs fráviks frá því sléttborgara- lega hegðunamormi sem al- mennt hefur samizt um að hlíta: USA. En 20 ára gömlu var þessu undrabarni trúað fyrir stjóm leikhúss. Fyrst vakti Orson Welles vemlega athygli á sér fyrir frumlegar útvarpsdagskrár og á þeim vettvangi gat hann sér varanlega frægð fyrir að valda ofsahræðslu um Banda- ríkin þver og endilöng svo fólk þusti kveinandi út á göt- ur og hélt heimsendir væri í nánd: Þetta gerði hann með lipurlega saminni dagskrá sem hann byggði á sögu H. G. Wells um innrás Marzbúa sem Sverrir Kristjánsson flutti með ágætum en minni árangri í íslenzka útvarpið fyrir nokkmm árum. Með því uppátæki varð Orson Welles komungur svo kunnur að Hollywood hélt að hér væri maður fyrir sig. R.K.O. kvik- myndafélagið réð hann til sín 25 ára gamlan með meiri völdum en tíðkaðist um stjóm- endur kvikmynda og má segja að honum væri í sjálfs- vald sett hvert verkefni hann tæki sér, þetta var mjög ó- Venjulegt í Hollj'wood þar sem keppzt var við að kaupa stór nöfn en bæla þá persónuleika sem illu heilli fylgdu kaupunum. Þegar Orson Welles sá kvikmyndaverið sem hann átti að .stjórna sagði hann hinn gleiðasti: Atarna er það fal- legasta leikfang sem hægt er að gefa einu barni. Fyrsta kvikmynd Qrson Welles var Citizen Kane (sýnd hér fyrir mörgum ámm), sí- gild mynd. Hún er að nokkm leyti byggð á ævi blaðakóngs- ins William Randolph Hearst sem erfði mikinn auð og varð einn ríkasti maður heimsins á þvi að ljúga eftir kerfi að 1 fólki og segja því jafnan það sem færði honum helzt fé í hendur og segja það þannig að hægt væri að græða á því: skirskota til lághneigða og sjúkleika í fari manna, á sið- ferðilausri og sóðalegri sorp- blaðamennsku í gróðaskyni þannig sem . við íslendingar þekkjum helzt af Mánudags- blaðinu. Hann var pater fami- lias hinnar gulu pressu. i Myndin Citizen Kane þótti T ganga svo nærri hinni svo- kölluðu æru dólgsins Hearst að hann lét sín hundrað blöð hamast sem óð væru til að fá hana bannaða en það var vit- anlega betri auglýsing en nokkuð annað. I þessari mynd kom fram mikið geníalítet á kvikmyndavísu, óvenjulegt plastískt skyn eða myndnæmi og hugkvæmni svo af bar, dirfska og persónulegur stíll og handbragð ef ég má orða svo og ber mikið á nýjunga- gimi sem leiðir af sér ýmsar misjafnlega rökstuddar og réttlætanlegar sérvizkubrell- ur. Framsetning efnis er öll með nýstárlegum hætti. Myndrásin gengur ýmist fram eða aftur í tímann, sagan er sögð af ýmsum aðiljum, allskonar tilraunir eru gerð- ar í ljósmyndun og með hljóðið og er myndin náma af tækninýjungum. Ýmsir efnis- legir gallar eru á myndinni: sálfræðí hennar ristir ekki mjög djúpt; en sem kvikmynd er hún varða við veginn. Þetta var 1941. Þá var Orson Welles 25 ára gamall. Næsta mynd hans var The Magnificent Ainbersons sem kom út í janúar 1942, þar seg- ir af hnignun fjölskyldu land- lorða og uppgangi iðjuhölda. Ekki var Oraon Welles eins óháður og í upphafi, þeir sem kostuðu myndina skáru mjög af henni og stýfðu og stór- skemmdu hana með því. Þessi mynd er langdregin mjög og lakari en Citizen Kane, hún er ofhlaðin og þunglamaleg. Ég sá hana hér í Reykjavík 1946 ef ég man rétt og fannst nokkuð til um hana þvi hún kom mér á óvart, maður var ekki vanur svo góðu. Síðar sá ég Citizen Kane og þá varð mér ljóst að The Magnificent Ambersons hafði mistekist, Citizen Kane og nutu sín þar betur, þó voru bjórar í þessari mynd. Það þarf ekki mikla þekk- ingu til að renna grun í að svo sterkur persónuleiki og frumlegur hæfileikamaður myndi ekki vera lengi að því að koma sér út úr húsi í Hollywood: því auma bæli dauðra sálna þar sem Mamm- on beygir alla í duftið sem ekki dæma sig sjálfir í út- legð þaðan: þar rikir vændið ofar hverri kröfu. Myndirnar tvær sem Orson Welles hafði gert færðu ekki félagi hans þann auð sem vænzt hafði verið og R.K.O. lenti auk þess undir harðvít- ugri og umburðarlyndislausri fjármálastjórn Morganbank- ans sem heimtaði bara hard cash, beinliarða peninga — en ekkert helvítis slæpingja- slúður og bull eins og list. Þeir Morganbankamenn sögðu: markaðurinn herrar mínir, ef fólk vill borga fyrir það sem þú gerir ertu OK, annars geturðu farið til and- skotans. Þessi ömurlega góð- borgaralega rökfræði sem flestir mikilhæfir listamenn verða einhvern tíma fyrir barðinu á hefur gert voðaleg- an usla í kvikmyndagerð. All- ir mestu kvikmyndahöfundar hafa fengið að kenna á þessu borgaraideali að meta allt til fjár — jafnvel list. Borgara- stéttin hefur aldrei eignaztþá menningarhugsjón sem var uppi meðal aðalsmanna fyrir að frægja sjálfa sig með stuðningi við listimar þó þess gerist dæmi meðal borgara annars staðar en á íslandi. Hér takmarkast menningará- hugi borgaranna helzt við að rétta mönnum skilding til að þeir geti lært að syngja. Nú var röðin komin að Or- son Welles. Morganbanki og R.K.O. kölluðu hann heimfrá Suður-Ameríku þar sem hann var sem óðast að filma, þurftu nú ekki lengur þjónustu hans og hann hraktist aftur til út- varpsins og leikhúsanna. Þá hófst dauður kafli í kvik- myndaferli hans, árum saman stjórnaði hann engri mynd. Loks gerði hann aftur mynd árið 1947: Það var The lady from Slianghai með hinni lík- amsfögru frú Ritu Hayworth í aðalhlutverkinu. Það væru ýkjur að orða frúna við leik en margan karlmanninn hefur hún kitlað um dagana með þokka sínum. Hendur Orsons Welles voru mjög bundnar þegar hann gerði þessa mynd enda stóð hún langt að baki áðurnefndum myndum, í henni kennir mjög beizkju. Uppi voru bjálfalegar raddir í Bandaríkjunum að kalla þá L síðan rífst vi$ 8. Heildsalablaðið Vísir birtir í gær froðufellandi forsíðufrétt, þar sem það reynir enn að æsa menn upp til verkfallsbrota og ofbeldisverka gegn verkfallsvörð- um sem gegna löglegum skyldu- störfum í þágu alþýðusamtak- anna. Sérstaklega er blað pabba- drengjanna i lúxusbílunum æft yfir því að ekki skuli leyft að smygla benzíni í bæinn. En á öftustu síðu sama blaðs er önnur frétt um stórfellda eld- hættu af völdum benzins sem geymt er í bænum á ólöglegan mynd klám sem er fráleitt og heimskulegt. Orson Welles tók saman pjönkur sínar og fór yfrum til Evrópu. Þar var honum tekið opn- um örmum og hann hylltur af ákaflyndum aðdáendum meðal kvikmyndaunnenda. Þá höfðu kvikmyndaklúbbar Evrópu um skeið varla talizt gegna hlut- verki sínu án þess að hafa Citizen Kane á sýningarskrá sinni (og kemur væntanlega að henni í Filmíu). Og nú sökkti Orson Welles sér á bólakaf í kampavín og blíðu- hót aðdáenda sinna og flækt- ist milli tízkustaða Evrópu í hlutverki síðbúins trúbadors, — en minnti þó stundum meir á einskonar intelektúela út- gáfu af Farúk listaheimsing þar sem hann reikaði um gleð- innar dyr með hástemmdar fjarstæður á hraðbergi sem blaðamenn hentu á lofti og færðu lesurum sínum. Orson Welles baðaði sig í sífelldu umtali en ekki bólaði á mynd frá hans hendi. Sannleikurinn mun hafa verið sá að þótt menn teldu ekki eftir sér að halda honum dýrar veizlur voru ráðendur f jármagns hik- andi við fá honum fé til að iðka list sína. Uppi varð fótur og fit þeg- ar fréttist að Orson Welles hefði kvikmyndað Macbeth eftir leikriti Shakespeares. Hún fékk herfilegar móttökur enda kvikmynduð á 23 dög- um, menn hneyksluðust mjög á þeirri léttúð sem svo var kölluð, sjálfur hefur hann játað þá galla sem á verkinu eru en biður um að mega nefna málsbætur sem séu þær að þá hafi enginn maður fund- izt í víðri veröld sem hafi viljað trúa sér fyrir peningum til að vanda meira verkið, honum hafi dugað hýran þetta og ekki degi lengur. Hann hafi ætlað sér að sýna að hægt væri að gera kvikmynd- ir með minni tilkostnaði en tíðkaðist og losa um kyrk- ingstak fjármálalegra einok- unarafla. Þessa mynd sá ég ekki en mér er sagt hún hafi verið vond mynd. Svo gerir Orson Welles Othello. Sú mynd mun áreið- anlega lifa. Loks hefur Orson Welles efnt nokkuð fyrirheitin frá Citizen Kane. Sem kvikmynd er Othello afreksverk. Ég held þetta sé fyrsta Shakespeare-kvikmynd þar sem stjórnandinn hefur ekki fallið í þá gröf sem Frakkar nefna theatre filmé: kvikmyndað leikrit. Væntan- lega verður tækifæri til að at- huga hana síðar. Hvað á að gera við ráða- menn kvikmyndahúss sem ekki tíma að bíða eftir að- sókn á þvílíka mynd? hátt. Segir blaðið m.a.: „Visir hefur áður varað við þeirri hættu að geyma benzín þar sem hætta getur af því stafað, en auk þess ber að minna á að ó- löglegt er að geyma benzín i lög- sagnarumdæmi Reykjavikur". Forsíða Vísis reynir þannig að egna Heimdallarblækurnar til verkfallsbrota og ofbeldis í því skyni að smygla benzini í bæinn. Baksíða Vísis minnir á að þetta sé bæði ólöglegt og stórhættu- legt! Sýnir þetta glöggt hversu miður sín dollarahyskið er; það veit ekki sitt rjúkandi ráð af taugastrekkingi og vanlíðan. 1. síðan rífst við þá 8. Það ástand á enn eftir að magnast. Orson Welles í aðalhlutverkinu í Citizen Kane. Welles hefur ailtaf haft inikla ánægju af að mynda sjálfan sig. 'i Orson Welles í hlutverki Othello. r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.