Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1955, Blaðsíða 4
 4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. apríl 1955 Kirkjuhátíð íraraundan — „Torvelt íyrir þá sem auð- æfin eiga að ganga inn í guðsríkið” — Verkfalls- páskar og kristindómiir OG NÚ RENNUR senn upp mikil kirkjuhátíð, í tilefni af dauða og upprisu Krists, eins mesta mannvinar sem sagan getur um-. E>að verður messað marg- íinnis á hverjum degi, útvarp- ið endurómar ,af sálmasöng, guðsorði og kirkjutónlist. Skemmtanir liggja niðri, því að :rú er ártíð þess manns sem lét iíf sitt á krossi fyrí bráðum 2000 árum. Og er því ekki til- hlýðilegt að rifja eitthvað upp um þær kenningar sem drógu hánn til píslarvættisdauða? Og manni kemur í hug sagan um höfðingjann sem til hans kom og spurði hvað hann ætti að gera til þess að öðlast eilíft líf. Hann hefði fylgt öllum boð- arðum guðs frá æsku sinni. En Kristur sagði við hann: Enn er þér eins vant; sel þú allar eig- ur þínar og skipt þeim meðal fátækra og munt þú fjársjóð eiga í himnunum og kom síð- an og fylg mér. En þegar höfð- inginn heyrði þetta varð hann hryggur þvi ,að hann var mjög auðugur, og mönnum var líka sárt um aurana sína í þann tíð. En er Jesús tók eftir harmi hans, sagði hann: Hversu tor- velt mun verða fyrir þá, sem auðæfin eiga að ganga inn í guðsríkið! Því að auðveldara er fyrir úlfaldann að ganga gegnum nálaraugað en fyrir ríkan mann að ganga inn í guðsríkið. UM PÁSKANA 1954 er háð víð- tækt verkfall hér í Reykjavík. Hinir fátæku riota hin eintk vopn sín tii að berjast fyr’ir bættum kjörum, leggja niður vinnu, heyja verkfall. En hiriir auðugu sem vilja reisa Hall- grímskirkju til minningar um sálmaskáldið íslenzka sem í sárustu neyð orti sígilt lista- verk um píslarsögu Krists, sem flutti m. a. þann boðskap ,að hinir auðugu skyldu selja eig- ur sínar og skipta meðal fá- tækra, þeir virðast hafa gleymt þessari kenningu. Og þó eru þeir ekki beðnir um gjafir, heldur mannsæmandi greiðslur fyrir óhjákvæmileg störf. Svo langt eru þessir menn sem vilja byggja kirkjur í stað húsa fyr- ir íbúa bragganna komnir burt frá hinum raunverulegu kenn- ingum Krists. Skyldu annars ekki prestarnir taka þetta at- riði til meðferðar í kirkju- ræðum sínum um þessa verk- fallspáska? Nú ætti að vera kærkomið tækifæri fyrir kirkj- unnar þjóna að heimfæra kenn- ingar Krists yfir á dægurmál- in, boða mannúðarhugsjónir hans og náunganskærleika. Það mun sýna sig hverja afstöðu þeir taka. ALMENNM PÁSKASAMKOMUR í AÐVENT- KIRKIUNNI: Séra L. Murdoch mun flytja erindi um eftir- : . farandi efni; Föstudaginn langa: Hvers vegna fær þjáning, sorg : og dauði að ríkja í heimi vorum ? Páskadaginn: Upprisuboðskapurinn og nútíminn. Annan páskadag: Kirkja nútímans undir smásjá : Guðs. Á föstudaginn langa mun Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, syngja nokkur lög með undirleik Fritz Weiss- : liappel. — Allar samkomurnar verða haldnar kl. 5 .eh. : Allir velkomnir Hjartans þakklæti mitt til frænda, vina, félaga- samtaka og stofnana, nær og fjær, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 4. þ.m., meö veglegu samsæti, stórgjöfum, blómahafi, skeytum og ljóðum, Lifið heil! Guð blessi ykkur. Sigurður E. Hlíðar ff! Dvalarheimllls aldraðra sjómanna byrjar nýtt happdrættisár frá 1. maí 1955 til 1. maí 1956 Happdrættið stækkar Heildarverðmæti vinninga kr. 2.400.000.00 Skattirjálsir vinningar Vinningar hækka unnL 314 L V Vinningum fjölgar Sala á nýjum miðum er hafin Endurnýjun heíst 18. apríl til 1. maí — Ath. Ársmiða þarí að endurnýja þá. — Verð ársmiða kr. 120,00 — Verð endumýjunarmiða kr. 10,00 EinbýlisMs (raðhús) í Réykjavík, 4-5 herbergja og eldhús — Útdregið í 12. flokki — verómæti kr. 350.000,00 2 jeppar með stálhúsi, verðmæti kr. 350.000.00 8 Vespa bifhjól verðmæti kr. 10.000,00 hvert í VINNINGUM: 2 íbúðir í Hamrahlíð 21, Reykjavík — 3 herbergi og eldhús — 83 ferm. hvor. Útdregnar í 1. flokki og 6. flokki. Hvor að verðmæti kr. 255.000,00 ATH. Fyrri íbúðin verður til sýnis á annan í péiskum kl. 2 til 10, og eftir þaö á laugar- dögum og sunnudögum fram að því aö dregið veröur. 3 vélbátar 4 tonn með Lister dieselvél 16 ha. og Bendix- dýptármæli. — Smíðaðir í Bátasmíðastöö Breiðfiröinga, Hafnarfirði. Hver að verðmæti kr. 100.000,00 11 bifreiðar af eftirtöldum geröum: Morris-Oxford, verðmæti .. kr. 67.000,00 Nash, verömæti .. kr. 100.000,00 Chevrolet, verðmæti .... .. kr. 100.000,00 Ford, verðmæti 100.000,00 Dodge, verömæti 100.000,00 Hillman-Husky, verðmæti .. kr. 43.000,00 Buick, verðmæti 110.000,00 Happdrœtti D.A.S. veitir það sem hugurinn girnist Öllum ágóða varið til byggingar dvalarheimilisins Skriístoía og aðalumboð: Austurstræti 1, Reykjavík — Sími 7 7 5 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.