Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 14. apríl 1955 Svar Guðlaugs Einarssonar, hdl, verjanda Guðmundar Guðjénssonar, við skrifum Þjéðviljans um hann Herra ritstjóri! Með því að ég undimtaður er skipaður verjandi í máli, er höfðað hefur verið gegn Guðmundi Guðjónssyni, bif- reiðarstjóra, Barmahlíö 29, hér í bæ, sé ég mig knúðan til að svara opinberlega tveim blaðagreinum um hann, er birtust í „Þjóðviljanum“ dagana 6. og 7. apríl s.l. í þessum áminnstu greinum er Guðmundur boxinn þeim sökum, aö hafa ætlað að nauöga 14 ára telpu og jafn- framt haft í hótunum um að drepa 15 ára bróður henn- ar. Auk þessa og annarra bollaleggingja ritstjórans um málið er svo sakarvottorö Guðmundar birt, mjög af- bakað. Ég tek það fram í upphafi máls míns, að það er upp- spuni frá rótum, að Guðmund- ur hafi verið ákærður fyrir nauðgun, né heldur að hafa haft í hótunum um manndráp og mun ég hér á eftir í stuttu máli skýra gang þessa máls, svo sem það stendur nú fyrir sakadómi. Málavextir eru . þeir, að □ann 22. september sl. var skjólstæðingur minn staddur að Þverárrétt í Mýrasýslu, ásamt mörgu fleira fólki. Á dansleik, sem haldinn var þarna að kvöldi þessa sama dags, hitti hann unga stúlku, sem hann dansaði við nokkra dansa og urðu þau samferða út úr húsinu, ásamt bróður stúlkunnar og fleira fólki, er var á dansleiknum. Settust systkinin, ásamt Guðmundi og fjórða manni upp í bifreið hans, er stóð skammt frá danshúsinu. Er þau höfðu set- ið þarna um hríð fór bróðir . stúlkunnar og maður sá er með þeim hafði verið út úr bifreiðinni, en Guðmundur og stúlkan urðu þar ein eftir. Létu þau Guðmundur og stúlkan vel að hvort öðru, án þess þó að nokkurn tíma kæmi til kynferðismaka milli þeirra, enda er það rækilega upplýst i málinu, og hefur stúlkan 'borið það fyrir rétti, að „þótt jnún í sjálfu sér hafi verið mótfallin látbragði og skipt- arh kærðs við sig, þá hafi það þó einnig haft þau álirif á sig, að hún hafi viljað vera kyrr með honum“. Stúlkan reyridi aldrei til þess að kom- ast burt úr bifreiðinni, og enda þótt margt fólk væri þarna á næstu grösum, gerði hún aldrei tilraun til að hrópa á hjálp, né heldur hefur hún 'íialdið því fram fyrir réttin- om, að Guðmundur hafi gert nokkra tilraun til að varna sér þess, hafi henni sýnzt að gera svo. Er þau Guðmundur <og stúlkan höfðu setið í bif- reiðinni um nokkurt skeið kom bróðir stúlkunnar að aílnum og hafði þá sótt hesta þá, er þau systkin höfðu komið á til réttarstaðar. Er oróðir stúíkunnar kom að bif- reiðinni aftur var hún opin <og settist hann upp í fram- sæti hennar, sat þar um stund, en vék sér síðan frá aftur til að sækja hestana, sem höfðu tekið á rás frá bifreiðinni. Er bróðir stúlk- unnar kom til baka enn var bifreiðin lokuð, en systir hans og Guðmundur sátu saman í aftursæti hennar. Bað hann systur sína að koma með sér, en hún hafi ekki anzað sér neinu, heldur hafi Guðmund- ur sagt: „Blessaður láttu eins og maður!“, og orðrétt segir í skýrslu piltsins fyrir sakadómi: „Hins vegar hefði Guðinundur ekki haft í hót- unum við sig, livorki hótað sér barningi eða öðru“. í skýrslu bróður stúlkunnar segir einnig, að Guðmundur hafi sagt við sig, að hann skyldi aka stúlkunni heim, en stúlkan svarað bróður sín- um þá, að hún skyldi koma með honum rétt strax, eða eitthvað á þá leið, eftir að bróðir hennar hafði þvertek- ið fyrir að hún færi með Guðmundi í bílnum. Hvorugt þeirra Guðmundar eða stúlk- unnar opnaði bifreiðina fyrir piltinum og þess vegna sneri hann sér til tveggja lögreglu- þjóna, er voru þar á næstu grösum og bað þá um að að- stoða sig við að ná í systur sína og kom hún fúslega út úr bifreiðinni, er lögreglu- þjónarnir komu að henni og höfðu opnað hana, en það gerði annar lögregluþjónninn með því að smeygja hendi inn um framrúðu bifreiðarinnar, sem var opin. Þetta er í stuttu mál aðdragandi þessa máls. Hins vegar skal það svo upplýst, að eftir að lögreglu- þjónarnir höfðu fengið vitn- eskju um, að greind stúlka var ekki nema 14 ára að aldri kærðu þeir Guðmund til sakadómara og var málið þar tekið fyrir og síðan, eftir. venjulega frumrannsókn sent dómsmálaráðuneytinu til á- lita. Dómsmálaráðuneytið fyr- irskipaði síðan málsliöfðun gegn Guðmundi Guðjónssyni fyrir að hafa gert tilraun til að tæla 14 ára stúlkubarn til samfara, en það er sitthvað annað en nauðgunartilraun, enda viðurlög mjög frábrugð in. Ekki er Guðmundur kærð- ur fyrir neina iíkamsárás, né tilraun í þá átt eða hótanir, enda engu slíku til að dreifa Skylt er mér að taka það fram hér, að mjög skiptar skoðanir hafa komið fram um hver aldur stúlku þessarar gæti verið, miðað við útlit hennar, enda stúlkan óvenju þroskuð eftir aldri. Lögreglu- þjónarnir, sem komið hafa fyrir rétt, hafa ekki treyst sér til að fullyrða um aldurs takmark eftir útliti og annar taldi stúlkuna eldri en hún var. Guðmundur hefur sjálf- ur eindregið neitað því fyrir réttinum, að sér hafi dottið til hugar, að stúlkan væri svo ung sem hún reyndist, og sjálf hefur stúlkan haldið því fram fyrir rétti, að hún hafi ekkert minnst á aldur sinn við Guðmund og bróðir stúlk- unnar hefur borið það sama, að hann viti ekki til þess, að neitt hafi verið um aldur henrtar rætt. Af því sem hér að framan hefur verið sagt má gleggst ráða að mjög er hallað réttu máli og vægast sagt úlfaldi gerður úr mý- flugu. Læt ég svo útrætt um þennan þátt þessa máls. Hvað varðar sakavottorð Guðmundar Guðjónssonar læt ég nægja að benda á það, að sannleikanum er þar rækilega umsnúið, þegar talað er um, að Guðmundur hafi verið „dæmdur" fyrir hitt og þetta. Þætti víst mörgum það súrt í broti, ef hann yrði yfir- lýstur sem „margdæmdur glæpamaður" fyrir það eitt að hann hefur gengizt inn á að greiða kr. 50.00 eða kr. 100)00 sekt í sattarformi fyrir ólöglegt bifreiðarstæði, eða of háa ljósastillingu á bifreið sinni, eða jafnvel þó hann hefði fengið dóm fyrir ölvun við akstur. Persónulega vil ég svo að lokum taka það fram, að það er vægast sagt mikið ódreng- skaparbragð, sem haft hefur verið í frammi við skjólstæð- ing minn og ekki öðrum trú- andi til að fremja slíkt, nema þeim sem hafa af litlum manndómsbrunni að ausa. Skjólstæðingur minn bíður nú dóms í þessu framan- greinda máli og af gögnum þeim sem þegar liggja fyrir í málinu, verður ekkert ráðið hver verður dómur í því og ekki tímabært að tala um sök eða sýknu, meðan rann- sókn stendur yfir og enn er alsendis ósannað að umbj.m. hafi gert tilraun til að tæla stúlkuna. Skjólstæðingur minn hefur þegar tjáð mér, að hann muni höfða meiðyrðamál gegn rit- Framhald á 11. síðu. Símon Guðmundsson Fáein minningarorð Símon Guðmundsson, síðast til heimilis á Hvaleyrarbraut 5 Hafnarfirði, andaðist í hjúkrunarheimilinu Sólvangi 2. apríl sl. Banamein hans var heilablæðing. Símon fæddist 21. maí 1881 að Borgareyrum, Austurland- eyjum í Rangárvallasýslu, en foreldrar hans voru Vilborg Vigfúsdóttir og Guðmundur Símonarson er þar dvöldu þá. Símon naut ekki umönnunar móður sinnar en eignaðist brátt stjúpu með hvérri hann ásamt föður sínum fluttist til Seyðisfjarðar, en austur þar missti Símon föður sinn þá er hann var 9 ára gamall. Einhverjar orsakir, sem ég kann ekki að greina, ollu því að þá komst Símon á heimili • hirts'kunna klerks sérá Björns * Þorlákssonar á Dvergasteini, en hjá honum, eða á vegum hans, dvaldi Símon um 7 ára skeið eða fram til 16 ára aldurs. Á 17. aldursári, þ.e. 1897, fluttist Símon til Reykjavíkur og tók þegar að stunda sjó- mennsku, fyrst á skútum og svo á togurum. 1 þessari at- vinnugrein vann hann óslitið 30 ára tímabil, en nálægt þessu tímabili miðju, þ.e. á árinu 1914, gekk Símon í hjónaband með eftirlifandi konu sinni Pálinu Pálsdóttur frá Eyri í Reykjafjarðarhreppi í N-ísafjarðarsýslu, merkilegri ágætiskonu með ósvikið vest- firzkt sægarpablóð í æðum. Á þrek og manndóm þessarar konu hefur oft mikið reynt; þeim hjónum varð 14 barna auðið hvar af dóu 4 í æsku en 10 eru komin til fullorðins ára, 4 synir og 6 dætur, og má með sanni segja að þar er valinn maður í hverju rúmi, og er það sízt að undra, því að þau hjón Pálína og Símon voru langt fyrir ofan meðalmennsku bæði í sjón og raun. Búferlum til Vestmannaeyja fluttist Símon með fjölskyldu sína árið 1919; vann hann þar að ýmsum störfum bæði til lands og sjávar. Þar byggði hann íbúðarhús er hann nefndi Eyri, en það er húsið nr. 25 við Vesturgötu. Um nokkurra ára skeið rak Símon vélbáta- útgerð þar í Eyjum. Eftir 22 ára dvöl í Eyjum fluttist Sím- on ásamt konu sinni og flest- um börnum aftur til Reykja- víkur og var heimili hans þá lengst að Borgargerði 39. Síðasta æviár sitt dvaldi Símon ásamt konu sinni hjá dóttur sinni og tengdasyni á fyrrnefndum stað, Hvaleyrar- braut 5 í Hafnarfirði. Eftir að Símon kom aftur til Reykjavikur frá Eyjum vann hann lengst af að smíð- um, oftast húsasmíði og fóru honum þau störf vel úr hendi því hann var bæði laginn og vandvirkur og trúmennska lians í öllum verkum fágæt. Síðustu æviár Símonar var hann oftast meira eða minna sjúkur, er stafaði af slysi er hann henti og reyndi þá, sem oft áður, á þrek og manndóm hinnar góðu konu hans er annaðist hann af hinni mestu prýði. Barnabörn þeirra Pálínu og Símonar eru nú 16 á lífi, fríð- ur hópur og gæfulegur. Framhald á 10. síðu. Forugur vorboði — Aurbleyta og vorfiðringur — Merk uppgötvun læknavísindanna EINN af óbrigðulustu vorboðum þessa lands er aurinn á vegum og í holtum. Nýlega auglýstu Landleiðir að áætlunarvagnar þeirra um Kópavog kæmust ekki leiðar sinnar fyrir sakir aurbleytu og strax hljóp í mann vorfiðringur. Og þegar maður stikar heim á kvöldin og mætir krakkahópum að koma ofanúr Sjómannaskólaholti og þeir eru moldugir og forugir svo að varla sér í þá, finnur maður líka að það er vor í lofti jafn- vel þótt í næstu andrá komi krapahryðja. En mömmur krakkanna hafa nóg að gera við að þrífa þá upp þessa daga. Stelpuhópur kom ofanúr holti um að þær festust í leðjunni og gúmmístígvél einnar sátu ná þeim upp nema með aðstoð fullorðinna. Og þær voru í orðinna. Og þegar þær voru í leit að aðstoð þegar þær komu ofanað og sú sem misst hafði stígvélin gekk á sokkunum ein- um og hafði vaðið aurinn upp í hné. Við björgunartilraunirn- ar á stígvélunum festust tvenn önnur stígvél, tvær mannverur ultu um í forina og þegar leið- angurinn kom til baka að iok- inni björgun leit hann út eins og þátttakendur í forarglímu, sem stundum var sýnd á auka- mynd í bíó hér áður fyrr. Sem sagt, vorið er komið! í gær og hafði lent í ævintýri. Þær höfðu ætlað að stytta sér FRÉTTIRNAR og fréttaauki út- leið yfir „smádrullu“ eins og varpsins á þriðjudagskvöldið þær sögðu, með þeim afleiðing- hafa áreiðanlega verið mörgum mikið gleðiefni. Að því er virð- ist er allt útlit fyrir að takast megi að stemma stigu fyrir hin- um hræðilega vágesti sem löm- unarveikin er. Fyrirhugað er að bólusetja^ í vor fjölda barna og unglinga við lömunarveiki og sjálfsagt verður það svo í framtíðinni að allir verða bólu- settir gegn þessari veiki og hin- ir hræðilegu faraldrar hverfa úr sögunni. Á þennan hátt hef- ur tekizt að ráða niðurlögum barnaveikinnar. Áður fyrr hrundu ungbörnin niður úr þessum skæða sjúkdómi, stund- um dóu öll börnin á sama bæ úr barnaveiki í sama faraldri, en nú er sérhvert barn bólu- sett við henni endurgjaldslaust og hún er ekki lengur hið hræðilega vandamál. Og þótt' fyrirhugað sé að greiðsla komi fyrir þessa væntanlegu bólu- setningu við lömunarveiki, er hún ekki það há að það þurfi að vera til fyrirstöðu. Og með tímanum ætti slík bólusetning ef hún reynist vel, að verða hinn sami sjálfsagði hlutur og bólusetning gegn barnaveiki og bólusótt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.