Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 9
f Fimmtudagur 7. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (» A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRlMANN HELGASON Iþróttabandalags Reykjavíkur Ársþing Iþróttaban,dalags R-, víkur hófst 22. marz og lauk s. 1. mánudagskvöld í Félags- heimili KR. Þingið sátu 70 fulltrúar frá 23 aðilum banda- lagsins, en innan þess eru nú 22 félög og 7 sérráð. Eitt af þeim stórmálum, sem á döfinni eru nú,. er bygging nýs íþróttahúss, sem íeyst geti íþróttahúsið við Hálogaland af hólmi. Var þingið einhuga um nauðsyn þess að reyna að koma skrið á framkvæmdir þessa stærsta nauðsynjamáls í- þróttahreyfingarinnar í dag, í samvinnu við þá aðila, sem hlut eiga að því. Meðal þeirra mála, sem þing- ið afgreiddi var tillaga um að gera að skyldu fyrir alla þátt- takendur í íþróttamótum að láta íþróttalækni skoða sig, enda munu flestir á einu máli um nauðsyn þess. Samþykkt var að heilbrigðisvottorð út- gefið af íþróttalækni sé ófrá- víkjanlegt skilyrði fyrir þátt- töku íþróttamanna yfir 16 ára aldri í keppnum og keppnisferð- um á vegum ÍBR eða aðila þess. Iþróttabandalagið hefur siðustu árin séð um skautasvellið á Tjörninni, en vegna ýmissa or- saka er erfitt og kostnaðar- samt að halda því við þar, og var stjórn bandalagsins falið að annast um útvegun á nýju svæði fyrir skautasvell almenn- ings í hennar stað. Einnig taldi þingið nauðsynlegt að komið yrði upp nýjum skauta- svæðum á föstu landi fyrir börn og unglinga og að þau væru staðsett sem víðast um bæinn, og ættu slíkir leikvang- ar, sem notaðir yrðu í þágu al- mennings, að rekast af Reykja- víkurbæ á sama hátt og barna- leikvellir og almenningsgarðar. Einnig væru slíkar framkvæmd- ir líklegar til þess að draga úr hinni miklu slysahættu og laða börn og unglinga af götunni. Meistaramót íslands í badmin- ton fer að þessu sinni fram í Stykkishólmi og verður nú um páskahelgina. Frá Reykjavík fara 8 keppend- ur, 6 karlar og tvær konur: Hall- dóra Thoroddsen (einliðaleik, tví- liðaleik og tvenndarkeppni) Ell- en Mogensen (tvíliðal. og tvennd- ark.), Vagner Valbom (einl. tví- Formaður bandalagsins næsta ár var einróma endurkjörinn Gísli Halldórsson arkitekt, en aðrir í framkvæmdastjórn þess eru kjörnir af fulltrúaráði þess. Endurskoðendur voru kjörnir Gunnar Vagnsson og Gunnlaug- ur Briem, og í stjórn skíða- sjóðs skólabarna var kjörinn Stefán Kristjánsson. 1 héraðs- dómstól ÍBR var kjörinn Þor- gils Guðmundsson, og til vara Gunnlaugur Lárusson. Þingforsetar voru Jens Guð- björnsson og Erlendur Ó. Pét- ursson, en rita,ri- þingsins var Sveinn BjÖrftsson. 'b t ' W*"*" r\ liðal. og tvenndark.), Einar Jóns- son (tvíliða og tvenndarkeppni), Lárus Guðmundsson, Ragnar Thorsteinsen, Haukur Gunnars- son og Karl Maack (keppa allir í einliða- og tvíliðaleik). Hópurinn fer á páskadagsmorg- un og kemur heim á þriðjudag eða miðvikudag eftir því hvernig keppnin gengur. Badmintomnót Islands íer fram í ólnti um páskana Gunnar M. Magnúss: Börmn frá Víðigerði Annars hugsa ég, að þið þurfið ekki að óttasf gulmenni eða svartmenni á þessu skipi, sem við förum með. Ég hugsa, að það séu Englendingar, sem ráða þar, en þeir eru nú alveg voðalegir fantar, ef þeir reiðast. Ég hef séð Englending fjúkandi vondan. Það var í verzlunarbúð í Reykja- vík. Englendingurinn var að kaupa kartöflur, og kaupmaðurinn lét skemmdar kartöflur með þeim ætu. En þegar Englendingurinn tók eftir þessu, greip hann skemmdu kartöflurnar og senti þeim af öllu afli í kaupmanninn. Kaup- maðurinn varð að flýja inn í skrifstofu, en Eng- lendingurinn lét kartöflurnar dynja á skrifstofu- hurðinni. Síðan kastaði hann upp um allar búð- arhillurar, braut postulínshunda, sem kostuðu krónu, bolla og diska og hvaðeina. En svo tók hann það, sem hann langaði til að eiga, bæði bláar peysur og handklæði og hélt leiðar sirinar, án þess að nokkur. skipti sér af honum, af því að þetta var Englendingur. Svona geta nú Englend- ingar verið“. Stjáni var símasandi og lét dæluna ganga, þó að fáir tækju undir við hann. Fullorðna fólkið var annars hugar, en Stjáni var í essinu sínu við að segja krökkunum frá, þangað til Geiri var orðinn hálfvondur og hreytti út úr sér: „Æ, góði þegiðu, þú ert svo mikill grobbrass, að það er ekki hlustandi á þig. Við erum búin að fá að heyra nóg af þessu gor'ti.“ „Ja, svei, svei, þú átt nú sjálfur eftir að sjá, hvort ég er ekkert nema grobbið. En mundu það að ég ætla að reynast þér vel, ef þú þarft á hjálp að halda“. UMMISTIMPLAR Uiriboðsmenn: Reykjavík: Bókabúð Norðra Bókabúð Kron Bókaverzlun M.F.A., ( Alpýðuhúsinu) Hafnarfiröi: Valdemar Long framleiddir með oð/erð, sem var áSur óþekkt hér á landi. — Þeir eru dýpri, endingarbetri og ódýrari, en hér hefur áÓur þekkzt. Fyllilega samkeppnisfœrir við erlenda stimpla. Reynið viðskiptin — Eins dags afgreiðsl uf restur Sími 80615 — Njarðargötu 3 :-*r^---

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.